Dagur - 23.06.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 23.06.1995, Blaðsíða 7
Föstudagur 23. júní 1995 - DAGUR - 7 Listasumar á Akureyri hefst í dag í dag hefst Listasumar '95 á Akur- eyri. Þetta er í þriðja skipti sem efnt er til slíkrar menningardag- skrár á Akureyri og er óhætt að segja að dagskráin hafi aldrei ver- ið fjölbreyttari og ætti hún að höfða til margra. Ólöf Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri Listasumars ’95, segir dagskrána byggða upp á ekki ósvipaðan hátt og síðastliðið sum- ar. Þó vildi hún nefna að í sumar verði í fyrsta skipti starfrækt skúlptúrverkstæði í Ketilhúsinu í Grófargili. Listamenn verða þar við vinnu og gefst fólki kostur á að fylgjast með hvernig hún fer fram. I Ketilhúsinu verður einnig sett upp skúlptúrsýning sem og víðsvegar um bæinn. Ólöf nefndi einnig dagskrá á Listasumri sem verður tileinkuð tónlistar- og myndlistarmanninum Hafliða Hallgrímssyni, sem eins og kunnugt er er frá Akureyri en búsettur í Skotlandi. Þann 29. júlí verður opnuð sýning í Listasafn- inu á Akureyri á grafíkverkum Hafiiða, 2. ágúst verða tónleikar í Listasafninu á Akureyri þar sem Tríó Reykjavíkur leikur verk eftir Hafliða og 13. ágúst verða ein- leikstónleikar Helgu Bryndísar Magnúsdóttur, píanóleikara, þar sem hún leikur einnig verk eftir Hafliða Hallgrímsson. Á Listasumri ’95 verða nokkrir fastir liðir. Þannig verða listamenn með sýningar, viku í senn, í Glugganum, verslunarglugga KEA í Hafnarstræti. Klúbbur Listasumars og Karolínu verður á sínum stað, en þar verður á fimmtudagskvöldum boðið upp á djass. í Deiglunni verður á mánu- dagskvöldum svokölluð Söng- lokka (Serenade), þar sem Már Magnússon syngur íslensk söng- og þjóðlög. í Minjasafnskirkjunni verður á þriðjudags- og fimmtu- dagskvöldum Söngvaka þar sem Þórarinn Hjartarson og Rósa Kristín Baldursdóttir flytja íslensk sönglög. Þá má nefna fjölmargar myndlistarsýningar, tónleika í tón- leikaröðinni Sumartónleikar á Norðurlandi og árlegt gítarfesti- val. Rétt er að benda Akureyringum á að kynna sér dagskrá Lista- sumars ’95, en þessa dagana er verið að bera dagskrá þess í hús. Bæklingur Listasumars liggur auk þess frammi á fjölförnum stöðum ferðamanna og einnig er hægt afla upplýsinga um einstaka dagskrár- liði með því að hringja í síma Listasumars 4612609. Ólöf Sigurðardóttir segir að framlag Akureyrarbæjar til Lista- sumars ’95 sé 1,2 milljónir króna. Einnig sé framlag bæjarins til Tónleikar í Lista- saíhinu á morgun Á morgun, 24. júní, verða fyrstu tónleikar Listasumars 95 í Lista- safniu á Akureyri. Tónleikar þar eru orðnir fastur liður í starfsemi Listasumars og verða minnst fimm í sumar. Á tónleikunum á laugardag leika þau Gerður Gunnarsdóttir, fiðluleikari, Einar Kr. Einarsson, gítarleikari og Geir Rafnsson, slagverksleikari. Þau leika verk eftir Lárus Grímsson, Karólínu Eiríksdóttur, Áskel Másson, Báru Grímsdóttur og Þorkel Sigur- björnsson. Gerður Gunnarsdóttir lauk ein- / leikaraprófi í fiðluleik frá Tónlist- arháskólanum í Köln 1991. Árið 1990 vann hún til fyrstu verðlauna í Postbank-Sweelinck fiðlukeppn- inni í Amsterdam. Gerður hefur verið 3. konsertmeistari í Sinfón- íu- og óperuhljómsveit Kölnar- borgar en starfar nú tímabundið sem 2. konsertmeistari í Sinfóníu- hljómsveit íslands. Hún hefur starfað með Caput hópnum og Kammersveit Reykjavfkur m.a. sem einleikari. Einar Kristján Einarsson gítar- leikari lauk einleikara- og kenn- araprófi frá Guildhall School of Music 1987 en hefur auk þess tek- ið þátt í fjölda námskeiða og gítar- hátíða víða um heim. Einar hefur komið fram á tónleikum bæði hér heima og erlendis, m.a. á Gítarhá- tíð á Akureyri, Sumartónleikum í Skálholti, Sumartónleikum á Norðurlandi og Myrkum Músík- dögum. Hann hefur leikið með Caputjhópnum og Sinfóníuhljóm- sveit íslands og komið fram sem einleikari með Kammersveit Ak- ureyrar og Kammersveit Reykja- víkur. Geir Rafnsson hóf nám við Tónlistarskólann á Akureyri 1983 hjá Roar Kvam. Hann lauk burt- fararprófi frá Tónlistarskóla FÍH 1994. Á námsferlinum lagði hann áherslu á hljómborðs-slagverk og þá sérstaklega marimbu. Geir hef- ur á undanförnum árum leikið reglulega með Sinfóníuhljómsveit íslands. Tónleikarnir verða eins og áður segir á morgun í Listasafninu og hefjast kl. 17.00. Ólöf Siguröardóttir, framkvæmdastjóri Listasumars ‘95. Mynd: BG skúlptúrverkstæðisins í Ketilhús- inu 300 þúsund krónur. Ólöf segir hins vegar að ríkið sjái ekki ástæðu til að styrkja starfsemi Listasumars ’95 með einni einustu krónu. Ólöf segir það enga spurningu að Listasumar hafi unnið sér fast- an sess á Akureyri, aðsókn hafi verið stigvaxandi, f fyrra hafi 12 þúsund manns sótt dagskrárliði sem þá var boðið upp á. Hún segir að Listasumar hafi fengið góða og jákvæða umfjöllun fjölmiðla og spurst vel út og það skili sér. Inn- lendir jafnt sem erlendir ferða- menn hafi sótt vel fjölmarga dag- skrárliði og því sé engin spurning að slík menningardagskrá sé orðin mikilvægur hlekkur í ferðaþjón- ustunni á Akureyri. óþh Illugi sýnir í verslunar- glugga Vðruhúss KEA Síðasta sumar stóð Listasumar fyrir myndlistasýningum í versl- unarglugga Vöruhúss KEA í göngugötunni, hver sýning stóð í eina viku og var skipt um verk vikulega, á föstudögum. í sumar verður sami háttur hafður á og verður fyrsta sýningin sett upp föstudaginn 23. júní. Fyrsta verkið í sumar er eftir Illuga Eysteinsson - illur. Illugi skapar verkið dag frá degi á þeirri viku sem hann hefur til umráða. Hann jfkir verkinu við leikrit þar sem hann skrifar söguþráð verks- ins en útfærsla og útlit eru algjör- lega háð leikurunum eða í þessu tilviki unglingum úr Gagnfræða- skóla Akureyrar, gangandi vegfar- endum og honum sjálfum. Verkið nefnist „Minning“ og samanstendur af 40 plötum 60x60 sm að stærð, þær þekja bakvegg Gluggans alls 11 fermetra. Lista- maðurinn vinnur inni í sýningar- glugganum frá morgni til kl.15.00 þá eru plöturnar teknar niður og Silíurskottumað- urínn í Deiglunni Á morgun, laugardag, verður opn- uð í Deiglunni sýningin Silfur- skottumaðurinn, en hann er hugar- smíð Steingríms Eyfjörð mynd- listarmanns. Silfurskottumaðurinn varð til sem myndasaga í vikublaðinu Eintaki fyrir einu ári síðan. Sög- urnar um Silfurskottumanninn sýna andhetju í hetjulegum bún- ingi. Megin einkenni Silfurskottu- mannsins er sakleysið, það varð- veitir hann sama íivað á gengur, hann bjargar alltaf sakleysi sínu, það er hans hetjuskapur. Á sýningunni í Deiglunni eru upprunalegar teikningar, málverk úr sögunum, þrívíddarvideóverk, skúlptúr og fatnaður í stíl silfur- skottumannsins. Rithöfundurinn Sjón átti þátt í fæðingu Silfurskottumannsins og Torfi Frans Ólafsson hefur gert þrívíddarmyndband sem er á sýn- ingunni. Steingrímur Eyfjörð hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin í Deiglunni er opin virka daga frá kl. 11.00 til 18.00 og um helgar 14.00- 18.00, henni lýkur 6. júlf. farið með þær út í göngugötuna þar sem listamaðurinn vinnur með vegfarendum og unglingum. Næsta dag er plötunum síðan komið aftur fyrir í glugganum en þá eru þær hengdar upp í tilvilj- anakenndri röð, þ.e. mynd dagsins á undan er brotin upp og ný mynd búin til. Þessi leikur með plöturn- ar er líkastur því þegar spil eru stokkuð og gerir hann það ómögu- legt að sjá útkomuna fyrr en á síð- asta degi. Þegar þessu vikuferli lýkur hyggst listamaðurinn bjóða verkið upp, hver plata verður seld sem stakt verk og gefst þá allt að 40 einstaklingum tækifæri til að eign- ast hlut í verkinu. Ágóði af sölu brotanna úr Minningu rennur í ferðasjóð fatlaðra og hefur Svæð- isskrifstofa Norðurlands milligöngu þar um. Illugi Eysteinsson lauk Master- námi f arkitektúr í Bandaríkjun- um, hann hefur að undanförnu vakið athygli fyrir verk sín á sviði myndlistar og má þar nefna verkið Menning og þorskur, sem nú er á samnorrænni sýningu í og við Norrænahúsið í Reykjavík. Verk Illuga verður unnið í og við Gluggann til 29. júní. „Loíthræddi örnmn J J 00 hann Orvar“ í Deiglunni Næstkomandi sunnudag verður í Deiglunni gestaleikur fyrir börn frá Þjóðleikhúsinu. Sýnt verður leikritið Lofthræddi örninn hann Örvar, sem byggt er á samnefndu ævintýri eftir sænska rithöfund- inn Lars Klinting. Lofthræddi örninn hann Örvar var sýndur á smíðaverkstæði Þjóðleikhússins í vetur. Hann örvar er örn sem er svo skelfilega óheppinn að vera loft- hræddur. Samt þráir hann heitt að fljúga um loftin blá og með hjálp vinar síns músarrindilsins Eð- varðs, tekst honum að lokum að yfírvinna ótta sinn og fljúga. Þetta er lítil, falleg saga um hug- rekki, að vera hræddur en þora samt. Eða vera lítill og gera samt. Hinir stóru og sterku geta verið hræddir og hjálparþurfi eins og þeir smáu og knáu geta komið miklu til leiðar. Leikari í sýningunni er Björn Ingi Hilmarsson sem leikur öll hlutverkin og segir söguna með látbragði, söng, dansi og leik. Leikstjóri er Peter Engkvist, hann vann einnig leikgerðina ásamt Stalle Ahrreman. Þýðandi er Anton Helgi Jónsson. Lofthræddi örninn hann Örvar fékk verðlaun sem besta barna- og unglingaleiksýning í Svíþjóð leikárið 91-92. Sýningamar á Listasumri verða þrjár; sunnudag 25. júní kl. 17 og laugardag l.júlíkl. 11 og 17. Dröfn sýnir á Café Karólínu Dröfn Friðfinnsdóttir, grafíklista- maður, opnar á morgun, laugar- dag, sýningu á Café Karolínu í Grófargili. Hún sýnir teikningar og nefnist sýningin „Örsögur". Dröfn stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskólann árið 1963 og síðan við Myndlistaskólann á Akureyri árið 1982 til 1986. Eftir það stundaði hún nám við Lista- skólann í Lathi í Finnlandi vetur- inn 1987 til 1988. Dröfn hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.