Dagur - 01.06.1995, Side 18

Dagur - 01.06.1995, Side 18
18 breyttri dagskrá. Erindi fluttu hvalavinur- inn Magnús Skarphéðinsson og dr. Kristján Kristjánsson heimspekingur. Megas tróð upp með gítarinn, íþrótta- og söngvakeppni skólans fór fram og endað var með árshátíð þar sem sýnt var leikritið Stökktu eftir Odd Bjarna Þorkelsson. Borgar Þórarinsson út- setti og flutti tónlist við verkið. I Borgarhólsskóla voru haldnir fjöl- mennir tónleikar. Um 70 strengjanemendur úr tónlistarskólum Egilsstaða og Akureyrar og Tónskóla Sigursveins komu fram. Farskóli Þingeyinga og verkalýðsfélög- in stóðu fyrir margvíslegu námskeiðahaldi sem varðar tómstundir, atvinnu. líkama, heilsu o.fl. Bridgefélag og Taflfélag Húsavíkur hafa starfað af þrótti. Taflfélagið er 70 ára. Margeir Pétursson stónneistari kom og tefldi fjöltefli í október. Safnahúsið á Husavík Fyrir utan hefðbundið safnstarf voru ýmis atriði á dagskrá, ekki síst vegna afntælis- dagskrár í tilefni 50 ára afmælis íslenska lýðveldisins, sem Húsavíkurbær og Safna- húsið stóðu sameiginlega að og hófst strax í ársbyrjun 1994. Aðsókn var góð að flest- um þeim atriðum sem hér á eftir verður getið, en hér er miðað við tímabilið 1. júní 1994 til l.júní 1995. 16.-19. júní: Myndlistarsýning Tryggva Ólafssonar. 5.-14. ágúst: Myndlistarsýningin ísland - sækjum það heim; samsýning á úrvali verka eftir 120 börn og unglinga víðs vegar af landinu. 22. september: Ljóðadagskrá. Skáldin Ingibjörg Haraldsdóttir, Steinunn Sigurðar- dóttir og Einar Már Guðmundsson lásu úr verkum sínum. 27.-30. október: Myndlistarsýning. Ríkarður Þórhallsson. 5. nóvember: Fyrirlestur. Dr. Kristján Kristjánsson flutti fyrirlestur undir yfir- skriftinni Siðvit barna og unglinga. 26. nóvember: Tónleikar. Þorsteinn Gauti Sigurðsson ptanóleikari. 1. -7. desember: Myndlistarsýning. Gunnar Rafn Jónsson. 15.-22. desember: Myndlistarsýning. Gunnar J. Straumland. 11. febrúar: Fyrirlestur. Ólafur K. Ni- elsen líffræðingur flutti fyrirlestur undir yfirskriftinni Um fálka og rjúpur. 25.-27. mars: Myndlistarsýning. Ingvar Þorvaldsson. 29. mars: Tónleikar. Stigahæstu nem- endur úr Tónlistarskóla Húsavíkur og Eist- lendingurinn Valmar Valjaots fiðluleikari. 2. apríl: Fyrirlestur. Guðjón Friðriksson Safnahúsið á Húsavík. Veitingastaðirnir Hótel Húsavík, Bakk- inn og Hlöðufell hafa staðið fyrir nokkrum en ólíkum uppákomum á liðnu tímabili auk sagnfræðingur fjallaði um Jónas Jónsson frá Hriflu. 19.-23. apríl: Myndlistarsýning. Sam- sýning húsvískra listamanna og barna, hluti af dagskrá vegna Mærudaga 1995. 11.-14. maí: Myndlistarsýning. Viðar Breiðfjörð. Guðni Halldórsson. Reykjahverfí og Tjörnes 1 báðum þessum hreppum fóru fram hefð- bundnar samkomur, fundir, dansleikir og þorrablót, sent sum hver eru margrómuð, s.s. á Tjömesi. íbúar sveitarfélaganna eru margir hverjir þátttakendur í margvíslegu félagsstarfi og eru félagar í kórum, leikfé- lögum og klúbbum þar sem félagar eru víða að úr sýslunni. Samstarf er þannig í fullum gangi og er það vel. Síðastliðið sumar var gamalt hús, hæð og ris, tekið af grunni sínum á Húsavík og flutt að Mánárbakka á Tjömesi. Húsið eignuðust hjónin Elísabet Bjamadóttir og Aðalgeir Egilsson á Mánárbakka. Mun það hýsa fjölbreytt söfn þeirra hjóna og verður vonandi til sýnis gestum og gangandi í framtíðinni. Kvenfélagasambandið Kvenfélagasamband Suður-Þingeyinga var stofnað 7. júní 1905 og er því 90 ára um þessar ntundir. Aðalfundur sambandsins var haldinn í Heiðarbæ föstudaginn 21. apríl. A fundinum var samþykkt að gefa hálfa milljón króna í þyrlukaupasjóð. Laugar- dagskvöldið 22. apríl fögnuðu svo sam- bandskonur 90 ára afmælinu ásamt gestum að Ydölum með glæsilegri kvöldvöku þar sem fram komu ásamt fleirum Kvennakór- inn Lissý undir stjóm Hólmfríðar Bene- diktsdóttur, en kórinn stofnuðu kvenfélags- dansleikja. Hljómsveitirnar Gloría, Hljómsveit 111- uga, Rafael og Loðhúfumar hafa spilað hér heima, um Norðurland og víðar. Mærudagar, lista- og menningardagar á Húsavík, voru haldnir í annað sinn dagana 19.-23. apríl og var aðsókn góð líkt og í fyrra. Dagskrá var fjölbreytt alla dagana. 1. maí hátíðahöldin fóru frarn með þátt- töku Lúðrasveitar Húsavíkur, Söngsveitar- innar NA-12, Tjarnarkvartettsins og KK- bands. Boðið var upp á kaffi og tertu. Þá eru óupptalin öll þau félög önnur og klúbbar sem vinna að margvíslegu upp- byggjandi starfi til að efla sál og líkama. Þar ber hæst Iþróttafélagið Völsungur. Að lokum þakka ég öllum þeim sem veittu mér upplýsingar, þ.rn.t. Víkurblaðinu á Húsa- vík, en það reyndist ómissandi sem fyrr. Kári Sigurðsson. konur innan sambandsins og hafa skipað hann síðan. Núverandi forntaður Kvenfé- lagasambandsins er Aðalbjörg Pálsdóttir, Vallakoti í Reykjadal. Fyrir jólin kont út bamabókin Fjósa- músin á afmæli eftir Þingeyingana Atla Vigfússon, Laxamýri og Hólmfríði Bjartmarsdóttur, Sandi í Aðaladal. Lissý Kvennakórinn Lissý hélt tónleika á liðnu hausti í Skjólbrekku í Mývatnssveit, Laugaborg í Eyjafirði, Varmahlíð og á Blönduósi. Stjórnandi var Hólmfríður Benediktsdóttir og undirleikari Helga B. Magnúsdóttir. Einsöngvarar á þessum tón- leikum voru Hildur Tryggvadóttir, Elma Atladóttir og Jóna F. Svavarsdóttir. Bárðardalur Fátt markvert hefur gerst í menningar- málurn í Bárðardal á umræddu límabili, eða frá júnímánuði á síöasta ári. Þó kom einn kór í heimsókn, Þorrakórinn úr Dalasýslu, sem hélt okkur skemmtun í Hótel Kiðagili. Með f för var hin ágætasta harmonikuhljómsveit og var slegið upp balli að tónlcikunum loknum og var þelta góð heimsókn. Þegar ég var að rifja þetta upp fletti ég að sjálfsögðu upp í Hlaupastelpunni, sem er upplýsingarit Handverkskvenna milli heiða og er Bárðdælingum, Fnjóskdælingunt og Kinnunguni gjör- samlega ómissandi. Það kemur út á miðvikudögum í hverri viku og fer á hvert heimili í þessum hreppum. í því er allt auglýst sem fer fram í hreppun- um og stundum eru smágreinar og jafn- vel vísukorn. Ekki vitum við hvemig við komumst af áður. Svanhildur Herinunnsdóttir.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.