Dagur - 25.05.1995, Blaðsíða 27
Afgömlu skipstjórunum hjá ÚA, þeim sem voru á fyrstu
síðutogurum félagsins, hefur hvað minnstfarið fyrir Sverri
Valdimarssyni enda nokkuð um liðið síðan liann kom t land.
Þar eð oftlega hefur verið rætt við marga af þessum köppum
þótti okkur upplagt að heimsækja Sverri í Leirunesti Esso,
þar sem hann hefur unnið á bensínstöðinni síðustu ár, og
biðja hann að líta um öxl.
Sverrir Valdimarsson var búinn að
stunda sjómennsku í nokkur ár
þegar hann réðst til Útgerðarfélags
Akureyringa árið 1950 og fór þá á
fyrsta togara félagsins, óskabarniö
Kaldbak. Síðan hefur hann stýrt
mörgum togurum ÚA.
„Eg byrjaði sem háseti á Kald-
bak 1950 en þá var Gunnar Auö-
unsson skipstjóri. Eg varð 2. stýri-
maður 1953 þegar ég kom úr skól-
anum og 1. stýrimaður 1955. Þá
var Jónas Þorsteinsson skipstjóri.
Ég var á Kaldbak i tíu ár eða til
1960 þegar ég tók við Hrímbak."
Sverrir var fyrsti skipstjóri
Hrímbaks EA 5 sem Útgerðarfé-
lagið keypti árið 1960 en þá hét
skipið Norðlendingur OF 4 og var
margar og oft mikið líf í kringum
þær en hins vegar var sjaldnast
nema sólarhrings stopp í erlendum
höfnum, rétt á meðan landað var
úr skipinu. Túrarnir voru aldrei
mjög langir, enda vorum við á ís-
fiskveiðum og það setti sínar
skorður með hliðsjón af ferskleika
aflans. Við vorum samt farnir að
sækja býsna langt. Þarna var búið
að uppgötva Nýfundnalandsmiðin
og fyrsti túrinn minn með Kaldbak
var einmitt á Nýfundnaland. Við
fórum líka á Grænlandsmið, bæði
austur og vestur. Þetta gekk allt
vel og Kaldbakur var mjög gott
sjóskip."
- Érystihús ÚA komst í gagnið
1957 og þá hefur lífið væntanlega
Fimmtudagur 25. maí 1995 - Afmælisblað ÚA
DAGUR - B 27
◄ Sverrir í Leirustöð Olíuféiagsins.
Hann kom í land 1977 og hefur
unnið hjá Höldi frá 1985.
Mynd: SS.
reglan ekki komin, þ.e. að maður
ætti rétt á eftirlaunum eftir sextugt.
Þegar mér bauðst að koma inn í
Skipaþjónustuna með Hirti þá sló
ég til því ég óttaðist að það yröi
erfitt að fá vinnu í landi þegar ég
yrði eldri. I Skipaþjónustunni vor-
um við með veiðarfæri fyrir báta
og minni skuttogara."
- Og nú ertu hér á bensínstöð
Esso með útsýni yfir Pollinn. Togar
sjórinn ekkert í þig?
„Nei, ekki lengur. Ég er búinn
að vinna hjá Höldi síðan 1985 en
ég fór reyndar nokkra afleysingar-
túra eftir að ég kom í land, þann
síðasta 1986. Astæðan fyrir því að
ég vildi fara í land var líka sú að ég
var búinn að vera lengi á sjó og
fjölskyldulífið mótast náttúrlega af
því. Þetta er erfitt til lengdar."
Anægjulegt að vinna
með Vilhelm
„ Vúdi fara í land áður
en égyrði ofgamall“
segir Sverrir Valdimarsson skipstjóri
í eigu Ólafsfirðinga, Sauðkrækinga
og Húsvíkinga. Hann hafði áður
verið gerður út frá Vestmannaeyj-
um sem Bjarnarey og Vilborg Herj-
ólfsdóttir. Togarinn var smíðaður í
Skotlandi 1947, 660 brúttólestir að
stærð. Hann endaði í brotajárni
1969 eftir að hafa legiö í fjörunni í
Sandgerðisbót í þrjú ár.
Mikið siglt fyrstu árin
- Á þessum fyrstu árum var iðu-
lega siglt með aflann, ekki satt?
„Jú, það var mikið siglt en
einnig landaö í ýmsum höfnum
innanlands. í kringum 1952 var
líka byrjað á gúanóveiðinni og þá
fórum við aó leggja upp í Krossa-
nesi. Siglingarnar voru auðvitað
breyst mikið hjá sjómönnunum.
„Já, þá fórum við að landa í
heimahöfn. Þaó breytti auðvitað
miklu þegar við komum heim með
reglulegu millibili. Við fórum þó
eitthvað á salt eftir að frystihúsið
tók til starfa. Það var oft mikiö um-
stang í kringum saltfiskinn. Við
vorum allt upp í 42-44 um borð og
varla þverfótað fyrir mannskap."
Hætti með Hrímbak
í verkfallinu
- Þú tókst við Hrímbak eftir að
hann kom til ÚA en varst ekki
lengi skipstjóri á honum.
„Nei, ég var á Hrímbak fram að
verkfallinu 1962. Það var langt og
strangt verkfall þetta sumar og ég
fór fyrst að vinna í Slippnum en
síðan á síld á Sigurði Bjarnasyni.
Þegar síldarvertíðin var á enda var
mér boðið að taka við Kaldbak. Ég
var síðan skipstjóri á Kaldbak þar
til Stellurnar komu 1973 en tók þá
við Harðbak. Þarna var veriö að
endurnýja flotann og skuttogarnir
að leysa síðutogarana af hólmi og
ég var því stutt með Harðbak því
1974 fór ég að ná í nýjan Kaldbak
út til Spánar."
- Var ekki stórt stökk að fara yf-
ir á skuttogara?
„Það var allt annað líf. Öll
vinna um borð varð mun þægi-
legri, betri vél og stjórntæki og
skipin í heild stærri og fullkomn-
ari. Þetta var bylting, eins og svart
og hvítt."
„Skemmtilegur andi“
- segir Elvar Thorarensen
Maísólin skein glatt þegar Elv-
ar Thorarensen gekk til vinnu á
ný eftir hádegisverðarhlé.
Blaðamaður greip hann glóð-
volgan áður en hann slapp inn
og bar upp nokkrar spumingar.
- Hvað ert þú búinn að vinna
lengi hjá Útgeröarfélaginu?
„Þaö verða þrjú ár núna í sum-
ar. Ég byrjaði hérna á skrifstofunni
eftir stúdentspróf úr Verkmennta-
skólanum á Ákureyri og hef verið
hér síðan."
„Þetta er fjölbreytt og áhugavert starf,"
Thorarensen.
segir skrifstofumaðurinn Elvar
Mynd: SS
- Hvernig líkar þér?
„Mjög vel. Þetta er búinn að
vera góður tími, gott samstarfsfólk
og skemmtilegur andi á skrifstof-
unni. Það er líka gaman að vinna
með reyndari mönnum og fá leiö-
sögn hjá þeim."
-1 hverju er starf þitt fólgið?
„Ég hef verið í launaútreikning-
um og líka í birgðahaldinu. Þetta
er fjölbreytt og áhugavert starf."
- Þú ert kunnur íþróttamaður
hjá íþróttafélaginu Akri. Hafa æf-
ingar og keppni ekki stundum
skarast á við vinnuna?
„Jú, en ég hef mætt mjög mikl-
um skilningi hjá yfirmönnum mín-
um. Hins vegar hef ég dregið úr
þessu og æfi nánast ekkert núna.
Þetta er erfiðara eftir að maður er
kominn með fjölskyldu."
Elvar sagðist stefna á
áframhaldandi störf hjá ÚA enda
ágætt að vera þar og frekara nám
væri ekki inni í myndinni að svo
stöddu. Hann var að sjálfsögðu
spenntur fyrir afmælishaldinu, en
ÚA heldur starfsfólki sínu stór-
veislu í Iþróttahöllinni 9. júní.
Sló til þegar mér
bauðst starf
Sverrir var skipstjóri á Kaldbak EA
301 fram til ársins 1977 og fór þá í
land og starfrækti Skipaþjónust-
una með Hirti Fjeldsted.
- Hvers vegna hættirðu á sjó á
besta aldri?
„Ég vildi fara í Iand áður en ég
yrði of gamall. Þarna var 60 ára
Sverrir fór í land öðrum þræði til
að „slaka á" og vera meö fjölskyld-
unni og hefur ekkert farið á sjó síð-
an í afleysingartúrnum 1986. Hann
er meira að segja hættur stangveiði
og vill frekar dútla heima í garði
og hafa það náðugt. Sjálfsagt geta
flestir ímyndað sér að það hljóti að
vera strembið fyrir fjölskyldumenn
að vera áratugum saman úti á sjó.
- Að lokum, Sverrir. Hvað er
þér eftirminnilegast frá árum þín-
um hjá Útgerðarfélaginu?
„Ætli það séu ekki breytingarn-
ar sem urðu eftir að frystihúsið
kom 1957 og við fórum að landa
heima. Þetta var rnikið erfiðleika-
tímabil hjá ÚA og það var gott
hvernig Gísli Konráðsson tók á
málunum eftir að hann varð fram-
kvæmdastjóri. Það var líka mjög
ánægjulegt að vinna með Vilhelm
Þorsteinssyni. Hann sá um útgerð-
ina og gjörþekkti þá hlið rekstrar-
ins. Það var ákaflega þægilegt að
eiga við hann," sagöi Sverrir
Valdimarsson.
Við óskum Útgerðarfélagi Akureyringa
til hamingju með
50 ckaalmzlií
og þökkum samstarfið á liðnum árum.
w
Togvírinn frá BRIDON
Marblue - Dyform
Allir togarar
Útgerðarfélags Akureyringa
nota togvír frá Bridon
ísfell hf
Fiskislóð 131a • 101 Reykjavík
Sími 562 4544 • Fax 562 4644
BRIDOIM
Fishing Itd.