Dagur - 09.09.1995, Síða 20

Dagur - 09.09.1995, Síða 20
MðtJR Akureyri, laugardagur 9. september 1995 Akureyrarbær: Róttæk uppstokkun á tómstundamálum Afundi íþrótta- og tóm- stundaráðs Akureyrarbæjar í vikunni voru Iagðar fram hug- myndir að róttækri uppstokkun í tómstundamálum bæjarins. Verða þessar hugmyndir væntanlega afgreiddar frá ráð- inu á næsta fundi þess og miðað við að breytingar verði á þessum málum um næstu áramót. Þórarinn E. Sveinsson, formað- ur ÍTA, sagði þessar hugmyndir fram komnar vegna þess að menn vildu alltaf gera betur og eins hafa orðið og eru fyrirsjánanlegar miklar breytingar á skólamálum. T.d. er verið að gera alla grunn- skóla bæjarins einsetna, skóladag- heimilið Brekkukot hefur verið lagt niður en skólavistun tekin upp og býður að hluta svipuð nám- skeið og félagsmiðstöðvamar. Þá er fyrirsjáanlegur flutningur á rekstri grunnskóla alfarið yfir til sveitarfélaga, að ógleymdum auknum og breyttum verkefnum Akureyrarbæjar samfara reynslu- sveitarfélagsverkefninu. Allar þessar breytingar á skólamálum kalla líka á breytingar á tóm- stundamálunum, að sögn Þórarins. Þar sem ekki er búið að af- greiða málið vildi Þórarinn ekki Það var líf og fjör í Sundiaug Glerárskóla þegar I jósmyndari Dags leit þar við á dögunum. Þar voru ungir nemendur úr Síðuskóla í sundkennslu, undir stjórn Lillýjar Viðarsdóttur, íþróttakennara, og eins og sést á myndinni var mikill atgangur. Mynd: BG Húsavík: Dregiö hefur úr umsóknum um félagslegar eignaríbúðir a.ð hefur dregið úr um- sóknaíjölda og það frekar á stærri íbúðunum. Mér sýnist stefna í að það verði rólegt á þessum markaði í vetur en við erum að fara af stað með hús- næðiskönnun sem stendur til 20. september. Könnunin verður notuð til grundvallar fyrir það hvort menn hyggja að því að sækja um framkvæmdalán til Húsnæðistofnunar eða ekki,“ sagði Ólafur Júlíusson, bygg- ingafulltrúi á Húsavík, aðspurð- ur um umsóknir um félagslegar eignaríbúðir í bænum. Ekki hef- Veðurstofan spáir þægilegu haustveðri á Norðurlandi um helgina. í dag verður norðaustan og austan gola eða kaldi, skýjað að mestu en þurrt víðast hvar. Hiti verður á bilinu 6-11 stig. Á sunnudag og fram yfir helg- ina er spáð hægri austlægri átt. Þurrt verður að mestu, skýjað með köflum en nokk- uð hlýtt. ur verið sótt um allar íbúðir sem húsnæðisnefndin hefur auglýst síðustu vikurnar. „Eg hygg að við séum komnir með nægilega margar íbúðir í bili. Mikil hreyfing er með þær fbúðir sem fyrir eru. Það eru meiri skipti á fbúðum og svo hefur heldur fækkað umsóknafjölda um hverja íbúð. Tveggja og þriggja herbergja íbúðimar hafa yfirleitt alltaf geng- ið út. A dögunum komu ekki um- sóknir um þrjár af sex íbúðum sem auglýstar voru en síðan er ein þeirra íbúða farin og umsóknir að koma um hinar sem hafa verið auglýstar aftur,“ sagði Ólafur. Hann sagði að Húsnæðisnefnd- in reyndi að stilla því þannig að nýr eigandi tæki við íbúðinni sama dag og fyrri eigandi skilaði, en sá háttur væri ekki á hafður í öllum sveitarfélögum. Hann sagði að tvær íbúðir hefðu beðið nýrra eig- enda í 3-4 mánuði, en það væri óverulegt miðað við ástand í mörgum öðrum sveitarfélögum. „Við fengum fjögur fram- kvæmdalán til að kaupa íbúðir sí. vetur. Það var ákveðið að kaupa þrjár íbúðir, eina þriggja herbergja og tvær tveggja herbergja. Á næstu vikum verður farið í endur- bætur á þeim og þær síðan aug- lýstar til sölu í lok október,“ sagði Olafur. Ólafur sagði frekar erfitt á leigumarkaði þó frekar virtist vera að liðkast um og ef til vill yrði komið til móts við þann markað tímabundið ef ekki næðist að selja íbúðimar, sem hann vonaði þó að ekki kæmi til. IM Allt fyrir garðinn í Perlunni við aKAUPLAND Kaupangi v/Myrarveg, simi 23565 fara í smáatriðum út í það í hverju breytingarnar em fólgnar, en sagði markmiðið að styrkja félagsmið- stöðvar í hverjum skóla og tengja þær betur skólunum. Allt félags- starf bæjarins, hvort sem er fyrir unga, ganrla eða atvinnulausa og svo framvegis, verður sameinað í tvær tómstundamiðstöðvar sem annars vegar verða Dynheimar og hins vegar Ketilhúsið í Grófargili. „Hugmyndin er að þessir staðir verði nokkurs konar tómstunda- gagnabankar og starfsmenn mið- stöðvanna koma til með að sinna tómstundastörfum í samstarfi við íbúa og félög út um allan bæ, t.d. með öldruðum í húsnæði aldraðra í Víðilundi, svo dæmi sé tekið,“ sagði Þórarinn. Miðað er við að breytingar verði á þessum málum um næstu áramót, en sem fyrr seg- ir eru hugmyndirnar enn til um- ræðu. HA 40 sm hár er þriggja ára gamalt í endann og að meðaltali hefur það verið þvegið 600 sinnum og burstað 2100 sinnum. Það reynir á! Þegar hárið slitnar hverfur náttúrulega bindiefnið (ceramide) sem límir hornþekjuna við kjarnann. Hárið hrörnar og missir mýkt, styrk og gljáa. A rannsóknastofum L'OREAL hefur lengi verið unnið að lausn vandamálsins og nú hefur tekist að þróa nýtt bindiefni sem L'OREAL hefur feneið einkarétt á - CERAMIDE R* - sem kemur í stað þess sem glatast. CERAMIDE R* binst hárinu og gefur því fyrri styrk - glataða æsku - á ný. Nýja hársnyrtilínan frá L'ORÉAL, FORTIFIANCE, er sú eina sem inniheldur CÉRAMIDE R*. Gagnstætt öðrum hársnyrtivörum vinnur FORTIFIANCE ekki utan á hárinu, heldur styrkir það innan frá og vinnur þannig á móti hrörnun þess. Hárið verður sterkt, mjúkt og gljáandi á ný. LORÉAL LORÉAL SJAMPÓ OG NÆRINGAR MEÐ CÉRAMIDE R* SÝNILEGUR ÁRANGUR Á 3 VIKUM SLITIÐ HÁR VERÐUR SEM NÝTT!

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.