Dagur - 25.05.1995, Qupperneq 14
14B-DAGUR
Afmælisblað ÚA - Fimmtudagur 25. maí 1995
ET
1S
Útgerðarfélag Akureyringa hf.
fímmtíu ára:
Þú bjartsýni fluttir í bœinn
og bjargmði kim yfir saeinn.
Að a, mcgir hljóta
ómœldan kvóta
erósk vord afmœlisdaginní
Við sendum stjórn og starfsfólki félagsins
ámaðaróskir með þökk fyrir ánægjulegt samstarf.
Kynning og úfgáfuþjónusta
Hafnarstræti 88 Akureyri
Sími 462 7682 • Símbréf 462 7290
__________________________________B
■MMMMNMMWM
Öskum Útgerðarfélagi
Akureyringa til hamingju
meó 50 ára afmœlió
i* BLIKKRÁS HF
Hjalteyrargötu 6 • Akureyri • Sími 462 7770
Stúlkurnar í snyrtingunni skapa þjóðarbúinu mikil verðmæti eins og aðrir sem starfa við sjávarútveginn.
Myndir: Robyn.
„Hér er góður andi og
gott staifsfólk“
segir Birna Tobíasdóttir
Bima Tobíasdóttir er í hópi
þeirra sem kynntust frystihúss-
vinnunni á unglingsárum sín-
um og þótt hún hafi ekki unnið
hjá Útgerðarfélaginu sleitu-
laust síðan er starfsferillinn
orðinn um tuttugu ár.
„Ég byrjaði hérna 1978 en vann áð-
ur í frystihúsinu sem unglingur
1961-63. Fyrri tvö árin vann ég yfir
sumartímann og síðan vann ég
með Gagnfræðaskólanum veturinn
1962 og líka '63. Frá 1978 hef ég
hins vegar verið hér stöðugt."
- I hverju hefur starf þitt veriö
fólgið?
„Lengst af snyrting og pökkun.
Hin síðari ár hef ég verið í gæða-
eftirlitinu."
- Hefur ekki margt breyst í
frystihúsinu á þessum tíma, þótt
fiskurinn sé náttúrlega alltaf sá
sami?
„Jú, handtökin hafa breyst og
nýjar vélar og tæki komið til sög-
unnar. Pakkningarnar hafa Iíka
breyst. Fiskurinn sem við fáum er
hins vegar alltaf svipaður. Sumir
eru ekki hrifnir af grálúðunni. Hún
er feit og maður verður dálítið
sóðalegur við að vinna hana og
lyktin er kannski ekki góð, en mér
finnst hún ekkert leiðinleg."
Viðhorfið til fiskvinnsl-
unnar að breytast
- Varstu ákveðin í því að þetta yrði
ævistarf þitt?
„Ja, aðstæðurnar hjá mér voru
þannig að þegar ég byrjaöi hérna
'78 voru dætur mínar tvær komnar
yfir fermingu. Þá Iá leið mín út á
vinnumarkaðinn og ég fór að
vinna hérna hálfan daginn. Þegar
heimilishaldið varð léttara byrjaði
ég að vinna allan daginn og þetta
hefur því orðið mitt fasta starf."
- Eru þetta mikið sömu konum-
ar sem hafa verið hérna um árabil?
„Þær em nú ekki mjög margar
sem hafa verið hérna síðan ég byrj-
aði. Þetta er fastur kjarni en svo er
alltaf nokkur hreyfing. Konurnar
komast á aldur og nýjar byrja í
staðinn. Svo er auðvitað mikið af
sumarafleysingafólki og sumt
ílengist hérna í lengri eða skemmri
tíma. Það er dálítið skrítið með það
að þótt margar stelpurnar segist
ekki ætla að koma aftur þá tínast
þær inn. Þetta er ekki eins slæmt
og fólk kann að halda og ég held
að viðhorfið til fiskvinnslunnar sé
að breytast. Þegar ég var ungl-
ingur þótti alls ekkert fínt að vinna
í fiski og stelpurnar sögðust vera
„bara" á frystihúsinu þegar þær
voru spurðar um vinnuna."
Skoðum vöruna frá A-Ö
- Hefur ekki aðbúnaður og hagur
fiskvinnslufólks batnað líka?
„Jú, það má segja að allur að-
búnaður hafi batnað. Svo held ég
að premíukerfið hafi orðið til hins
betra fyrir fólk. Þá fékk það að
minnsta kosti borgað í samræmi
við vinnuframlag sitt, bæði nýt-
ingu og afköst. Þetta hefur reyndar
breyst aðeins með tilkomu flæði-
línunnar en það er þó mikill ávinn-
ingur af henni."
- Nú ert þú í eftirlitinu, Birna. í
hverju er það fólgið?
„Éftirlitið er tverrns konar, ann-
ars vegar á línunum sem slíkum og
hins vegar skoðum við fullunna
vöru eins og hún kemur fyrir þeg-
ar hún fer frá okkur á neytenda-
markað. Reyndar er líka eftirlit í
móttökunni, flökun og tækjasal.
Þegar við skoðum fullunna vöru
opnum við pakkningarnar, leitum
að ormum og beinum, losmetum
og vigtum flakapakkningar. Við
skoðum sem sagt vöruna frá A-O.
Mannsaugað hefur alltaf úrslita-
þýðingu í gæðaeftirliti þrátt fyrir
alla tölvuvæðingu. Við úrvinnslu
gagna erum við hins vegar farin að
nota tölvu. Það er framtíðin. Þá
hættir þessi mikla pappírsvinna."
- Að lokum, Birna. Hvernig er
að vinna hjá Útgerðarfélaginu?
„Mér líkar það vel. Hér er góð-
ur andi, gott starfsfólk og góðir
yfirmenn." - Það vantar bara að þú
nefnir góð laun.
„Já, launin mega auðvitað alltaf
vera hærri."
Birna Tobíasdóttir er í eftirlitinu og hún segir að varan sé skoðuð frá A-Ö til
að tryggja fuil gæði.