Dagur


Dagur - 13.07.1995, Qupperneq 6

Dagur - 13.07.1995, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 13. júlí 1995 FRÁ FRÆÐSLUSTJÓRA NORÐURLANDSUMDÆMIS EYSTRA Umsóknarfrestur um eftirtaldar áður auglýstar kennarastöður framlengist til 27. júlí 1995 Barnaskóli Ólafsfjarðar - Yngri barna kennsla, hand- og myndmennt. Þelamerkurskóli - Almenn kennsla. Lundarskóli - Heimilisfræði, tónmennt. Gagnfræðaskóli Akureyrar - Heimilsfræði. Giljaskóli - Almennar kennarastöður. Stórutjarnaskóli - íþróttir, stærðfræði, handmennt. Hafralækjarskóli - Almenn kennsla, stærðfræði. Grunnskólinn f Lundi - Almenn kennsla. Grunnskólinn á Raufarhöfn - Almenn kennsla. Grunnskólinn á Þórshöfn - Almenn kennsla. Ennfremur eru lausar til umsóknar: Staða aöstoöarskólastjóra Glerárskóla, Akureyri Upplýsingar um ofangreindar stöður veita skólastjórar viókomandi skóla. Staða skólastjóra við Reykja- hlíðarskóla, Skútustaðahreppi Upplýsingar veitir formaóur skólanefndar Reykjahlíóar- skóla. Fræðslustjóri. Hótel KEA FÖSTUDAGSJASS TRÍÓ GUNNARS RINGSTED frá kl. 10-01. Laugardagskvöld Hin frábæra hljómsveit SAGA-KLASS ásamt Berglindi Björk og Reyni Guðmundssyni endurtaka stuðið frá síðustu helgi. / HELGARTILBOÐ \ Einiberjagrafinn lax með piparrótarsósu Nauta- og grísamedalíur „Biack & White“ Perufrauðterta Verð aðcins kr. 2.600,- Borðapantanir í síma 462 2200 Jj J Notum ljós íauknummæli j - í ryki, regni, | þoku og sól. 0UJJEROAR Horfðu glaður um öxl Fyrir fimmtíu árum öðlaðist Ólafs- fjörður kaupstaðarréttindi. Aðstæð- ur þá voru þær, að íbúum byggðar- innar þótti að framtíð hennar riði á því, að hún öðlaðist það sjálfstæði, sem unnt væri, til þess að þeir gætu sinnt hagsmunamálum henn- ar svo sem þörf var á þeim tíma og um framtíð. Af svipuðum toga má segja að sé skýringin, sem gefin er í leikrit- inu Horfðu glaður um öxl, á því, hvers vegna landnámsmaðurinn Ólafur bekkur settist að í einangr- uninni í Ólafsfirði. Hann var að leita sjálfstæðis; aðstæðna til þess að sjá sér og sínum farborða og frelsis til þess að vinna að hags- munamálum sínum án þess að þurfa að leita til annarra sem milli- liða. Leikritið var frumsýnt laugar- daginn 8. júlí í Tjamarborg í Ólafs- firði. Það er eftir Guðmund Ólafs- son og er hann jafnframt leikstjóri. Allur talaður texti er eftir Guð- mund og einnig allir söngtextar nema einn, en hann er eftir Olgu Guðrúnu Ámadóttur. Hún hefur einnig samið tvö lög, sem sungin eru í sýningunni, en Tómas R. Ein- arsson eitt. Önnur lög em eftir aðra höfunda og em af ýmsum toga. Taiaður texti er vel saman settur og fer lipurlega í munni flytjenda. Hann er gjaman vel kíminn og víða leitað fanga í því efni jafnt fortíðar sem til samtímans. Sú flétta er vel bmgðin og ber með sér giöggt auga höfundar fyrir því, sem skoplegt er, og ekki síður næma tilfinningu fyrir þeirri sögu, sem sögð er. Eins er með söngtexta Guðmundar og Olgu Guðrúnar. Þeir eru gjaman kryddaðir hóflegu gamni og falla vel að lögunum, sem flutt em. Verkið hefst á óð til Ólafsfjarð- ar, eða upphafssöng. Hann, eins og önnur sungin atriði, var lipurlega fluttur við undirleik lítillar hljóm- LEIKUST HAUKUR ÁGÚSTSSON SKRIFAR sveitar, sem skipuð er Magnúsi Ól- afssyni, Gunnlaugi Helgasyni og Jóni Ámasyni. Hljómsveitin lék spaklega og gætti þess í hvívetna, að skyggja hvergi á það, sem fram fór á sviðinu. Fyrsta leikna atriðið er gaman- söm uppsetning á komu Ólafs bekks til Ólafsfjarðar á öldum áð- ur. Þar er dregið fram margt kími- legt, svo sem í skýringunni á við- umefni Ólafs og á nafni bæjar hans Kvíabekk. Síðan rekur hvert atrið- ið úr sögu byggðarinnar annað, en þau em tengd saman með stuttu spjalli vinkvenna, sem eru að drekka saman kaffi. Fram koma at- riði um fyrstu fasta búsetu í Horn- inu, þar sem kaupstaðurinn stend- ur, vertíðarferðir vinnufærra karl- manna, þegar ekki var vinnu að fá heima fyrir, saumaklúbba, hafnar- málin, samgöngur, síldarárin og margt fleira og öllu gerð skil með léttum og líflegum hætti. Afar víða er tekið á málum á gamansaman hátt og var greinilegt á fmmsýn- ingunni í Tjamarborg, að áheyr- endur kunnu vel að meta verkið. Flytjendur stóðu sig með prýði og bar þar tæpast skugga á. Nokk- urs stirðleika gætti reyndar hjá ein- staka manni, en það var ekki meira en svo til vansa. Greinilegt er, að á Ólafsfirði er margt góðra leikara, sem lætur það vel að koma fram í gamansömum hlutverkum. Fas þeirra er almennt óþvingað og hreyfingar jafnan góðar. Framsögn skýr og skemmtilega norðlensk hjá flestum og greinilega mikil leik- gleði ríkjandi. Leikstjóri hefur unnið gott verk í uppsetningu þessa verks síns og sýnilega náð miklu út úr leikarahóp sínum. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, sótti þessa frumsýn- ingu, en hún var gestur Ólafsfirð- inga á þessum hátíðisdegi. Þegar hún fór upp á svið til þess að þakka leikurum fyrir sýninguna, mátti heyra hana segja álengdar eitthvað á þá leið, að oft hefði hún skemmt sér vel í leikhúsi, en sjald- an betur en á þessari sýningu í Tjarnarborg. Það er full ástæða til þess að taka undir orð forsetans. Áætlaðar eru tvær sýningar enn á verkinu og má víst telja, að enginn, hvort heldur Ólafsfírðingur eða utanbyggðarmaður, ætti að verða svikinn af þessari sýningu. Hún er fróðleg og ekki síður hin besta skemmtun. MINNIN6 Svanlaugur Júlíus Jónsson Fæddur 18. ágúst 1937 - Dáinn 9. júlí 1995 Svanlaugur var fæddur í Syðsta-Samtúni í Kræklingahlíð 18. ágúst 1937. Foreldrar hans eru Jón Magnússon, f. 24. nóv- ember 1901 - d. 1974 og Hrefna Svanlaugsdóttir, f. 7. desember 1912. Svanlaugur átti sex börn: Hrefnu f. 1958, Garðar f. 1959, HöIIu f. 1960 og Margréti f. 1963. Einnig átti hann Omar f. 1961 og Þormóð f. 1963 - d. 1969. Það var hringt í mig á sunnu- dagsmorguninn frá sjúkrahúsinu og mér sagt að Svanlaugur væri þar hjá þeim og spurt hvort við gætum komið. Á leiðinni upp á sjúkrahús spennti ég greipar og bað að allt yrði í lagi. „Jú, jú, hann hefur þetta örugglega af,“ hugsaði ég. Þessi ósk rættist ekki, eins og svo margar óskir sem við berum fram í þessu lífi, ekki síst þegar um lífið sjálft er að tefla. Það er erfitt að trúa því að Svanlaugur sé farinn, dáinn, og við sjáum hann aldrei meir. Við eigum ekki eftir að hitta hann og horfa framan í glettna andlitið. Hann var mikið eldri en ég, hafði verið mikill vinur pabba í gamla daga. Nú eru þeir báðir komnir á þann stað sem leið okkar alira liggur. Samskipti okkar voru þvf oft á þeim nótum, í fornum vinskap á iéttu nótunum. En sterkasta minningin um Svanlaug er þrenningin, mamma hans, Steini frændi og Svanlaugur, sitjandi við eldhúsborðið, fyrst í Grænugötu og síðan upp í Víði- lundi, að spila rommý. Það sem þau gátu enst við spilamennskuna og það sem þau gátu hlegið enda- laust. Nú spilar þú Svanlaugur minn á æðri stöðum. Vonandi hef- ur þú jafn skemmtilega spilafélaga á nýja staðnum. Margs er að minnast margs er hér að þakka, Guði sé loffyrir liðna tíð. Margs er að minnast margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, haf þú þökk fyrir allt og allt. Hanna mágkona. Þuríður Jóna Magnúsdóttir var fædd í Sæbakka á Upsaströnd 2. september 1906. Hún lést 5. júlí sl. á Dalbæ Dalvík. Foreldar hennar voru hjónin Sigríður Gunnarsdóttir og Magnús Jónsson. Arið 1932 giftist hún Hans Herluf Hansen, f. 18. júlí 1901 - d. 4. maí 1936. Dætur þeirra hjóna: Matthildur Hansen, f. 24. júní 1932 - d. 25. mars 1933, Hildur Hansen og Þóranna Hansen. Sambýlismaður Þuríðar frá 1947 var Haraldur Zophonías- son, kunnur hagyrðingur, sem nú er látinn. Um sólbjartan dag þann 5. júlí s.l. Iagði amma af stað í sína hinstu för, tilbúin til fararinnar. Að eiga ömmu og afa til að geta leitað til eru mikil forréttindi og þeirra réttinda nutum við í ríkum mæli, því nánast á hverjum degi í mörg ár og stundum oft á dag komum við á heimili þeirra. Eftir að við eignuðumst okkar eigin fjölskyldur var það fastur liður að fara í heimsókn til ömmu og afa. Á móti manni streymdi hlýja, gleði og ánægja yfir að hitt- ast. Allt var á borð borið sem til var og rifjað upp það sem á daga hafði drifið frá því við hittumst síðast. Þegar kom að því að kveðja hljómaði lokasetning „er ekki eitthvað sem ég get gefið ykkur?" Þannig var amma. Heimsóknirnar verða ekki fleiri að sinni, komið er að kveðjustund. Óendanlegt þakklæti fyrir það sem þú gerðir fyrir okkur og lang- ömmubörnin þín fjögur. Far þú ífriði friður Guðs þig hlessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hildur og Tóta.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.