Dagur - 23.06.1995, Side 2

Dagur - 23.06.1995, Side 2
«• <• 2 - DAGUR - Föstudagur 23. júní 1995 FRÉTTIR Ummæli Sigurðar Oddssonar um Fnjóskárbrúna Ekki sáttur - segir Kristján Jóhannesson á Hróarsstöðum „Á síðustu 11 árum hefur áin tvisvar farið í þá hæð sem hún var í þegar hún tók brúna, að- faranótt mánudags. Hins vegar fór hún enn hærra kvöldið eftir að brúin hrundi, ég ætla ekki að mótmæla því,“ segir Kristján Jóhannesson, bóndi á Hróars- stöðum í Fnjóskadal, vegna þeirra ummæla Sigurðar Odds- sonar hjá Vegagerð ríkisins, að ástandið hafl verið einstakt er brúin hrundi; að vatnsborðið hafí verið einum metra hærra en íflóði 1954. Forsaga málsins er sú, eins og Dagur hefur áður skýrt frá, að bændur í Fnjóskadal höfðu spáð því að brúin myndi ekki standa lengi á þeim stað er hún var byggð. Sumir höfðu spáð því að brúin myndi fara í klakaruðningi, en aðrir, að leysingar myndu grafa undan stólpunum. Kristján leggur áherslu á að það eigi ekki að miða við toppinn sem Fnjóská náði kvöldið eftir að hún tók brúna. Að sögn hans hefur áin átt vanda til að breiða úr sér og vaxa mikið í leysingum við brúarstæðið og hafi hann helst ótt- ast að kynni að grafa undan henni við þær aðstæður, eins og raun varð á. shv Duglegar hrepps- nefndarkonur í nýjasta tölublaði Sveitarstjórn- armála er greint frá því að í Hofshreppi í Skagafirði eigi þrjár konur sæti í hreppsnefnd og sé ein þeirra oddvitinn. Á yflrstandandi kjörtímabili hafa þær allar eignast börn, tvær þeirra stúlkur og ein dreng. Sveitarstjórnarmál segja að Jón Guðmundsson, sveitarstjóri, bendi hreppsbúum og fleirum á þetta sem gott fordæmi varðandi efl- ingu sveitarfélaga. Niðurstöður úr samræmdum prófum: Nemendur á Norður- landi undir meðaltali Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Á fundi bæjarráðs í gær var Jakob Björnsson kosinn for- maður þess og Guðmundur Stefánsson varaformaður. Bæj- arráðsmenn Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags sátu hjá við kjör formanns og varafor- manns bæjarráðs, en vísa til at- hugasemda, sem þeir gerðu á s.l. sumri við kjör varaformanns bæjarráðs. ■ Með vísan til bókunar skóla- nefndar Tónlistarskólans 14. júní sl. var lögð fram skýrsla Finns Birgissonar, arkitekts, með úttekt á núverandi húsnæði Tónlistarskólans og nokkrum mismunandi úrræðum í hús- næðismálum skólans. Á fund- inn komu Jóhann Sigurjónsson, formaður skólanefndar, Guð- mundur Óli Gunnarsson, skóla- stjóri, og Finnur Birgisson, arkitekt, og kynntu skýrsluna og ræddu hana við bæjarráð. Ákveðið var að senda skýrsluna til allra bæjarfulltrúa og boða síðar til sameiginlegs fundar bæjarstjómar og skólanefndar um málið. ■ Lagðar voru fram á bæjar- sáðsfundinum í gær tvær fund- argerðir heilbrigðisnefndar dags. 12. og 14. júní. í tilefni af bókun nefndarinnar í fundar- gerðinni frá 14. júní um meng- unarvarnabúnað á malbikunar- stöð bæjarins, um urðun sorps á Glerárdal og salernismál við Ráðhústorg, kom á fundinn Guðmundur Guðlaugsson, yfir- verkfræðingur, og skýrði og ræddi málin við bæjarráð. ■ Fram kom að unnið er að því að finna búnað til mengunar- varna á malbikunarstöðina og mun málið lagt fyrir bæjarráð síðar. Bæjarráð samþykkti til- lögu yfirverkfræðings um að tilraun verði gerð með leigu á klefum nteð salemisaðstöðu fyrir almenning, sem settir verði niður á Miðbæjarsvæðinu. Tilraunin standi til n.k. ára- móta. Áætlaður leigukostnaður er kr. 104 þúsund á mánuði. Fjárveitingu var vísað til end- urskoðunar fjárhagsáætlunar. Niðurstöður úr samræmdum prófum 10. bekkinga í grunn- skólum liggja nú fyrir hjá Rann- sóknastofnun uppeldis- og menntamála mánuði seinna en venjulega vegna verkfalls kenn- ara. Meðaltalseinkunnir á Norð- urlandi vestra og eystra voru undir meðaltali miðað við lands- vísu í öllum greinum en Reykja- vík sker sig úr eins og fyrri ár að því leyti að þar er meðaltalsein- kunn í öllum greinum nokkuð hærri en í öðrum kjördæmum. Það sem vekur mesta athygli er slakur árangur í íslensku. Þar náðu einungis tveir einkunninni 10 og 52,5 prósent voru með 5 eða lægra í íslensku. Meðaleinkunn fyrir landið allt var 5,3 en 5,0 á Norð- urlandi vestra og 5,1 á Norður- landi eystra. Bestur var árangurinn í ensku þar sem meðaltal á lands- vísu var 7,4 en 7,1 á Norðurlandi vestra og 7,0 á Norðurlandi eystra. Meðaltal stúlkna á landinu öllu var nokkuð hærra en drengja í ís- lensku og dönsku. í íslensku var meðaleinkunn stúlkna 5,8 en 4,9 25 ára af- mæli nytja- skógræktar á bújörðum Næstkomandi sunnudag, 25. júní, verða liðin 25 ár frá því fyrstu plönturnar í skipu- lagðri nytjaskógrækt bænda voru gróðursettar á íslandi. Sú gróðursetning fór fram í landi Víðivalla í Fljótsdal á Héraði og markaði upphaf Fljótsdalsáætlunar sem gerði ráð fyrir að á 25 árum yrðu 1500 ha lands lagðir undir skógrækt. í tilefni 25 ára afmælis nytjaskógræktar á bújörðum á Fljótsdalshéraði, og í raun á landinu öUu, verður opinn dag- ur í hinum nýja Víðivallaskógi í Fljótsdal á sunnudag kl. 12- 16.30. Þar gefst fólki kostur á að kynna sér flestar hliðar nytjaskógræktar. Veitingar verða á boðstólum, gos og pylsur fyrir börnin. Á sunnu- dagskvöld verður síðan efnt til mikillar veislu í skóginum þar sem landbúnaðarráðherra, skógarbændur og aðrir boðs- gestir munu gæða sér á heil- grilluðum fjallalömbum frá kjötvinnslunni Snæfelli. hjá drengjunum og í dönsku var meðaltalið hjá stúlkunum 6,7 mið- að við 5,8 hjá drengjum. í stærð- fræði og ensku var árangur kynj- anna svipaður en drengirnir þó ívið hærri í stærðfræði en stúlk- urnar í ensku. AI Samrœmd próf 1995 Meðaltal samræmdra einkunna á Norðurlandi. Niðurstöður í Reykjavík og yfir landið allt eru hafðar með til samanburðar. Stærðfræði íslenska Danska Enska Norðurl. vestra 5,7 5,0 6,3 7,1 Norðurl. eystra 5,6 5,1 5,8 7,0 Reykjavík 6,2 5,7 6,8 7,9 Landið allt 5,8 5,3 6,3 7,4 » V « ' ' • « ’ 15% kynningarafsláttur framlengdur til 30. júní Kynnið ykkur þessa vinsælu 2000 skó Þú getur unnið helgarferð til Kaupmannahafnar. Þú kaupir eitt par af eOOO skóm tii að komast í pottinn. Skóverslun M.H. Lyngdal Hafnarstræti 103 • Sími 462 3399 Vörn fyrir speglun Vörn fyrir geislun Tilboðsverð tClvutæki Furuvöllum 5 • Akureyri Sími 462 6100 L_______________________Á 5KJR5ÍUR Verndaðu augun Bryggjuhátíð á Reyðarfirði Um helgina, í dag og á morg- un, verður efnt til svokallaðrar „Bryggjuhátíðar á Reyðar- firði“. í kvöld verður harm- onikudansleikur á bryggjunni á Reyðarfirði og í nágrenni hennar. Á morgun, laugardag, hefst dagskráin kl. 9 og stend- ur fram á nótt. Hljómsveitin Vinir vors og blóma leikur á Skemmuballi. Auk harmoniku- dansleiks og Skemmuballs má nefna lax- og silungsveiði í Andapollinum, karaokekeppni 15 ára og yngri, götukörfu- boltamót, grillveislu, skvísu- fótboltamót, karamelluregn, dýragarð, kassabílarallý, tón- listaruppákomur, breska grín- istann og töframanninn „The Mighty Gareth" og margt fleira. Verð aðgöngumiða fyrir fullorðna er kr. 500 en frítt fyr- ir 12 ára og yngri. Goðafoss „í fóstur" í lok júlí er áætlað að ljúka við Goðafoss og Skógafoss verk- efni sem kallað er „Fossar í fóstur", en um er að ræða sam- starfsverkefni Eimskips og samgönguráðuneytisins. I Fréttabréfí Eimskips kemur fram að í verkefninu felist að Eimskip kosti gerð upplýs- ingaskilta og framkvæmda við útsýnisstaði við fossana. Þann- ig vilji Eimskip leggja sitt af mörkum til þess að bæta að- komu og upplýsingar um foss- ana fyrir ferðamenn. Yfirlitssýning kynbótahrossa á Melgerðismelum Þessa dagana fer fram skoðun kynbótahrossa á Norðurlandi eystra. Laugardaginn 24. júní n.k. verður síðan haldin yfir- litssýning á Melgerðismelum þar sem stigahæstu hrossin mæta. Sýningin hefst kl. 14. Dómarar á sýningunum eru Kristinn Hugason, Guðrún Lára Pálmadóttir og Guðni Ágústsson. Fjalar hf. gjaldþrota Með úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra 31. maí sl. var bú Fjalars hf., trésmiðju, á Húsavík, tekið til gjaldþrota- skipta. Fyrsti skiptafundur í þrota- búinu verður 1. september. Skiptastjóri er Jón Kr. Sólnes, hæstaréttarlögmaður á Akur- eyri. Þjóövaki á ferð um Norðurland Þingflokkur Þjóðvaka mun á næstu dögum bruna um landið, heimsækja vinnustaði, halda fundi og ræða við kjósendur. Þjóðvakaþingmenn verða á Norðurlandi miðvikudaginn í næstu viku, 28. júní, og eru viðkomustaðir Akureyri, Dal- vík, Ólafsfjörður og Laugar í Reykjadal. Á Laugum verður þingflokkur þjóðvaka með op- inn þingflokksfund að kvöldi 28. júníkl. 20.30.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.