Dagur - 01.08.1995, Blaðsíða 16

Dagur - 01.08.1995, Blaðsíða 16
Reykjahlíðarskóli í Mývatnssveit: Ein umsókn um skóla- stjórastöðuna Umsóknarfrestur um stöðu skólastjóra í Reykjahlíðar- skóla í Mývatnssveit rann út á fimmtudaginn í síðustu viku, en fresturinn hafði þá verið fram- lengdur einu sinni. „Það verður fjallað um málið á fundi skólanefndar í kvöld“, sagði Hinrik Ami Bóasson, formaður skólanefndar Skútustaöahrepps í gær, en hann vildi að svo stöddu ekki gefa neinar upplýsingar. Að sögn Trausta Þorsteinsson- ar, fræðslustjóra Norðurlands eystra, hafði einungis ein umsókn borist þegar umsóknarfresturinn rann út og því var ákveðið að framlengja hann. Umsækjandinn dró þá umsókn sína til baka, en önnur barst frá Hólmfríði Guð- mundsdóttur, sérkennara við Þela- merkurskóla. Hvort skólanefnd nær sam- stöðu um að ráða Hólmfríði verð- ur trúlega ljóst í dag. shv Blönduós: 12 ára gamall ökumaður á leiö til Reykjavíkur Um hádegisbil á laugar- dag lenti lögreglan á Blönduósi í eltingarleik við heldur ungan ökumann. For- saga málsins er sú að 12 ára drengur sem verið hafði í vist á bæ skammt frá Blönduósi var farið að lengja eftir að komast heim til höfuðborgar- innar og greip á það ráð að taka gamlan afskráðan rússajeppa traustataki. Drengnum tókst að aka um 30 km. áleiðis til Reykjavíkur áóur en lögreglunni, með góðri hjálp vegfarenda tókst loks að stöðva aksturinn. Ekki var þó eltingaleiknum þar með lokið því stráksi tók á rás út í móa þar sem loks tókst að koma höndum yfir hann. Að öðru leyti er það aó segja að mikil umferð var á Norðurlandi um helgina en gekk hún þó stórslysalaust fyr- ir sig. A Blönduósi voru þó um 50 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur. Sá er greiðast ók mældist á um 146 km. hraða rétt sunnan við Blöndu- ós. GH Samkvæmt _ veðurspá frá Veðurstofu íslands er útlit fyrir að í dag þykkni upp með sunnankalda norðvestan- lands. Búast má við rigningu í kvöld en nokkuð hlýtt verð- ur í veðri eða allt að 17 stig. Norðaustanlands verður sunnan- og suðvestan gola eða kaldi og skýjað með köflum. Hitastigið helst áfram nokkuð hátt eða 12-19 stig. VEÐRIÐ Allt fyrir garðinn Áhafnaskipti meö þotuflugi: íslenskir sjómenn til Nýfundna- lands með Rugleiðaþotu Fjörutíu íslenskir sjómenn stíga í kvöld um borð í Bo- eing-737 þotu Flugleiða og halda til St. Johns á Ný- fundnalandi. Ekki er um skemmtiferð að ræða heldur er um áhafnaskipti að ræða á Qórum íslenskum togurum að ræða sem stunda rækjuveiðar á Flæmska hattinum við Ný- fundnaland. Flugvélin fer frá Keflavíkur- ílugvelli klukkan 20.30 og er væntanleg aftur á miðvikudags- morgun klukkan 07.00 með álíka fjölda sjómanna sem leyst- ir eru af með þessum hætti. Um er að ræða áhafnir á togarana Dalborgu EA-317 og Blika EA- 12 frá Dalvík, Ottó Wathne NS- 90 frá Seyðisfirði og Andvara VE-100 frá Vestmannaeyjum. Það er Snorri Snorrason, út- gerðarmaður Dalborgar EA sem á frumkvæðið að þessari aðferð við áhafnaskiptin, en ekki er tal- ið hagkvæmt að sigla heim til löndunar og áhafnaskipta vegna fjarlægðar og landa skipin því yfirleitt í Argencia á Nýfundna- landi. Auk áðumefndra skipa eru Svalbakur __ EA-2, Hákon ÞH- 250, Jöfur ÍS-172, Klara Sveins- dóttir SU-50, Blængur NK-117, Hafrafell ÍS-222, Amames SI- 70, Sunna SI- 67, Helga II RE- 373, Sigurfari ÓF-30 og Pétur Jónsson RE-69 á rækjuveiðum í Flæmska hattinum. Brimir kom til landsins á sunnudag. GG IJapan Stefán, en fyrir liggur að vinna stærri sendingu af þurrkaðri loðnu hjá Stöplafiski. Ef sölusamningar takast mun framleiðsla geta hafist fyrir alvöru eftir næstu vetrarver- tíö, en fyrr veróur hráefni ekki fá- anlegt. Um fjórir starfsmenn eru hjá Stöplafiski sem starfrækir harð- fiskvinnslu. Stígandi sala er í harðfiskinum sem nú er farið að dreifa á útsölustaði víða um land. IM Hafliði Hallgrímsson, tónlistar- og myndlistarmaður, ræðir hér við íris Gunborg Kristinsson og dóttur hennar, Kristínu Gunnlaugsdóttur, mynd- listarmann, við opnun sýningar Hafliða s.l. laugardag í Listasafninu ó Akur- eyri. Mynd: B.G. Hafliði sýnir í Listasafninu Síðastliðinn laugardag var opnuð í Listasafninu á Akur- eyri sýning á verkum tónlistar- og myndlistarmannsins Hafliða Hallgrímssonar. Eins og kom fram í viðtali Dags viö Hafliða sl. laugardag er mynd- listin einskonar „hliðarbúgrein“ hjá Hafliða, sem á ættir að rekja til Akureyrar en býr í Skotlandi. Á sýningunni í Listasafninu, sem verður opin til 27. ágúst nk., eru grafíkverk. Fleiri myndir frá opnun sýning- ar Hafliða Hallgrímssonar eru á bls. 6. óþh í Perlunni við [3 KAUPLAND ^ J Kaupangi v/Mýrarveg, simi 23565 Dansað i Laufási Mikill fjöldi fólks lagói leið sína í Laufás við Eyja- fjörð sl. sunnudag þar sem efnt var til starfsdags. Leitast var við að sýna daglegt líf fyrr á öldinni. Kveikt var upp í hlóðareldhúsinu og bakaðar Iummur, húslestrar voru lesnir í baðstofunni og þar einnig spunnið og ofið. Uti fyrir gamla bænum var heyskap- ur með gamla laginu, slegið með orfi og Ijá og snúið með hrífum. Ekki má gleyma harmonikuleik, sem skapaði skemmtilega stemmningu, og dansarar frá Dalvík, sem einmitt sjást á meðfylgjandi mynd, fengu fólk með sér í dansinn. óþh Dalvík: Rskverkun Jóhannesar og Helga hf. í greiðslustöðvun Héraðsdómur Norðurlands vestra samþykkti sl. föstu- dag greiðslustöðvunarbeiðni Fiskverkunar Jóhannesar & Helga hf. á Dalvík og gildir hún til klukkan 11.00 18. ágúst nk., eða í þrjár vikur. Fresturinn er veittur til þess að ná saman kröfuhöfum og kynna þeim stöðu mála og hvað forsvars- menn fyrirtækisins hyggjast taka sér fyrir hendur meðan á greiðslu- stöðvunartímabilinu stendur. 30. júní sl. var öllu starfsfólki Fiskverkunar Jóhannesar & Helga hf. sagt upp störfum með tilskild- um fyrirvara, og taka þær fyrstu gildi nú um mánaðarmótin. I gær var verið að vinna fisk hjá fyrir- Loðnan Viðbrögðin virðast lofa góðu, sýnin sem send voru falla að smekk Japana og gefa fyrirheit tækinu sem keyptur var á markaði en vegna greiðsluerfiðleika hefur hráefnisöflun reynst torsótt, m.a. vegna þess að staðgreiða hefur þurft öll viðskipti. GG Stöplafiskur: líkar vel um að framleiðslan sé markaðs- hæf,“ sagði Stefán Jónsson, full- trúi hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga, en svör eru að byrja að berast frá Japan um hvernig þurrkuð loðna frá Stöplafiski hafi líkað. Stöplafiskur hf. í Reykjahverfi sendi í sumar sýnishom af til- raunaframleiðslu á þurrkaðri hrognafullri loðnu. Slík vara mun þykja lostæti í Japan og á japönsk- um veitingastöðum í öðrum heimshlutum. Þurrkaða loðnan er grilluð og þykir æskilegt fæði hana bömum auk þess sem hún er notuð sem snakk með bjór. „Þetta er allt á réttri leið,“ sagði Bílvelta á Sléttu: Mikið eignatjón Dráttarbíll með vatnstank á vagni valt á Sléttu eftir hádegi í gær. Engin meiðsli urðu í óhapp- inu en mikið eignatjón á bíl og vagni. Ökumaður vann að því að bleyta veginn er hann ók út- af og bíll og vagn ultu. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.