Dagur - 01.08.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 01.08.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 1. ágúst 1995 ÍÞRÓTTIR SÆVAR HREIÐARSSON Knattspyrna - 3. deild karla: Volsungar ostoðvandi - lögðu Þrótt frá Neskaupstað örugglega að velli Völsungar tróna enn á toppi 3. deildar eftir glæsilegan og ör- uggan sigur á Þrótti frá Nes- kaupstað á föstudagskvöld. Lokastaðan var 3:0 og sigurinn hefði hæglega getað orðið stærri. Völsungar fengu sannkallaða óskabyrjun því áhorfendur voru varla búnir að koma sér fyrir í brekkunni þegar Guðni Rúnar Helgason skoraði fyrsta mark leiksins með þrumuföstum skalla eftir hnitmiðaða sendingu frá Ás- mundi Arnarssyni. Völsungar ætl- uðu sér sigur og börðust um alla bolta og Þróttarar, sem eru með frískt og sprækt lið, áttu í vök að verjast en þeir náðu þó oft góðu spili en allan brodd og kraft vant- aði í sóknarleik þeirra. Völsungar fengu ágætis færi til að bæta við mörkum. Til dæmis átti Ásmundur fastan skalla að marki á 20. mínútu en rétt yfir. Þróttarar fengu líka sín færi og Ólafur Flóventsson, sem er ný- genginn til liðs við Þrótt frá Grindavík, átti góðan skalla að marki Völsungs en Björgvin Björgvinsson sýndi snilldartakta og flaug eins og köttur upp í markhornið og greip boltann. Þróttarar byrjuðu seinni hálf- leikinn betur en Völsungar og enn þurfti Björgvin að taka á honum stóra sínum er hann varði mjög vel skot frá einum framherja Urslit 3. deild karla: Haukar-Dalvík Höttur-BÍ Ægir-Fjölnir Leiknir-Selfoss Völsungur-Þróttur Staöan Völsungur 11 Leiknir 11 Dalvík Ægir Þróttur Selfoss Fjölnir Höttur BÍ Haukar 11 82121 7 1 3 29: 47021: 61418: 5 0 6 13; 5 0 6 19: 4 1 6 19: 3 2 6 13: 23 612: 218 9: 4. deild karla: Hvöt-SM Tindastóll-Neisti 3:3 2:1 0:2 7:3 3:0 : 7 26 14 22 12 19 14 19 1515 27 15 16 13 16 11 23 9 29 7 3:4 1:1 Staðan KS 9 9 0 0 43: 7 27 Tindastóll 9522 25:8 17 Magni 8 5 21 25:10 17 Hvöt 941438:16 13 Neisti 8 21 5 12:27 7 SM 8 2 0 6 15:28 6 Þrymur 9 0 0 9 2 :64 0 Knattspyrna: KS enn á sigurbraut KS er með fullt hús stiga eftir 9 leiki í c-riðli 4. deildar karla. KS sigraði 4:3 á Blönduósi þar sem Haseta Mitsa Miralem, Haf- þór Kolbeinsson, Agnar Þór Sveinsson og Ragnar Hauksson skoruðu mörk KS en Gísli Torfi Gunnarsson (2 mörk) og Hörður Guðbjörnsson skoruðu fyrir heimamenn. Tindastóll og Neisti gerðu 1:1 jafntefli þar sem Guðbrandur Guðbrandsson skoraði fyrir Tindastól en Jón Þór Óskarsson fyrir Neista. Þróttar. Þegar hér var komið við sögu fór að færast mikil harka í leikinn og eftir eitt gróft brot leik- manns Þróttar á Róbert Skarphéð- inssyni, fékk hann að líta rauða spjaldið. Eitthvað var Sigurður Lárusson, þjálfari Völsungs, ósátt- ur við framgöngu annars línuvarð- arins og einnig Jóns Þórs dómara, sem leiddi til þess að hann fékk einnig að líta rauða spjaldið. Völsungar reyndu oftar að ná spili og markvissum sóknarleik og það bar árangur þegar Guðni Rún- ar sendi þrumufleyg úr miðjum vítateignum sem þandi út net- möskvana eftir að Völsungar höfðu spilað sig í gegnum vörn gestanna. Völsungar höfðu nú undirtökin til loka leiksins og Ásgeir Baldurs átti á 40. mínútu skalla í þverslá. Það var síðan þegar átta mínútur voru komnar fram yfir hefðbund- inn leiktíma að Ásmundur tók góða rispu inni í vítateig Þróttar og átti skot sem markvörðurinn varði en náði ekki að halda. Ás- mundur fylgdi vel á eftir og kór- ónaði mjög góðan leik sinn með því að skora þriðja mark Völs- ungs. HJ Knattspyrna - 3. deild karla: Dalvíkingar enn ósigraðir Dalvík er enn eina ósigraða liðið í 3. deild en um helgina gerðu Dalvíkingar 3:3 jafntefli við Hauka í Hafnarfírði. Leik- urinn var fjörugur og yfírfúllur af færum. Haukar voru ávallt á undan að skora en Dalvík- ingar jöfnuðu alltaf jafnharð- an. Haukar skoruðu strax í byrjun leiks en Dalvíkingar jöfnuðu þegar hálfleikurinn var rúmlega hálfnaður. Jón Þórir Jónsson tók þá við hárri sendingu inn í teig- inn og skallaði fyrir markið þar sem Sverrir Björgvinsson var mættur og skallaði í netið. Stað- an var 1:1 í hálfleik. Snemma f þeim seinni kom- ust heimamenn í 2:1 en Dalvík- ingar jöfnuðu aftur um miðjan hálfieikinn. Þar var Grétar Stein- dórsson á ferðinni og skoraði hann af stuttu færi. Ekki leið á löngu þar til Haukar voru komn- ir yfir enn á ný, 3:2. Um fimm mínútum síðar jafnaði Bjarni Sveinbjömsson fyrir Dalvíkinga eftir að hafa fengið stungusend- ingu og komist einn á móti markverði Hauka. Lokastaðan því 3:3 en Dal- víkingar geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki náð í öll stig- in því þeir fengu góð færi til að gera út um leikinn. Jón Þórir átti þrumuskot í þverslána í fyrri hálfleik og Grétar í stöng eftir hlé. Sverrir átti síðan dauðafæri á lokamínútunni en skalli hans af stuttu færi var varinn með til- þrifum. Jón Þórir var bestur Dalvík- inga, sem nú eru komnir upp í þriðja sæti deildarinnar. Grétar og Sverrir voru einnig sterkir. Almenningsíþróttir: Fýrsta Krókshlaupið Guöni Rúnar Helgason var í banastuöi á föstudaginn og skoraöi tvö falleg mörk gegn Þrótti frá Neskaupsstaö. Mynd: sh Krókshlaupið fór fram á Sauð- árkróki á laugardaginn í frá- bæru veðri og við ákjósanlegar aðstæður að sögn gesta. Hlaupið var fyrsta almenningshlaupið sem fram fer í bænum og er ætl- unin að það verði árviss við- burður. Þátttaka var minni en vonast hafði verið til og er talið að kynning á hlaupinu hafí ekki verið nægjanleg. Keppendur voru 40 talsins en auk heima- manna mætti sveit frá Akureyri og Hólmavík til keppni. Hægt var að velja um tvær vegalengd- ir, 3 og 10 kílómetra. í 10 kílómetra hlaupinu sigruðu Gunnar Þór Andrésson, Skr. og Sigríður Inga Viggósdóttir Skr. í flokkum 16 ára og yngri, Finnur Friðriksson Ak. og Hallfríður Sig- urðardóttir Skr. báru sigur úr být- Golf: Bjarni Gunnar sigraði orugg lega á Ariel Ultra-mótinu A sunnudag fór fram Ariel Ultra golfmótið á Jaðarsvelli við Ak- ureyri. Leikið var í karla-, kvenna- og unglingaflokki og í öllum flokkum var það sami kylfíngurinn sem hafði sigur bæði með og án forgjafar. Ungur kylfíngur úr GA, Bjarni Gunnar Bjarnason stóð sig manna best í karlaflokki, Jóhanna Guðjóns- dóttir, GH, í kvennaflokki og Viðar Haraldsson í ung- lingaflokki. Alls voru 97 keppendur sem tóku þátt í mótinu þrátt fyrir mik- inn vind og erfitt golfveður á sunnudaginn. Bjarni Gunnar lék vel og fór hringinn á 79 höggum. Fjórir kylfingar komu næstir á 82 höggum en það voru þeir Halldór Rafnsson, Guðmundur Finnsson og Viðar Þorsteinsson úr GA og Bergsveinn Alfonsson úr GR. Eftir nokkra bráðabana var röðin ljós og Halldór varð annar og Viðar þriðji. Bjarni Gunnar er með 13 í for- gjöf og því með 66 högg nettó. Bergsveinn varð annar með 67 og Guðmundur þriðji með 70 högg nettó. Jóhanna Guðjónsdóttir lék hringinn á 98 höggum en næst komu Dóra Kristinsdóttir, GHD og Oddfríður Reynisdóttir, GH á 100 höggum. Oddfríður hafði bet- ur í bráðabana. Jóhanna sigraði líka með forgjöf með 73 nettó en Linda B. Bergsveinsdóttir, GR, varð næst með 74 nettó. I unglingaflokknum sigraði Viðar á 82 höggum en Birgir Már Harðarson, GA, varð annar á 88. Jón Orri Guðjónsson og Finnur Bessi Sigurðsson spiluðu báðir á 89 höggum en Jón Orri sigraði í bráðabana. Viðar sigraði með for- gjöf á 67 nettó, eins og reyndar Birgir en árangur Viðars á síðustu níu holunum var betri og hann fékk því fyrsta sætið. Baldvin Ö. Harðarson, GA, varð þriðji á 69 nettó. Þaö voru glæsileg tilþrif á Ariel Ultra-mótinu þrátt fyrir leiöinlegt veöur. Hér er Þórhallur Pálsson í góöri sveiflu á 9. teig. Mynd: sh íslensk Ameríska gaf öll verð- laun á mótinu. um í flokkum 17-39 ára. Þórhallur Ásmundsson Skr. og Herdís Klau- sen Skr. sigruðu í flokkum 40-49 ára og Aðalheiður Arnórsdóttir Skr. var sú eina sem lauk keppni í flokki 50 ára og eldri í 10 km hlaupinu. í 3 km hlaupinu sigruðu Atli Steinar Stefánsson Ak. og Kol- brún Viktorsdóttir Ak. í flokkum 16 ára og yngri, Guðbjörg Sigur- björnsdóttir SKR. í flokki 17-39 ára kvenna, Gfsli Ólafsson Ak. og Herdís Sæmdundsdóttir í flokkum 40-49 ára og Guðrún Svanbergs- dóttir var sú eina yfir fímmtugt sem hljóp 3 km. Úrslit voru eftirfarandi: 10 KM HLAUP: Strákar 16 ára og yngri: l.GunnarÞór Andrésson 40,54 mín. Stelpur 16 ára og yngri: 1. SigríðurInga Viggósdóttir 54,10mín. Karlar 17-39 ára: 1. Finnur Friðriksson 35,35 mín. 2. Konráð Gunnarsson 37,48 mín. 3. Aðalsteinn Snorrason 40,19 mín. Konur 17-39 ára: 1. Hallfríður J. Sigurðardóttir 49,27 mín. 2. María Runólfsdóttir 54,27 mín. 3. Jóna Kolbrún Árnadóttir 54,39 mín. Karlar 40-49 ára: 1. Þórhallur Ásmundsson 43,54 mín. 2. Stefán F. Ingólfsson 49,51 mín. 3. Magnús Svavarsson 51,33 mín. Konur 40-49 ára: 1. Herdís Klausen 56,11 mín. 2. Inga Runólfsdóttir 60,05 mín. Konur50áraogeldri: I. Aðalheiður Arnórsdóttir 63,57 mín. 3KM HLAUP: Strákar 16 ára og yngri: 1. Atli S. Stefánsson 12,42 mín. 2. Helgi R. Viggósson 13,03 mín. 3. Magnús Gíslason 13,25 mín. Stelpur 16 áraogyngri: 1. Kolbrún Viktorsdóttir 13,12 mín. 2. Jónína Pálmarsdóttir 13,14 mín. 3. Margrét Hallsdóttir 14,52 mín. Konur 17-39 ára: 1. Guðbjörg Sigurbjörnsdóttir I 6,03 mín. 2. Sigríður Stefánsdóttir 17,08 mín. 3. Lilja Gísladóttir 17,24 mín. Karlar 40-49 ára: 1. Gísli Ólafsson 30,19 mín. Konur 40-49 ára: 1. Herdís Sæmundardóttir 17,21 mín. 2. Ingibjörg Jónasdóttir 18,05 mín. 3. Elín Jóhannesdóttir 25,34 mín. Konur 50 ára ogeldri: 1. Guðrún Svanbergsdóttir 30,19 mín.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.