Dagur - 13.07.1995, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 13. júlí 1995
í ÞRÓTTI R
SÆVAR HREIÐARSSON
Fram
Framarar höfðu yfirhöndina allan
Ieikinn gegn ungliðum Þórs í 8 liða
úrslitum Mjólkurbikarkeppni KSÍ í
gærkvöldi. Framarar fengu
fjöldann allan af færum, meðal
annars fjögur skot í ramman, en
mark með skalla á 69. mínútu
reyndist sigurmarkið þegar upp var
staðið. Þórsliðið barðist vel en átti
við ofurefli að etja.
„Þetta var rosalega erfitt. Þeir eru
með svo mikla leikreynslu en við svo
litla. Mér fannst vió spila ágætlega og
okkur tókst ágætlega aó verjast. Vió
vorum kannski ekki aó spila mjög
skemmtilegan bolta en það þýöir lítið
að hugsa um þaó í svona leik. Málió
var aó verjast af krafti og reyna svo
aó nýta skyndisóknimar," sagói Birg-
ir Þór Karlsson, annar tveggja eldri
leikmanna Þórs í gærkvöldi. Birgir
lék ekki meö Þór gegn KR í fyrra-
kvöld vegna veikinda en lét sig hafa
þaó í gær.
Fram sýndi alls enga fyrstudeild-
artakta í leiknum í gær. Þeir voru þó
mun meira með boltann og á stundum
geróu þeir haróa hríð að marki Þórs.
Strax á 16. mínútu fékk Atli Einars-
son dauðafæri þegar hann skallaði í
stöng af markteig. Fimmtán mínútum
síóar átti Agúst Olafsson tvo skalla í
stöng Þórsmarksins í sömu sókninni.
Átti liða úrslit Mjólkurbikarsins:
sló ungliða Þórs út
- fékk fjölda færa, nýtti aðeins eitt
Undir lok hálfleiksins slökuóu Fram-
arar á og hleyptu norðanstrákum að-
eins inn í leikinn. Birgir Þór átti síðan
ágætt skot utan af velli rétt fyrir lék-
hlé en það fór framhjá. Þórsrar máttu
þakka fyrir að halda jöfnu í hálfleikn-
um.
Síðari hálfleikurinn var í raun
spegilmynd af þeim fyrri. Fram sótti
og Þór varóist. Brynjar Davíðsson,
markvöróur Þórs, varði glæsilega
aukaspymu frá Josep Dulic á 52. mín-
útu en stuttu síðar varói Birkir vel
hinum megin þegar Kristján Ömólfs-
son komst einn í gegn og skaut að-
þrengdur á markió.
Sigurmark leiksins kom á 69. mín-
útu en þá sendi Hólmsteinn Jónasson
háan bolta inn í teig og þar skallaði
Þorbjöm Atli Sveinsson í markió af
stuttu færi. Eftir það fengu Framarar
nokkur ágæt færi og Þórsarar eitt al-
veg kjörið. Meira var ekki skorað og
sanngjam sigur Fram í höfn. Þórsarar
geta í raun vel við unað og mega vera
ánægðir með frammistöðuna.
Lið Mrs: Brynjar Davíðsson, Brynjar Ótt-
arsson, Birgir Þór Karlsson, Sigurður Hjartar-
son, Guðmundur Hákonarson (Orri Stefáns-
son á 20. mín.), Amar Bill Gunnarsson,
Kristján Ömólfsson, Heiðmar Felixson, Ör-
lygur Þór Helgason, Sigurður Pálsson (Jakob
Gunnlaugsson á 87. mín.) og Elmar Eiríks-
son.
Kristján Örnólfsson og fclagar hans í Þór börðust hctjulcga gegn Frömur-
um en urðu að lúta í gras og Þórsarar þar með úr leik í bikarkeppnini.
Mynd: B.G.
■ Tottenham og Middlesbro-
ugh berjast um að fá skoska
tengiliðinn John Collins í sínar
raðir en hann hefur verið lykil-
maður í liði Celtic undanfarin
ár og fastamaóur í skoska
landsliðinu. Hann er metinn á
2,5 milljónir punda.
■ Ian Wright hefur skrifað
undir nýjan tveggja ára samn-
ing við Arsenal.
■ Talið er að Everton gangi frá
kaupum á miðverðinum Craig
Short frá Derby um helgina.
Derby vill ekki selja en Short
er með ákvæði í samningi sín-
um um að hann megi fara fyrir
2,65 milljónir punda og Ever-
ton bauð einu pundi betur.
■ Sheffield Wednesday falast
nú eftir Phil Gray, framherja
Sunderland, og Mark Pem-
bridge, tengilið Derby, auk
þess sem talió er líklegt að
Robbie líarle gangi til liðs vió
félagió frá Wimbledon.
■ Líklega yfirgefur Mark
Bright herbúðir Wednesday
síöar í þessari viku eftir að fé-
lagið tók 500.000 punda tilboói
West Ham í framherjann. QPR
hcfur einnig áhuga á að fá
hann í sínar raóir.
Ovíst hvort Þorvaldur Orlygsson fer til Birmingham:
„Allt í lausu lofti“
Eins og sagt var frá í Degi í gær
hefur Þorvaldur Örlygsson átt í
viðræðum við Birmingham City
undanfarna daga og var allt út-
iit fyrir að hann skrifaði undir
samning við fclagið. Nú virðist
þó útlitið ekki alveg jafn bjart
og óvíst hvort af sölu hans frá
Stoke til Birmingham verði.
sagði Þorvaldur í gærdag
„Þetta hangir allt í iausu lofti. án þcss að nokkuð væri ákveðió í
þessu máli. Þctta er því miður
ekki í fyrsta sinn sem svona ger-
ist í sumar,“ sagói Þorvaldur Ör-
lygsson í samtali viö Dag í gær.
Það eru komnir einhverjir hnútar
í þetta og það gæti allt eins verið
aó þetta dæmi sé úr sögunni. Það
er búið aó vera allt á fullu héma
þannig að ég á voðalega erfítt
mcð að segja eitt einasta oró. Það
sem sennilega hefur skemmt fyrir
er að það lak mikið til fjölmióla
Þorvaldur sagðist vonast til að
þessi mál leystust sem fyrst og
hann gæti byrjaó með nýju félagi.
Knattspyrna:
Eyjolfur Sverrisson
æfir með Sunderiand
Knattspyrna:
KA og Skallagrím-
ur mætast í kvöld
- Völsungur og Dalvík á Húsavík
Knattspyrnumaðurinn Eyjólfur
Sverrisson frá Sauðárkróki æfir
þessa dagana með enska 1.
deildarfélaginu Sunderland.
Eyjólfur hefur hug á að komast
að hjá ensku félagi og Sunder-
land er eitt þeirra sem sýnt hef-
ur áhuga á að fá hann í sínar
raðir.
Ljóst er að Eyjólfur leikur ekki
áfram meó Besiktas í Tyrklandi,
Hamar
félagsheimili Þórs:
Líkamsrækt og tækjasalur
Ljósabekkir
Vatnsgufubað
Nuddpottur
Salir til leigu
Beinar útsendingar
Getraunaþjónusta
Hamar
sími 461 2080
þar sem hann lék síðasta vetur, né
með Stuttgart, sem hefur sölurétt á
kappanum. Eyjólfur sagði í sam-
tali við Dag fyrir skömmu að hann
hefði áhuga á að reyna sig í Eng-
landi og hefur að undanförnu ver-
ið í viðræðum við þarlend félög.
Hann er nú að sýna forráðamönn-
um Sunderland hvers hann er
megnugur en þar er Peter Reid,
fyrrum leikmaður Everton, við
stjórnvölinn.
Það verður mikið um að vera á
knattspyrnuvöllum landsins í
kvöld. Leikið verður í 2., 3. og 4.
deild karla og 1. deild kvenna og
verða lið af Norðurlandi í sviðs-
Ijósinu. Á Akureyrarvelli mæt-
ast KA og Skallagrímur í 2.
deild og á Húsavík verður stór-
leikur í 3. deildinni þegar Völs-
ungur og Dalvík mætast í topps-
lag. í 1. deild kvenna leikur IBA
í Eyjum gegn ÍBV og í 4. deild
karla mætast Hvöt og SM á
Blönduósi.
KA lék gegn HK um síðustu
helgi og var heppið að sleppa með
þrjú stig frá þeim leik eftir 2:1
sigur. Róóurinn gegn Skallagrím
verður ekki síður crfíður fyrir lið-
ið og margt sem þarf að bæta. „Eg
ætla rétt að vona að við verðum
skárri heldur en í síðasta leik. Við
verðum að fara að Koma boltanum
í netið reglulega,“ sagði Halldór
Kristinsson, vamarmaöurinn
sterki í liði KA, sem skoraði fyrra
mark liðsins gegn HK.
Dean Martin, enski kantmaóur-
inn í liði KA, er í leikbanni í
kvöld og það gæti reynst KA-
mönnum erfítt að fylla hans skarð.
„Við stefnum á að vinna þennan
Icik eins og aðra en við veróum aó
horfa á það að við erum búnir að
missa okkar skæðasta mann í leik-
bann. Martin hefur verið okkar
helsti sóknarmaður þannig aö það
verður eflaust á brattan aó sækja,“
sagði Halldór. Skallagrímur er
með sterkt lið og er í toppbaráttu.
Nokkrir leikmenn liðsins eru upp-
aldir í yngri flokkum IA og kunna
ýmislegt fyrir sér auk þess sem
aftasti maður varnarinnar er snjall
Brasilíumaður, Antonio Carlos
Pazzitto Zolano Junior.
Fleiri menn vantar í KA-liðið
því Steingrímur Birgisson er
meiddur og sömu sögu er að segja
af Höskuldi Þórhallssyni, sem
ekkert hefur getað æft aó undan-
förnu.
Á Húsavík má búast við bar-
áttuleik þegar Völsungar fá Dal-
víkinga í heimsókn. Völsungar eru
á toppi deildarinnar en Dalvíking-
ar eru enn taplausir og í þriðja
sæti. Það veróur því væntanlega
ekki gefíö þumlung eftir á Húsa-
víkurvelli.
Það mun mæða mikið á Þorvaldi „Travolta" Sigbjörnssyni í framlínu KA í
kvöld.
Akureyrarmótið í golfi hafiö
I gær hófu allir hclstu kylfingar Akureyrar keppni í Meistaramóti Golf-
klúbbs Akureyrar 1995. Mótið stendur fram á laugardag og má búast við
skcmmtilegri keppni enda mikið úrval af góðum kylfingum í bænum. Rúm-
lega 100 keppcndur eru skráðir til leiks og hófu þcir fyrstu að slá kúluna
upp úr hádcgi í gær en mönnum var frjálst að velja sér leiktíma í gær og svo
er einnig í dag. A morgun og á laugardag verður raðað eftir árangri og þá
ættu línur að vera farnar að skýrast. Rjómablíða var fyrsta keppnisdaginn
og vonandi að kylfíngar hafi veðurguðina hliðholla sér næstu daga. Mynd: B.G.