Dagur - 17.05.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 17.05.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 17. maí 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓUFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BUÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir). LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSU: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 bleytu heldur verður vegurinn hvað eftir annað torfæra ein í rígningarköflum á sumrin. Allir hljóta aö samþykkja að þegar um er að ræða fjöl- farna leið og ekki síður eitt af þeim svæðura landsins sem hvað flestir erlendir gestir skoða að sumrinu þá er ekki hægt að búa við slíkt til lang- frama. Sigurður Rúnar Ragnarsson, sveitarstjóri í Mý- vatnssveit, benti á í Degi sl. laugardag hversu margar hliðar þetta mál hefur: „Menn finna auð- vitað á sjálfum sér þegar þeir þurfa að nota veg- við mjög slæmt ástand í vegamálum láti til sín heyra. Og sérstaklega slæmt er ef við setjum ekki í forgang þá staði á landinu sem við viljum aö ferðamenn sæki heim á sumrin. Sveitarstjórinn í Mývatnssveit bendir réttilega á að svæðið er að fá á sig stimpil vegna slæmra vega og skammt er að minnast veganna í nágrenni Þingvalla sem voru um árabil óviðunandi. Hvorki Islendingar sjálfir né erlendir ferðamenn sækja perlur íslands heim nema samgöngurnar við þessa staði séu inn hvað það er erfitt en tjónið felst ekki síður í ímyndinni sem þetta svæði fær. Það er komið upp í huga manna að það sé varla þess virði að leggja það á sig að fara austur í Mývatnssveit." Þessi orð segja mikið um hversu brýnt mál er hér á ferð góðar og því verða þingmenn og samgöngumála- yfirvöld að taka hvatningarorö Mývetninga um úrbætur mjög alvarlega. LEIPARI Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur nú sent frá sér kröfu um úrbætur á veginum yfir Mývatns- heiði sem hefur um margra ára skeið verið veikur hlekkur í samgöngumálum sveitarinnar. Það er vægt til orða tekið að þessi vegarspotti valdi hvað eftir annað ófremdarástandi því það er ekki einasta að vorinu sem vegurinn veðst upp í fyrir Mývetninga og það má líka sjá af hugmynd- um sem Sigurður Rúnar viðraði um að sveitarfé- lagið gangi sjálft fram fyrir skjöldu til að flýta úr- bótum. Eftir þrengingar síðustu ára er öllum ljóst að það eru ekki til peningar fyrir öllu í þessu landí. Menn verða að velja og hafna og meta mik- ilvægið. En valið hefur líka staðið um það hversu langt eigi að ganga í stórverkefnum og nú þegar ráðast á í gerð jarðganga undir HvalfjÖrð er eðli- legt að fólk á þeim svæðum úti á landi sem býr Meira um skólamötu- neytin í Eyjafjarðarsveit a.m.k. það sem sneri að viðskipta- mönnum. Skólamötuneytin eru vissulega kærkomin þjónusta sem mér viró- ist flestir vilja halda í. Því er dap- urlegt ef dugleysi eða vangeta til að takast á viö svo einfalt úrlausn- arefni, sem skilmerkilegt bókhald fyrir ekki umfangsmeiri rekstur er, veróur til að gera fólk afhuga við- skiptum. Frambjóðendur fluttu oss fögur orð afblaði. Og Pétur því að þekkja kross þrisvar afheitaði. Svo kvað hirðskáld umbótasinna á framboðsfundi í Laugarborg fyrir tæpu ári síðan vegna broslegra oróaskipta sem þar áttu sér stað miili tveggja frambjóðenda úr andstæðum fylkingum. I grein í Degi þann 4. maí s.l. geysist annar Pétur, ekki óskyldur þeim fyrr- nefnda, fram á ritvöllinn og telur sig getað afneitað ýmsum borðleggjandi staðreyndum. Hér er átt vió pistil sveitarstjórans í Eyjafjaróarsveit, Péturs Þórs Jón- assonar, í tilefni af áður birtri grein undirritaós, „Er allt í góðu lagi í Eyjafjarðarsveit?“ Oneitanlega er broslegt að sjá háttvirtan sveitarstjóra reyna aó telja lesendum trú um að svart sé hvítt og hvítt sé svart ef meirihluti hreppsnefndar geri um það sam- þykkt. Með orðaleik og viðsnún- ingi á tímaröð atburða, varðandi sameiningu á rekstri skólamötu- neyta annars vegar og sameiningu grunnskólans hins vegar, er reynt að færa rök fyrir því að skóla- nefnd Eyjafjarðarsveitar, ein og sér, hafi afhent hreppsnefnd allt forræði yfir rekstri skólamötu- neytanna, sem og þeim fjármun- um foreldra sem þar höfðu mynd- ast, að þeim forspurðum, og án þess að skólanefndin vissi, eða mætti vita um tilvist þeirra sjóða. Staðreyndin er sú aó á þessum tíma, þ.e. í ágúst 1991 hafði Hrafnagilsskóli sérstaka skóla- nefnd þar sem hann var samrekstr- arskóli með Svalbarðsstrandar- hreppi, og af óútskýrðum ástæó- um sáu hreppsnefndimar sérstaka ástæðu til aó sniðganga og lítils- viröa þá skólanefnd meó því að neita aó vísa ákvörðun um rekstr- arlega sameiningu mötuneytanna, sem og tillögum að skipulagi þeirra til umsagnar þar. Sömuleið- is neitaði hreppsnefnd Eyjafjaró- arsveitar skólanefnd sinni um að fá til umsagnar tillögur að þessum rekstri, en sérstök nefnd hafði ver- ið skipuð einhliða af hreppsnefnd til að gera þær. Af gefnu tilefni vil ég hér og nú krefja þáver- andi/núverandi oddvita skýr- inga á því hvers vegna svona var að málum staðið? „Sveitarstjóm hefur ítrekað tekið til umfjöllunar aðfmnslur Kristjáns um málefni mötuneyt- anna.“ Svo mælir sveitarstjórinn, og þaó hljómar eins og um óþarfa nöldur hafi verið að ræða hjá aðila sem ekki kom málið við. Sem for- manni skólanefnda bar mér að fylgja eftir samþykktum þeirra, sem ítrekað óskuðu eftir greinar- betri reikningsskilum. I annan stað fylgdu litlar efndir bókunum sve:tarstjómar, þá sjaldan svör fengust, og raunar hefur maður alltaf oróió jafnhissa á því hvað henni hefur tekist aó vera með allt niður um sig gagnvart þessu ein- falda úrlausnarefni. Varðandi það að við bræður höfum beóið um „sérstaka" endurskoðun skal bent á að engin endurskoðun hafói far- ið fram á áralöngum rekstri með tugamilljóna króna veltu við Hrafnagilsskóla, og að mjög tak- mörkuöu leyti við Laugalands- skóla. Þaó þarf mikla trú á dóm- greindarskort almennings, að túlka niðurstöður úttektarinnar á þann hátt sem sveitarstjórinn ger- ir. Að þetta hafi bara allt verið í góðu lagi, eða svo gott sem. Eg tel hálfu brýnna eftir en áður að hann birti úttektina opinber- lega, þar sem okkur greinir aug- Ijóslega á um efnislegt innihald hennar, og ítreka fyrri áskorun þar að lútandi. Afgreiðsla meiri- hluta hreppsnefndar á málinu er svo kapítuli útaf fyrir sig. Þar er blessað yfir vinnubrögð sem auð- vitað eru alveg ólíðandi. Réttur er brotinn á forráðamönnum og þeir skattlagðir langt umfram heimildir fyrir utan að óskyldum útgjöldum er bætt við matvælaverðið, svo sem bókhaldskostnaði, handa- vinnuefni og kaffikostnaði kenn- ara, auk þess sem óljóst er hvemig efnisnotkun af lager mötuneytis vegna veitingasölu á ráðstefnum o.þ.h. sem og sala til starfsfólks, hefur skilað sér. Hér getur verið um að ræða umtalsverðar upp- hæðir til viðbótar við þær 1,3 milljónir sem óheimila álagningin nemur. Fram kemur að umtals- verðar launaupphæðir vegna bókhalds hafa ekki verið taldar á launamiðum, sem verður að teljast mjög sérstakt í ljósi þess að skrifstofa hreppsins er um- boðsaðili skattstjóra. Þá eru þeir aðilar sem ábyrgir teljast fyrir þessum misfellum enn í starfi að þessum sömu verkefn- um, jafnt við skóla sem á skrif- stofu. Það verður ekki byggt upp traust á þessari þjónustu að nýju Kristján H. Theodórsson. Afgreiðsla meiri- hluta hreppsnefnd- ar á málinu er svo kapítuli útaf fyrir sig. Þar er blessað yfir vinnubrögð sem auðvitað eru alveg ólíðandi. fyrr en öll kurl eru komin til graf- ar, og nú mun vera í gangi „sér- stök“ endurskoðun á bókhaldinu frá því kerfisbreytingin varð 1991, en því miður, gagnstætt vænting- um, þá virtist ástandið lítið batna, Ég ítreka hér með kröfur mínar til hlutdeildar í þeim fjármunum sem ofteknir hafa verió. Hrepps- nefndarmeirihlutinn hefur hafnað tillögu Aka Askelssonar um að foreldrar fái að ráöstafa þeim í þágu bama sinna og til hagsbóta fyrir skólastarfið, og sveitarstjór- inn segir afskiptum sveitarstjómar af málinu lokið, án þess aó ég hafi fengið svör við beiðni minni um gögn. Ég tek ekki mark á slíkum yfírlýsingum nema að mér sé sýnd bókun hreppsnefndar, þess efnis, eftir að mitt erindi kom fram 25. apríl s.l. Af minni hálfu er um grund- vallaratriði að ræða en ekki að þessar krónur skipti sköpum fyrir minn fjárhag. Til að ein- falda uppgjörið - enda fallist aðrir þolendur þessara stjórn- unarlegu afglapa á það - legg ég til að þessar ofteknu 1,3 milljón- ir króna verði lagðar til sund- laugarsöfnunar Kristnesspítala, í nafni nemenda Laugalands- og Hrafnagilsskóla og foreldra þeirra. Kristján H. Theodórsson. Höfundur er bóndi og hreppstjóri í Eyjafjaróar- sveit. Lionsklúbbur Akureyrar: Lagði 450 þúsund krónur í sundlaugar- söíhun á Krístnesi Lionsklúbbur Akureyrar afhenti í vikunni 450 þúsund krónur í söfnun fyrir sundlaug við endur- hæfingardeild FSA á Kristnesi. Með þessu framlagi er heildar söfnunarfé komið í 5,6 milljónir króna og sagði Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri FSA, við þetta tækifæri að á næstunni verði hugað að hönnun sund- laugarinnar og gerð kostnaðar- áætlunar. Framlag Lionsklúbbs Akureyr- ar er afrakstur af fjáröflunarverk- efnum klúbbsins í vetur en klúbb- urinn stóð, ásamt öðmm klúbbum á Eyjafjaröarsvæðinu og í Þing- Framlagi Lionsklúbbs Akureyrar veitt viðtaka á Kristnesi. Frá vinstri: Bjarni Kristjánsson, Lkl. Akureyrar, Magn- ús Tryggvason, Lkl. Akureyrar, Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri FSA, Jón Stefánsson, Lkl. Akureyrar, Áslaug Magnúsdóttir, formaður söfnunarnefndar Lions, Héðinn Jónasson, formaður Lionsklúbbs Akureyrar og Stefán Yngvason, yfirlæknir endurhæfingardeildar FSA á Kristnesi. Mynd: JÓH eyjarsýslum, að því að söfnuninni fyrir endurhæfingarsundlauginni var hrundið af stað. Eins og komió hefur fram er brýn þörf fyrir endurhæfmgar- sundlaug á Kristnesi en húsnæði fyrir hana er nú þegar til staóar. Sjúklingum deildarinnar er ekið til Akureyrar þar sem þeir eru þjálf- aðir í almenningslaugum. Fyrsta stig framkvæmda við laug á Krist- nesi er hönnun og í framhaldi af því liggur fyrir nákvæm kostnað- aráætlun um verkið og einstaka verkþætti. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.