Dagur - 22.07.1995, Blaðsíða 15

Dagur - 22.07.1995, Blaðsíða 15
UTAN LANDSTEINANNA Laugardagur 22. júlí 1995 - DAGUR - 15 UMSIÓN: SÆVAR HREIÐARSSON Rotaðist í ruminu Söngvari hljómsveitarinn- ar Simply Red, MICK HUCKMÁLL var svo æstur þegar hann var í rúminu með táningsstúlku að hann rotaðist í látunum. Það segir Michelle Mitelman, 19 ára ljóska, sem hefur lýst sam- bandi sínu við rokkarann í smáatriðum fyrir lesendur dagblaðs í Englandi. Hún seg- ir að Mick hafi óseðjandi kyn- hvöt og nokkrar skemmtilegar sérþarfir. „Hann vildi að ég stjómaði honum, festi hendur hans við rúmstokkinn og setti olnbogann að hálsi hans. Hann vildi líka hafa smá átök í rúminu og við löðrunguðum hvort annað í atlotunum. Einu sinni var hann svo æstur að hann rotaði sjálfan sig þegar hann stökk upp og rak höfuð- ið í náttborðið við lendinguna. Hann vaknaði morguninn eftir og mundi ekkert hvað gerð- ist.“ Mick Hucknall er ekki beint glæsilegur á velli. Heimitisíms %ðurblökumaður I yndin Batman Forever nýtur mikilla vinsælda um þessar I mundir og peningarnir streyma í kassann. VAL KILMEK fer fyrir stjörnu- prýddu leikaraliði og hefur tekið við af Michael Keaton í hlutverki Leðurblöku- mannsins. Hann segir að örlögin hafi komið því þannig fyrir að hann fengi hlutverkið. Kilmer segir að þegar hann var í Afríku til að undirbúa aðra mynd hafi hann hringt í umboðsmann sinn sem spurði hvort hann hefði áhuga á hlutverkinu ef Keaton hafnaði því. Því játaði Kilmer og fannst það nokkuð skondið því skömmu áður hafði hann verið staddur í helli í Afríku þar sem allt var mor- andi í leðurblökum. Hann spurði því umb- ann hvaða dag hann hefði fyrst verið orðað- ur við hlutverkið og kom þá í ljós að sama dag og Kilmer sá leðurblökur í fyrsta sinn datt einhverjum stórjaxlinum í Hollywood í hug að láta hann leika Leðurblökumanninn. Val Kilmer þykir einkar snjall í hlutverki Leöurblökumannsins og hefur aldrei verið vinsælii en þessa dagana. Svarar til saka Söngkonan MADOMMA óttast að hafa fengið kynfæraherpes frá fyrrum kærasta sín- um, körfuboltabolanum DEMMIS RODMAM- Madonnu varð órótt eftir að klappstýra ein ákærði Rodman um að hafa haft óvarin kynmök við sig þrátt fyrir að hann hafi vitað að hann væri smitberi sjúkdómsins. Klappstýran heitir Lisa Beth Judd og er tvítug. Hún kynntist Rodman eitt sinn þegar hann kom með Iiði sínu til Atlanta þar sem hún dillaði sér fyrir framan aðdáendur Atlanta Hawks. Rodman mætti fyrir dómstól í Atlanta fyrir skömmu til að svara til saka. Lisa Beth segist hafa fengið sjúkdóminn í janúar 1993, þegar hann var enn leikmaður Detroit Pistons. I vitnastúkunni talaði Rodman um samskipti sín við gangstæða kynið og sagðist aðeins hafa verið með sex konum á undanförnum fimm ár- um. Hann segist aldrei hafa haft sjúkdóminn og fékk lækni sér til fulltingis í þeim málum. Dennis Rodman og Madonna á meðan allt lék í lyndi. Keanu Reeves þykir öllu snjallari kvikmynda- leikari en bassaleikari en hann lætur það ekki á sig fá. A Brátt fara að hefjast tökur á myndinni Striptease þar sem Demi Moore fer með aöalhlutverkið. Þegar er búið að gera veggspjald til að auglýsa verkið þó svo myndin komi ekki fyrir manna sjónir fyrr en á næsta ári. I síöustu viku var ráðinn mótleikari stúlkunnar og var það Armand Assante sem varö fyrir valinu. Hann mun leika löggæslumann sem reynir að vernda stripplinginn Demi eftir að hún veröur vitni aö morði. Þess ber að geta aö Burt Reynolds fer einnig með stórt hlutverk í myndinni þó svo hann fái ekki 12 milljónir dollara fyrir vinnuna, líkt og Demi. Björt framtíð Hæstlaunuðu leikkonu veraldar, DEMI MOORE, er margt til lista lagt og nú hefur hún fengið þá flugu í höfuðið að hún sé afburða söngkona. Eftir að hafa brugðið sér á sviðið með eiginmanni sínum Bruce Willis og hljómsveit hans, The Accelerators, sér hún fram á bjarta framtíð sem söngkona. Hún hefur nú brugðið sér í söng- og píanókennslu og vonast til að geta unnið sér fast pláss í hljómsveitinni, sem reyndar þykir ekki líkleg til stórafreka. K í Hottuulood EAMU REEVES er ekki eins og flestar hinar stjörnurnar í Hollywood. Al- k.vanalegt er þegar leikari slær í gegn og kemur sér í hóp þeirra hæstlaunuðu að hann kaupi sér glæisvillu í Beverly Hills og lifi ríkmannlega það sem eftir er ævinnar. Keanu er þó ekki þannig því þessi þrítuga stjarna er í raun heimilislaus milljóneri. Þrátt fyrir að fá 7 milljónir dala fyrir hverja mynd á hann sér hvergi fastan samanstað og ferðast á milli hótela með helstu nauðsynjar í ferðatösku. „Þetta bara æxlaðist svona,“ segir hann í viðtali við Vanity Fair. í tösk- una sem hann hefur meðferðis hvert sem hann fer er hann með nokkra boli, sokka, nærbuxur, stakk, jakkaföt og útslitna skó. Keanu hefur að mestu tekið sér hvíld frá leiklistinni yfir sumartímann en í stað þess að fara í frí ferðast hann um Japan með hljósveit sinni, Dogstar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.