Dagur - 25.05.1995, Side 21
Togarinn Frosti ÞH 229 leggur upp hjá Útgerðarfélaginu. Mynd: Robyn.
Frystihús
Síðastliðið vorgekk Útgerðar-
félagið til samstarfs við Greti-
víkinga um endurreisn fisk-
vinnslu þar, en Kaldbakur hf.,
sem hafði starfað þar um ára-
bil, varð gjaldþrota.
Útgerðarfélagið keypti frysti-
húsið ásamt ýmsum búnaði af
þrotabúinu og gerði um leið sam-
komulag við Grýtubakkahrepp og
á Grenivík
nokkrar útgerðir á staðnum um
öflun hráefnis og aðgang að fisk-
veiðiheimildum. Eignirnar fengust
á hagstæðu verði og með þessari
ráðstöfun fékkst aukin kjölfesta í
hráefnisöflunina á Akureyri og
Grenivík. Togarinn Frosti landar
t.a.m. öllum afla sínum hjá félag-
inu. Vinnsla hófst á Grenivík í júní
og var framleiðsluverðmæti á ár-
inu rúmlega 100 milljónir króna.
Fimmtudagur 25. maí 1995 - Afmælisblað ÚA
DAGUR-B21
CNDNlHCt
PÓSTHÓLF 50. 620 DALVÍK, SÍMI 96 - 61670, BRÉFSÍMI 96 - 61833
Á morgun, föstudaginn 26. maí, eru 50 ár liðin frá stofnun Útgerðarfélags Akureyringa hf.
Það er næsta fátítt í íslenskri útgerðarsögu að sjávarútvegsfyrirtæki nái svo háum aldri,
enda hafa sveiflurnar í þessari undirstöðu atvinnugrein þjóðarinnar verið bæði margar
og stórar.
Akureyringar hafa frá upphafi stutt dyggilega við bakið á félaginu sínu og sameinast um að
fleyta því yfir erfiðustu hjallana. Árangurinn er sá að á 50 ára afmælinu er ÚA eitt stærsta
og öflugasta útgerðarfélag landsins og hefur frá upphafi verið einn af hornsteinum
atvinnulífs í Eyjafirði.
Við viljum nota tækifærið og þakka Akureyringum og öðrum velunnurum félagsins
ómetanlegan stuðning á liðnum árum.
Stjórn og starfsfólh Útgerðarfélags Akureyringa hf