Dagur - 22.07.1995, Side 9
«—» I I r> ^
Laugardagur 22. júlí 1995 - DAGUR - 9
í gær hófst í Deiglunni sýning á
verkum Janie Darovskikh, banda-
rískrar listakonu, sem dvalið hefur
í gestavinnustofu Gilfélagsins hér
í bæ sl. þrjá mánuði. Janie er eins
og áður segir bandarísk og gift
rússneskum manni eins og eftir-
nafn hennar bendir til. Hún hefur
ferðast víða og þá einkum um
austasta hluta Asíu.
Blaðamaður og ljósmyndari
Dags hittu Janie á dögunum á
vinnustofu hennar, þar sem hún
var önnum kafin við að leggja
hönd á verk sín fyrir sýninguna.
„Ég er fædd í litlum bæ í New
York fylki sem heitir Skaneateles
en fluttist síðan til New York
borgar þar sem ég fór í ríkishá-
skólann og nam skúlptúr. Ég hef
alltaf fengist við skúlptúr þar sem
móðir mín var tréskurðarkona, afi
minn tréskurðarmaður o.s.frv.
þannig að við vorum alltaf að búa
til allskonar hluti. Ég gæti trúað
að ég hafi verið svona fimm ára
þegar ég fór fyrst að fást við
skúlptúr og þá bjó ég eitthvað til í
sandinum eða lék mér með leirinn
sem ég hafði alltaf mest gaman af.
Þegar maður vinnur með leir hef-
ur maður mjög frjálsar hendur en
vinni maður t.d. með steina þá er
það efnið sjálft, þ.e.a.s. steinninn
sem ræður að hluta til ferðinni.
Þegar ég hóf námið í New York
voru flestar stofnanir á því að fíg-
úratívur skúlptúr væri að falia úr
tísku en mér finnst hinsvegar að
hann sé sífellt að sækja í sig veðr-
ið. Þegar ég hafði lokið náminu í
New York fékk ég styrk til að
vinna í Finnlandi til að læra hina
sígildu aðferð við að gera mynda-
styttur, hvernig gera á beinagrind-
ina í upphafi. Fyrir mér er lögunin
eða formið það flóknasta við gerð
skúlptúrs, þegar maður skilur
hugsunina sem liggur á bakvið
hefur maður fyrst eitthvað til að
byggja á.
Eftir dvölina í Finnlandi fluttist
ég svo til Eistlands en þar er mikil
og gömul hefð fyrir myndastytt-
um. í Eistlandi búa þeir yfir mik-
illi þekkingu á því hvernig á að
búa til stórar og voldugar mynda-
styttur; eiga mjög auðvelt með að
stækka margfalt minni módel og
þessa tækni hafa kennarar mínir
tileinkað sér.
Hættan við að vinna með leir er
sú að það er svo notalegt að vinna
með hann, maður fer að leika sér
með hann og þá fara hlutimir úr
böndunum. Maður er kannski
komin með eitthvert form sem
manni líkar við en langar að halda
aðeins lengur áfram og þá getur
allt eyðilagst. Allir sem fá leir í
hendurnar byrja að leika sér með
hann, og búa eitthvað til, en oft er
ekkert eftir á endanum.
Eftir fall kommúnismans 1992
voru margar af styttunum sem
gerðar höfðu verið af stjórnmála-
leiðtogum eyðilagðar.
Ég dvaldist í Tallin og þó svo
að við hefðum hvorki haft heitt
vatn né hita þá er borgin hreint
ótrúlega mikil listamiðstöð, ekki
ósvipað fslandi sem á sennilega
fleiri listamenn miðað við höfða-
tölu en önnur lönd, ef Eistland er
frátalið. Það er ótrúlegt hversu
margir listamenn eru hér í bæn-
um; leiklistarfólk, söngvarar og
fólk sem hefur lífsviðurværi sitt af
listum, það er yndislegt.
Þegar ég hafði verið í Austur-
Evrópu um hríð fluttist ég aftur
heim til Bandaríkjanna en var þó
sífellt á ferðinni til og frá Evrópu.
Ég held alltaf áfram að fara til
Norðurlandanna því ég elska
goðafræðina, sérstaklega hér á ís-
landi. Ég kom fyrst til íslands í
janúar 1986, þá millilentum við í
Keflavík. Það var hávetur og ég
fór í útisund í Reykjavík. Stjörn-
urnar skinu á himninum, og á alla
sem voru í lauginni. Landslagið
var stórkostlegt, ég hafði aldrei
séð nokkuð þessu líkt þó svo að
ég hafi aðeins dvalist hér í tvo sól-
arhringa í það skiptið."
- Heldurðu að þessi stutta dvöl
hafi verið kveikjan að því að þú
komst hingað nú?
„Að hluta til, ég fór að lesa
goðafræði og hitti fólk frá íslandi
heima. Þau voru meira að segja
frá Akureyri, Kiddi og Sólveig.
Ég hitti þau fyrir algjöra tilviljun í
teiti hjá nokkrum Svíum en þeir
eru sífellt að halda uppá eithvað;
1. maí, miðsumar, o.s.frv.,
Upphaflega hafði ég hugsað
mér að leigja kofa uppi á fjöllum
en þau sögðu mér að koma til Ak-
ureyrar, því það væri staðurinn
sem myndi henta mér. Ég sagði að
ég skyldi hugsa málið en svo fór
að ég endaði hér, fyrir tilstilli
þeirra.
Það sem mér líkar best við að
vera hérna er að þetta er mikill
mennigarbær og það spillir ekki
fyrir að eftir aðeins fárra mínútna
gang er maður kominn út í hina
hreinu náttúru. Hér úti í náttúrunni
eru engin bannskilti svo að náttúr-
an er mjög aðgengileg.“
- Hvað finnst þér um þá að-
stöðu sem komið hefur verið upp
hér í bænum fyrir listafólk?
„Mér finnst hún yndisleg. Allir
í Deiglunni, Myndlistaskólanum
og hér í kring hafa verið mjög
hjálpsamir. Ef mig vantar eitthvað
er alltaf einhver reiðubúinn að
veita mér aðstoð. Staðsetningin á
vinnustofunni er líka mjög góð, ég
er mjög miðsvæðis en samt út af
fyrir mig. Mikill fjöldi fólks hefur
lagt leið sína til mín og beðið um
að fá að skoða vinnustofuna, fólk
frá Þýskalandi og líka fólk frá ís-
landi. Nokkrir hafa meira að segja
sýnt þessu svo mikinn áhuga að
þeir vilja ólmir sækja um að fá
inni.
í Aubum, þar sem ég hef fastan
samastað, var nýlega keypt risastór
bygging sem kallast Phoenix bygg-
ingin. Eigendur hússins em að
breyta því í vinnustofur fyrir lista-
menn og þeir höfðu samband við
mig og sögðust hafa áhuga á að
koma á fót einhverskonar lista-
mannaskiptum milli Aubum og
Akureyrar. Þetta er þó bara hug-
mynd sem stendur en þeir keyptu
bygginguna og hafa þegar innréttað
eina vinnustofu og ennfremur vilja
þeir að ég gefí ég þeim góð ráð
þegar ég kem aftur heim, þannig að
eitthvað gæti komið útúr þessu, en
hvenær veit ég ekki með vissu. Þó
gætu línur farið að skýrast eftir ár
eða svo. Hugmyndin með t.d.
Fullbright er auðvitað sú að auka
skilning manna á hinu alþjóðlega
þjóðfélagi sem og að koma upp
nánari tengslum milli landa.“
- Hefur þú getað lifað af list-
inni einni saman?
„Ég hef alltaf þurft að standa í
strögli til að geta það en fyrr á ár-
inu fékk ég inni í galleríi í Nýju-
Mexíkó og það hefur hjálpað
mjög mikið.“
- Hefurðu eitthvað reynt að
spreyta þig á íslenskunni?
„Ég skil orðið pínulítið en sum
orðin eru mjög erfið, þrír mánuðir
til að læra íslensku er mjög stuttur
tími. Ég held þó að það sé ekki
svo erfitt að læra íslensku ef mað-
ur virkilega ætlar sér það. Ég er
staðráðin í því að verða mér úti
um spólur á íslensku þegar ég
kem aftur heim því mig langar að
koma aftur og þá getum við talað
saman á íslensku.“
- Hvernig hefur þér fundist að
vinna hér samanborið við önnur
lönd?
„Ef ég met það út frá þægind-
um er allt sem maður þarfnast hér.
í Eistlandi þurftum við t.d. að hita
vatn til að þvo okkur og maturinn
var af skornum skammti. Mér
finnst flestir vera mjög hreinskiln-
Vorum að taka upp nýjar
gerðir af handsturtum,
börkum og veggslám.
20% kynningar-
afsláttur.
Nú er tækifæri til að
lagfæra í baðherberginu.
mm fagmann.
Draupnisgötu 2 • Akureyri
Sími 4622360
ir og blátt áfram. Skapgerðin er
ekki ósvipuð Iandslaginu; svolítið
hæðótt. Éf fólk er í góðu skapi
spjallar það mikið, en sé það í
slæmu skapi er það mikið út af
fyrir sig sjálft og lætur ekkert uppi
nema það sé gjörsamlega dregið
upp úr þvf.
Það er samt ekki galli, heldur
einfaldlega íslenskt."
- Margir utanaðkomandi segja
að íslendingar séu mjög lokaðir
hvað finnst þér um það?
„Flestir sem ég hef talað við
eru mjög heillaðir af íslandi og ís-
lendingum, en jafnframt þykir því
íslendingar vera svona léttgeggj-
aðir og lifa fyrir að taka áhættur.
íslendingar gera mikið af því að
framkvæma hlutina strax og fást
við afleiðingarnar seinna.“
- Hvernig líst þér svo á að fara
að sýna hér?
„Mjög vel, ég er mjög spennt.
Ég hef unnið mikið þann tíma sem
ég hef dvalist hér og nú er tími til
kominn að sýna afraksturinn.“
- Hvernig myndir þú lýsa verk-
um þínum?
„Ég legg mesta áherslu á
mannslíkamann sem sýnilega
mynd mannsandans. Ég hef unnið
mest út frá goðafræðinni og einnig
hefur umhverfið mjög mikil áhrif
á verkin hverju sinni. Fólk verður
bara að koma og sjá með eigin
augurn."
Á sýningunni verða um 9 verk
eftir Janie og hún stendur yfir
dagana 21. til 28. júlí í Deiglunni
eins og áður sagði. GH
' HÓTEL
^HARPA
Kajfíveitingar
í fögru umhverfi
í Kjarnaskógi
miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 14-17.
HÓTEL HARPA
KJARNALUNDI
<rj
D
(I
n
*
*
n
i
*
*
i
*
*
*
*
í
*
*
*
*
*
n
*
*
n
*
*
*
0
n
1«
H dtíðisdagar
fiestafólks
á Melgerðismelum
29.-30. júlí
K eppnisgreinar:
\ - B flokkur gæðinga - Unglingaflokkur - Barnaflokkur.
Tölt A- B - Unglingaflokkur- Barnaflokkur.
Skráning fer fram í Hestasporti frá mánudeginum 24.
júlí til og með fimmtudagsins 27. júlí.
Skráningargjald kr. 500 hvergrein.
Skráning í kappreiðar á staðnum.
1
s