Dagur - 25.05.1995, Síða 3
Fimmtudagur 25 maí 1995 - Afmælisblað ÚA
DAGUR - B 3
í dag, á því herrans ári 1995, er
Útgerðarfélag Akureyringa hf.
stöndugt fyrirtæki í sjávarútvegi
og eftirsótt á hlutabréfamarkaði.
Flestum er í fersku minni sam-
keppnin um sölumálin sem end-
aði með því að Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna bauð gull og
græna skóga til að fá að selja
fiskinn frá UA áfram. íslenskar
sjávarafurðir sátu eftir með sárt
ennið. Þetta stolt bæjarbúa og
meirihlutaeign þeirra hefur þó
ekki alltafverið svona stöndugt
og eftirsótt. Margir töldu útgerð-
ina dauðadæmda í upphafi,
reksturinn komst íþrot á tíma-
bili ogpólitískar rimmurfylgdu
félaginu lengi vel, sérstaklega þó
á upphafsárunum. En það er ein-
mitt upphafið sem við ætlum að
líta á í þessari grein; stofnun Út-
gerðarfélags Akureyringa.
Eftir heimskreppu, örbirgð og
ládeyðu á fjóröa áratug aldarinnar
var stríðsgróöinn kærkomin búbót
í íslenskt þjóöfélag upp úr 1940.
Ahrifin voru sláandi. Peningarnir
flæddu inn í landið og þjóðin lagð-
ist í fjárfestingarfyllerí. Landbún-
aðurinn stökk skyndilega inn í nú-
tímann með gríóarlegri vélvæð-
ingu í sveitunum 1942-44 og sjáv-
arútvegurinn tók sömuleiðis kipp.
Arið 1943 var samið viö Svía um
smíði á 45 fiskibátum fyrir íslend-
inga og umræður um togara vökn-
uðu til lífsins.
Akureyringar voru ekki með í
◄
Uppskipun úr Svalbak f febrúar-
mánuði 1985. (Myndasafn Dags).
bær fékk aðeins einn, vegna form-
galla sem ekki verður rætt um hér.
Þess má geta að Guðmundur Jör-
undsson úr Hrísey krækti líka í
einn togara. Eftir að Ólafur Thors
gekk í málið eftir þrýsting frá
áhrifamönnum á Akureyri voru
tveir Bretatogarar pantaðir til við-
bótar og Akureyringum boðinn
annar. Bæjarstjórn samþykkti á
fundi 11. október 1946 að ganga að
tilboöinu. Aðeins Jón G. Sólnes og
Þorsteinn M. Jónsson voru á móti.
Aður en máliö með seinni tog-
arann komst á hreint var búið að
reka smiðshöggið á stofnun Út-
gerðarfélags Akureyringa hf. á
framhaldsstofnfundi 8. júní 1946. I
stjórn voru kjörnir Steinn Steinsen,
Jakob Frímannsson, Guðmundur
Guðmundsson, Tryggvi Helgason
og Albert Sölvason.
Stjórnin fór strax að huga aó
ráðningu mannskaps á fyrsta tog-
arann en 30. júní 1946 var Kaldbaki
hleypt af stokkunum í skipasmíða-
stöð í Selby, skammt frá Hull. Það
leið þó tæpt ár þangað til togarinn
sigldi fullbúinn áleiðis til heima-
hafnar.
„Oskabarn Akureyrar"
Nú var að komast fullmótuð mynd
á Útgerðarfélag Akureyringa hf.
Skipstjórinn og stjórnarmaðurinn
Guðmundur Guömundsson var
ráðinn fyrsti framkvæmdastjóri fé-
lagsins. Sem fyrr segir var fariö aö
Stofnun Útgerðarfélags Akureyringa:
Hlutafé safiiað um allan bæ
- pólitískar þrætur áberandi í upphafi
kaupum á Svíþjóðarbátunum en
þó var ríkur vilji fyrir því að efla
útgerð í bænum. Háværar raddir
fóru að heyrast um að stofna bæj-
arútgerð eða hlutafélag með þátt-
töku bæjarins. Stjórnmálaflokkar
sem og verkalýðsfélög settu nú
kröfuna um vélskip á oddinn.
Þessi saga verður ekki rakin í
smáatrióum hér, það gerir Jón
Hjaltason mæta vel í sögu Útgerð-
arfélags Akureyringar sem er að
koma út um þessar mundir. Rétt er
þó að staldra við helstu atriði er
lúta að stofnun félagsins.
*
Utgerðarfélagið formlega
stofnað
I mars 1945 var haldinn fundur sex
stéttarfélaga og Sjálfstæðisfélags
Akureyrar þar sem samþykkt var
ályktun um stofnun útgerðarfélags
til að kaupa tvö 150-180 tonna
fiskiskip til bæjarins. Útvegsmála-
nefnd Akureyrarbæjar kom aó
málinu og samþykkti fyrir sitt leyti
að bærinn legði fram 25% hlutafjár.
Útgerðarfélag KEA gaf vilyrði fyrir
20%. Þá var fjölskyldum bæjarins
boðið hlutafé þar sem minnsta ein-
ingin var ríflega tvöföld mánaðar-
laun verkamanns en söfnunin
gekk engu að síöur allvel. Hins
vegar var enn deilt um stærð og
fjölda skipa hjá þeim sem að mál-
inu stóöu og ekki síst meðal bæjar-
fulltrúa og pólitískra andstæðinga.
Slíkar þrætur áttu eftir að setja
mark sitt á félagið fram eftir öllu
og er jafnvel ekki séó fyrir endann
á þeim enn, enda sjaldan logn-
molla í kringum pólitíkina.
Um miðjan apríl var búið að
safna tæpri hálfri milljón í hluta-
fjárloforð en takmarkið var 540
þúsund hið minnsta. Takmarkið
náðist ekki fyrir stofnfundinn 26.
maí 1945, en við þann dag miðast
stofnun Útgerðarfélags Akureyr-
inga hf. enda var stofnsamningur
samþykktur á þessum fundi svo
og nafn félagsins. Helgi Pálsson
var formaður fyrstu stjórnarinnar
og með honum sátu Steingrímur
Aðalsteinsson, Gunnar Larsen,
Guðmundur Guðmundsson og Jón
E. Sigurðsson.
Pólitíkin yfir og allt
um kring
Stjórn ÚA fór að huga frekar að
hlutafjársöfnun um sumarið og
hugmyndir um bátakaup voru
skoðaðar. Nú fór hins vegar að
komast skriður á togaradraum
landsmanna því ríkisstjórnin undir
forsæti Ólafs Thors reri fast á þau
mið. Um haustið voru 30 togarar
pantaðir á einu bretti frá Bretlandi
og því nóg að gera í skipasmíða-
stöðvum þar í landi.
Nú ætluðu Akureyringar að
vera með. í september 1945 sam-
þykkti bæjarstjórn að óska eftir því
að Akureyringar fengju tvo af
Bretatogurunum. Jafnframt var
ákveðið að auka hlutafé í ÚA því
ekkert benti til þess að meirihluti
bæjarstjórnar undir forustu Fram-
sóknarflokks vildi að þetta yrði
bæjarútgerð. Ekki kom til greina
að bærinn gengist í ábyrgð fyrir
bæði skipin.
Annar togarinn fauk út í hafs-
auga í moldviöri þessara umræðna
og 11. desember varð úr að Steinn
Steinsen, bæjarstjóri, sótti formlega
um einn Bretatogara fyrir hönd
Akureyrarbæjar. Kaupandi yrði
Útgerðarfélag Akureyringa hf.
Þetta var stórpólitískt mál eins
og gefur að skilja. Meirihluti Fram-
sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks
var harkalega gagnrýndur af
minnihluta Sósíalistaflokks og Al-
þýðuflokks sem hélt fast við hug-
myndina um tvo togara. Þá setti
Alþýðuflokkurinn bæjarútgerð á
oddinn í kosningunum í janúar
1946.
Mannskapur ráðinn á
fyrsta togarann
Svo fór að minnihlutinn jók fylgi
sitt verulega í kosningunum en
fékk þó ekki hreinan meirihluta og
þurfti að leita á náóir þriöja flokks-
ins. Niðurstaðan varð reyndar
fljótlega sú að flokkarnir fjórir
sameinuðust um málefnasamning
og voru sammála um öll helstu
stefnuatriði nema bæjarútgerð. Þar
skáru sjálfstæðismenn sig úr, en
þeir voru eindregið á móti slíku
fyrirtækjaformi og þurftu vinstri
menn að slá af kröfum sínum. Á
hinn bóginn var nú samþykkt að
óska eftir tveimur togurum í stað
eins.
Við úthlutun togaranna á árinu
1946 kom á daginn að Akureyrar-
◄ Gamli Sólbakur EA 305, óhrjáleg-
ur og með dældað stefni haustið
1991. Hann var seldur í brotajárn
1993. (Myndasafn Dags).
ráða mannskap á Kaldbak og skip-
stjórastarfið kom í hlut Sæmundar
Auöunssonar.
Stóra stundin rann upp 17. maí
1947. Akureyringar fjölmenntu á
ytri Torfunefsbryggju þegar Kald-
bakur EA 1 sigldi inn á höfnina.
Skip í höfninni og hús í bænum
voru fánum prýdd. „Óskabarn Ak-
ureyrar" var komið heim. Þor-
steinn M. Jónsson, forseti bæjar-
stjórnar, flutti ræðu til heiðurs
óskabarninu og Guðmundur Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri ÚA,
lýsti skipinu. Grípum niður í ræðu
Þorsteins:
„Það er merkisatburður í sögu
þessa bæjar, að þessi togari er
kominn hingaö, búinn út á bezta
hátt með hjálp hinnar miklu nútíð-
artækni. Við komu þessa togara
eru bundnar miklar vonir bæjar-
búa. Hann er í dag óskabarn bæjar-
ins. Og margir bæjarbúar vænta
þess að koma hans boði nýtt tíma-
bil í atvinnu- og þróunarsögu bæj-
arins." (Dagur, 21. maí 1947).
Já, nýtt tímabil í útgerðarsögu
bæjarins var runnið upp. Útgerðar-
félag Akureyringa hf., sameign
bæjarbúa, var búið að eignast tog-
ara. Á þessum tímamótum lýkur
þessu stikli um fyrstu spor Út-
gerðafélagsins. Einstaklingar og
fyrirtæki í bænum áttu meirihluta í
félaginu eóa 55%, Akureyrarbær
25% og Útgerðarfélag KEA 20%.
Þetta var því ekki eiginleg bæjarút-
gerð fyrstu árin, og varð raunar
aldrei, en deilur um einstaklings-
framtak og sameign risu aftur hátt
í gífurlegri fjárhagskreppu félags-
ins áratug síðar. Þá eignaðist Ak-
ureyrarbær meirihluta í félaginu
og var raunar með ÚA í sérstakri
ábyrgð 1958-1968 og létti af því
ýmsum gjöldum. En síöan fór sólin
að skína á ný.
(Hér er að meshi stuðst við
handrit að sögu Útgerðarfélags
Akureyringa hf. eftir Jón Hjaltason
svo og Dag frá 1945-47).