Dagur - 17.05.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 17.05.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 17. maí 1995 Island - Rússland 12:25: Hræðileg utreið íslenska landsliðið fékk einn mesta skell í manna minnum þegar liðið lék gegn feiknasterku liði Rússa í Laugardalshöllinni í gær. Eftir skemmtilegan fyrri hálfleik var eins og allur dugur væri úr íslensku stákunum eftir hlé og Rússar nýttu það til hins ýtrasta. Lokatölur leiksins eru skammarlegar, 25:12, og leitt að sjá lið íslands leggja árar í bát í síðari hálfleik eftir að Rússar lok- uðu á línuspil liðsins, sem virðist vera eina leið liðsins að marki. Sagt eftir lelk íslendinga og Rússa: „Okkar bestu einstaklingar' - sagði Þorbergur Aðalsteinsson „Við komum vel stcmmdir til leiks og lékum í fyrri hálfleik ú:0 vöm eins og hún er best leikin í heiminum. I seinni hálf- leiknum áttum við ekki mögu- leika í sókninni og þcir refsuðu okkur mcð mörgum hraóaupp- hlaupum. Rússamir lék mjög vel og klárlega sinn besta leik á mótinu. Vió lékum hins vegar aóeins vel í 35 mínútur. Fyrir- fram eigum vió ekki að eiga möguleika á því að leggja Rúss- ana aó velli á stórmóti en við lögóum okkur alla fram. Það var ekki nóg í dag og kannski eigum við bara ekki nógu gott lið. Þetta cm okkar bestu einstaklingar fyrir utan það að við söknum vissulega Héðins Gilssonar,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari. Erfiður leikur - sagði Vladímir Maxímov, þjálfari Rússa „Þetta var erfióur leikur fyrir bæði lið og lokatölumar gefa ekki rétta mynd af því hve mikið við þurftum að leggja á okkur. Pressan var mikil á báðum lið- um, þar sem mikilvægt sæti á Ólympíuleikum var í húfi, en þó mun meiri á íslendingum þar sem þeir voru að leika á heima- velli. Þaó er alltaf erfitt að leika svona leiki á heimavelli og sum- ir íslensku leikmannanna stóðu ekki undir því álagi,“ sagði Vladimir Maximov. Þýðir ekkert að gefastupp - sagði Geir Sveinsson, fyrirliði „Menn voru staðráðnir í að leggja sig alla fram og ég á afar erfitt með að trúa því að hægt sé að kenna því um að menn komi ekki rétt undirbúnir til leiks. Undirbúningurinn fyrir mótið var mjög góóur og ekki er við hann að sakast. Andstæóingar okkar annað kvöld (í kvöld) eru næsti bær við Rússa, Hvít-Rúss- ar, og það þýðir ekkert fyrir okkur aó gefast upp. Við verð- um að taka á öllu scm við eigum til að reyna að leggja þá að velli,“ sagði Geir Sveinsson. Einfaldlega við besta lið heims að etja - sagði Viggó Sígurðsson, þjálfari Stjörnunnar „Þeir spiluðu vel í fyrri hálfleik, börðust virkilega vel og þaó kostaði mikinn kraft. Hér var einfaldlega við besta lið heims að etja og okkar lió hafði engar lausnir í sókninni. Þetta er sorg- legur endir á frábæru móti en menn eru í lægð og á vitlausu tempói, að sjálfsögðu að Geir Sveinssyni undanskildum. Nú horfum við upp á að verða ekki með á næstu stórmótum en sæti á HM í Japan er enn inni í myndinni. Því verðum við að ná,“ sagði Viggó Sigurðsson. SV íslenska liðið byrjaði vel og jafnt var á öllum tölum fyrstu mínútumar en Rússamir voru þó ávallt á undan að finna leiðina í rietið. Vöm íslenska liósins var þétt og stórskyttan Vasily Kud; inov var stöðvaður snemma. I sókninni var spilað upp á sterkasta vopnið, Geir Sveinsson. Hann skilaði boltanum í netið og liðin fylgdust að fyrstu 15 mínútumar, fram að stöðunni 4:4. En þá kom kafli sem gerði út af við vonir Is- lenska liðsins. Dmitriy Filippov skoraði þrjú mörk í röð og eftir það voru Islendingar alltaf að elta Rússa. Guðmundur fann sig ágæt- lega í markinu og Islendingar náðu að minnka muninn tvisvar í eitt mark eftir þetta en leikreynsl- an skilaði Rússum með þrjú mörk í forskot í hléi, 8:11. Upphaf síðari hálfleiks lofaöi góðu og vöm og markvarsla gekk upp, án þess þó að Islendingum tækist að saxa á forskot Rússa. Guðmundur varði vel í tvígang en síðan kom vendipunkturinn. Geir var rekinn útaf í 2 mínútur og Rússar komust í fimm marka for- skot. Þá var sem strákamir gæfu upp alla von og játuðu sig sigraóa. Það sem eftir lifði leiks skoruðu þeir aðeins tvö mörk á 26. mínút- um. Rússneski bjöminn refsuðu grimmilega og fremstur í flokki fór Stjömumaðurinn Dmitriy Fil- ippov. Lokastaðan var 12:25 og niðurlæging islenska liðsins var algjör. Leikur okkar stráka lofaði góðu framan af. Geir, Einar Gunnar, Patrekur og Júlíus stóðu vömina sterkir en gegn snillingum eins og Rússar svo sannarlega eru dugöi það ekki til. Um leið og Rússar náðu að loka fyrir sendingar til Geirs á línunni var sóknarleikur Islands lamaður og enginn þorði að taka af skarið. Sigurður, Júlíus, Patrekur og Jón gerðu ekkert til að auka hróður Islands og Valdimar nýtti ekki færi sín í hominu. Hin- um megin er Konráð Iítið notaður en náði þó aó skora úr eina færi sínu. Ljóst er að Rússar vaxa með hverri raun og ef þeir halda áfram á þessari braut liggur Ieið þeirra beint í úrslitaleikinn. [slendingar voru heillum horfnir í gærkvöld og fátt um fina drætti í sóknar- lciknum. Sigurður Sveinsson náði sér ekki á strik, frekar en aðrar skyttur íslands og skoraði aðeins eitt mark í leiknum. Mynd: Robyn Island - Rússland 12:25 Gangur Ieiksins: 1:1, 3:3, 4:4, 4:7, 6:7, 9:6, 8:9, 8:11 - 10:12, 10:15, 11:21, 12:25. ísland: Mörk/skot: Geir Sveinsson 4/5, Patrekur Jóhannesson 3/6, Valdimar Grímsson 2/7, Siguröur Sveinsson 1/4, Júlíus Jónasson 1/4, Konráö Olavsson 1/1. VariíVskot: Guðmundur Hrafnkelsson 12/31. Rússland: Mörk/skot: Dmitriy Filippov 10/11, Oleg Koulechov 5/6, Dmitriy Karlov 3/5, Serguei Pogorelov 3/4, Dmitriy Torgovanov 2/2, Lev Voronin 1/3, Vasily Kud- inov 1/4. Varið/skot: Andrey Lavrov 11/23. Stórleikir í 8-liöa úrslitum í dag: Svíar mæta Tékkum í Höllinni á Akureyri Nú er spennan farin að magnast í baráttunni um Heimsmeistara- titilinn. Átta Iið eru enn með í baráttunni og í dag heltast fjög- ur þeirra úr lestinni. Þau lið sem enn eru eftir í baráttunni eru Svíþjóð, Tékkland, Króatía, Eg- yptaland, Rússland, Þýskaíand, Sviss og Frakkland. Svíar halda áfram að leika á Akureyri, þeirra heimavelli í keppninni, og í dag mætir liðið Tékkum í Höllinni kl. 17.00. Bú- ast má við að Tékkar verði þeim meiri fyrirstaða en Alsírmenn enda hafa Tékkar staðió sig von- um ftamar og lögóu Króata efiir- minnilega að velli í riólakeppn- inni. Svíar eru taplausir og stefna ótrauðir á toppinn. Liðið sem sigr- ar í þeirri viðureign mætir sigur- vegurunum úr leik Króata og Eg- ypta og væri enginn svikinn af því að sjá Egypta og Svía leióa saman hesta sína á ný í undanúrslitum. Sá leikur sem sennilega flestra augu beinast að í dag er leikur Rússa og Þjóóverja í Laugardals- höll kl. 13.00 og ekki ólíklegt að sigurlið þess leiks leiki komist alla leió í úrslitaleikinn. Rússar fá væntanlega meiri mótspymu en í gærkvöld gegn Islendingum þar sem Þjóðverjar virðast vera með sitt besta lið í langan tíma. Sigur- lióið úr þessum leik mætir sigur- Iióinu úr leik Sviss og Frakklands þar sem Frakkar teljast sigur- stranglegri. ísland leikur í kvöld kl. 20.00 mikilvægan leik gegn Hvít Rúss- um í Laugardalshöll. Keppt er um sæti 9-12 en Islendingar eiga enn möguleika á að komast á næsta Heimsmeistaramót með góðum lokasprett í keppninni. Ef sigur næst í þeim leik leikur Island gegn sigurvegurum úr leik Kúbu og Spánar á föstudag. Á Akureyri keppa Alsír og Kórea kl. 20.00 og sigurvegarar úr þeim leik mæta sigurvegurum úr leik Túnis og Rúmeníu á föstudag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.