Dagur - 17.05.1995, Blaðsíða 16

Dagur - 17.05.1995, Blaðsíða 16
Komst mest í 40% á aflametsárunum Hver á hlutur íslendinga aö vera í veiðum á norsk-íslenska síldarstofninum? Akureyri, miðvikudagur 17. maí 1995 Hlutur íslendinga hefur hæst komist í 41% af heildarafla úr norsk-íslenska síldarstofnin- um, en það var á árunum 1965 og 1966 þegar íslendingar veiddu mest af síldinni. Arið 1965 var afli íslendinga 540 þús- und tonn og 41% af heildarafl- anum en 691 þúsund tonn ári scinna, eða 40% af heildinni, og hefur aldrei orðið meiri. Þessar upplýsingar eru frá Al- þjóðahafrannsóknaráðinu, sem birtar voru í nýútkomnum Fiskifréttum. Þessar upplýsingar eru athygl- isverðar í ljósi þeirrar deilu sem Trygging á flotkví frá Litháen: Hörmuleg - segir Þórarinn B.Jónsson Þórarinn B. Jónsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær hvernig staðið var að málum varðandi trygg- ingu flotkvíar, sem Hafnarsjóð- ur Akureyrar hefur fest kaup á í Litháen, á leiðinni yfir hafið til Akureyrar. Þórarinn sagði að þetta mál væri þegar á heildina væri Iitið hörmuleg saga og hann undraðist þau vinnubrögð sem viðhöfð hafi verið af hálfu Akureyrarbæjar varðandi tryggingar á flotkvínni. Þórarinn sagði að tilboð Sjóvá-Al- mennra og Vátryggingafélags ís- lands hafi verið sambærileg og til- boð Sjóvá-Almennra hafi reyndar náð lengra. Engu að síður hafi tilboði Sjóvá-Almennra verið hafnað. óþh uppi er milli íslendinga og Norð- manna vegna kvótasetningar á síldveiðum í Síldarsmugunni, sem Norðmenn kalla Smutthavet en Kanadamenn Atlantic domestic hole. Á árunum 1950 til 1960 var hlutur íslendinga ákaflega rýr, eða frá 1% upp í 5%. Árið 1961 fer aflinn upp í 17%, eða 85 þúsund tonn, og er síðan hraðvaxandi allt upp í 41% árið 1965, en þá var aflinn 1,7 milljón tonna og hefur aldrei verið meiri. Á árunum 1967 og 1968 er hlutfall heildarafla 32% og 27% eða 360 þúsund tonn fyrra árið en aðeins 75 þúsund tonn seinna árið. Þá var síldin elt allt norður undir Bjarnarey og Svalbarða þar sem megnið af afl- anum fékkst. Dæmi voru þess að sigling í land með aflann tæki fjóra sólarhringa. Hjá Hafrannsóknastofnun eru uppi hugmyndir um að eðlilegast væri að láta kvótaskiptinguna milli landanna taka mið af því hversu marga mánuði síldin er í hverri lögsögu fyrir sig á 10 til 12 ára ferli. Þeirri aðferð var beitt þegar skipting loðnustofnsins var ákveðin og áhugi íslendinga stendur til að beita sömu aðferð við skiptingu síldarstofnsins. Á næsta ári kemur feiknastór árgangur inn í veiðina og ennþá stærri árgangur ári seinna. í Fiskifréttum segir að þar með auk- ist líkur á síldin taki upp fyrra göngumynstur og hafa vetursetu hér. Á sjötta og sjöunda áratugn- um var síldin komin upp að norð- urströnd íslands í maímánuði og dvaldi hér fram á haust er hún leit- aði í kaldari sjó út af Austfjörðum, t.d. á Rauða torginu. Eftir áramót- in hélt hún svo til hrygningar- stöðvanna við Noreg og því hefur fullorðna síldin haldið sig í allt að átta mánuði á slóðum sem nú til- heyra íslenskri fiskveiðilögsögu. GG Þaö er óhætt aö segja aö umræöur á bæjarstjórnarfundi á Húsavík í gær hafi veriö í lengri kantinum enda veriö aö fjalla um stórt mál sem skiptar skoöanir er um á Húsavík. Á þessari mynd er oddviti sjálfstæöismanna, Sigurjón Benediktsson, aö lýsa afstööu sinni á bæjarstjórnarfundinum í gær. Mynd: IM Maraþonfundur um Fiskiðjusamlagsmálið Langar umræður urðu um Fiskiðjusamlagsmálið á fundi Bæjarstjórnar Húsavíkur í gærkvöldi, og stóðu þær enn er Dagur fór í prentun. Nokkrir tugir áheyrenda mættu á fund- inn, en voru flestir farnir aftur er íeikur íslands og Rússlands hófst. Ekki var útvarpað frá fundinum og spurðist Sigurjón Benediktsson (D) fyrir um mál- ið. Bæjarstjóri, Einar Njálsson sagði að tækjabúnaður hefði verið fenginn að láni til að út- varpa frá fundinum en er hann hefði verið reyndur um morgun- inn hefði annar búnaður ekki reynst í lagi. Fram kom að út- varpsklúbbur FSH hefði fengið leyfi til að útvarpa frá bæjar- stjórnarfundum, en það væri ekki á ábyrgð bæjarsjtórnar að standa fyrir útsendingum. Bæjarstjóri lagði fram tillögur um hlutafjáraukningu í Fiskiðju- samlaginu og samninga við ís- lenskar sjávarafurðir. Hann sagði farsælla að taka langtímamarkmið fram yfir skammtímahagsmuni, en fylgja ekki bara þeim er hæst hefði á hverjum tíma. Hann rakti forsögu málsins, viðræður við ÍS, greindi frá tilboði SH og viðræð- um sínum við forsvarsmenn fyrir- tækisins. Hann sagði að til skamms tíma litið gæti verið gott að losa um hlutafé bæjarins í FH og nýta til annarra hluta, en ef illa færi yrði skammt í það að aðrar eignir bæjarbúa yrðu verðminni. Hann sagði ótímabært að selja hlut bæjarins þar sem staða fyrir- tækisins væri ekki nógu traust, en að fjármögnun og sameiningu lok- inni mundu menn standa eftir með sterkt fyrirtæki. Hann sagði mikil- vægt að menn stæðu saman að af- greiðslu lokinni. Sigurjón Benediktsson, Sjálf- stæðisflokki, sagði að aðgerðir minnihlutans hefðu orðið til þess að ÍS hefði hækkað boð sitt úr 30 Viðamikið samkomu- og sýningahald í undirbúningi á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit í sumar: Iðnsýning, handverkssýning og ættarmót Helga magra I ágúst Síðsumar í Eyjafjarðarsveit*' er yfirskrift á sýninga- og samkomuhaldi að Hrafnagili í ágúst í sumar. Hátfðin hefst með VEÐRIÐ Það er ekki beint bjart yfir veð- urspá næstu daga. í dag og á morgun er spáð norðan eða norðvestan átt með slydduélj- um úti við sjóinn og 0-5 stiga hita. Á föstudag og laugardag er síðan spáð hvorki meira né minna en „allhastarlegu norð- an hreti", svo notað sé orðalag Veðurstofunnar. Ekki gæfuleg- ur boðskapur síðari hluta maí- mánaðar! fjölskyldusamkomu um verslun- armannahelgina sem ber nafnið „Ættarmót Helga magra“, næstu helgi þar á eftir verður sýningin „Handverk ’95“ og dagana 16.-20. ágúst verður sýn- ingin „Iðnaður ’95“. Það er fyr- irtækið Lifandi land hf. í Eyja- fjarðarsveit sem sér um þessa dagskrá, ef frá er talin sýningin „Handverk ’95“ sem Samstarfs- hópur um handverkssýningu annast. Óhætt er að segja að komin sé góð reynsla á sýningarhald að Hrafnagili. Tvö síðustu ár hafa ver- ið þar handverkssýningar og í fyrra stóð Lifandi land hf. fyrir landbún- aðarsýningunni Auðhumlu ’94. Gestir á handverkssýningunni voru í fyrra um 5000 og um 12000 á landbúnaðarsýningunni. Aðstandendur þessara viðburða hafa nú tekið höndum saman um samstarf undir einni yfirskrift og kynntu sínar fyrirætlanir í gær. El- ín Antonsdóttir hjá Samstarfshópi um handverkssýningu, segir að nú þegar séu komin viðbrögð við sýningunni enda er sýningarhaldið að verða fastur liður í starfi hand- verksfólks. Á sýningunni kynnir og selur handverksfólk sína fram- leiðslu. Svipaða sögu sagði Jóhannes Geir Sigurgeirsson hjá Lifandi landi hf. af undirbúningi „Iðnaðar ’95“ og viðtökum aðila á því sviði. „Iðnaður ’95“ verður sýning á framleiðslu og möguleikum ís- lensks iðnaðar og iðnaðarmanna og sagði Jóhannes Geir að sýning- in væri hugsuð á landsvísu þannig að búast má við sýnendum víðs vegar að af landinu. Aðstandendur sýninganna telja miklu skipta að flétta saman sýn- ingarhaldi og fjölskyldusamkom- um og þar fari saman almenn fræðsla, fagleg umfjöllun og sölu- starfsemi við menningar- og skemmtiatriði. Varla sé hægt að hugsa sér betri aðstæður en á Hrafnagili til að ná þessu mark- miði. Fram kom á kynningarfund- inum í gær að stórt tjald sem uppi var á landbúnaðarsýningunni í fyrra, sem og veitingaaðstaða og torg verða sett upp á ný í sumar og verður þessi aðstaða miðpunkt- ur í sýningunum tveimur og dag- skránni um verslunarmannahelg- ina. JÓH milljónum í 90, en það hefði aldrei verið athugað hvað hægt hefði verið að ná langt, hætt hefði verið áður en vinirnir þyrftu að borga of mikið. Allt starf minni- hlutans hefði verið unnið í óþökk. Hann sagði að lánum hefði verið breytt í hlutafé af hálfu bæjarins og niðurstaðan væri sú að nýtt hlutafé yrði aðeins 60 milljónir, fjárhagsstaða ÍS hefi ekki verið könnuð og vinnubrögð meirihlut- ans væru slæm. Málið hefði aldrei komist á vitrænt viðskiptastig. Stefán Haraldsson (B) sagði að þau markmið sem menn hefðu sett sér hefðu gengið eftir og sölumál- um hefði ekki verið teflt í tvísýnu. Los og gönuhlaup þjónuðu engum tilgangi. Katrín Eymundsdóttir (D) sagði að aðallega hefði verið deilt um vinnubrögð og minnihluti teldi meirihlua brotlegan hvað varðaði lýðræðisleg vinnubrögð og óskrif- aðar siðareglur. Minnihlutinn hefði aldrei lagt til að skipt yrði um söluaðila^ Kristján Ásgeirsson (G) sagði að Húsavík væri 1300 þorskígild- istonnum fátækari í dag ef tillögur Sigurjóns hefðu náð fram að ganga á árum áður, og áfram ræddu menn málið og sýndist sitt hverjum. IM r Innanhúss- "* málning 10 lítrar kr. 4.640, KAUPLAND Kaupangi • Simi 23565

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.