Dagur - 09.09.1995, Page 12

Dagur - 09.09.1995, Page 12
12 - DAGUR - Laugardagur 9. september 1995 I VINNUNNI HJÁ KARÓLÍNU <jUNNARSDÓTTUR, ÞROSKAÞJÁLFA Skemmtilegast þegar bömin sýna framfarir Karólína Gunnarsdóttir, eða Lína, eins og flestir kalla hana, er þroskaþjálfi og vinnur sem umsjónarmaður leikfangasafns á Svæðisskrifstofu fatlaðra á Norðurlandi eystra. Hún hefur sinnt þessu starfi í tvö ár en hef- ur starfað með fötluðum börn- um í tíu ár, eða síðan hún út- skrifaðist úr Þroskaþjálfaskól- anum árið 1985. „Þroskaþjálfar vinna með fatl- aða á öllum aldursstigum og má segja að þeir fylgi fötluðum frá vöggu til grafar. Þeir fá sína menntun í Þroskaþjálfaskólanum og þar er lögð áhersla á almennan þroska og einnig öll þau frávik sem fylgja. Námið er til þriggja ára og er ekki viðurkennt sem há- skólanám heldur flokkað sem nám á framhaldsskólastigi líkt og nám- ið í Fósturskólanum,“ segir Lína. Samkvæmt lögum um málefni fatlaðra eiga að vera leikfangasöfn á öllum svæðisskrifstofum fatl- aðra og einnig á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Starfsfólki á leikfangasöfnum er ætlað að sjá um ráðgjöf til foreldra fatlaðra bama og þeirra sem annast bömin á leikskólum og í skólum. Leik- fangasafnið lánar síðan út leik- föng bæði til foreldra og líka inn á leikskólana. Ltna segir að starfið sé unnið í samráði við viðkom- andi sveitarfélög og hún vinni t.d. mikið með Leikskóladeild Akur- eyrarbæjar. A leikfangasafninu eru tveir starfsmenn og skipta þeir með sér því svæði sem heyrir und- ir skrifstofuna. Lína sér um Akur- eyri og nærsveitir en Lone Jensen sér um afganginn af svæðinu sem er Dalvík, Ólafsfjörður og Þing- eyjarsýslumar. Þarfir barnanna misjafnar Starfið hennar Línu er mest byggt upp á ráðgjöf til þeirra sem annast fötluð böm. „Flest bömin sem hingað koma í þjálfun koma vegna tilvísunar frá bamalæknum en tilvísanir geta komið frá hverjum sem er. Börnin koma hingað 1 -2 í viku, eða ég fer heim til þeirra. Eg reyni að ráðleggja foreldrum hvemig best sé að leika við bamið og virkja það. Það þarf að finna út hvað baminu hentar best því þarfir fatlaðra bama em mjög misjafnar. Þau geta verið mikið fötluð og þurfa því mjög sérhæfð leikföng en sum eru minna fötluð og þurfa almennari leikföng." Lína segir misjafn hve mörg böm séu í þjálfun í einu. í augna- blikinu séu þau þrjú sem komi að meðaltali tvisvar í viku en flest hafi þau verið fimm. „Það er líka algengt að böm komi hingað í stuttan tíma, eins konar tékk þar sem verið er að athuga ákveðna þætti. Mjög mörg böm eru með seinkaðan þroska en eru í raun ekki fötluð. Við tökum yfirleitt bara fötluð böm en höfum þó at- hugað öll böm innan tveggja ára aldurs sem hingað koma með til- vfsun. Þau sem eru eldri en tveggja ára látum við leikskólana frekar um.“ Þó Lína sé yfirleitt ekki með böm í þjálfun eftir að þau eru komin inn á leikskóla fylgir hún samt börnunum eftir og er með ráðgjöf inn á leikskólana líka. „Ég bý til þjálfunaráætlanir og fylgi þeim síðan eftir. Það er heilmikil vinna því það er mismikið af fag- fólki á leikskólunum þannig að það þarf mikla ráðgjöf og eins leita foreldrar áfram eftir ráðgjöf hingað þó böm séu komin á leik- skólaaldur.“ Flytjum oft vondar fréttir Helsta kost vinnunnar segir Lína vera hve hún sé fjölbreytt. Starfið sé líka gefandi en geti þó verið erfitt. „A safninu geri ég almennar þroskaathuganir en sálfræðingur sér um þessi stöðluðu próf. Síðan er talað við foreldra á eftir og oft erum við að segja vondar fréttir sem getur verið mjög erfitt. Skemmtilegustu stundimar em hinsvegar líka margar en ætli sé ekki skemmtilegast þegar börnin sýna framfarir og vel gengur.“ Vinnutíminn hjá Línu er frá átta til fjögur og oftast nægir sá tími henni til að ljúka þeirri vinnu sem hún þarf. Stundum er þó ým- islegt aukalega á dagskrá og hefur hún t.d. tekið þátt í að vera með námskeið fyrir foreldra. Lína er með 88 þúsund krónur í fastalaun á mánuði sem henni þykir heldur lágt og segir hún að mikill skortur sé á þroskaþjálfum, sérstaklega fyrir norðan. „Mín vinna væri einfaldari ef meira væri af fagfóki á leikskólunum því þá þyrfti ég ekki að sinna eins mikilli ráðgjöf út á leikskólana. Þegar ófaglært fólk er að læra og mjög mikið fötluð böm þarf mikið eftirlit og oft hreinlega að sýna fólki hvernig á að vinna með bömin.“ AI MATARKRÓKUR Gómsætir réttir frá Portúgal Mozambique rœkjur B°r>ð með snittubrauði Cataplana de Carnes Sandra Carla Barbosa.frá Portú- gal, leggitr til uppskriftir í Matar- krókinn aí) þessu sinni. Sandra er gift íslenskum manni og hefur verið búsett á íslandi í tíu ár. Hútn býr núna á Akureyri ásamt manni og tveimur börnum sem heita Oddttr og Jara. Allir réttirnir sem Sandra býður upp á eru portúgalskir að undan- skildum forréttinum, sem erfrá Mo- zambique, en Mozambique var portúgölsk nýlenda og reyndar fceddist Sandra I því landi og átti þar heima fyrstu ár œvi sinnar. Cataplana de Carnes er þjóðarrétt- urfráAlgarve íPortúgal. „Cata- plana er sérstakur pottur úr kopar, stór og með loki ofan á, og ég veit um nokkra íslendinga sem liafa keypt svona pott út í Portúgal, “ segir Sandra. Þeir sem búa ekki svo vel að eiga Cataplana pott þurfa þó ekki að örvœnta því luegt er að nota venjulegan pott í staðinn. Saltfisk- urinn er vinsœll alls staðar í Portú- gal, segir Sandra, og sönut sögu er að segja af grjónagrautnum. Sandra skorar á Vilborgu Odds- dóttur til að vera með uppskriftir í næsta matarkrók, en Vilborg býr einnig á Akureyri. I kg rœkjur í skel 4 pressuð hvítlauksrif gróft salt Tabasco sósa (eftir smekk) 1 sítróna matarolía Blandið saman hvítlauk, salti, sítrónusafa og Tabasco sósu. Rækjan er klippt eftir endilöngu upp að hausnum og hún smurð vel með kryddblöndunni. Látið bíða í 2 klst. Olían er hituð á pönnu og rækjan steikt á pönnunni. Rækjan er síðan sett á fat og afgangurinn af krydd- blöndunni er settur saman við olíuna og þessu helt yfir rækjuna. 700 g afsvtnakjöti 2 laukar ‘A rauð paprika 2 hvítlauksrif 1 láiriðarlauf 3 msk. tómatkraftur steinselja (sö.xuð) 2 msk. ólívuolía Pepperoni og beikon (eftir smekk) rœkjur og hörpudiskur (eftir smekk) nýmjólk rjómi Merjið hvítlauksrifm, skerið lauk- inn í þunnar sneiðar og brúnið í olíunni á pönnu. Skerið svínakjöt, pepperoni og beikon í bita og bætið saman við laukinn. Kryddið með salti og pipar. Þekið það sem í pottinum er með mjólk og bætið tómatkraftinum, lárviðarlauftnu, steinseljunni og rauðu paprikunni (skorin smátt) sam- an við. Látið malla þangað til kjötið er orðið meyrt. Að lokum er rækjunni og hörpudisknum bætt við. Sjóðið í 2-3 mínútur. Setjið smá slettu af rjóma útí. Berið l'ram með hrísgrjónum. Saltfiskur í rjómasósu 600 g saltfiskur 500 g kartöflur 2 laukar matarolía 2 msk. smjörliki Sjóðið fiskinn, hreinsið roðið og beinin og rífið fiskinn niður í ræmur. Skerið kartöflurnar í skífur og djúp- steikið í olíunni. Skerið laukinn í þunnar sneiðar og brúnið í smjörlík- inu. Setjið í eldfast mót, fyrst kartöfl- ur, þá salfi.sk og síðast laukinn. Hell- ið sósunni yfir og stráið pármesanosti ofan á. Setjið í heitan ofn og bakið þar til rétturinn er fallega brúnn. Gott að hafa salat með. Sósa 2 msk. smjörlíki 2 msk. hveiti 5 dl mjólk 2 dl rjómi 1 msk. stcrkt sinnep sítrónusafi salt, pipar og parmesanostur Bræðið smjörlíkið í potti. Hrærið hveiti saman við og bætið síðan mjólkinni útí ásamt 1 dl af rjóma. Hrærið þar til sósan er orðin þykk. Kryddið með sinnepi, sítrónusafa, salti og pipar og setjið síðan hinn dl af rjómanum útí. Portúgalskur grjónagrautur 125 g hrísgrjón / tsk. salt 1 st. kanelstöng Sítrónubörkur (einn sœmilega stór biti) 6 dl mjólk 80 gsykur 2 eggjarauður kanell Skolið hrísgrjónin vel. Sjóðið 3 dl af vatni með tsk. af salti. Setjið hrísgrjónin í vatnið þegar suðan kem- ur upp og látið sjóða í 10 mínútur. Mjólk, kanelstöng og sítrónubörkur er sett í annan pott og suðan lálin koma upp. Kanelstöngin er tekin upp úr og afgangnum hellt í hrísgrjóna- pottinn. Soðið áfram í ca. 30 mínútur við vægan hita. Potturinn tekinn af hellunni og bætt í sykri og eggjarauð- um. Sett aftur á helluna í augnablik. Sett í skál og skreytt með kanel. AI Sandra Carla Barbosa ásamt sex ára dóttur sinni sem heitir Jara. Mynd: bg

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.