Dagur - 25.05.1995, Page 10

Dagur - 25.05.1995, Page 10
10 B - DAGUR Afmælisblað ÚA - Fimmtudagur 25. maí 1995 Helga Brynjólfsdóttir sýnir hér fimleg handtök en annars vinnur hún mest við gæðaeftirlit. Myndir Robyn. „Ákvað að prófa þetta“ - segir Helga Brynjólfsdóttir sem er að hætta eftir tæplega 30 ára starf Þegar eftirlaunaaldurinn nálg- ast líður óhjákvæmilega að starfslokum. Helga Brynjólfs- dóttir, eftirlitskona í frystihúsi UA, er einmitt í þessari stöðu. Hún lætur afstörfum í vor. „Eg má reyndar vinna eitt og hálft ár í viðbót en ætla að sleppa því. Eg ætla bara að hafa það gott," sagói Helga sem hóf störf í frysti- húsinu í október 1968. - Hvernig atvikaðist það að þú byrjaðir í frystihúsinu? Var þetta starf sem þú hafðir í hyggju að sinna til starfsloka? „Nei, ég hugsaði nú ekki þann- ig og renndi varla í grun um að svo yrði. Eg var búin að vinna á mörgum öðrum vinnustöðum og ákvað að prófa þetta. Mér hlýtur aö hafa líkað vinnan vel fyrst ég er búin að vera hérna í öll þessi ár." - Hefurðu alltaf verið í sömu störfum? „Eg hef verið mest í eftirlitinu og er það enn þótt ég sé núna á lín- unni fram að hádegi. Eftirlitið er mitt starf." - Ertu kannski hörð í horn að taka og vekur ugg og ótta hjá kon- unum í vinnslunni? „Nei, nei. Þær eru orðnar svo meðvitaðar um að það þarf aó vinna vel og þær gera það. Þetta er gæðaeftirlit en ekki neinar njósnir. Starfsfólkið kemst fljótt upp á lag með vinnuna og það er heldur ekki svo mikil hreyfing á því þannig að þetta er yfirleitt jafnt og gott." - Hvernig líður þér núna þegar starfslokin nálgast? „Bara ljómandi vel. Þetta er mín ákvörðun og ég er sátt við hana. Það er gott að hætta að vori. Ég á samt eftir að sakna vinnufélaganna og verkstjóranna líka." - Sérðu fram á að hafa nóg fyrir stafni? Jón Aspar ætlar að fara að spila golf þegar hann hættir. Ætlar þú kannski að skreppa á golfvöll- innlíka? „Hann tekur mig kannski með sér," segir Helga og hlær. „Nei, ég mun hafa nóg að starfa. Ég á stóra fjölskyldu og hlakka til að sinna henni betur." - Hvað er þér minnisstæðast úr vinnunni? „Ja, ætli það sé ekki helst flæði- línan. Þetta er veigamesta breyt- ingin hérna. Svo má Iíka nefna þegar hópbónusinn tók við af ein- staklingsbónus. Það var miklu meiri hraði á öllu þegar einstakl- ingsbónusinn var." Lífið hjá Útgerðarfélagi Akur- eyringa er ekki bara vinna. Þar er öflugt starfsmannafélag, „Iifandi og gott" eins og Helga orðaöi það og hún sagðist eiga góðar minn- ingar bæði úr leik og starfi. „Mér hlýtur að hafa líkað vinnan vel fyrst ég er búin að vera héma öll þessi ár," segir Helga. Gæoaverölaun Utgerðarfélag Akureyringa vann á síðasta ári til hinna eft- irsóttu gæðaverðlauna sem dótturfélag SH, Coldivater Sea- food, veitir árlega þeim fram- leiðendum sem þykja skara fram úr í gæðum. Félagið fékk þessi verðlaun fyrir landfrystingu en einnig fékk Slétt- bakur EA 304 þessi verðlaun fyrir framúrskarandi gæði í sjófryst- ingu. Þannig hlaut félagið tvenn af þeim fjórtán verðlaunum sem Coldwater úthlutaði. A síðasta ári var að fullu frá- gengið að koma á innra eftirliti í frystihúsinu, frystitogurum og ís- fisktogurum félagsins. Eftirlit þetta byggir á svokallaðri Haccp- áhættuþáttagreiningu og hefur fé- lagiö verið í fremstu röð innan sölusamtakanna í að innleiða þetta gæðakerfi. í því sambandi sóttu 20 starfsmenn í landi og 60 sjómenn námskeió er veitti þeim réttindi frá Fiskistofu sem Ieióbeinendur í Haccp- gæðastjórnun. Alltaf er unnið að verkefnum í anda altækrar gæðastjórnunar og má í því sambandi nefna verkefni er leiddi til mikillar lækkunar á yfirvigt í framleiöslunni, sem aftur á móti gerði það að verkum að nýt- ing jókst til muna. Lauslegt mat bendir til þess að nýting hafi auk- ist um 4-5% á undanförnum árum vegna altækrar gæðastjórnunar og þátttöku starfsmanna í umbótum á framleiðsluferlinu.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.