Dagur - 01.08.1995, Blaðsíða 9

Dagur - 01.08.1995, Blaðsíða 9
ENSKA KNATTSPYRNAN Þriðjudagur 1. ágúst 1995 - DAGUR - 9 SÆVAR HREIÐARSSON Baráttan um enska meistaratitilinn aö hefjast: Arsenal og Newcastle sterkust? Nú fer að styttast í að enski boltinn fari að rúlla og segja kunnugir að ensku Iiðin hafi aldrei verið eins sterk og nú. Erlendar stjörnur streyma nú til Bretlandseyja þar sem peningamir virðast nægir og mörg stórtíðindi hafa borist af félagaskipt- um í sumar. Óhætt er að segja að erf- iðar sé að spá fyrir um úrslit en oft áður en þó telja menn að nýir meist- arar verði krýndir að ári. „Ég myndi telja að Arsenal og Newcastle væru líklegust til að hampa titlinum og ég hef einnig trú á að Liverpool verði geysilega sterkt í vetur,“ sagði Þorvaldur Ör- Iygsson, sem er öllum hnútum kunnugur í enska boltanum, þegar hann var spurður út í liðin í úrvals- deildinni. „Þetta em þau lið sem ég tel að hafi sterkasta hópinn. Arsenal er búið að kaupa stórt og Newcastle er með skemmtilegt lið en mér finnst eins og það vanti eitthvað hjá þeim varnarlega. Ég hef ekki mikla trú á Manchester United og mér finnst eins og Blackburn hafi ekki hópinn til þess að verja titilinn,“ sagði Þorvaldur. Keppni í Urvals- deildinni hefst 19. ágúst og hér á eftir er samantekt á því helsta sem hefur gerst hjá félögunum í sumar. Arsenal Arsenal ætlar sér stóra hluti á þessu tímabili og undir stjóm Bmce Rioch em spennandi tímar fram- undan á Highbury. Stóra fréttin kom snemma sumars jiegar hol- lenski framherjinn Dennis Berg- kamp var keyptur frá Inter á Ítalíu fyrir 7,5 milljón punda. Rioch sýndi síðan að honum var alvara þegar hann nældi í enska landsliðsfyrir- liðann David Platt á 4,75 milljón punda. Rioch hefur selt tvo leik- menn sem ekki gerðu stóra hluti með liðinu á síðustu leiktíð og fengið góðan pening fyrir. Svíinn Stefan Schwartz fór til Fiorentina á Ítalíu fyrir 2,3 milljónir punda og bar enska boltanum ekki vel sög- una. Þá fór framherjinn Kevin Campbell til Nottingham Forest fyrir rúmar 2 milljónir punda. Aston Villa Brian Little, stjóri Villa, ætlar ekki að lenda aftur í botnbaráttunni og hefur verið duglegur við að eyða úr fjárhirslum Villa-manna. Þegar em 9,25 milljónir punda farnar í kaup á Gareth Southgate frá Crystal Palace (2,5m), Savo Milosevic frá Partizan Belgrade (3,5m) og Mark Draper frá Leicester (3,25m) og búist er við að nýr miðvörður verði keyptur áður en langt um líður. Milosevic hefur verið mesti markaskorari í Serbíu síðustu þrjá ár, þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs. Síðustu tvö ár hefur hann verið valinn leikmaður ársins um leið og hann hefur tvisvar orðið meistari með Partizan og einu sinni bikarmeistari. Villa hefur selt framherjaparið Dean Saunders og Dalian Atkinson til Tyrklands. Saunders fór til Galatasary fyrir 1,5 milljón punda en Atkinson fór til Fenerbahce fyrir 500.000 pund. Blackburn Rovers Meistarar Blackburn Rovers hafa enn ekki keypt neinn leikmann enda telja þeir eflaust erfitt að bæta það lið sem tryggði þeim titilinn í vor. Það vom þó stórar fréttir sem bámst frá Ewood Park snemma sumars þegar tilkynnt var að Kenny Dalglish væri ekki Iengur fram- kvæmdastjóri félagsins. Dalglish hefur þó ekki yfirgefið félagið því hann skipti einungis um starfsheiti og hækkaði ef til vill eitthvað í launum. Aðstoðarmaður hans, hinn fimmtugi Ray Harford, tók við sem framkvæmdastjóri þau svo Daglish sé enn æðsi maður. í stað þess að eyða peningum í nýja menn hefur Blackbum hækkað launin hjá mesta markaskorara liðsins, Alan Shearer, og fyrir skömmu skrifaði hann und- ir fimm ára samning við félagið. Enginn úr meistaraliðinu hefur horfið á braut þó svo tengiliðurinn Mark Atkins hafi lýst því yfir að hann vilji fara frá félaginu. Chelsea Chelsea kom skemmtilega á óvart þegar félagið tryggði sér einn vin- sælasta knattspymumann síðari ára, Ruud Gullit, snemma sumars. Nýr eigandi hefur tekið við hjá Chelsea og hann kom með nýtt fjármagn í reksturinn. Ekki þurfti þó að borga Sampdoria neitt fyrir Gullit en hann er á himinháum launum. Gullit sagðist hafa valið Chelsea þar sem honum líkaði vel við framkvæmda- stjórann, Glenn Hoddle, auk þess sem honum hefði verið lofað að leika sem aftasti vamarmaður eftir að hafa verið í sóknarhlutverki á Ítalíu undanfarin ár. Annar gamal- reyndur leikmaður var keyptur til Chelsea skömmu síðar en það var Mark Hughes, framherjinn eitil- harði hjá Manchester United og kostaði hann 1,5 milljón punda. Everton Joe Royle, stjóri bikarmeistara Everton, hefur keypt tvo snjalla leikmenn í sumar. Kantmaðurinn Andrei Kanchelskis kom frá Manc- hester United fyrir 5 milljónir punda og er það hæsta upphæð sem Everton hefur borgað fyrir leik- mann. Hann gerði fjögurra ára samning og fær um 1,3 milljónir króna í vikulaun. Everton hefur einnig keypt miðvörðinn sterka Craig Short frá Derby fyrir 2,65 milljónir punda auk þess sem Der- by fær Gary Rowett en hann er metinn á 300.000 pund. Everton leitar sér nú að markverði til að taka við af Neville Southall og Royle reyndi fyrst að ná í Paul Gerrard frá Oldham en tilboð Ever- ton hljóðaði upp á 600.000 pund á meðan Oldham vill fá 2 milljónir. Everton hefur einnig áhuga á Shaka Hislop hjá Reading en hann er einnig metinn á 2 milljónir punda. Leeds United Howard Wilkinson, stjóri Leeds, hefur látið lítið fyrir sér fara á fé- Ruud Gullit leikur aftast í vörn Chelsea og mun setja skemmtilegan svip á enska boltann. lagsskiptamarkaðnum í sumar. Vit- að er að hann er að leita að nýjum miðverði og búið var að semja við Oldham um kaup á Richard Jobson fyrir 800.000 pund en við lækn- isskoðun kom í ljós að eitthvað var óeðlilegt við blóðsýni úr kappanum og því var hætt við kaupin. Des Walker hjá Sheffield Wednesday hefur verið ofarlega á óskalistanum í allt sumar en nú virðist útséð með að hann verði áfram hjá Wednes- day. Þá hefur Leeds einnig átt í við- ræðum við Parma á Ítalíu um kaup á kólumbíska framherjanum Faust- ino Asprilla en ítalska félagið vill fá 6,5 milljónir punda fyrir kappann á meðar. Leeds er ekki tilbúið að borga meira en 3 milljónir. Liverpool Liverpool hefur einungis keypt einn leikmann í sumar og borgað fyrir hann 8,5 milljónir punda. Það er framherjinn Stan Collymore, sem kom frá Forest, og er hann dýrasti leikmaður ensku knattspymunnar. Hann gerði fimm ára samning við Liverpool og fær 1,5 milljónir í vikulaun. Liverpool hafði einnig samið við ungan kantmann, Fran Tiemey, og var tilbúið að borga Crewe 700.000 pund fyrir þennan 19 ára strák. Þegar Liverpool vildi síðan bíða með kaupin í eitt ár og láta drenginn fá meiri reynslu í neðri deildum var fallið frá samn- ingum. Liverpool hefur ekki selt neina leikmenn í sumar en Nigel Clough hefur æft með Wolves í sumar og er sennilega á leiðinni þangað. Þá hefur Atalanta á Ítalíu áhuga á Michael Thomas en Liverpool vill halda honum, þrátt fyrir að hann hafi átt erfitt með að komast í byrjunarliðið. Manchester City Alan Ball hefur tekið við stjómar- taumunum hjá Manchester City og hans beið stórt verkefni strax á fyrstu dögum sínum við stjóm. Þýski tengiliðurinn Maurizio Gaud- ino ákvað að halda aftur til Ein- tracht Frankfurt eftir farsælt tímabil sem lánsmaður hjá City. Til að leysa hann af var keyptur 21 árs tengiliður frá Georgíu, fyrrum lýð- veldi Sovétríkjanna. Sá heitir Georgiou Kinkladze og borgaði City 2 milljónir punda fyrir stráksa. Hann var í meistaraliði Dynamo Tblisi og hefur vakið athygíi fyrir frammistöðu sína í landsliði Georg- íu. City hefur fylgst með honum í 6 mánuði og gerði samkomulag við Tblisi síðasta vetur. Þegar svo AC Milan og Manchester United fóru að spyrjast fyrir um hann ákváðu stjómarmenn City að ganga frá kaupunum og skrifaði hann undir þriggja ára samning við City. í heimalandinu gengur Kinkladze undir gælunafninu Kinky og kunna Tjallamir eflaust vel að meta það. Manchester United Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur sætt harðri gagnrýni í sumar fyrir að selja þrjá sterka leik- menn án þess að kaupa menn í stað- inn. Mesta deilan hefur verið um söluna á miðjumanninum snjalla Paul Emerson Carlyle Ince, sem seldur var til Internazionale á Ítalíu fyrir rúmar 6 milljónir punda. Ann- ar kappi sem vildi fara var Andrei Kanchelskis og fór hann til Everton fyrir 5 milljónir. Þriðji sem var seldur var Mark Hughes og mun hann leiða framlínu Chelsea í vetur. Ferguson gaf út bók í síðustu viku þar sem hann lýsti því m.a. hvemig lið hans yrði sennilega uppbyggt í vetur. Roy Keane og Nicky Butt stjórna miðjunni, Ryan Giggs og Lee Sharpe á köntunum og Eric Cantona og Andy Cole frammi. Cantona er ekki laus úr leikbanni fyrr en 1. október og til að byrja með yrði því að stilla öðruvísi upp. í bókinni segir hann einnig frá ung- um framherja, Terry Cooke, sem hefur slegið í gegn í unglingaliðinu og ekki er ólíklegt að hann fái tæki- færi í vetur. Newcastle United Kevin Keegan hefur borgað 12,5 milljónir punda fyrir nýja leikmenn í sumar og er enn ekki hættur. Fyrstur í sarpinn var enski lands- Iiðsframherjinn Les Ferdinand frá QPR sem kostaði 6 milljónir punda og næstur kom landsliðsbakvörður- inn Warren Barton frá Wimbledon fyrir 4 milljónir. Rúsínan í pylsu- endanum var síðan franski sóknar- maðurinn David Ginola sem keypt- ur var frá Paris Saint Germain fyrir 2,5 milljónir punda og þykir það gjafverð miðað við gangverð á leik- mönnum í dag. Newcastle hefur selt vamarmanninn Barry Venison til Galatasary fyrir 500.000 pund auk þess sem einn efnilegasti leik- maður félagsins, enski U21 árs landsliðsmaðurinn Chris Holland, varð fyrir árás fyrir utan skemmti- stað í Newcastle og missti að mestu sjón á öðru auga. Nottingham Forest Nottingham Forest er í Evrópu- keppni félagsliða í vetur og er með sterkara lið en í fyrra. Helsta stjama liðsins, Stan Collymore, var seldur til Liverpool og hans verður eflaust saknað fyrir framan markið en hann var ekki vinsæll meðal félaga sinna í liðinu og herma fregnir að flestir hafi þeir verið ánægðir þegar hann yfirgaf félagið. Þær 8,5 milljónir sem komu í kassann hafa verið not- aðar viturlega til þess að styrkja lið- ið. ítalski framherjinn Andrea Silenzi var keyptur frá Tórínó fyrir 1,8 milljón punda og með honum í fremstu víglínu verður sennilega Stan Collymore var keyptur fyrir metfé til Liverpool og á eflaust eftir aö skora grimmt fyrir félagiö. Kevin Campbell, sem keyptur var frá Arsenal fyrir 2 milljónir. Þá kom tengiliðurinn Chris Bart-Willi- ams frá Sheffield Wednesday fyrir sömu upphæð en hann er í hópi efnilegri manna í enska boltanum. Tottenham Hotspur Gerry Francis, stjóri Tottenham, hefur verið gagnrýndur fyrir að selja heimsklassa leikmenn og kaupa meðalskussa í staðinn. Jurg- en Klinsmann fór til Bayem Miinchen fyrir 1,7 milljónir punda og Gica Popescu til Barcelona fyrir 3 milljónir. í staðinn var keyptur Chris Armstrong frá Crystal Palace fyrir 4,5 milljónir og em misjafnar skoðanir á þeim kaupum. Þá hefur Tottenham fengið aftur rúmenska sóknartengiliðinn Ilie Dumitrescu en hann var lánaður til Sevilla á Spáni í vetur. Önnur lið Guðni Bergsson og félagar hans hjá Bolton verða sennilega í neðri hlut- anum. Eini nýi leikmaðurinn er Chris Fairclough, sem keyptur var frá Leeds fyrir 500.000 pund. Coventry ætlar sér að vera í efri hlutanum og keypti í gær John Salako frá Coventry fyrir 1,5 millj- ónir og hafði áður notað 500.000 pund í Brasilíumanninn Marques Isaias frá Benfica. Þá kom tengilið- urinn Mike Telfer frá Luton og gamla brýnið Peter Shilton frá Bolton. Mike Marsh var seldur til Galatasary og þeir Steve Pressley og Sandy Robertsson til Dundee United fyrireina milljón punda. Miklir fjámiunir em til taks hjá Middlesbrough en enn sem komið er hefur félagið farið sér hægt í leikmannakaupum. Efstur á óska- listanum er brasilíski leikstjómand- inn Juninho frá Sao Paulo. Einn af lykilmönnum liðsins undanfarin ár er horfinn á braut því framherjinn Paul Wilkinson var seldur til Tranmere fyrir 500.000 pund. QPR seldi gimsteininn sinn í sumar. Les Ferdinand fór til New- castle fyrir 6 milljónir punda og bakvörðurinn Clive Wilson fór til Tottenham á frjálsri sölu. í staðinn kom fyrirliði ástralska landsliðsins, Ned Zelic, frá Bomssia Dortmund í Þýskalandi fyrir 1,25 milljón punda og tengiliðurinn Simon Osbom var keyptur frá Rading fyrir 1,1 milljón punda. Sheffield Wednesday hefur ráð- ið David Pleat til að taka við af Trevor Francis og fyrstu kaup hans voru á Belganum Marc Degryse frá Anderlecth fyrir 1,5 milljónir punda og Mark Pembridge kom frá Derby fyrir 900.000 pund. Hann reynir nú að sannfæra sænska bakvörðinn Roland Nilsson að snúa aftur frá heimalandinu. Dave Merrington heitir nýji stjórinn hjá Southampton en hann hefur verið þjálfari hjá fé- laginu undanfarinn áratug. Harry Redknapp, stjóri West Ham, hefur borgað 1 milljón punda fyrir hávaxinn hollenskan frani- herja, Marco Boogers, frá Sparta Rotterdam. Þá var gengið frá kaup- unum á danska miðverðinum Marc Rieper frá Bröndby fyrir I milljón punda en Rieper var hjá West Ham á síðasta tímabili sem lánsmaður. Wimbledon komst helst í frétt- imar í sumar fyrir ólæti leikmanna á sumardvalarstað við Miðjarðar- haf. Liðið hefur selt landsliðbak- vörðinn Warren Barton til New- castle fyrir 4 milljónir og reynir nú að halda í stærstu stjömu liðsins, Dean Holdsworth. Einu kaupin í sumar em á markverðinum Paul Heald frá Leyton Orient fyrir 125.000 pund og mun hann taka við stöðunni af hinum hollenska Hans Segers. Dennis Bergkamp klæöist Arsenal-treyjunni og liðinu er spáö góöu gengi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.