Dagur - 22.07.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 22.07.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 22. júlí 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SIMI: 462 4222 • SÍMFAX: 462 7639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285), SÆVAR HREIÐARSSON.(íþróttir), LJÓSMYNDARI: BJÖRN GISUSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMAStMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. 50 ára afmæli Raufarhafnar Um þessa helgi fagna Raufarhafnarbúar því að 50 ár eru liðin frá því að Raufarhafnarhreppur varð sjálfstætt sveitarfélag, en formlega gerðist það 1. janúar 1945. Áður tilheyrði Raufarhafnarhreppur Presthólahreppi. Að vonum verður mikið um vera á Raufarhöfn um helgina og víst er að margir brottfluttir Raufarhafnar- búar fjölmenna á fornar slóðir til þess að taka þátt í gleðinni með heimamönnum. Hátíðarhöldin hófust reyndar í gær þegar Raufarhafnarbúar tóku á móti Hólmvíkingum, en þeir fjölmenna til Raufarhafnar um helgina og endurgjalda þannig heimsókn Raufarhafn- arbúa til Hólmavíkur fyrir nokkrum árum þegar haldið var þar upp á byggðaafmæli. í dag er svo hápunktur hátíðarhaldanna þegar forseti íslands sækir Raufar- hafnarbúa heim. Fyrirtæki á staðnum bjóða til ósvik- innar sjávarréttaveislu, sýndur verður fyrri hluti kvik- myndar sem gerð hefur verið af þessu tilefni, tónlistin verður á sínum stað svo og leiklistin. Að undanförnu hefur að vonum verið mikill undir- búningur á Raufarhöfn fyrir byggðaafmælið. Þetta rót- gróna sjávarpláss á austanverðri Melrakkasléttu er komið í hátíðarskrúða, enda tilefnið stórt. Það er mikils virði fyrir íbúana að fagna stórum tímamótum, gefa sér tíma til að líta upp frá erli dagsins og gera sér glaðan dag, brjóta upp venjubundinn takt hversdagsins. Það eykur samkenndina, lyftir fólki upp. Hin dreifðu byggð- arlög eru fólkið sem í þeim búa, kraftur þess og dugn- aður. íbúar Raufarhafnar, þótt þeir séu ekki mjög margir, leggja drjúgan skildinginn til þjóðarbúsins með sínum öfluga sjávarútvegi. Svo hefur verið í fimmtíu ár og verður enn um ókomin ár. Sem betur fer er það svo að enn er til það fólk í þessu landi sem vill búa norður á Melrakkasléttu, eins langt frá henni Reykjavík og hægt er að hugsa sér. Það hefur sinn sjarma að búa í höfuðborginni en það hefur ekkert síður sinn sjarma að búa á Raufarhöfn. Þess vegna hefur þetta fimmtíu ára afmælisbarn þroskast og eflst sem raun ber vitni. Á þessum tímamótum sendir Dagur Raufarhafnar- búum bestu heillaóskir. I UPPAHALPI a Um helgina verður haldið upp áfimmtíu ára afmæli Raufarhafnar með pomp ogpragt, og hcfur verið miiáð að gera hjá sveitar- stjóranum, Gunnlaugi A. Júlíussyni, við undirhúninginn, en hann er í uppáhaldi t dag. Gunn- laugur er Vestfírðingur að uppruna. frá Rauðasandi sem er syðst og vest- ast á Vestfjörðum, milli Látrahjargs og Skorar. Ham er landhúnaðar- hagfrœðingur að mennt. nam á Hvanneyri, hélt síðan til Svíþjóðar tilframhaldsnáms og lauk íoks nám- inu í Danmörku þar sem hann tók doktorsgráðu. A námsárunum í Skundinavtu kymuist hann konu sinni, Sigrúnu Sveinsdóttur lyfja- frœðingi og eiga þau nú saman þrjú börn: Svein Friðrik 9 ára, Jóliann Reyni 6 ára og Maríu Hrönn 2 ára. A heimilinu er líka uppáhald dóttur- innar; Perlu-kisa. Að námi loknu fluttist Gunnlaugur heim til íslands og settist að í Reykjavík þar sem hann starfaði sem hagfrœðingur Stéttarsamhands bœnda. í nóvemher lá leiðin svo til Raufarhafnar þar sem hann tök við starfi sveitarstjóra. Gunnlaugur A. Júlíusson. Ert þú í einhverjum kiúbbi eða fé- lagasamtökum? Ég er í jeppaklúbbnum Ásuni á Raufar- Hvað horfir þú mest á í sjón varpi? Fréttir, veöur og íþróttir. Ég horfði líka á Taggart, en hann er nú hættur og ekkert getur komið (staðinn fyrir hann. Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu mestálil? Steingrími Sigfússyni. Hver erað þlnu matifegursli staður á íslandi? Það eru svo margir fallegir staðir á landinu að það er erfitt um að segja. Fjórir standa þó upp úr: Rauðisandur, Hornbjarg, Mývatn og svo hefur Mel- rakkasléttan komið mér mjög á óvart. Hvar vildirðu helst búa efþú þyrftir að flytja búferlum nú? Einhvers staðar á landsbyggðinni. Hvaða hlut eðafasteign langarþig mesttil að eignast um þessar mundir? Ég á nú eiginlega allt sem mig langar (. Ég þyrfti þó kannski að fá mér íslenska karlþjóðbúninginn og síöan langar mig í Pentax myndavél með panorama höfn, svo hef ég verið virkur í Sam- stöðu um óháð ísland. Ég hef iíka verið ( Útverði, samtökum um jafnrétti milli landshluta og svo erég í Alþýðubanda- möguleikum. Hvernig viltþú hclst verjafrístund■ um þínum? Hvaða maturer í mestu uppáhaldi hjá þér? Lambakjöt er í mestu uppáhaldi og fiskur eftir að ég flutti til Raufarhafnar. Uppáhaldsdrykkur? ískalt vatn. Hvaða heimilisstörffinnst þér skemmtilegust/leiðinlegust? Mér ftnnst skcmmtilegast að þvo upp, en almenn tiltekt er leiðinlegust. Stundar þú einliverja markvissa hreyfmgu eða líkamsrœkt? Það hefur nú minnkað eftir að ég kom hingað, en ég reyni nú að hlaupa úti og ganga öðru hvoru á fjöll. H vaða blöð og tímarit kaupir þú? Moggann, Dag og Víkurblaðið. Hvaða bók erá náttborðinu hjá þér? Það er nú engin á náttborðinu, ég hef engan tíma til að lesa á kvöldin, en sú sem ég gluggaði síðast í var Vegahand- bókin. Hvaða tónlistarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? Það er sænskur maður sem heitir Björn Afseliu/. Hann leikur nokkurs konar þjóðlagarokk, á svipaðri línu og Bubbi. Það er Sveinn Friðrik, sonur minn. Hann er í fótbolta og frjálsum. an að fara á skíði, í fjallgöngur og að taka myndir. Ætlarðu aðfara í sumarfrí? Ég hugsa að ég reyni að bregða mér frá í vikutíma þegar afmælinu lýkur og fara norður á Hornstrandir. Hvað cetlarðu að gera um helgina? Það er nú auðveldara að segja hvað ég ætla ekki að gera um helgina! Það snýst náttúrulega allt um afmælið hérna á Raufarhöfn. Við eigum von á stórum hóp af Hólmvíkingum og ég mun taka á móti þeim. Á laugardaginn kemur for- seti íslands og á sunnudaginn halda Itá- tíðarhöldin áfram, þannig að helgin verðurundirlögðafafmælinu. shv POSTKORT FRA ÞÝSKALANDI HLYNUR HALLSSON ÞETTA ER SVARTISKÓGUR OG ÞETTA er þýska, þó að hún hljómi eins og norska Og hér eru allir á heilsuhæli og láta sjúkrasamlagið sitt borga. Og ef maður lokar augunum gæti mað- ur verið staddur á íslandi í augnablik þar sem sundlaugarvatnið er loksins orðið sæmilega heitt eins maður hefur vanist því. Fyrir vikið er óþarfi að synda eins og ísbjörn væri á eftir manni, bara til ur hættir að vera útlendingur. Þegar maður skreppur yfir til Frakklands er maður ekki alveg viss hvort eigi að tala þýsku eða ensku. Það er dálitið furðulegt að tala þýsku þar, því þá gæti fólk haldið að við værum Þjóðverjar. Ef að maður talar ensku þá þarf engum að detta í hug að við séum endilega Englendingar. En það er samt var Kisa mín með nýjum texta sem byrjaði á „Du bist blöd...“ Og talandi um vinsældalistana verður ekki komist hjá því að tala um aðalstjörn- una sem er auglýst sem „Der islándische Vulkan" eða bara íslenska eldfjallið Björk. Veggspjöld með þessum texta prýða nú borgina og ekki verður opnað vikublað eða tímarit án þess að rek- Ríkisdeginum inn. Og verkiö er buið að draga til sín milljónir og aftur milljónir af ferðamönnum og í Berlín eru menn farnir að pakka öllu inn enda til- valið að græða smávegis á öllu saman. Af veðrinu er svo það að frétta að Þjóðverjar eru jafn hjátrúarfullir og íslendingar og fjöldi gam- að halda á sér hita. Þetta er ferðamannaparadísin en samt ekki alveg eins og Ameríkanar eiga að venjast Þýskalandi því hér eru engir Bæjarar jóðl- andi í leðurstuttbuxum. Og þegar maður kemur yfir landamærin til Sviss er splunkuný út- gáfa af þýskunni á allra vörum sama sem BAS- skrítið að vera orðinn vanur að tala alltaf þýsku og fara svo allt í einu að tala ensku í Frakklandi jafn- vel þó að fólkið skilji þýskuna betur. Niðurstað- an er að tala bara frönsku það er að segja þessi fimm frönsku orð sem við kunnum og nota svo hendurnar fyrir öll hin orðin. ast á viðtal við okkar konu. Enda eru allir mínir kunningjar og vinir á leið til eldfjallalandsins með næstu lest. Nema þeir sem létu sér það nægja að skreþpa tii Berlínar til að hitta Jean-Claude og Kristó og fá smá efnisbút hjá þeim. Það er varla til sá Þjóðverji sem ekki er heillaður af lista- .alla spakmæla segir að þegar sol fari að lækka á lofti á ný verði breytingar á veðri. Sama veður á þar með að haldast í þrjár, sjö eða níu vikur allt eftir því hversu gömul sagan er. Þetta passar nátt- úrulega því varla hafði sést til sólar i mánuð og maður orðinn létt leiður á rigningunni þegar ELska og í næsta bæ önnur tegund sem er eðli- lega blönduð frönskum áhrifum og heitir BERNska. Ég er líka að velta því fyrir mér hvenær mað- verkinu nema auðvitað hann Kohl sem finnst þetta ekkert sniðugt og er ennþá hundfúll yfir því að hafa tapað í atkvæðagreiðslu á þýska þinginu þegar ákveðið var hvort þau hjónin mættu pakka upp stytti þann 21. júní og síðan þá hefur verið 25 stiga hiti og ekki sést ský á lofti. Það fer því að líða að því að maður verði að fara að kæla sig. Biðjumað heilsa.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.