Dagur - 09.09.1995, Síða 10

Dagur - 09.09.1995, Síða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 9. september 1995 ÆSKUMYNDIN STEINUNN BJARMAN Þegar þau voru lítil voru þau allt- af að flytja. Þau fluttu stundum vor og haust. Stelpunni fundust flutningar mjög skemmtilegir. Tilstandið þegar pakka þurfti nið- ur öllu dótinu og kveðja gamla staðinn og flutningadagarnir vor og haust þegar fjölskyldur fluttu á milli bæjarhluta. Allt gerðist þetta eftir vissum reglum. Húsgögnum var staflað upp á vörubílspalla. Krakkamir fengu oft að sitja á stólum eða dívönum á bílpöllun- um og það var ekki ónýtt að horfa niður á krakka á götunni og láta þá öfunda sig. Síðan fengu þeir að standa á pallinum til baka og halda í slána við bflstjórahúsið. Þá var líka gaman að fylgjast með þeim sem fóru gangandi og báru balana. I stóra bala var raðað því sem brothætt var og allt stoppað með fatnaði eða dúkum. Þeir sem bám balana á milli sín fóru hægt og gætilega upp eða niður brekkumar og gættu þess að reka sig ekki í steina. Það var eins gott að leirtauið kæmist óbrotið á leiðarenda. Bærinn var alltaf fullur af fólki sem var að flytja tvo til þrjá daga um miðjan maí og í lok september ár hvert. Það sem stelpunni þótti þó allra skemmtilegast var nýi stað- urinn sem flutt var á. Tilfinningin þegar hún gekk úr einu herbergi í annað og virti fyrir sér nýja stað- inn var nærri því eins og hún væri að nema land. Hún gat aldrei skil- ið mömmu sína eftir að þau voru hætt að flytja og héldu áfram að búa í Hamarstígnum árum saman. Mamma hennar sagði: „Annað slagið fæ ég martröð og í mar- tröðinni er ég alltaf að flytja.“ Tvö sumur bjuggu þau í þing- húsinu á Hrafnagili. í fyrra skipt- ið fluttu þau úr Munkaþverár- stræti 5. Það var sumarið 1934. Vorið eftir fluttu þau fram eftir úr Hafnarstræti 37. Mestöllu dótinu þeirra var komið í geymslu og þau fluttu aðeins það nauðsynleg- asta með sér í sveitina. Pabbi þeirra leigði lítið herbergi í bæn- um, en kom til þeirra með mjólk- urbflnum seinni part laugardags og fór eldsnemma á mánudags- morgnum. Þeim þótti þinghúsið bæði glæsilegt og dularfullt. Uppi var samkomusalur og leiksvið. Það kom sjaldan fyrir að þau fengju að fara upp á loftið. Það gerðist aðeins eftir böll þegar sal- urinn var þrifinn. Niðri að norðan var fatageymsla og klósett en þau bjuggu í suðurhlutanum. Þau höfðu tvö lítil samliggjandi her- bergi og úr öðru var gengið í lítið eldhús í suðvesturhominu og á eldhúsinu vom útidyr. Það var frjálslegt að vera kom- in í sveit og margt að skoða. Hús- ið stóð á malargrund, en vestan við það voru grasigrónar brekkur og þar stóð líka kamarinn þeirra. I brekkunni var heit laug. Þangað var sótt heitt vatn til að þvo krökkunum eða þá að þeir þvoðu sér sjálfir við laugina. Mamma þeirra þvoði líka þvottinn þar. Skammt sunnan við húsið rann á og á henni var trépallur sem þau fóru yfir. Hinum megin við ána var skógarreitur sem ungmenna- félagið átti. Það var girðing í kringum reitinn og stórt hlið sem systumar lærðu að opna og engu var líkara en þama hefðu þær drullukökudeig. Piltamir óku steypunni í hjólbörum eftir mjó- um plönkum og steyptu ofan í gryfjuna þar sem sundlaugin átti að vera. Þegar búið var að steypa laugina var aðalskemmtunin að leika sér í sundlauginni. Þær voru þar í boltaleikjum og eltingaleikj- um. Það var óendanlega skemmtilegt að hlaupa þar fram og aftur, því að botninn í henni hallaðist svo mikið. Þær þóttusl alltaf vera að synda og gerðu margs konar kúnstir í lauginni, en það var ekki komið vatn í hana þegar þetta var. Eftir kvöldmatinn fóru þær gjaman í heimsókn til piltanna í tjaldið. Þeir voru kátir og skemmtilegir og sungu fyrir þær og þeir áttu líka handsnúinn grammófón sem þeir spiluðu á fyrir þær. Þeir elduðu handa sér sjálfir og í tjaldinu var stór kassi með Frónkexi sem þeir gáfu stelpunum úr þegar þær komu í heimsókn. Stelpumar voru orðnar svo stórar að þær fengu að fara á næstu bæi. Stundum vom þær lflca að kaupa mjólk fyrir mömmu á Hrafnagilsbænum. Þar voru systur á þeirra aldri sem fljótlega urðu vinkonur þeirra. Þar léku þær sér í stóru herbergi og helst settu þær upp leikrit og þá kom sér vel að hafa farið á bamaskóla- skemmtun og geta kennt stelpun- um leikritin sem þar höfðu verið. Þær fóru líka út að Kroppi og kynntust Bíbí sem var nákvæm- lega upp á dag jafngömul og Radda og þar fengu þær líka að leika sér. Það eina sem skyggði á gleðina þetta sumar var kíghósti sem var að kvelja Röddu. Þegar læknirinn hafði komið til að sprauta þau var hún svo óþæg að ekki var hægt að sprauta hana og svo var litli bróðir þeirra, hann Ami, líka svo slæmur af hóstan- um. Um mitt sumar kom Bjössi, stóri bróðir þeirra, heim úr sveit- inni, því að hann hafði meitt sig á fæti. Hann var í gifsi og lét þær allar stjana við sig. Hann hafði verið í sveit langt í burtu og var alltaf að segja þeim tröllasögur frá Breiðabólstað á Skógarströnd. Þeim fannst nafnið svo ævintýra- legt og þegar hann sagði þeim frá fjörunni og öllum skeljunum sem þar voru sátu þær dáleiddar. Hann lét alla sem komu skrifa á gifsið og þegar hann þurfti að fara eitthvað út, t.d. á kamarinn, komu þær allar til að styðja hann. Oft komu gestir til þeirra í þinghúsið, en einum þeirra gleymdu þær aldrei. Þá kom frændfólkið úr Oddeyrargötunni og þar með var auðvitað Maggi frændi þeirra sem hafði mjög gaman af að stríða þeim. En Maggi var skemmtilegur og vinur þeirra og besti vinur Bjössa. Hann ætlaði að gista hjá þeim eina nótt og fara svo með mjólk- urbflnum daginn eftir. Þegar fólk- ið hans var farið og komið kvöld sagðist Maggi ekki vilja sofa hjá þeim á Hrafnagili, heldur hjá mömmu sinni. Það var alveg sama hvemig reynt var að telja honum hughvarf, allt í einu var hann hlaupinn af stað. Hann hljóp svo hratt að engin leið var að ná honum. Nú fór í verra. Hvað átti til bragðs að taka? Borga var Hrafnagil eignast sinn einkaskóg. Skammt frá var líka fjárrétt. Fyrra sumarið sem þau voru á Hrafnagili voru systurnar þrjár, Radda, Nunna og Silla, alla daga úti að leika sér. Eldri systkinin voru í sveit og Nonni litli bróðir þeirra var of lítill til þess að geta leikið sér við þær. Þær tíndu blóm og færðu mömmu sinni og þær áttu líka dálítið bú. Endalaust voru þær að búa til drullukökur. Þær röðuðu kökunum upp á litlar fjalir sem þær fundu skammt frá og skreyttu þær með blómum. daginn þegar Radda fór á kamar- inn og stelpurnar sátu fyrir fram- an og biðu eftir henni sáu þær skyndilega að jörðin gekk í bylgj- um og í sömu mund slóst kamar- hurðin upp og í dyrunum stóð Radda með allt á hælunum. Þama var á ferðinni landskjálftinn mikli sem seinna var oftast kallaður Dalvíkurskjálftinn, en systurnar settu hann alltaf í samband við kamarinn á Hrafnagili. Þegar líða tók á sumarið og kvöldin urðu dimm kveikti mamma á olíulampa sem hún Hrafnagil og fannst þær hálft í hvoru vera komnar heim og hlupu um allt til þess að heilsa upp á gömlu staðina. En nú stóð mikið til, því að norðan við húsið var verið að byggja sundlaug. Við sundlaugarbygginguna unnu aðallega þrír menn sem bjuggu í tjaldi í skógarlundinum. Systurn- ar voru ekki lengi að kynnast þessum mönnum. Reyndar voru þetta bara ungir piltar og einn þeirra, Ingvar Brynjólfsson, var frændi þeirra og gamall kunningi, en Borga systir hans var að hjálpa Afmælishátíö KEA á Hrafnagili sumarið 1936. Hér má sjá skemmtipallinn sem komið var upp og fánaborgina sem prýddi hann. Skagfirðingabúð hét veitingatjaldið á afmælishátíðinni. Eins og sjá má á myndinni var þetta gríðarlega mikið mann- virki. Þama voru raðir af sóleyjarkök- um, fíflakökum, gleymméreyjar- kökum eða stórum kökum með margs konar blómum. Stundum gengu þær um grundimar skammt frá með mömmu sinni sem var með litla bróður í vagn- inum. Þær fóru líka oft í skógar- reitinn að leika sér. Eina vanda- málið þar voru kóngulóarvefir og randaflugur. Radda var svo hrædd við að fá á sig vef, sem margir voru á milli trjánna, og hún var líka dauðhrædd við randaflugur. Þetta sumar lentu þau í ógleymanlegu ævintýri. Einn hafði meðferðis, því að á Hrafna- gili var ekkert rafmagn. Maturinn var líka eldaður á olíuvél og stelpumar vissu að ekki mátti koma nærri henni. Þær hlökkuðu mikið til laugardaganna og voru alltaf að hlaupa niður á veg og líta út eftir og athuga um mjólk- urbílinn og bíða eftir pabba. Hann kom alltaf færandi hendi og hafði eitthvað gott handa þeim. Seinna sumarið á Hrafnagili varð lflca viðburðarflct og þá höfðu þær eignast annan lítinn bróður og Nonni litli var byrjaður að vappa um með þeim. Þær hlökkuðu mikið til að fara í mömmu þeirra. Hinir urðu lflca vinir þeirra. Þeir voru bræður, Erik og Henning Kondmp. Systumar fylgdust nákvæm- lega með sundlaugarbyggingunni. Piltarnir grófu fyrir lauginni og fóru svo að slá upp og þær fengu gjaman timburbúta sem hægt var að nota sem brauðföt fyrir dýr- indis drullukökur sem aldrei varð neitt Iát á. Síðan hrærðu þeir steypuna á stómm trépalli. Þær fylgdust spenntar með þegar sem- entinu var blandað saman við sandinn og síðan hellt vatni út í úr fötum. Þetta var nærri því eins og þegar þær voru að hræra

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.