Dagur - 22.07.1995, Blaðsíða 3
FRETTIR
Laugardagur 22. júlí 1995 - DAGUR - 3
Akureyri:
Verslunareigendur í miðbænum vilja
leyfa umferð um göngugötuna
Arnór Karlsson, eigandi blóma- Ágústsson, áhugamaður um
búðarinnar Laufáss, Vilhelm betri miðbæ og Flosi Jónsson,
Jakob Björnsson bæjarstjóri, Vilhelm Ágústsson áhugamaöur um betri
miöbæ og Flosi Jónsson gullsmiður skoða teikningu af miöbænum meö til-
lögum hagsmunaaöilanna. Mynd: BG
gullsmiður, afhentu Jakobi
Björnssyni, bæjarstjóra á Akur-
eyri, bréf og undirskriftalista í
gærmorgun, fyrir hönd 29 versl-
unareigenda og hagsmunaaðila
í miðbænum, þar sem þess er
farið á leit að umferð verði aft-
ur hleypt á göngugötuna og ná-
grenni.
í bréfinu er farið fram á að
gerð verði tilraun með að leyfa
akstur bifreiða um göngugötuna
og lagt til að komið verði upp
lokunarbúnaði svipuðum og er í
Austurstræti í Reykjavík svo
hægt væri að stýra umferð og
loka götunni við ákveðin tilefni.
Ástæður fyrir þessari tillögu
segja bréfritarar vera þær að
verslanir við göngugötuna hafi
liðið fyrir það hve viðskiptavin-
um er gert erfitt að nálgast þær;
bílastæði séu langt frá og oftast
Hér aö ofan sést hvernig bréfritarar hugsa sér aö haga mætti akstursfyrirkomulagi í miöbænum. Brotna línan og
og örvarnar sýna akstursstefnu. .
upptekin af starfsfólki miðbæjar-
ins. Við afhendinguna sagðist
Vilhelm hafa af því þungar
áhyggjur að miðbærinn væri
deyjandi, og lífið hefði færst í út-
hverfi bæjarins.
Arnór afhenti bæjarstjóra bréf-
ið ásamt fylgiskjölum og sagðist
vonast eftir skjótum viðbrögðum,
því tvímælalaust mætti segja að
fjöldi verslana í miðbænum liði
fyrir það hversu erfitt væri að
komast að þeim. Hann tók undir
með Vilhelm, og sagði að grípa
þyrfti til aðgerða til að bjarga
miðbænum, þar lægju verðmæti
sem vegna núverandi ástands
væru einskis virði, og benti máli
sínu til stuðnings á Krónuna, en
ásókn í verslunarhúsnæði þar hef-
ur verið lítil.
Með undirskriftalistunum
fylgdi úttekt á reynslu hagsmuna-
aðila í Reykjavík sem birtist í
Viðskiptablaðinu í byrjun júlí, en
þar er sagt að miðborginni hafi
hnignað um tíma, en hún sé nú á
uppleið á ný eftir að aftur var
leyfð umferð um Austurstræti. í
greininni segir að ýmsir telji að
vandræði miðborgarinnar hafi
byrjað um leið og farið var að
gera tilraunir með að loka göt-
unni fyrir bílaumferð og telur
Vilhelm að þetta megi heimfæra
upp á miðbæ Akureyrar.
Jakob tók vel í erindið, og
sagðist hafa orðið var við að
ástand verslunar f miðbænum
væri ekki nógu gott, og ef til vill
hefði verið gengið of langt þegar
miðbænum var með öllu lokað
fyrir umferð. Hann sagði að þótt
göngugötur sem þessar tíðkuðust
í bæjum og stórborgum um víða
veröld þyrftu þau norm ekki að
gilda hér, þar sem veðrátta og að-
stæður alíar væru aðrar. Hann
sagðist vel skilja áhyggjur bréfrit-
ara og erindið yrði tekið til um-
fjöllunar í bæjarráði von bráðar.
shv
Snjógöng á
Eyjafjarðardal
Eins og fram hefur komið í Degi
var vegurinn um Eyjafjarðardal
inn á hálendið opnaður í vikunni.
Að vanda þurftu vegagerðarmenn
að moka nokkra skafla af veginum
en auk þess hafði vegurinn
skemmst talsvert í leysingum í
vor. Á myndinni hér að ofan má
sjá snjógöng við Bröttuhlíð, innar-
lega á dalnum. Óhætt er að segja
að það verði farið að líða fram
undir haust þegar þessi snjór verð-
urfarinn. JÓH
Orlofshúsabyggðin við Kjarnaskóg:
Fyrsta húsið sett
niður í gær
f gær var sett niður fyrsta húsið
í nýju orlofshúsahverfi við
Kjarnaskóg, sunnan Akureyrar,
en í þessum fyrsta áfanga orlofs-
húsabyggðarinnar verða sett
niður tíu hús.
Hér er veriö aö flytja fyrsta orlofshúsiö frá Akureyri inn á nýja orlofshúsa-
svæöiö viö Kjarnaskóg. Mynd: BG
Sveinn Heiðar Jónsson, einn
Úrbótamanna, sem standa að upp-
byggingu orlofshúsahverfisins,
segir að þetta fyrsta hús, sem
verður við Götu Norðurljósanna,
sé í eigu starfsmannafélags Seðla-
bankans, en búið er að ganga frá
sölu á þrem húsum. Hin tvö eiga
starfsmannafélag Garðabæjar og
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. I
farvatninu eru samningar um sölu
fleiri húsa.
Húsin í þessum fyrsta áfanga
orlofshúsabyggðarinnar eru ann-
ars vegar smíðuð á Akureyri og
hins vegar á Sauðárkróki. Sveinn
Heiðar segir að húsin verði sett
niður hvert á fætur öðru á næstu
vikum. Eftir að búið er að koma
húsunum fyrir ofan á steyptar súl-
ur, tekur við smíði palla við þau,
tenging hitaveitu, skolplagna og
fleira. Sveinn Heiðar sagðist
vænta þess að eigendur þessara
fyrstu húsa geti gist í þeim upp úr
miðjum ágúst. óþh