Dagur - 01.08.1995, Blaðsíða 14

Dagur - 01.08.1995, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 1. ágúst 1995 Sigurður Baldvinsson II Fæddur 26. september 1915 - Dáinn 23. júlí 1995 Sigurður Baldvinsson var fædd- ur á Hálsi í Öxnadal 26. septem- ber 1915 og dáinn á FSA 23. júlí s.I. Foreldrar hans voru hjónin Guðbjörg Helga Sveinsdóttir f. 9. september 1884 á Neðri Rauðalæk d. 21. október 1924 og Baldvin Sigurðsson f. 5. ágúst 1872 að Myrká d. í ágúst 1940. Þau bjuggu á ýmsum bæjum í Öxnadal, en lengst á Hálsi, síð- ast bjuggu þau á Höfða við Ak- ureyri. Þau eignuðust 10 börn. Þau voru: 1. Guðbjörg Soffía f. 3. maí 1909 d. 4. ágúst sama ár. 2. Þórey f. 2. desember 1910 d. 31. júlí 1924. 3. Ingólfur bóndi og verkamaður á Naustum f. 21. janúar 1912. 4. Sigurður f. 30. mars 1913 d. 1. desember 1915. 5. Björn Sveinn f. 26. júní 1914 bóndi á Naustum. 6. Sigurður f. 26. september 1915 d. 23. júlí 1995. 7. Sveinbjörg Guðný Sig- urbjörg f. 6. desember 1916 hús- freyja á Akureyri. 8. Þórdís Jónína f. 7. ágúst 1918 húsfreyja á Akranesi. 9. Wrhallur f. 20. mars 1920 d. sama ár. 10. Þór- Iaug Guðbjörg f. 3. nóvember 1922 húsfreyja á Akureyri. Sigurður kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Ragnheiði Páls- dóttur 1952. Foreldrar hennar voru María Stefánsdóttir frá Möðrudal og Páll Vigfússon frá Jökuldal, er bjuggu í Víðidal, Grund á Jökuldal og á Aðalbóli. Börn Sigurðar og Ragnheiðar eru: 1. Baldvin Halldór f. 26. maí 1953 matreiðslumaður á Akureyri, kvæntur Þórhildi Ingu Ingimundardóttur og eiga þau eitt barn. 2. Hrafn f. 8. des- ember 1958 afgreiðslumaður í Reykjavík, fráskilinn og á tvö börn. 3. Helga María fædd 8. desember 1961 húsfreyja á Ak- ureyri, fráskilin og á þrjú börn. Sambýlismaður hennar er Arni Páll Halldórsson. Aður átti Ragnheiður einn son, Pál bifvélavirkja og bif- reiðastjóra á Akureyri. Hann er kvæntur Þórunni Pálsdóttur og eiga þau tvö börn. Sigurður stundaði ýmis störf á Akureyri, en lengst verslunar- og skrifstofustörf. Útför hans er gerð frá Akur- eyrarkirkju í dag, þriðjudaginn 1. ágúst, kl. 13.30. Æskuminningar eru flestum dýrmætar og helgar. Og þegar ein- hver æskufélaga hverfur úr hópn- um, koma minningamar skýrar fram í hugann. Svo er nú, þegar frændi minn Sigurður Baldvinsson er allur. Vió vorum systkinasynir. Hann fluttist í Naust ungur að aldri er móðir hans lést. Hann ólst upp hjá föðursystkinum mínum. Við lék- um okkur saman og urðum að mörgu lcyti samrýmdir. Eitt áttum við sérstaklega sameiginlegt. Það var ánægjan aó umgangast sauð- féð. Það var unun okkar og ævin- týri. Þá koma mér í huga vísur úr kvæðinu Fjárhúsilmur eftir Guð- mund Inga Kristjánsson, sem mér finnst eiga vcl við hér. „Fjárhús held ég hœfði mér. Hér eru bestu sporin. Undarlega um migfer angan þeirra á vorin. Fylltur em eg fjárhúsþrám, fótum held ei kyrrum. Heitan liggur ilm afám opnum fram úr dyrum. “ Endalaust gátum við rætt um kindurnar. Við þekktum allar æm- ar með nöfnum á heimilunum á Naustum. A sumrin þegar unglingar fóm eitthvert til að skemmta sér um helgar var skemmtun okkar nafn- anna að ganga upp á fjall, stund- um upp á Súlumýrar og vita hvað við sæjum af kindum sem við þekktum. Margt bar fyrir auga enda fegurðin mikil, en að skoða kindurnar var mesta ánægjan. Þetta var gert oft á sumri ár eftir ár. Svo kom að hausti, göngur og réttir hófust - það var skemmtileg- ur tími og unaðslegar eru minn- ingamar er við riðum milli rétt- anna í nágrenninu og rákum safn- ið heim. Oft fómm við fleiri en tveir, en Sigurður Baldvinsson var ætíð sjálfsagður foringi í þessum ferðum. Hann fór sjálfur í göngur á Bleiksmýrardal. Það fór ég síð- ar, þó aldrei eins langar göngur og hann. En fara á Reykjarétt í Fnjóskadal var ævintýri er ekki gleymist. Ekki má gleyma er rekið var á vorin austur á Bleiksmýrar- dal. Það var fagurt að líta yfir Eyjafjörð þegar komið var upp á Bíldsárskarð og ekki síöur þegar hinn skógi vaxni Fnjóskadalur blasti við. Við vorum oft margir í för, en alltaf fannst mér Sigurður frændi minn bera þar af þó aðrir væru duglegir og ágætir. Sigurður var afburða mark- glöggur og má segja að hann hafi kunnað markaskrár nærliggjandi sveita utanað. Þar sem hann var mættur þurfti lítt að huga í marka- skrár, nóg var að leita til hans. Eg var mjög stoltur af frænda mínum þá sem oftar. Æskan leið, margt brcyttist en ástin á kindunum dofnaði lítt hjá okkur frændum. Síðar taka skólaárin við, Sig- urður var við nám í Gagnfræða- skóla Akureyrar einn vetur, en haustið 1933 settist hann í 2. bekk Menntaskólans á Akureyri og lauk þaðan gagnfræðaprófi 1935. Hann var í 4. bekk stærðfræðideildar næsta vetur, en hætti síðan námi. Búskapur beið hans á Naustum, en síðan komu önnur störf, svo sem hjá Sauðfjárveikivömum. Þar vann hann lengi, bæói hér í Eyja- firði, Húnavatnssýslum, Borgar- firði og víðar. Síðast starfaði hann við verslunar- og skrifstofustörf hér á Akureyri, eða allt til hann hætti vegna aldurs. Allt gerði hann af alúó og samviskusemi. Þetta var fyrir tíma tölvunnar, þá var meira handskrifað en Sigurður hafði fasta og skýra rithönd og kom það sér vel á þeim tíma. Þannig leið ævin, hann sem hefði átt að vera bóndi á góðri sauðjörð varð góður skrifstofu- maður. Þannig gerist oft í lífi manna. Hann stóð sig vel í því sem hann gerði að lífsstarfi. Ég hefði betur hugsað mér hann sem bónda með stórt fjárbú á góðri jörð, sjá hann annast fé sitt, smala því, hýsa það og fóðra. í æsku sátum við oft á garða- bandinu og horfðum á æmar éta töðuna. Það voru unaðsstundir. Við ræddum um framtíðina sem Fædd 1. apríl 1900 - Dáin 23. Lovísa var fædd á Barði í Fljót- um, foreldrar hennar voru Þor- lákur Þorláksson bóndi og skip- stjóri frá Lambanes-Reykjum í Fljótum. Móðir Margrét Hall- dóra Grímsdóttir frá Minni- Reykjum í Fljótum. Lovísa gift- ist Páli Jónssyni 19 ára gömlum, ættuðum úr Svarfaðardal. Þau bjuggu lengst á ísafirði og Reykjavík, utan örfá ár er þau Ómar frá Prag Föstudaginn 28. júlí efndu píanó- leikarinn Urania Menelau og fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson til tónleika á Sal Tónlistarskólans á Akureyri. Bæði eru nemendur við Konservatoríið í Prag í Tékk- landi. Efnisskrá tónleika þeirra Ur- aniu Menelau og Hjörleifs Vals- sonar hófst á Sónötu fyrir fiðlu og píanó í B-dúr k. 378 eftir Wolf- gang Amadeus Mozart. Þetta verk, sem skiptist í þrjá hluta, Al- legro moderato, Andantino sos- tenuto e cantabile og Rondeau Al- legro, fórst listamönnunum vel úr hendi hvað hraða og túlkun snerti. Urania Menelau sýndi þegar, hve fær hún er á hljóðfæri sitt, og hið sama sýndi Hjörleifur Valsson hvaó snerti fimi með boga og fingur vinstri handar á hálsi hljóð- færisins. Hins vegar lýtti það mjög flutning verksins, hve títt þaó var, að fiólan væri ekki í réttri tónhæð og þá tíðast nokkru neðar. Annað verkið á efnisskránni var Z Domoviny (frá heimaland- inu) eftir Bedrich Smetana. Kafl- amir bera yfirskriftimar Modcrato og Andantino Moderato presto. Hér lagaðist mjög tónhæð fiðlunn- ar og var verkið í heild fallega fiutt. Veruleg tilfinning var í túlk- TONLI5T HAUKUR ÁGÚSTSSON 5KRIFAR un fyrri kaflans og í honum um- talsveróur hiti, bæði í píanói og fiðlu. Seinni kaflinn, sem að hlut- um til er mjög hraður, var leikinn af öryggi og skemmtilegum ákafa, sem átti vel við tónamál höfundar- ins. Þriója verkið á efnisskrá tón- leikanna, Sónata fyrir fiðlu og pí- anó eftir Leo Janácek, gerir mjög miklar kröfur til píanóleikarans. Urania Menelau reyndist vandan- um vaxin í hvívetna og lék af yfir- buróa öryggi og með næmri tján- ingu. Hjörleifur átti ekki síóur glæsileik víóa í þessu verki. Þaö skiptist í fjóra kafla, sem bera heitin Con moto, Ballda, Alle- gretto og Adagio. Kaflamir bera hver sinn svip og eru fagurlega út- færóir af tónskáldsins hálfu. Mikil nákvæmni í samleik er mikilvæg til þess að verkið njóti sín og brást hún hvergi. Eftirtektarvert var til dæmis hve fallega samtaka hljóð- færaleikaramir vom í lokakaflan- um, sem er sérlega skemmtilegur. Píanóleikur Uraniu Menelau var mjög glæsilegur í þriðja kaflanum, þar sem hún fór á kostum. Lokaverkið á tónleikum þeirra Hjörleifs Valssonar og Uraniu Menelau var Sónata fyrir fiðlu og píanó nr. 1 í A-dúr op. 13 eftir Gabriel Fauré. Þetta er mikið verk og glæsilegt og reynir mjög á bæði píanóleikarann og fiðluleik- arann. Það skiptist í fjóra kafla, Allegro molto, Andante, Allegro vivo og Allegro quasi presto. Leikur beggja var að flestu stór- glæsilegur og hrífandi. Tónleikagestir fögnuðu leik listamannanna tveggja með áköfu lófataki og luku þeir tónleikunum með þrem aukalögum, sem fórust þeim vel úr hendi. Bæði Hjörleif- ur Valsson og Urania Menelau eru enn ung að ámm og ekki fullmót- uð sem tónlistarmenn. Hins vegar er ljóst af frammistöðu þeirra, að þau ættu að eiga sér glæsilega framtíð í vændum á tónlistarsvið- inu. bjuggu í Ólafsfirði. Eftirlifandi sonur hennar er Svavar Berg Pálsson, kortagerðarmaður, bú- settur í Reykjavík. Þegar ég var þriggja ára haustið 1914 var mér komið í fóstur til móðurforeldra minna sem þá áttu heima í Mósgerði. Foreldrar mínir voru að fara í nám til Reykjavíkur, ég var hjá þeim þennan vetur og mikið næsta sumar. Lovísa var þá 14 ára. Það lenti mikið á henni aó passa mig, þar sem amma var langdvölum í burtu við ljósmóður- störf, allt frá þessum tíma höfum við Lovísa litið á okkur sem litlu og stóru systur, en ekki frænkur. Næst var ég hjá Lovísu á Isa- firöi í 7 mánuði frá júlí 1922. Þá voru afi og amma hjá henni og Magnea systir hennar, sem ég kallaði nöfnu, bjó á neðri hæðinni. Með þessum heimilum var ákaf- lega mikil eining og kærleikur eins og með þeim systrum öllum, ég hef aldrei þekkt eins mikinn systrakærleik og milli þeirra. Haustið 1929 fór ég suður á Laugarvatnsskóla. Ég kom við á ísafirði og stoppaði þar milli ferða. Ég var vel útbúin með föt en Lovísa og amma vildu bæta við. Lovísa saumaði fallegan hlaut að vera þessu Iík, bentum svo á þessa eða hina ána, töluðum um persónuleika þeirra því ólíkar voru þær, þetta voru sjálfstæðir einstaklingar. Spjölluðum um bú- skapinn eins og við vildum hafa hann. En við vissum lítt hvað fram- undan var, árin lióu og samfundir okkar urðu strjálli. Ég fluttist burt úr bænum, hann bjó hér og stofn- aði heimili. Hann kvæntist Ragn- heiði Pálsdóttur úr Jökuldal, hún bjó honum ágætt heimili, þau eignuðust þrjú böm. Baldvin Hall- dór, matreiðslumann á Akureyri, Hrafn, afgreiðslumann í Reykja- vík, og Helgu Maríu, húsfreyju á Akureyri. Ragnheiður átti son áð- ur en hún giftist, Pál bifvélavirkja á Akureyri og gekk Sigurður hon- um í föðurstaó og var alltaf mjög kært með þeim. Heimilið var hamingjureitur frænda míns, þar undi hann glaður við sitt og var mjög heimakær. Þó fannst mér á stundum að hann teldi sig hafa farið á mis við eitt- hvað. Var það ekki umsýslan meö kindur? Þar var hugur hans og langan. Eftir erfið veikindi hefur hann kvatt okkur og öðlast hvíld. í trú á annað líf og æðra eignast hann það sem best hæfir. Kannske „hann kemur árdegis út á hlað, í cyrum jarmur lætur.“ Ég þakka frænda mínum öll kynnin allt frá bemsku okkar, bið Guð að blessa sál hans. Við Aðalbjörg sendum Ragn- heiði, bömum þeirra og ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Sigurður Guðmundsson frá Grenjaðarstað. júlí 1995 morgunslopp handa mér og fleira. Þá var tekin mynd af okkur öllum, systrunum, ömmu og mér, hana er ómetanlegt að eiga. Haustið 1948 veiktist Emil maóurinn minn mikið og var sendur á Landsspítalann í bakað- gerð hjá dr. Snorra Hallgrímssyni, ég komst ekki með honum, en fór seinna. Páll og Lovísa tóku á móti honum og sáu alveg um hann. Ég á bréf bæði frá Lovísu og Páli þar sem þau segja frá öllu sem gerðist. Páll var ekki síður hjálpsamur, þau voru samtaka í öllu. Aðgeró- imar urðu fjórar á þrem árum, en unnió á milli. Vió vorum alltaf hjá Lovísu og Páli í sambandi við þær. Stundum lengi, það voru ekki bara við sem nutum hjálpsemi þeirra, heldur margt venslafólk og vinir. Heimili Lovísu og Páls var glæsilegt, alltaf sömu sígildu hús- gögnin og góður andi, þar leið öll- um vel sem komu til þeirra. Þá var Lovísa ekki síður glæsileg, alltaf vel snyrt og klædd, bar sig eins og drottning. Hún hafói gaman af að gleðjast með glöðum svo sem í til- efni afmæla, giftinga eða stúdents- prófs, þar mætti hún alltaf fram á síðasta ár og er mér sagt aó þar hafi hún borið af öðrum. Við höfum alltaf haldið sam- bandinu við með bréfaskriftum, þó höfum við notað símann meira síðustu árin, en skrifað um jól og afmæli. Við töluðum saman í síma rétt áður en hún meiddist, í síóasta skiptið. I sumar sagði hún mér að hún væri farin að hlakka til að fara, þar sem allur hópurinn tæki á móti sér. Hún varð fyrir miklum ást- vinamissi, en var svo einlæg trú- kona aó hún efaðist ekki um að hitta þá aftur í öðru lífi. Nú verður ekki hringt oftar í Lovísu mína, ég vil færa henni þakkir fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig og mína á langri ævi, en minningin lifir. Magna Sæmundsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.