Dagur - 25.05.1995, Síða 13
Fimmtudagur 25. maí 1995 - Afmælisblað ÚA
DAGUR-B 13
Gísli Konráðsson varfram-
kvæmdastjóri Utgerðarfélags
Akureyringa í ríflega þrjá ára-
tugi, eða frá 1958-1989. Hann
upplifði mikil umbrot í sögu fé-
lagsins. Flestir þekkja vel-
gengni ÚA undanfarin ár en
staðan var ekki alltaf svona
góð. Reksturinn var korninn að
fótumfram þegar Gísli tók til
starfa og hans biðu erfið verk-
efni næstu árin. Það erfiði var
síðan ríkulega launað og öflugt
sjávarútvegsfyrirtæki byggðist
upp á Akureyri.
- Gísli, varst þú ekki upphaf-
lega ráðinn sem eftirlitsmaður á
vegum bæjarins til að fara ofan í
saumana á rekstri UA?
„Jú, bæjarstjómin óskaði eftir
því vió mig að ég yrði umsjónar-
maður með rekstri félagsins. Bær-
inn hafði þá ákveðið að taka
ákveóna fjárhagslega ábyrgó á
framhaldsrekstri, en á undan var
mikið búið að rífast um hvað gera
skyldi. Félagið var á heljarþröm.
Sumir vildu Ieggja það niöur en
það varð ofan á að bærinn tæki að
sér um óákveðinn tíma að ábyrgj-
ast reksturinn fjárhagslega. Ég var
fenginn til að hafa umsjón með
því hvemig það þróaðist en ég
hafði áður starfað hjá Útgerðarfé-
lagi KEA hf.“
- Það urðu síðan fljótlega
framkvæmdastjóraskipti hjá félag-
inu, ekki satt?
„Það er rétt. Ég kom til Útgerð-
arfélagsins sem umsjónarmaður 9.
febrúar 1958. Guðmundur Guð-
mundsson framkvæmdastjóri lét
af störfum í maí sama ár og ég var
þá ráðinn í hans stað. Um haustið
var Andrés Pétursson frá Reykja-
vík ráðinn framkvæmdastjóri við
hlið mér. Tildrögin voru af pólit-
ískum toga. Ég var talinn á vinstri
væng stjómmálanna og þá var tal-
ið nauðsynlegt að fá jafnvægi frá
hægri. Ég hafði ekkert nema gott
um þetta að segja og tel að tveggja
manna kerfið hafi blessast vel.“
„Þurfti að taka reksturinn
föstum tökum"
Gísli segir að markmiðið með
tveggja manna kerfinu við stjóm
Útgerðarfélagsins hafi gengið upp
og hann lofar samstarfið við
Andrés, sem vann við hlið hans til
ársloka 1964, og eftirmann hans
Vilhelm Þorsteinsson, sem sömu-
leiðis var talinn fulltrúi hægri
manna. Andrés og Vilhelm eru nú
báðir látnir. Gísli telur þessa pólit-
ísku jafnvægislist hafa verið fé-
laginu til góðs og hann var ósáttur
þegar jafnvæginu var raskað. Þeg-
ar Gísli lét af störfum 1989 var
nefnilega sjálfstæðismaóur ráðinn
í stólinn sem vinstri menn töldu
sig eiga tilkall til og þar með var
komin hægri slagsíða. Hvorki
Gísli né aðrir sem gagnrýndu
þessa ráðningu beindu spjótum
sínum að Gunnari Ragnars per-
sónulega, þeir vildu aöeins halda
áðumefndu jafnvægi. En um þetta
má allt saman lesa í sögu Jóns
Hjaltasonar.
- Menn eru sammála um að þú
hafir verið mikill nákvæmnismað-
Gísli Konráðsson á skrifstofu fram-
kvæmdastjóra um það leyti er
starfsferli hans var að ljúka hjá Út-
gcrðarfélaginu.
Mynd: Snorri Snorrason.
meirihlutanum í Útgerðarfélag-
inu?
„Bærinn sjálfur þarf ekki endi-
lega að eiga meirhluta, en ég tel
vænlegra að meirihlutaeignin sé á
höndum bæjarins og nátengdra fé-
lagasamtaka í bænum. Þar get ég
nefnt samtök á borð við Kaupfé-
lag Eyfirðinga og verkalýðssam-
tökin. Að mínu mati verða Akur-
eyringar að halda meirihlutanum
og þá aðilar sem ekki eru líklegir
til að fiytja starfsemina burt úr
bænum.“
Eins og áður segir þurfti Út-
gerðarfélagið að ganga í gegnum
hremmingar áður en það rétti úr
kútnum og segir Gísli að upp-
byggingin hafi verið jöfn og stöð-
„A góðar og Ijúfar
endurminningar“
segir Gísli Konráðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri
ur, Gísli. Varstu harður í hom að
taka sem framkvæmdastjóri?
„Um það verða aðrir að dæma,
en vissulega þurfti ég að taka
reksturinn föstum tökum strax og
ég vildi að rétt væri rétt. Það var
ansi mikil óreiða í bókhaldi,
birgðahaldi og öðrum hlutum og
margt sem þurfti að lagfæra. Þetta
voru erfiðir tímar. Bærinn lagði
fram fé í reksturinn í þó nokkur ár
en skuld félagsins við bæinn var
síðan breytt í hlutafé. Þar með tel
ég að bærinn hafi fengið það full-
greitt sem hann lagði fram og ekki
skaðast á þessum viðskiptum. Við
megum heldur ekki gleyma því að
bærinn fékk útsvarstekjur af
starfsfólkinu. Útgerðarfélagið var
beinlínis stofnað til að efla at-
vinnulífið á Akureyri og atvinnan
var mikils virði fyrir bæjarfélagió.
Til að þessu markmiði yrði náð
varð félagið náttúrlega að ná sér á
strik og það tókst.“
Akureyringar haldi
meirihlutanum
Gísli segist alltaf hafa litið þannig
á að hagsmunir Akureyrarbæjar
og Útgerðarfélagsins hafi farið
saman og þama á milli hafi verið
órjúfanleg tengsl. Hann segist líka
hafa haft þessa sameiginlegu
hagsmuni að leiðarljósi þegar
hann lýsti því yfir opinberlega að
hann teldi skynsamlegra að ÚA
semdi við íslenskar sjávarafurðir
um sölu á afurðum félagsins í stað
þess að halda samstarfinu við
Sölumiðstöð hraöfrystihúsanna
áfram. „Ég er sannfæróur um að
það hefði verið betri kostur. Þetta
er ekki sagt af óvild í garð Sölu-
miðstöðvarinnar, sem félagið hef-
ur átt gott samstarf við, heldur
A árinu 1984 var lokið við miklar cndurbætur á matsal starfsfólks UA og
þóttu þær takast afskaplega vel, enda vistarverur hinar giæsilegustu.
(Myndasafn Dags).
taldi ég þetta vænlegri kost frá
sjónarhóli Akureyrarbæjar. En
niðurstaðan er fengin og ég vona
að þetta blessist," sagði Gísli.
- Viltu að Akureyrarbær haldi
ug á sjó sem í landi. Félagió hafi
stöðugt verið að breyta og bæta án
þess að reisa sér hurðarás um öxl
og smám saman hafi það vaxið og
dafnað.
Afbragðsgott starfsfólk
- Hvað er þér eftirminnilegast frá
framkvæmdastjóraárunum, Gísli?
„Ég á góöar og ljúfar endur-
minningar um dvöl mína og störf
hjá Útgerðarfélaginu. Að vísu var
lengi við ramman reip aó draga
þar sem peningaleysið var annars
vegar en það sem mestu máli
skipti var aó félagið hafði alltaf
afbragðsgott starfsfólk, bæði á sjó
og í landi. Það var stolt starfs-
fólksins aó koma rekstrinum upp á
við og það vann vel. Samheldnin
var mikil og góð samskipti hvar-
vetna. Ég hafói nánasta samvinnu
við Andrés og Vilhelm og var hún
með ágætum. Hver starfsmaður
var líka ávallt velkominn til okkar
og þannig mynduðust góð tengsl.
Þá vil ég einnig taka fram að sam-
starf við stjóm félagsins var jafn-
an mjög gott. Voru það fyrst og
fremst stjómarformenn, sem við
höfðum samband við, en þeir voru
á starfstíma mínum Helgi Pálsson,
Albert Sölvason, Jakob Frímanns-
son og Sverrir Leósson, taldir í
tímaröð. Arekstrar við stjómina
voru nær óþekktir.
Við þurftum að glíma við fleiri
erfiðleika en peningaleysið. A
tímabili var mjög erfitt að manna
skipin og það varð mikill höfuð-
verkur. Þetta var einkúm meðan
eldri togaramir voru við líði en
staðan breyttist þegar skuttogar-
amir komu og aðbúnaðurinn batn-
aði um borð.“
- Svo rann kveðjustundin upp.
Þú lést af störfum fyrir aldurs sak-
ir 1989. Hvemig tilfinning var það
að hætta?
„Hún var góð. Ég var náttúr-
lega kominn vel yfir aldur, enda
fæddur 1916. Aðalatriðið er að ég
var sáttur við sjálfan mig þegar ég
hætti og mér finnst ánægjulegt að
hafa upplifað þetta tímabil og tek-
ið þátt í því að koma félaginu á
góðan rekspöl. Ég held sambandi
við félagið og kem oft í heimsókn
á skrifstofumar.“
- Að^ lokum, áttu einhverja ósk
handa Útgerðarfélaginu á 50 ára
afmælinu?
„Mín ósk er sú að vegur þess
verði sem bestur. Ég vona að þar
verði aldrei kyrrstaða heldur stöðug
framför. Mér þykir ákaflega vænt
um félagið og vona að það haldi sér
í fremstu röð sjávarútvegsfyrir-
tækja á landinu og verði áfram
lyftistöng fyrir bæjarfélagið."
Utanríkisráðherrann okkar, HaUdór Ásgrímsson, er ungur og efniiegur á
þcssari mynd sem var tekin þcgar miðstjórn Framsóknarflokksins heimsótti
útgerðarfciagið 1984. (Myndasafn Dags).
M
ð jbökk fyrir anæqfuieq viðekipti
á liðnum árum færir
Gúmmívinnslan hf.
Utgerðarfelagi Akureyringa hf.
beetu óekir á 50 ára afmæii féiaqeine.
Mb ,r
Gúmmívinnslan M. ^°a\\ar
Réttarhvammi 1 • 603 Akureyri
Sími 461 2600 • Fax: 461 2196