Dagur - 25.05.1995, Page 12

Dagur - 25.05.1995, Page 12
12 B-DAGUR Afmælisblað UA - Fimmtudagur 25. maí 1995 PT ■0 Sendum okkar bestu kveðjur í tilefni 50 ára afmaúis Utgerðarfélags Akureyringa BL Hafnasamlag Eyjafjarðar Ráðhúsinu ■ Dalvík • Sími 466 1370 ja PT ig Sendum okkar bestu kveðjur í tilefni 50 ára afmaelis Utgerðarfélags Akureyringa BL Baader-þjónustan hf. Hafnarbraut 25 • Kópavogi ■ Sími 564 1300 ja 5T ig Óskum stjórn og starfsfólki Utgerðarfélags Akureyringa til hamingju með daginn SANDFELL HF ! Laufásgötu • Akureyri • Sími 462 6120 5L ja PT ’m Óskum stjórn og starfsfólki Utgerðarfélags Akureyringa til hamingju meðdaginn J3. A. KARLSSON HF. Brautarholti 28 • Reykjavík • Sími 562 7444 SL ja Gunnar Lórenzson telur brettin og merkir áður en þau fara í útskipun. Myndin SS Frystrí grálúðu landað úr Sólbak Trystitogaravæðingin hefur að sjálfsögðu haft breytta starfs- hætti í för með sér og þá líka við löndunina. Dagur fylgdist með löndun úr frystitogaranum Sólbak á dögunum og þar var handagangur í öskjunni. Sólbakur var að koma meó vænan skammt af frystri grálúðu og lagðist við norðurkantinn. Brettin voru hífð í land og Gunnar Lórenzson taldi upp úr togaranum og merkti pakkningamar áður en lyftari flutti brettin að frystigám- um. Harðsnúið lið vaskra sveina staflaði öskjunum í gámana og síð- an átti að flytja gámana beint á markað. Það þýddi náttúrlega lítið að trufla mennina að störfum en að- spurður sagðist Gunnar hafa byrj- að hjá Útgerðarfélaginu haustið 1947 og hann væri því næstelsti starfsmaður félagsins á eftir Jóni Aspar. „Eg byrjaði við löndun og vann við að ísa og fleira í kringum það. Síðan var ég lengi verkstjóri í frystihúsinu en núna vinn ég við að telja upp úr togurunum og sé um útskipanir," sagði Gunnar Lór- enzson. Gunnar Lórenzson og ísinn Gunnar minntist á ísinn og í Sögu Útgerðarfélags Akureyringa er ein- mitt að finna eftirfarandi frásögn Gunnars á því þegar ísinn kom í pokum niður á Sverrisbryggju og karlarnir snöruðu þeim upp í skip- ið: „Þaö var venjulega einn sem dró pokana til á vörubílspallinum og lagði þá rétt fyrir aðra tvo er slógu spotta undir og vippuðu þeim þannig upp á lunninguna þar sem félagi þeirra tók við og hellti ísnum í rennuna sem lá inn í lúguna. Isinn fór beint í steisinn og rann þaðan í stíurnar. Seinna var útbúin trekt á rennuna er beindi ísnum út í síðuna. Stundum var hægt að losa ísinn af vörubílspallinum og beint í rennuna, þetta fór allt eftir því hvernig stóð á sjávarföllum. Áður en hraðfrystihús ÚA kom til sögunnar fengum við ísinn frá frystihúsi KEA. Það var mikið verk fyrir kaupfélagsmenn að búa hann til, vatni var hellt á pönnur og fryst í tæpan sólarhring. Síðan var sleg- ið úr pönnunum í trekt er lá í vél er malaði ísinn en úr henni fór hann í pokana sem voru keyrðir niður á Sverrisbryggju." (Birt með leyfi Jóns Hjaltasonar). Harðsnúið lið staflar grálúðuöskjunum í gáma. Fyrsti túr Kaldbaks „Togarinn Kaldbakur kom úrfyrstu veiðiför sinni sl. sunnudagsmorgun og hafði þá verið 9 sólarhringa að veiðum. Skipið Itafðifull- fermi. Þykir Kaldbakur hafa aflað með ágætum í þessari fxyrstu för. Skipið lagði af stað til Englands síðdegis á sunnudag." (Dagur; 4. júní 1947). í næsta blaði greinir Dagur frá því að Kaldbakur hafi selt afla sinn í Grimsby. Reyndist hann vera 4217 kit og seldist fyrir 11.309 sterlingspund, sem þótti gott. í byrjun júlí seldi Kaldbak- ur aftur í Englandi, nú 4160 kit fyrir 10.688 sterlingspund og í ágúst kom hann úr þriðju söluferð sinni til Englands. Þá seldi hann 3700 kit fyrir 9700 pund.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.