Dagur - 01.08.1995, Blaðsíða 11

Dagur - 01.08.1995, Blaðsíða 11
VEIÐIKLÓ Við Æðarfossa Veiðistaðirnir eru rnargir fallegir og hægt að taka undir með veiðimönnum að náttúran er ekki síður aðdráttarafl ánna en veiðivonin. Hér sést Sigurður Hermannsson á leið út í Laxá í Aðaldal í síðustu viku á fallegum stað við Æð- arfossa. Laxveiði: Tuttugu á dag í Hofsá í Vopnafírði Veiði hefur verið góð í Hofsá í Vopnafirði síðustu dagana og seg- ir Daniel Lee Davids, leiðsögu- maður í ánni, að þar á land komi að jafnaði tuttugu fiskar á dag. Alls eru komnir 250 fiskar úr ánni og er sá stærsti 18 pund en smá- fiskur er fyrirferðamikill í veið- inni. „Jú, þetta er mikið betra en hefur verið í sumar,“ sagði Daniel. Sama uppsveifla hefur ekki skilað sér í nágrannaá Hofsár, Selá. Nú munar 100 fiskum á án- um en fyrir hálfum mánuði var veiðin svipuð. Samkvæmt upplýs- ingum sem fengust í veiðihúsinu Hvammsgerði virtist þó heldur lifna yfir veiðinni um helgina en aftur á móti var hún síðri í gær. Dagamunur í Aðaldal „Þetta mjakast hægt en þó,“ sagði Þórunn Alfreðsdóttir í veiðihúsinu Vökuholti við Laxá í Aðaldal þeg- ar Dagur hafði samband þangað. Hún sagði að dagamunur hafi ver- ið á veiðinni en það jákvæða segir hún vera að veiðin sé jafnt á efri sem á neðri svæðunum. Enginn veiðistaður standi því öðrum framar. Fnjóskáin með seinna móti Bleikja er byrjuð að veiðast í Fnjóská en það er töluvert seinna en í fyrra. Að sögn Páls Pálssonar hjá versluninni Veiðisporti á Ak- ureyri hefur laxveiðin verið lítil það sem af er sumri og virðist sem áin sé í heild mun seinni til en áð- ur. Svipaða sögu er að segja af sil- ungsveiðinni í Eyjafjarðará og Hörgá. Alla jafna er orðið líflegt á þessum tíma en stóra spurningin nú er sú hvort síðsumarið verði þeim mun bera í ár. JÓH Blanda: Félagar í Flugunni á Akureyri eru ánægðir með það sem af er fyrsta af þremur veiðitímabilum sem þeir sömdu um við veiði- réttarhafa ( Blöndu fyrir þetta sumar. Veiðin hefur verið góð í ánni og nú þegar er komið meira af efra veiðisvæðinu en allt veiðitímabilið í fyrra og er þó besti veiðitíminn eftir, sam- kvæmt því sem heimamenn segja. Veiðifélagið Flugan á Akur- eyri hefur undanfarin ár verið með Ormarsá á leigu en fyrir veiðitímabilið skipti félagið yfír í Blöndu og hafa félagar spreytt sig þar í sumar. Karl Magnús- son, einn Flugumanna, segir alla mjög káta með veiðina í Blöndu og persónulega segist hann ánægður með að veiða þar. Veiðin er nú nálægt 500 fiskum og þar af eru tæpir 400 á neðra svæðinu. „Það komu ekki nema um 300 á fyrsta svæðinu í (yrra og núna er komið jafn mikið á efra svæðinu eins og í allt fyrrasumar þannig að við getum verið ánægðir með þetta. Ekki síst þegar besti mánuðrinn er eftir á efra svæðinu,“ sagði Karl en þar verður veitt til 20. september en 5. september á neðra svæðinu. Eins og gefur að skilja gefur flugan minnst í Blöndu enda áin oft á tíðum mikið lituð. Helsti árangurinn í flugunni hefur náðst með túbu en annars er veitt með maðk og spón. JÓH Þriðjudagur 1. ágúst 1995 - DAGUR - 11 Allt fyrir veiðimanninn MITCHELL j^Abu Garcia Daiwa Opið á laugardögum ÆM SPORT hf. Kaupvangsstræti 21 Sími 96-22275 Veiðileyfi Laxá í Aðaldal Múlatorfa Staðatorfa Fnjóská Eyjafjarðará Hörgá Reykjadalsá Húseyjarkvísl Presthvammur Blanda Litlá í Kelduhverfi: Hrafhhildur með 15 punda urriöa Fimmtán punda urriði veiddist á dögunum í Litlá í Kelduhverfi og er það stærsti silungurinn sem þar hefur veiðst í sumar. Það var Hrafnhildur Þorleifsdóttir á Þórs- höfn sem landaði þessu flykki sem kemst á blað meðal þeirra stærstu sem komið hafa úr ánni. Margrét Þórarinsdóttir í Lauf- ási í Kelduhverfi segir að byrjunin í ánni hafi lofað góðu en síðan kom daufur kafli í lok júní og byrjun júlímánaðar. Að undan- förnu hefur lifnað yfir veiðinni á ný og gefur það vonir um að síðari híuti sumarsins verði góður. Stærstu fiskarnir sem hafa komið úr Litlánni eru þrír ríflega 19 punda urriðar og tveir 17 punda fiskar hafa komið. Stærstur hluti veiðinnar er samt á bilinu 2- 3 pund. Litláin gaf um 750. fiska í fyrra og þar af voru 13 laxar. Nú þegar eru nokkrir laxar komnir úr ánni, t.d. kom einn 15 punda á dögun- um. Margrét segir suma veiði- menn afskaplega hrifna af því að setja í lax í ánni en aðrir kjósi heldur glímu við væna urriða. Vöðlur Spúnar Hjól Flugur Maðkar rfy j 3 l 1 llyjjl ; i ff; SÁ Wf \

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.