Dagur - 06.05.1995, Page 5

Dagur - 06.05.1995, Page 5
Laugardagur 6. maí - DAGUR - 5 HM-frímerkin eru hönnuð af Akureyringnum Hallgrími Ingólfssyni: Undirstrika sérstöðu náttúru landsins með „handboltalegu“ ívafi Segja má aó það sé daufdumba maóur sem ekki hefur orðiö þess áskynja að um þessa helgi er að hefjast á íslandi Heimsmeistarakeppni í hand- knattleik. Að mörgu er að hyggja fyrir slíka keppni og það af mörg- um toga. Póstur og sími tekur þátt í þeim undirbúningi, ekki bara með því að leggja til ljósleiðara og fleira sem nauðsynlegt er til beinna útsendinga frá leikjum keppninar heldur hefur stofnunin gefið út frímerki tileinkuó keppn- inni. Utgáfudagur frímerkjanna, sem eru Evrópufrímerki, var 14. mars sl. og má segja að útgáfa þeirra hafi tvíþættan tilgang. Ann- ars vegar aó vekja athygli á Heimsmeistarakeppninni á erlend- um vettvangi og hins vegar á landinu og náttúru þess og undir- strika frímerkin vel sérstöðu þess, þ.e. eldfjöll, hveri, sólarlag, fugla- líf o.fl. Útgáfa þeirra hefói kannski mátt vera fyrr, til að kynna keppnina enn frekar. Hönnuður frímerkjanna er Ak- ureyringurinn Hallgrímur Stefán Ingólfsson inanhússarkitekt. For- eldrar hans eru Anna Hallgríms- dóttir, ættuð frá Onundarfirði, og Ingólfur Arnason, fyrrverandi raf- veitustjóri, og er Hallgrímur næst- elstur fimm systkina. Kona hans er María Jónsdóttir og eiga þau þrjú böm, Onnu, Huldu og Jón Inga. Hallgrímur hélt til Danmerkur og lauk prófi frá Skolen for bolig- indrœtning, sem nú heitir Dansk Designskole eftir sameiningu við fleiri skóla á sama sviði. Hall- grímur segir aó alltaf hafi blundað í honunt áhugi á námi af þessu tagi en aódragandi inntökuprófs- ins í skólann hafi verió mjög stutt- ur og hafi hann fengið lánaðar rúmteikningar á Akureyri áður en hann fór til Kaupmannahafnar í inntökuprófió og segja megi því að hann hafi lært rúmteikningu á nokkrum dögum. Námið tók þrjú ár og eftir það kenndi hann við forskóla skólans sem hann var að útskrifast frá og þaóan lá leiðin á Konunglegu akademíuna í grafík- nám. Til starfa á Kanal-2 „Leiðin lá svo enn heim árið 1984 og fór ég að vinna hjá Kynningar- þjónustunni í Reykjavík. Málin æxluðust þannig að ég fór að Hallgrímur Stefán Ingólfsson við vinnu sína á StQ. Þessi mynd Hallgríms var teiknuð til notkunar á japanskar mjólkur- umbúðir cn síðar notuð á kort til minningar um kjarnorkusprengj- una á Hirosima 6. ágúst. vinna með dönskum hönnuói, Ole Kortzau, sem var að kynna plaggöt og í framhaldi af því bauð hann mér út. Ég flutti því aftur út 1986 og þar var ég með fjölskyld- una næstu sex árin. Ég vann hjá Ole Kortzau næstu þrjú árin og síóan hjá sjónvarpsstöðinni Kanal- 2 við sviðsmynda- og grafíkgerð. Ég var ráðinn til að koma þessari deild af stað en ég hafði áður unn- ið nokkur verkefni fyrir þá. Ég var þess síóan óbeint valdandi aö í dag er „yfirpródúsent“ stöðvarinn- ar íslenskur, þ.e. Maríanna Frið- jónsdóttir. Hjá Ole Kortzau vann ég að mörgum mjög skemmtileg- um verkefnum, m.a. verkefni í Japan sem fólst í hönnun mynda á mjólkurumbúðir fyrir japanska mjólkursamsölu, Nakasawa Cor- portation. Margar okkar hug- myndir voru nýttar á mjólkurum- búðimar og einnig gaf fyrirtækið út bók með með teikningunum sem heitir Merry Farm Story. Ein myndanna í þeirri bók eftir mig var síóan notuð á kort sem árlega er gefið út í japönsku borginni Hi- rosima, 6. ágúst ár hvert, en þann dag árið 1945 féll þar kjamorku- sprengja eins og skráó er í mann- kynssöguna. Myndin var talin flytja mikinn frið sem er m.a. til- gangurinn með kortaútgáfunni. Svo skemmtilega vill til að 6. ágúst er afmælisdagurinn minn,“ segir Hallgrímur Ingólfsson. Frábærir starfsfélagar - Þú kemur svo aftur heim árið 1991. Toguðu heimahagarnir allt- afíþig? „Já, það blundaði alltaf í mér löngun að koma aftur heim og starfa hér. Auk þess voru bömin orðin þrjú og við vildum gjaman að þau settust í íslcnska skóla. Ég hafði ekki útvegað mér neina vinnu, en daginn eftir að við kom- um til Akureyrar hélt ég niður á Auglýsinga- og skiltagerðina Stíl hf. og falaðist eftir vinnu, og var kominn í hana síðdegis þann dag og starfa þar enn. Ég hef ekki ver- ið þar í neinum afmörkuðum verk- efnum, heldur tekist á við þaö sem til fellur hverju sinni eins og aðrir starfsmenn þar. Ég tel að hún hafi á að skipa mjög góðu starfsfólki, og m.a. hef ég átt gott samstarf við Baldvin Bjömsson, auglýs- ingateiknara, sem cr mjög fær starfskraftur og góður vinnufélagi. Ég reyni að komast á sjó á tog- ara einu sinni á ári. Þaö er í fyrsta lagi mjög góð afslöppun og um leið hleður maóur batteríin og kemur aftur til vinnunnar í landi, cndumýjaður af starfsorku.“ Sigurvegari í lokaðri samkeppni Hallgrímur fékk tilboð um að taka þátt í lokaðri samkeppni á hönnun HM-frímerkja. Áður hafi Hall- grímur tekið þátt í gerð danskra jólafrímerkja meðan hann starfaði hjá Ole Kortzau. Hann hafði árið áður komið að máli við íslensku póstþjónustuna og bent á það að á Akureyri og víðar úti á landi væri margt fólk sem væri mjög hæft til þess m.a. að hanna frímerki. „Ég tók því tilboði fegins hendi. Fyrst byrjaði ég á því að teikna merkin í höndunum og síð- an var vinnan færð yfir á tölvu og þar gekk ég frá hugmyndunum. Ég tók strax ákvörðun um það aó hanna landkynningarmerki, ekki bara handboltafrímerki, og nýta þannig þetta einstaka tækifæri til að kynna land og þjóð og draga fram sérkennin, en handboltinn er settur inn í íslenska náttúru. Það má kannski segja í gríni, að Heimsmeistarakeppnin sé svo merkilegur atburður að vió troð- um upp í eldfjöllin okkar meðan á henni stendur. Sólarlagið má sjá í vestfirskri fjallagerð og goshvers- útfærsluna fékk ég frá gosbrunni í Kaupmannahöfn sem heitir Storke springvandet, sem mikið hefur verið ort um. Hann er kannski þekktastur fyrir það að á afmælis- degi drottningarinnar er lítil, gull- húóuð kúla, látin dansa á gosbun- unni allan daginn. Ég sendi einnig inn aðra tillögu í nokkrum útfærsl- um sem gekk út á hönd sem held- ur á hnettinum. Hvort ég teikna fleiri frímerki í framtíðinni verður að koma í ljós. Ekkert slíkt er í farvatninu,“ sagði Hallgrímur Ing- ólfsson, hönnuður HM-frímerkis- ins. GG -------------------------------------------Á AKUREYRARBÆR Utboö Bæjarverkfræðingur, f.h. bæjarsjóðs Akureyrar, óskar hér með eftir tilboðum í steinefnavinnslu og fiutning þeirra að Malbikunarstöð Akureyrar- bæjar. Magn steinefna er 7.500 tonn. Gögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings Geislagötu 9, Akureyri, frá og með þriðjudeginum 9. maí 1995 kl. 13.00. Tilboðin verða opnuð á sama stað föstudaginn 19. maí kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Bæjarverkfræðingur. AKUREYRARBÆR TÆKNIDEILD AKUREYRARBÆJAR Laust er til umsóknar starf verkfræðings/ tæknifræðings á mælinga- og hönnunardeild Akureyrar- bæjar. Verksvið: Starfið felst einkum í hönnun gatna og fráveitu- lagna, gerð mæliblaða og umsjón með mælingum og viðhaldi grunnkorta. Vinna við uppbyggingu landupplýsingakerfis fyrir Akureyri, sem nú er að hefjast, mun a.m.k. fyrst um sinn tilheyra starfinu. Þekking á tölvunotkun vió hönnun og kortagerð er nauðsynleg. Krafist er menntunar í byggingarverkfræði eða byggingartæknifræði. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Akureyrarbæjar við verkfræðinga og stéttarfélag tæknifræðinga. Upplýsingar um starfið veita starfsmannastjóri og Gunnar H. Jóhannesson deildarverkfræðingur á Tæknideild í síma 21000. Umsóknir um starfið skulu hafa borist starfsmanna- deild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, fyrir lokun þann 17. maí 1995. Umsóknareyðublöð fást á starfsmannadeild Akur- eyrarbæjar, Geislagötu 9. Starfsmannastjóri. J

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.