Dagur - 25.05.1995, Page 22

Dagur - 25.05.1995, Page 22
22 B - DAGUR Afmælisblað UA - Fimmtudagur 25. maí 1995 Gunnar Aspar, framleiðslustjóri, situr íglerbúri með góða yfirsýn yfir vinnslusal frystihússins. Skrifstofan er ágætlega tölvuvædd og þar má einnig sjá hljómflutningstæki. Gunnar þarfað standa upp meðan á heimsókn blaðamanns stendur til að setja spólu í segulbandið. Leikfimi. Starfsfólkið leggur frá sér hnífa og önnur áhöld oggerir liðkandi æfingar í takt við tónlistina. Allir taka þátt. Gottfyrir blessaðar axlimar og blóðið kemst aftur á hreyfingu. En það er ekki leikfimin sem við ætlum að spyrja framleiðslustjórann um, heldur biðja hann að lýsa eigin starfsferli hjá ÚA og helstu þáttum vinnslunnar í frystihúsinu. - Segðu mér fyrst, Gunnar, hvenær hófst þú störf hjá Útgerðarfélagi Akureyringa? „Það var fermingarárið mitt, 1962. Þá byrjaði ég í handflökun. A þeim tíma var nokkuð algengt að krakkar fengju vinnu héma á 14. ári og það byggóist meðal annars á því að þá var síldin erm við líði og talsvert mikil vinnsla á Austfjörð- um og Norðurlandshöfnum. Full- orðna fólkið fór í síldina og þá skapaðist möguleiki fyrir yngra fólk að fá vinnu í fiskinum. Þetta var sem sagt ekkert einsdæmi með mig." - Og voruð þið guttarnir settir í handflökun? „Já, það var ansi mikið um handflökun á þessum tíma og aðra handavinnu því vélvæðingin var ekki komin það langt á veg. Strák- arnir voru settir í handflökunina og stúlkumar í snyrtingu og niður- skurð." Gunnar Aspar vann hjá Útgerð- arfélaginu á sumrin á skólaárun- um og var jafnvel á sama básnum sumar eftir sumar. Hann fór síðan að ganga í nokkum veginn öll störf en árið 1968 urðu ákveðin þáttaskil hjá honum. Hef fengið að þroskast með vinnslunni „Já, haustið 1968 fór ég á mats- námskeið á vegum Fiskmats ríkis- ins. Síðan var vinnslusalurinn hérna stækkaður 1969 og þá byrj- aði ég I verkstjórastarfi, nánar til- tekið 8. júlí. Eg var í verkstjóra- starfinu alveg þangað til fyrir þremur árum þegar ég tók við starfi framleiðslustjóra." Framleiðslustjórinn Gunnar Asp- w ar byrjaði að vinna hjá Útgerðar- r félaginu fermingarárið 1962. - A starfstíma þínum hafa orðið töluverðar breytingar á vinnslunni, stækkun húsnæðis, ný tæki o.fl. Er ekki ágætt að hafa fylgt þessari þróun innan félagsins? „Jú, það má segja það að ég hafi notið þess, vegna þrautseigjunnar við að vera alltaf á sama vinnu- stað, að fá að þróast og þroskast með vinnslunni. Eg hef þannig til- einkað mér breytingarnar jöfnum höndum og þær gerðust, en eflaust er erfiðara aö koma beint inn í þetta í dag eftir alla þessa tækni- væðingu og breytingar. Minn lang- skóli er í rauninni reynslan, starf mitt hjá Útgerðarfélaginu í gegn- um þennan tíma." - Ef við lítum til þróunarinnar allra síðustu árin þá er hér komin flæðilína, gæðastjórnun hefur ver- ið tekin upp og fleira. Eru þetta markvissar breytingar? „Þetta er búið að vera að gerast Fiskvinnslan þrnfað komajyrr og sterkar inn í skólakeifið - segir Gunnar Aspar, framleiðslustjóri í frystihúsi ÚA Það er eins gott að vera með þykka vettlinga við frystinguna og Óskar Að- albjörnsson vildi sjálfsagt ekki sinna þessu verki berhentur. Myndin Robyn. í nokkrum þrepum. Stundum er þetta markvisst en stundum kalla ytri aðstæður á breytingar. Arið 1990 var sótt eftir því frá Sölumið- stöó hraðfrystihúsanna að við fær- um út í svokallaða smápakka- vinnslu, en þá var hún farin að ryðja sér til rúms. Við vorum enn í gamla bakkakerfinu og þegar hag- kvæmnin var metin kom í ljós að kostnaðurinn við að tæknivæða vinnsluna fyrir smápakkalínuna eða fara út í flæðilínukerfið var mjög áþekkur. Þá var farið að meta hvor kosturinn myndi skila meiru til fyrirækisins á lengri tíma. Við mátum það þannig að við mynd- ÖdJzMÆ, dtjásui,, diaðld^óiki tilb/jAmnau me& fytxzefoki/i^éiú^ 50 á/ia. um fá meira út úr því að tækni- væða alla vinnsluna í heild og auka sérkenni framleiðslu Út- gerðafélagsins. Þetta sérkenni er mikið magn af afurðum í sem flest- um fisktegundum af góðum gæð- um. Akvörðunin um flæðilínuna varð þannig ofan á." Sérhæfðir í f jölbreytni Gunnar sagöi það meginmarkmið Útgerðarfélagsins aó halda skipun- um að veiðum og vinna aflann hér í landi. „Okkar skip hafa veitt í lögsögunni allt í kringum landið eftir því hvar best hefur gefið á hverjum tíma. Vinnan hefur alltaf verið miðuð við það að geta annaö þeim afla sem borist hefur að landi. Það þýðir aó við höfum sér- hæft okkur í fjölbreytninni og sveiflumst mikið á milli fiskteg- unda og vinnslugreina. Það hefur verið sama þótt eitt skip hafi kom- ið af Vestfjarðamiðum hlaðið grá- lúðu, annað sunnan við Jökul með karfa og það þriðja af Austfjöröun- um með þorsk. Þetta hefur ekki hindrað það að við getum strax tekið á móti öllum aflanum og unnið hann jöfnum höndum. Við höfum því ekki sérhæft okkur í einni vinnslulínu heldur haldið öllum möguleikum opnum," sagði Gunnar. - En hvað segiröu mér um gæðastjórnun og samstarf á því sviði? „Á árinu 1990 var stofnað til samstarfs á vegum sjávarútvegs- ráðuneytisins um altæka gæða- stjórnun. Settur var á verkefnahóp- ur sem valdi það að reyna banda- rískar aðferðir sem höfðu reyndar verið þróaðar af Japönum. Þær eru byggðar á kenningum dr. Dem- ings, en nýverið var einmitt nám- skeið á vegum Háskólans á Akur- eyri um kenningar hans. Komið var á samstarfi þriggja sjávarút- vegsfyrirtækja, þ.e. Útgerðarfélags Akureyringa, Fiskiðjusamlags Húsavíkur og Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Margt af því sem við höfum gert á þessum tíma er í anda Demings. Við höfum nýtt okkur mikið þær vinnuaðferðir og þá sérstaklega við úrvinnslu á töl- fræðigögnum, bæði í gæðaeftirliti og vinnsluárangri." Betur í stakk búnir að mæta þörfum viðskiptavinarins - Hafa þessar breytingar leitt til fækkun starfsfólks? „Nei, starfsfólki hefur frekar fjölgað í vinnslunni. Við erum bet- ur undir það búnir að nýta fólkið í víðara samhengi, ef svo má segja. Stjórnunin er oröin skilvirkari. Verkstjórarnir hafa aðstoðarmenn eóa leiðtoga á vissum svæðum sem hjálpa þeim við að halda vinnslu- rásinni gangandi og hafa virknina sem mesta. Við reynum eins og við getum að sjá hlutina sem mest fyr- ir, þannig að allar skiptingar séu fyrirfram ákveðnar og skipulagðar. Þetta hefur haft þau áhrif að við höfum getað ansað mjög mikið fyr- irspurnum beint erlendis frá og gegnum sölusamtökin um ýmiss konar sérvinnslu. Sem dæmi má nefna að núna á tveimur árum höf- um við þróað karfavinnsluna frá því að vera hefðbundin millilögð flök fyrir Evrópumarkað, eftir að Rússamarkaðurinn lagðist niður, yfir í sérvinnslu. Þessi hefðbundnu millilögðu flök voru um 95% af karfavinnslunni en þetta hefur þróast í 80% sérvinnslu. Þá erum við að tala um verulega mikið magn. Vió erum komin með um 100 tonna framleiðslu á karfa á mánuði sem er unninn í smá- pakkningar. Þaö sama hefur raun- ar gerst í þorskinum og svipað í ufsanum, þ.e. sérvinnsla inn á Frakkland og Þýskaland." - Er þá ekki þróun í markaðs- málum samhliða? „Jú, á sama tíma og við höfum tekiö upp þessi breyttu vinnu- brögð hefur orðið mikil breyting hjá sölusamtökunum. Markaðs- starf hefur eflst mjög og það eru komnar öflugar söluskrifstofur í helstu viðskiptalöndum okkar. Það er náttúrlega stóra kerfið í Banda- ríkjunum, Coldwater, verksmiðja og sölukerfi í Englandi, og skrif- stofur í Hamborg, París og Tókíó. Vegalengdin milli viðskiptavinar- ins og framleiðandans hefur styst verulega með eflingu úti á mark- aðssvæðunum. Virkni þess að bæði okkar þarfir séu teknar og metnar rétt og líkar þarfir og vænt- ingar viðskiptavinarins hefur auk- ist og við erum betur í stakk búnir að mæta þessum væntingum og hann skilur líka þær takmarkanir sem eru í okkar ferli."

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.