Dagur - 23.06.1995, Side 1

Dagur - 23.06.1995, Side 1
78. árg. Akureyri, föstudagur 23. juní 1995 //ff BWtölublað Fálka- varpí Mývatns- sveit tókst vel Allt bendir til að óvenju vel hafi tekist til með varp hjá fálkanum í Mývatnssveit að þessu sinni. Að sögn Inga Yng- vasonar, sem hefur eftirlit með fálkunum, er fjöldi hreiðra nú svipaður og mest hefur verið. Er þetta afar kærkomið eftir mjög slæma útkomu á síðasta ári. Ingi sagðist telja alveg ljóst að góða útkomu nú má þakka því að fálkinn hafði rjúpu að éta allan síðastliðinn vetur, en samband rjúpna og fálkastofnsins er vel þekkt. Nokkuð er síðan ungar komu úr eggjum og þeir elstu eru orðnir talsvert stórir. Ingi sagðist nokkuð hafa orðið var við mannaferðir við hreiður, en bannað er að fara nær fálkahreiðri en 100 metra. Hann taldi að þar hafi forvitni ráðið ferðinni, en menn hafi ekki verið í þeim hugleiðingum að ná sér í egg eða unga og tjón hafi ekki hlotist af þessu íþetta sinn. Hann sagði að það gæti verið nokkuð breytilegt hversu lengi ungar dveldu í hreiðrum. Þegar varp væri seint á ferðinni gæti dregist alveg frarh í ágúst að ung- arnir færu. Að þessu sinni taldi hann líklegt að fyrstu ungarnir færu af stað um miðjan næsta mánuð. Ingi er einnig refa- og minka- bani og sagist líta eftir minknum allan veturinn, enda hefði sér reynst sá tími bestur til þeirra hluta. „Það var lítið af mink í vet- ur en ég hef veitt hann stöðugt og tekist að halda honum niðri. Hins vegar var með meira móti af tófu og ég náði fjórum í vetur,“ sagði Ingi Yngvason. HA Framkvæmdastjórahrókeringar: Ingi í Slippinn og Guð- mundur til Mecklenburger Gengið hefur verið frá ráðn- ingu Inga Björnssonar í starf framkvæmdastjóra Slipp- stöðvarinnar Odda hf. og mun hann taka við því þann 1. júlí af Guðmundi Tuliníus. Guð- mundur mun flytja til Þýska- lands, en þar er hann heimilis- fastur, og taka við starfi fram- kvæmdastjóra Mecklenburger Hochseefischerei, sem Ingi Björnsson lét af 31. maí sl. Ingi Björnsson hefur síðasta árið verið framkvæmdastjóri Mecklenburger Hochseefischerei í Þýskalandi, en af því starfi lét hann 1. júní sl. Áður var hann m.a. framkvæmdastjóri Iðnþróun- arfélags Eyjafjarðar hf. um tveggja ára skeið, fjármálastjóri Álafoss hf. í tvö ár og fram- kvæmdastjóri Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri 1990-1994. Guðmundur Tuliníus vildi ekki staðfesta að hann væri að fara tií Mecklenburger Hochseefischerei en Dagur hefur traustar upplýsingar um að hann taki við starfinu að tillögu fulltrúa Útgerðarfélags Akureyringa hf. í stjórn Mecklenburger, en hins vegar er ekki með formlegum hætti búið að taka ákvörðun um ráðningu Guðmundar í stjórn Mecklenburger. Guðmundur Tuliníus hefur verið framkvæmdastjóri Slipp- stöðvarinnar Odda hf. í tæp tvö ár, en áður var hann starfsmaður Slippstöðvarinnar á árunum 1976-1980. Hann segir að þessi tími hafi verið lærdómsríkur, fyr- irtækið hafi glímt við mikla rekstrarerfiðleika og gengið í gegnum umfangsmikla endur- skipulagningu. „Fyrirtækið er á vissan hátt komið á rétta braut en mikið er eftir að gera. Flotkvíin gefur nýja möguleika, en henni verður að afla verkefna, það kem- ur ekki af sjálfu sér,“ sagði Guð- mundur. „Islenskur skipasmíða- iðnaður þarf að taka sig verulega á og það þarf að auka skilning á samstarfi á milli fyrirtækja þann- ig að menn geti tekist á við stærri verkefni. Ef menn sýna það líka í verki, þá er hér hægt að gera ágæta hluti,“ sagði Guðmundur. óþh Sumarhúsin norðan Kjarnalundar: Þrjú hús seld - gatnaframkvæmdir hafnar Búið er að selja þrjú hús af tíu sem Úrbótamenn hf. eru að láta byggja fyrir sig og á að setja upp við Kjarnaskóg sem sumar- hús. Húsin verða staðsett norð- an við Kjarnalund og er vinna við húsgrunna og gatnafram- kvæmdir þegar hafin. Húsin koma til með að standa við tvær götur sem bera heitin „Gata norðurljósanna“ og „Gata mán- ans“. Sveinn Heiðar Jónsson, einn þriggja Úrbótamanna, segir að sala húsanna hafi gengið framar Rétt norðan viö Kjarnalund er farið að vinna við gatnagerð og hús- grunna undir nýju sumarhús- in. Mynd: BG vonum. Auk þeirra þriggja sem búið er að selja eru allar líkur á að minnsta kosti tvö hús í viðbót verði seld mjög fljótlega en marg- ir hafa sýnt húsunum áhuga. Sjö þeirra eru smíðuð á Sauðarkróki og þrjú á Akureyri og reiknar Sveinn með að fljótlega í júlí verði farið að setja fyrstu húsin upp. Það eru einkum starfsmannafé- lög sem hafa sýnt húsunum áhuga en kaupendur húsanna þriggja sem búið er að selja eru starfs- mannafélag Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, Seðlabankans og Garðabæjar. „Síðan er kominn nýr markhópur sem við áttuðum okk- ur ekki á áður, en það er hópur brottfluttra Akureyringa,“ segir Sveinn Heiðar. AI Starfsemi Mjölverksmiðjunnar á Hvammstanga hafin: Hef fulla trú á þessu - segir Karl Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Starfsemi Mjölverksmiðjunnar á Hvammstanga er hafin, en vart er við því að búast að hjól hennar snúist af fullum krafti fyrr en með haustinu. Mjölverksmiðjan bræðir rækju- skel og er ætlunin að safna henni að stærstum hluta frá þrem verk- smiðjum, Meleyri á Hvamms- tanga, Dögun á Sauðárkróki og Særúnu á Blönduósi, en vonir standa til að einnig verði safnað hráefni frá Hólanesi á Skaga- strönd. „Það bendir ekkert til annars en starfsemi þessarar verksmiðju eigi að geta gengið vel. Rekstur rækju- mjölsverksmiðjunnar sem hér var gekk engan veginn, enda fékk hún bara rækjuhrat héðan frá Hvammstanga. Verksmiðjan var þar að auki í ólagi. í þessu nýja hlutafélagi, sem keypti verksmiðj- una af sparisjóðnum, hefur hluta- féð, 10 milljónir króna, verið nýtt til að bæta aðstöðuna," sagði Karl Sigurgeirsson, sem gegnir starfi framkvæmdastjóra fyrirtækisins í þriðjungsstöðu. Auk þess er gert ráð fyrir tveim störfum í verk- smiðju og einu starfi við flutning á rækjuskelinni til Hvammstanga. „Ég hef fulla ástæðu til að ætla að starfsemin verði komin á fullt með haustinu. Við prófum okkur áfram með þetta í sumar, munum m.a. finna út hvernig skynsamleg- ast sé að standa að flutningi á hrá- efninu. Ég hef fulla trú á þessu og veit að þetta á að geta gengið," sagði Karl. „Þetta er orðið viður- kennt efni í blöndun í fiskeldis- fóður og það hefur verið sannað að það er jákvætt að nota rækjus- kelsmjöl í varpfóður." Eins og áður segir er 10 millj- óna króna hlutafé í fyrirtækinu. Fóðurverksmiðjan Laxá á Akur- eyri er stærsti eignaraðilinn með 2,5 milljónir króna, rækjuverk- smiðjurnar Meleyri, Dögun og Særún með 1,5 milljón hver og Hvammstangahreppur, Sauðár- króksbær og Blönduósbær með 1 milljón hver. óþh Mývatnssveit: Niðurstaöa fengin ^ > ■■ i skolamalinu - en er ekki gefin upp Afundi sveitarstjórnar Skútustaðahrepps í gær var tekin afstaða til framtíðar skipunar skólamála í hreppn- um, en þar hafa sem kunnugt er staðið harðar deilur. Sveit- arstjórn tók þá ákvörðun að loknum fundi sínum að nið- urstaðan verði ekki gerð opi- ber fyrr en að afloknum fundi með foreldrum og kennurum, en hann verður haldinn í Hótel Reynihlíð nk. sunnu- dag. Sigurður Rúnar Ragnarsson, sveitarstjóri, sagist aðspurður ekki treysta sér til að spá fyrir um hvort sátt muni ríkja um þá niðurstöðu sem sveitarstjóm ákvað. Ein af tillögum starfs- hóps sem skipaður var til að benda á leiðir um skólaskipan var á þá leið að gera tilraun til fjögurra ára þar sem skólasel verði rekið á Skútustöðum og aðalskóli í Reykjahlíð fyrri tvö árin, en allt skólahald undir einu þaki í Reykjahlíð hin tvö síðari. Líklegast þótti að niður- staða sveitarstjórnar yrði á þeim nótum. HA

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.