Dagur - 17.05.1995, Blaðsíða 14

Dagur - 17.05.1995, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Miðvikudagur 17. maí 1995 MINNIN6 Kveðja frá Inner Wheel klúbbi Akureyrar Á köldum vordegi lagði Bima af stað í þá ferð sem okkur er öllum ætlað að fara. Um nokkurra mán- aða skeið hafói hún átt við erfið veikindi aó stríða. Þrátt fyrir mik- inn lífsvilja og baráttuþrek mátti hún lúta í lægra haldi. Vió kveój- um hana fullar af söknuði og erum þakklátar fyrir þann tíma sem við áttum með henni. Bima gekk í klúbbinn okkar 1987. Hún reyndist afar góóur fé- lagi. Bima var hlédræg og hógvær og ekki sérlega mannblendin, en góður og traustur vinur vina sinna. Hún var ákaflega orðvör og hall- aöi aldrei oröi á nokkum mann. Hún var glæsileg kona og bar mikinn persónuleika og þaó sem hún lagði til málanna var mikils metið. Bima starfaði í dagskrárnefnd klúbbsins veturinn 1990-91 og hún var ritari veturinn 1991-92. Þessi störf leysti hún af hendi með mikilli vandvirkni. Margar skemmtilegar samvem- stundir áttum við með Bimu í leik og starfi. Okkur em minnisstæðir bjartir júnídagar á umdæmisþingi í Keflavík þar sem Halldór og Bima voru skemmtilegir ferðafé- lagar. Þaö er líka eftirminnilegt, þegar við tókum fram saumavél- amar fyrir jólin og saumuðum rauðar hjartalagaðar diskamottur sem prýða boróin á jólafundum okkar. Þá sýndi sig hversu hand- lagin og vandvirk Birna var. Á fundi sem við héldum í Olafsfirði með konum Rotarymanna á síð- astliðnu vori var tískusýning á dagskrá. Þar var Bima ein af sýn- ingardömunum, glæsileg að vanda. Henni var þá kunnugt um veikindi sín en sýndi fádæma æðruleysi og okkur þykir vænt um að eiga slíka minningu um hana á síðasta fundinum sem hún sótti í klúbbnum. Birna var fjölskyldumanneskja af lífi og sál og heimilið var henni helgur staður. Eiginmaður og böm voru miðpunktur lífs hennar. Bima var líka mikil lánsmann- eskja í sínu einkalífi. Hún og Hall- dór eiginmaóur hennar eiga fjögur mannvænleg böm sem bera merki góðs atlætis í uppvextinum og hafa erft mannkosti foreldra sinna. Nú er skarð fyrir skildi þegar Bima er horfin. Okkur er það mik- ils virði að hafa kynnst henni. Mestur er þó missir eiginmanns hennar og bama og fjölskyldna þeirra. Við vottum þeim einlæga samúð okkar og biðjum þeim blessunar um ókomna tíð. Blessuð sé minning Bimu Björnsdóttur. Inner Wheel konur á Akureyri. Harður og erfióur vetur er að baki og hafa miklar fómir verið færðar. Nú er hún Bima vinkona mín lát- in. Það kom reyndar engum á óvart sem til þekkti, en mikilli baráttu er nú lokið. Þó var það svo að þegar fréttin barst mér var eins og sól myrkv- aðist um miðjan dag. Nú sit ég hér harmi slegin og minningamar um áratuga vináttu leita á hugann. I nokkrum oröum langar mig til að þakka vinkonu minni fyrir allt sem hún var mér. Bimu kynntist ég fyrst í júlí 1962. Við hjónin áttum þá heimili okkar í nokkra mánuði á Raufar- höfn. Halldór eiginmaður Bimu, og vinur okkar hjónanna, kom við hjá okkur meó brúði sína til að kynna hana. Næstu árin varð þó samgangur okkar ekki mikill, Bima og Halldór settust að á Ak- ureyri en við í Svíþjóð. Þangað fluttu Bima og Halldór einnig síð- ar og þannig skipuóust okkar mál að þaðan fluttum við saman hing- að til Akureyrar 1972 og áttum fyrstu árin heima í raðhúsi hlið við hlið. Það var mikið öryggi fyrir unga konu að sunnan með fjögur böm, eiginmann sem vann myrkranna á milli, enga ættingja og fáa vini norðan heiða, að búa í næstu íbúð við Bimu og Halldór. Með árun- Jazz I tengslum vió hina árlegu Sælu- viku Skagfírðinga var efnt til jazz- kvölds sunnudaginn 30. apríl á veitingastaðnum Kaffi Krók á Sauðárkróki, þar sem skemmtileg málverk eftir listamanninn Sossu, Margréti Soffíu Bjömsdóttur, skreyttu veggi. Fram kom tríóið Fitlar, sem er skipað Jóel Páls- syni, saxafónleikara, Jóni Rafns- syni, kontrabassaleikara, og Inga Rafni Ingvassyni, trommuleikara. Þessi hljóðfæraskipan er nokk- uð óvenjuleg. Ekkert hljómborðs- hljóðfæri, svo sem píanó, er í tríó- inu, sem veldur því, að nokkur vandi er á höndum í aö gefa hljóma til kynna og fylla þá. Það fellur að mestu í hlut bassaleikar- ans að sjá fyrir þessu í hljóðfæra- skipan af þessu tagi. Hann verður að leika þannig á hljóðfæri sitt, að höfuðtónar hljómanna komi fram í leiknum, sem getur þá oróið lítið annað en brotnir hljómar. Slíkt er innantómt, þegar til lengdar lætur, og þreytandi. Jón Rafnsson reyndist þessum vanda vaxinn og gerði því betur sem lengra leið á leik þeirra þre- menninganna. Hann lék vissulega brotna hljóma á kontrabassann, en honum tókst gjaman að fella þá inn í lagræna undirrödd, sem verkaði sem nokkurs konar kontrapunktur við leik saxafóns- ins. hellis-Kistan - nýtt gallerí á Akureyri Nýtt gallerí, hellis-Kistan, var opnað að Brekkugötu 7 á Akur- eyri í síðustu viku og þar eru ís- lenskar vömr á boðstólum. Fjórir íslenskir aöilar leggjast á eitt að bjóða gestum sínum upp á fjölbreytt úrval af gjafavöru eftir íslenska hönnuði, unna úr grjóti, rekavið, keramiki, leóri og fisk- roði. Þctta eru Leöuriðjan Tera á Grenivík, Álfasteinn á Borgarfirói eystra, Glit hf. í Ólafsfirði og Öm Ingi. I tilefni opnunarinnar var gest- um boðið í heimsókn og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Mynd: Robyn HOTEL KEA Laugardagskvöldið 20. maí Landsins vinsælasta stuðsveit Hljómsveit GEIRMUNDAR VALTÝSSONAR ásamt HELGU MÖLLER Það gerist ekki fjörugra HÓTEL KEA Sími22200 um varð kunningsskapurinn að mikilli vináttu. Um árabil sátum við saman í leikhúsinu, fengum okkur hress- ingu á eftir, gjaman með fleiri vinum, ræddum um leikritið og það sem efst var á baugi hverju sinni. Þetta voru góðar kvöld- stundir. Af okkar samskiptum er mér minnsstæðust ferðin sem við Bima og eiginmenn okkar fórum vorið 1989. Þá ferðuðumst við í bíl um Frakkland í tvær vikur okkur öllum til mikillar ánægju. Aldrei bar skugga á samskipti okkar hvorki þá né síðar. Oft töl- uðum við Bima um að fara aftur saman í ferð sem þessa, en okkur vannst ekki tími til þess. Og ekki verða gönguferðimar okkar í Kjamaskógi fleiri. Við Bima áttum svo margar góðar stundir saman, bæði með eiginmönnum okkar og sameigin- legum vinkonum, en bestu stund- imar voru þegar við vorum bara tvær. Bima var vel gefin kona og gaf mér mikið. Einnig lék allt í höndum hennar, fallegri handa- vinnu hef ég ekki séð og svo var hún listakokkur. Síðustu árin lentum við báðar í nýjum hlutverkum, „ömmuhlut- verkinu“, sem átti hugi okkar og hjörtu. Eg veit að Bima hefði vilj- að lifa það að sjá dótturbamið sem fæðist nú í maí og sonarbamið sem er væntanlegt í júlí. Þaó er mikið tekið frá þessum ófæddu börnum og einnig augasteininum hennar Bimu, Halldóri yngsta, að fá ekki aö njóta umönnunar ömmu sinnar. Við Loftur og bömin okkar þökkum þér samfylgdina og vott- um Halldóri, bömunum og öðmm ástvinum okkar dýpstu samúð. Hlín Gunnarsdóttir. á Kaffi Krók í sólóum sínum gerói Jón Rafnsson víða skemmtilega og byggói upp lagrænar línur, sem hann vann gjaman á Iipurlegan hátt og í jazzískri sveiflu. Jón er í sífelldri framför og skemmtilegt að heyra hve vaxandi árangri hann TÓNLIST HAUKUR ÁGÚSTSSON SKRIFAR nær í jazzleik á bassa. Jóel Pálsson er skemmtilegur saxafónisti. Hann hefur ljúfan tón, sem hann laðar fram úr hljóðfæri sínu af miklu öryggi jafnt í styrk- um leik sem mjúkum. Jóel hefur gott valda á spuna. Þegar á leió leik hans uróu impróvasjónir hans sífellt melódískari, þó að vissu- lega væri nokkur munur á eftir því, hvað var til umfjöllunar hverju sinni. Afar lítiö var um staðlaðar og fingraæfingalegar strófur í leik Jóels, heldur hafði hann tíðast lag á því að laða fram ferskar hugmyndir. Eitt atriói var þó nokkuð staðlað í leik Jóels, en það var hljóðlátur kódi í lok laga. Sem næst ævinlega lauk hann leik sínum með sama eða svipuóum hætti. Ingi Rafn Ingvason er trommu- leikari, sem ætíó er gaman að hlusta eftir. Hann hefur náinn skilning á slagverki sínu og nýtir það af fjölbreytni og smekkvísi. I trommuleik í jazzi býr hann yfir þeirri hógværð, sem er aðall hvers jazztrommuleikara, en sem ýmsir, sem á síðari árum hafa komið inn á þetta svið, til dæmis úr rokkinu, hafa ekki til að bera. Ingi Rafn yfirgnæfir ekki þá, sem hann er að leika með, heldur gefur þeim jafn- an taktrænan grunn með vióeig- andi tilbrigðum. Framan af tónleikunum var nokkurt ósamræmi með trommu- leik Inga Rafns og saxafónleik Jó- els Pálssonar. Það tekur óhjá- kvæmilega tíma að ná saman í frjálsum leik, eins þeim, sem stundaður er í jazzi, en góðir spil- arar slípast furðu fljótt saman og svo var hér. Samspil Jóns Rafns- sonar og Inga Rafns var sem næst frá upphafi náið og gott. Það var spennandi að fara á tónleika Fitlanna. Hljóðfæraskip- anin vakti spum um árangur. Það segir mikið um stöðu yngri manna í jazzleik hér á landi, hve vel tókst til.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.