Dagur - 09.09.1995, Side 6

Dagur - 09.09.1995, Side 6
6 - DAGUR - Laugardagur 9. september 1995 Ekki nóg að hafa útlitið var Kolla með í för og sá um að allt væri í lagi og greinilegt að hún skipar sérstakan sess í huga Ásdís- ar. Var alveg róleg Talið berst að keppninni í Seoul sem er skiljanlega ofarlega í huga enda varla liðnir nema nokkrir dagar síðan henni lauk. Ferðalög eru stór hluti fyrirsætustarfsins og þó þau geti vissulega verið spenn- andi eru ferðimar oft langar og þreytandi. „Við tókum flug frá ís- landi til Amsterdam í þrjá tíma. Síðan tók við tólf tíma flug til Kóreu og því næst sex tíma rútu- ferð í æfingabúðirnar sem voru úti í sveit,“ segir Ásdís. í æfingabúðunum var verið að undirbúa lokakvöldið svo allt yrði sem glæsilegast þegar stóra stund- in rynni upp. Föt voru mátuð, ýmsar hárgreiðslur prófaðar, stúlkumar fóru í viðtöl við dómar- ana og tekin voru myndbönd af stúlkunum sem voru síðan sýnd á lokakvöldinu, bæði af hópnum og eins af hverri stúlku fyrir sig. „Við vorum 66 stelpur og okkur var skipt í sex hópa. Ég lenti í hóp sem hét Water world og mynd- bandið sem var tekið af mér var þar sem ég var í safarí bikiníum við einhvem foss að þvo mér um hárið. Þetta var síðan sýnt á stóra skjánum í keppninni um leið og ég gekk inn.“ Annan daginn var tekið mynd- band af öllum stúlkunum saman. „Við vorum allar greiddar eins, með fléttur, og klæddar í risastóra kóreska kjóla. Við gengum í gegnum musteri sem er 1300 ára gamalt og út um risastóra hurð. Állt í kring um okkur voru dansar- ar. Á lokakvöldinu var þetta notað þannig að á stóra skjánum sáumst við fara út um musterisdyrnar og komum síðan inn á sviðið.“ - Var mikill spenningur á loka- kvöldinu? „Maður var auðvitað spenntur og þetta var ofsalega gaman en ég var alls ekkert stressuð. Ég og Guðrún, frá Islandi, vorum bara að syngja, spila á spil og hafa gaman af. Frá fyrsta degi voru ljósmyndarar búnir að elta mig, sjónvarpsstöðvarnar voru búnar að taka við mig viðtöl og margir spáðu mér velgengni áður en kom að lokakvöldinu og því kom 3. sætið mér kannski minna á óvart en ella. En þetta var rosalega gam- an. Ég var líka stolt því ég var bú- in að leggja mikið á mig og þurfti að sýna mínar bestu hliðar allan tímann.“ Stefnan sett á New York Þriðja sætið í Elite keppninni opn- ar Ásdísi ýmsa möguleika. Henni býðst tveggja ára samningur með Elite ef hún hefur áhuga á og eru tryggðar a.m.k. fintm milljónir króna í laun næstu tvö árin ef hún tekur þeirri vinnu. Ásdís hefur ákveðið að taka sér frí frá námi og Ásdís ásamt keppendum í Elite keppninni sem voru frá Asíulönd- um. - þarf að vera snyrtilegur, skipulagður og hafa áhuga Margar ungar stúlkur dreymir glœsta drauma um frama á fyrirsœtusviðinu og sjá starf fyrirsœtunnar fyrir sér í dýrðarljóma. Flestar verða þœr að láta sér draum- ana nœgja en þó eru íslensku stúlkurnar, sem hafa náð frama íþessum harða heimi, ótrúlega margar. Ein þeirra er 17 ára stúlka frá Akureyri, Ásdís María Frank- lín, sem varð nýverið í 3. sœti ífyrirsœtukeppni Elite í Suður-Kóreu. Arangur Asdísar er sá besti sem íslensk stúlka hefur náð íElite keppni en margar heimsþekktar fyrirsœtur, eins og Cindy Crawford og Naomi Campbell, hófu ferilinn hjá Elite. Það er móðir Ásdísar, Sigur- laug Vigfúsdóttir, sem kemur til dyra. „Ásdís er alveg að koma, má ekki bjóða þér kaffisopa meðan þú bíður?“ Sigurlaug heldur blaðamanni upp á snakki meðan beðið er eftir Ásdísi sem er ný- komin frá S-Kóreu og er í nokk- urra daga fríi heima á íslandi áður en hún heldur til New York til frekari fyrirsætustarfa. „Þetta byrjaði allt hautið 1992 þegar Kolbrún Aðalsteinsdóttir hélt framkomunámskeið á Akur- eyri,“ segir Ásdís um upphafið af fyrirsætustörfunum. í framhaldi af námskeiðinu tók hún þátt í keppni á Akureyri þar sem hún varð í 2. sæti og vorið 1993 var hún í hópi 20 íslenskra ungmenna sem fóru til New York í keppni sem var á vegum Model Association of Am- erica International (MAAI). í þessari keppni var fjöldi umboðs- skrifstofa að fylgjast með og skoða fyrirsæturnar. „Ég gekk þama inn í risastóran sal, fór upp á pall og sagði: „Góða kvöldið, ég er númer 624. Takk fyrir.“ Síðan gekk ég í gegnum salinn þar sem voru fulltrúar frá um 200 umboðs- skrifstofum, bæði fyrir fyrirsætur, leikara, dansara og fleiri.“ Ásdísi gekk mjög vel í keppn- inni í New York og margar um- boðsskrifstofur höfðu áhuga á að fá hana í vinnu. Hún valdi að fara til Names í Mflanó og sumarið 93 var hún á Ítalíu að vinna sem fyr- irsæta, þá aðeins 14 ára gömul. 14 ára á Ítalíu Fyrirsætubransinn er harður og óvæginn heimur og getur verið erfitt fyrir óharðnaðan ungling að fóta sig þar. Ásdís er svo heppin að Kolbrún Aðalsteinsdóttir, sem upphaflega „uppgötvaði" hana, hefur fylgt henni í gegnum súrt og sætt og verið hennar hægri hönd frá upphafi. Hún ber hag fyr- irsæta sem starfa á hennar vegum mjög fyrir brjósti og^ reyndar ólík- legt að foreldrar Ásdísar hefðu hleypt henni til Ítalíu svona ungri ef Kolbrún hefði ekki verið til staðar. „Ég hefði ekki verið í þess- ari Elite keppni og væri ekki búin að gera neitt ef Kolla hefði ekki tekið mig með í keppnina í New York,“ segir Ásdís. „Hún fór á undan okkur til Ítalíu til að athuga skrifstofuna og við komum síðan á eftir henni þegar við vorum ör- uggar um að skrifstofan væri góð. Ásdís ásamt Kolbrúnu Aðalsteins- dóttur. „Ég hefði ekki verið í þess- ari Elite keppni og væri ekki búin að gera neitt ef Kolla hefði ekki tek- ið inig með í keppnina í New York,“ segir Ásdís. Kolla vemdar okkur mjög vel og hún sér um allt fyrir okkur eins og flugmiða, að við fáum réttar vinn- ur og annað í þeim dúr.“ Móðir Ásdísar tekur undir að Kolbrún hafi reynst Ásdísi og öðr- um íslenskum fyrirsætum vel. „Mér fannst öryggi að hafa Kollu þama. Ég fór þarna út hluta af fyrsta sumrinu og eftir að ég var búin að fara þarna og sjá hvemig að þessu var staðið var ég miklu rólegri. Það var verið að hringja í þær utan vinnutíma til að athuga hvort allt væri ekki í lagi og þess- ar sem voru svona ungar máttu t.d. ekki fara á diskótek nema ein- hver frá Names skrifstofunni væri með þeim og sæi um að þær kæm- ust öruggar heim.“ Ásdís fór aftur til Italíu sumar- ið 94 og 95 en á veturna var hún í skóla. I vor tók hún þátt í Elite keppninni á íslandi, en Elite skrif- stofan hafði tekið eftir henni í keppninni í New York og hvatti hana til að taka þátt í keppni á vegum Elite. Ásdís var í fyrsta sæti keppninnar á íslandi, ásamt Guðrúnu Lovísu Ólafsdóttur, og fóru þær báðar til S-Kóreu til að taka þátt í úrslitakeppninni. Enn

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.