Dagur - 22.07.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 22. júlí 1995 - DAGUR - 5
Einn, tveir, áfram hlaup!
- Bjargvættir spretta úr spori
Vinsældir skokksins sem almennings-
íþróttar hafa vaxið jafn og þétt hin síðari
ár og er Akureyri þar ekki undanskilin.
í sumar hefur hraustur hópur kvenna og
ins og vakið nokkra athygli sökum þess
hve fjölmennur hann er. Hópurinn heitir
*
Bjargvættir og það eru hjónin Olafur
Ólafsson og Aðalbjörg Hafsteinsdóttir
karla hlaupið rösklega um götur bæjar-
sem eru leiðbeinendur hópsins.
Ólafur og Aðalbjörg, sem reka
líkamsræktarstöðina á Bjargi,
byrjuðu fyrst með vísi af hlaupa-
hóp sumarið 1993. „Hópurinn var
eiginlega afsprengi af líkamsrækt-
inni sem við stjómum og þá var
þetta ekkert skipulagt. Síðan vatt
þetta upp á sig og í fyrra var um
30-40 manna hópur að æfa. I vor
auglýstum við formlega hlaupa-
hóp og það voru 100 manns á
hlaupum í júlí og líklega um 80-
90 sem eru enn að, þannig að
þetta gengur vel,“ segir Ólafur.
- En hvers konar fólk skyldi
vera í Bjargvættum?
„Við erum með fólk frá 15 ára
og allt upp í 54-55 ára gamalt. Það
er sorglegt aö segja frá því en það
er líklega um 95% kvenfólk. Við
karlmenn erum þannig að í hugan-
um erum við eins og við séum tví-
tugir alveg fram til fimmtugs,“
segir Ólafur og finnst greinilega
að kynbræður sínir mættu vera
duglegri að dusta rykið af hlaupa-
skónum.
Stefnt á almenningshlaupin
Ólafur segir að þau hafi ákveðiö
strax í upphafi að vera ekki með
gönguhóp heldur hreinan hlaupa-
hóp og æfa með almenningshlaup-
in í huga. „Innan um er samt nátt-
úrulega fólk sem er bara að hugsa
um heilsurækt og hefur ekki
áhuga á að vera neitt í aimenn-
ingshlaupunum. En oft vill það
verða þannig að fólk leiðist út í
það með tímanum þegar það fmn-
ur hvernig því gengur enda eru al-
menningshlaup náttúrulega aðal-
lega fyrir trimmara og þá sem eru
í hreyfingu en ekki endilega fyrir
keppnismenn.“
- Hvað ætla margir að taka þátt
Erfítt en gott
María Pétursdóttir byrjaði að
hlaupa meó Bjargvættum í júní.
„Ég hef aldrei á ævinni hlaupið
áður og ætlaði bara að labba en
svo hlaupa alllir hér.“ Hópurinn
æfir 3-4 sinnum í viku og segist
María reyna að mæta eins oft og
hún geti. Stundum hlaupi hún 5-6
km en stundum er hlaupið styttra
og gerðar leikfimisæfmgar á eftir.
María ætlar ekki í Akureyrar-
maraþonið þar sem hún veróur í
Reykjavík. Én hversvegna tók hún
sig til og fór að hlaupa? „Bara til
að hreyfa mig og vera úti. Ég er í
þessu sem leikfimi en ekki til að
keppa og mér finnst þetta gott en
einnig erfitt. Ég finn mikinn mun
á mér og svo er þetta gaman, sér-
staklega þegar maður er búin því
þá fyllist maður vellíðan.“
AI
í Akureyrarmaraþoninu?
„Ég hugsa að það verði milli
50-60 manns. Við vorum með rétt
um 30-40 í fyrra og um 30 fóru í
Reykjavíkurmaraþonió."
Ólafur segir að Bjargvættir sé
einn af nokkrum hlaupahópum í
bænum, en hann sé sýnu stærstur
og sennilega með stærri hlaupa-
hópum á landinu. En hvaða kosti
hefur það að hlaupa í hóp fremur
en einn?
„Þú hefur leiðbeinendur með
reynslu. Ég er íþróttakennari og
hef verið í kring um frjálsar íþrótt-
ir í tuttugu ár. Aðalheiður, konan
mín, er búin að vera í þessu nærri
frá því hún fór að ganga, keppti
og var í landsliðinu í millivega-
lengdarhlaupum,“ segir Ólafur en
telur einnig að mjög margir komi í
hópinn því hann setji ákveðna
pressu og ýti á menn að mæta.
Þegar fólkið sé farið að kynnast
innbyrðis verði félagsskapurinn
þó mikilvægari og þá sé hvatinn
ekki síður aó mæta á æfingu bara
til að hitta allt liðið og og hlaupa
með því enda andinn í hópnum
mjög góður.
Hægt, hægt og hægt
- Er eitthvað sérstakt sem þeir
sem eru aó byrja að skokka ættu
að hafa í huga?
„Það sem þarf helst að hafa í
huga er að fara nógu varlega af
stað. Ég segi alltaf við hlaupara
sem ég er að byrja með að það séu
bara þrjár reglur: hægt, hægt og
hægt. Það sem ég rek mig á er að
maður þarf yfirleitt að halda að-
eins aftur af fólki. Það er eitthvað
í hugum fólks sem segir því að
það að hlaupa hljóti að vera eitt-
hvað ógurlega tignarlegt og hratt
en skokk er náttúrulega bara mjög
hægt og rólegt. Hraðinn kemur af
sjálfum sér. Nokkrar konur sem
byrjuðu í vor voru alveg ákveðnar
í að þær ætluðu bara að ganga.
Þær hafa alveg skipt um skoðun
síðan. Við byrjuðum fyrsta tímann
á einum og hálfum kílómetra og
skokkuðum hægt. Þessar konur
eru famar að fara 7-8 kílómetra og
það eru sex vikur síðan. Þannig að
þetta er mjög fljótt aö koma.“ AI
A „Ég flnn mikinn mun á mér eft-
^ ir að ég byrjaði að hlaupa,“
segir María.
Ætlar í hálft maraþon um helgina
Lúðvík Áskelsson er einn af 1992. Lúövík segist hlaupa 3-4
lengra komnum í hópnum, hefur sinnum í viku, oftast 5-10 km í
verið á hlaupum síðan í janúar senn. „Síðustu tvö skiptin hef ég
reyndar hlaupið lengra, 18 og 17
kílómetra en ég stefni á 21 kíló-
metra í Akureyrarmaraþoninu um
helgina.“
Þetta er í fyrsta skipti sem Lúð-
vík tekur þátt í hálfmaraþoni en
frá áramótum hefur hann þó tekió
þátt í nokkuð mörgum almenn-
ingshlaupum. í fyrra tók hann
hvorki þátt í Ákureyrar- né
Reykjavíkurmaraþoni en ætlar að
bæta það upp í sumar með þátt-
töku í báðum hlaupunum.
En hvað er það sem dregur
Lúðvík af stað út að hlaupa? „Það
er fyrst og fremst félagsskapurinn,
þetta er gífurlega skemmtilegur
hópur. Svo líður manni líka betur
ef maður er í formi. En þetta er
ofsalega gaman og vel þess virði.“
◄
Lúðvík Áskelsson: „Þetta er gíf-
urlega skemmtiiegur hópur.“
Hlaupagikkir á fullri ferð...
...og ekki má gleyma að gera æflngar eftir hlaupin.
Myndir: AI
IS
m
Lindin sími 461 3008
VOLVO
Hjá B.K. bílaverkstæði Húsavík.
Bíllinn verður hjá
okkur næstu daga
Komið, skoðið og reynsluakið.
B.K. bílaverkstæði
Garðarsbraut 48, Húsavík, sími 464 1060.