Dagur - 12.09.1995, Síða 1

Dagur - 12.09.1995, Síða 1
Giljaskóli á Akureyri: Starfsleyfi veitt ; . • ÍS..V -v--< ' V ;,.v & <•: í:;>-¥•:.■ *:: 1 '"IC'* 'm Guðrún Þorsteinsdóttir, húsfreyja á Hálsi, afhjúpaði ininnisvarðann um séra Friðrik. Við hljóðnemann er sr. Jón Helgi Þórarinsson. Mynd: óþh Minnisvarði um sr. Friðrik tilbráð Fyrsti kennsludagur var í Giljaskóla, nýjum grunn- skóla á Akureyri, í gær. Enn er ekki búið að ljúka framkvæmd- um á skólalóðinni og skólinn því starfræktur á bráðabirgðaleyfi til að byrja með. Að sögn Halldóru Haraldsdótt- ur, skólastjóra Giljaskóla, var stuttur dagur í gær og bömin því Bundið slitlag á allar götur í Grímsey - „efni í Heimsmetabók Guinness“ * Ikvöld eða á morgun er stefnt að því að ljúka við að klæða og ganga frá veginum í Náma- skarði í Mývatnssveit. Strax og verkinu lýkur heldur vinnu- flokkur Vegagerðarinnar til Grímseyjar, til leggja klæðningu á hvern einasta fermeter af göt- um í eynni, alls um 14-15.000 fermetra. „Það verður farið af stað með liefil og bfl á morgun (í dag) til af- réttingar og undirbúnings og síðan er stefnt að því að ljúka verkinu tljótlega upp úr næstu helgi,“ sagði Sigurður Oddsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar Vegagerðar- innar, í samtali við Dag í gær. Auk véla og tækja, þarf að flytja alls um 60.000 lítra af tjöru til Grímseyjar. „Það hlýtur að vera efni í Heimsmetabók Guinness, þegar lagt er bundið slitlag á hvem einasta fermetra í einu sveitarfélagi í einum rykk og það á aðeins tæpri viku,“ sagði Sig- urður ennfremur. KK Bílvelta í Miðfirði Jeppi valt út af vegi rétt við Laxahvamm í Miðfirði eftir hádegi á laugardag. Tveir voru í bílnum og meidd- ust lítilsháttar en jeppinn er mikið skemmdur. Talið er að slysið megi rekja til þess að bifreiðin hafi runnið til í lausamöl. Einn ökumaður var tekinn fyrir ölvun við akstur í umdæmi lög- reglunnar á Blönduósi á sunnu- dagskvöld. AI Gott veður ígær Mjög gott veður var víða á Norðurlandi í gær miðað við árstíma, mikill hiti og logn. Á Staðarhóli í Aðaldal komst hitinn upp í 18°C og á Akureyri var hitinn mestur 17 stig. 15°C mæld- ust á Sauðanesvita við Siglufjörð. Hlýtt loft var yfir landinu öllu en einna hlýjast var þó á Norðaustur- landi vegna þess að þar rofaði vel til þegar leið á daginn. AI ekki send út í frímínútur. Sama verður upp á teningnum í dag en vonast er til að á morgun verði framkvæmdum á skólalóðinni lok- ið svo hægt verði að senda börnin út í frímínútur. Enn vantar nokkuð upp á hús- gögn í nýja skólanum en Halldóra segir að nóg sé komið af húsgögn- um til að hægt sé að halda uppi kennslu. „Við erum líka með láns- húsgögn frá Lundarskóla og ein stofan er eingöngu búin húsgögn- um þaðan,“ segir hún. Það er heilbrigðisnefnd Akur- eyrarbæjar sem veitir skólanum starfsleyfi og mun hún endurmeta stöðuna á föstudag og vonast Halldóra til að nefndin geti þá gefið grænt ljós á endanlegt starfs- leyfi. Leikskólinn Kiðagil, sem einnig verður til húsa í skólanum, hefur ekki hafið starfsemi enda strangari reglur um frágang á leik- skólalóðum. „Það er t.d. skylda að búið verði að afgirða lóðina fyrir leikskólann en þess er ekki krafist fyrir grunnskóla," segir Halldóra, en stefnt er á að leikskólinn geti tekið til starfa á mánudag. AI Minnisvarði um sr. Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM og K, var afhjúpaður sl. sunnudag við Háls í Svarfaðardal, en þar fæddist hann 25. maí 1868. Fjölmargjr voru viðstaddir af- hjúpunina í góðu veðri. Að lokinni athöfninni við minnisvarðann var efnt til hátíðardagskrár í safnaðar- heimili Dalvíkurkirkju, þar sem m.a. dr. theol Sigurbjöm Einars- son biskujj flutti erindi um sr. Friðrik. Aætlað er að um 200 manns hafi verið í kaffihófinu. Við minnisvarðann hefur Vegagerð ríkisins útbúið smekklegan áning- arstað fyrir ferðafólk og er óhætt að segja að vel hafi til tekist. óþh Sjá „Minnisvarði um sr. Friðrik Friðriksson afhjúpaður“ á bls. 11. Kæra framkvæmdanefndar HM-95 á hendur Halldóri Jóhannssyni til Ríkissaksóknara: Skrýtið aö kæra hafi ekki verið send fyrir löngu - ef í þessu eru einhver ákærumál, segir Hallór Jóhannesson Rannsóknarlögregla ríksins er að ljúka rannsókn vegna kæru Framkvæmdanefndar HM-95 á hendur Halldóri Jó- hannssyni á Akureyri, sem hafði einkarétt á sölu aðgöngumiða á heimsmeistarakeppnina á fs- landi sl. vor. Kæruatriðið er brot á samningi og að 20 milljónir króna, sem áttu að vera á bankabók hjá Sparisjóði Mývetninga vegna aðgöngumiða- sölunnar og framkvæmdanefndin taldi sig eiga aðgang að, var ekki til staðar að hennar mati þegar á reyndi. Halldór Jóhannsson hefur sagt að peningamir séu til staðar en ekki hafi verið staðið við samninga við hann og meðan ekki sé komist að samkomulagi um lokauppgjör verði gögn sem hann hafi í höndum ekki framseld. Fyrsti fundurinn á Sólborg Háskólanefnd Háskólans á Akureyri kom í gaer saman til fyrsta fundar í húsnæöi skólans á Sólborg. Fyrstu starfsmennirnir hafa þegar komið sér fyrir á Sólborg og þar meö iná sej>ja að sé kominn á fullan skriö flutningur skólans í sitt framtíðarhúsnæði. A myndinni eru (f.h.) Jón Þórðarson, Guð- mundur Heiðar Frímannsson, Þröstur Oskarsson, Þorsteinn Magnússon, Olafur Búi Gunnlaugsson, Þorsteinn Gunnarsson, rektor, Edda Kristjáns- dóttir, Elsa Friðfinnsdóttir og Bjarni Hjarðar Pálsson. Mynd: BG RLR mun á næstu dögum senda Ríkissaksóknara, Hallvarði Einvarðssyni, málið til meðferðar en hann tekur síðan ákvörðun um hvort höfðað verði mál á hendur Hallóri Jóhannssyni. Reglan er sú að ef RLR finnur einhverja sök í sinni rannsókn þá er málið sent Ríkissaksóknara til ákvörðunar, annars vísað frá. Búast má við að ákvörðun Ríkissaksóknara liggi fyrir innan mánaðar frá því að málið kemst í hans hendur. Halldór Jóhannsson segir að það sé ekki RLR að taka afstöðu til þess hvort ákæra verði birt í málinu. „Lögmaður minn hefur sagt að það sé algengt í svona málum að eftir rannsókn sé málið sent Ríkis- saksóknara til ákvörðunar hver svo sem niðurstaða rannsóknar- innar sé. Þessi ákvörðun kemur mér því ekkert á óvart. Það er hins vegar skrýtið að ef í þessu eru ein- hver borðleggjandi ákærumál, af hverju málið hefur ekki verið sent Ríkissaksóknara fyrir löngu síðan. Málið hefur verið í vandræðalegri biðstöðu og ekkert víst að niður- staða Ríkissaksóknara verði kæra á hendur mér,“ segir Halldór Jó- hannsson. Hann segist fastlega gera ráð fyrir því að RLR liggi undir þrýstingi af hálfu fram- kvæmdanefndar HM-95 um að senda málið til Ríkissaksóknara. GG Höfuðstöðvar bændasamtakanna til Akureyrar? Viljum fylgjast með - segir Jakob Björnsson Ifrétt í Degi sl. fostudag var haft eftir Ara Teitssyni, for- manni Bændasamtaka íslands, að verið væri að skoða þann möguleika að flytja starfsemi höfuðstöðvanna út á land. Væri Akureyri einn kostur í því sam- bandi. Jakob Bjömsson, bæjarstjóri á Akureyri, sagðist í framhaldi af þessari frétt hafa sent Ara Teits- syni bréf þar sem því er fagnað að Ákureyri skuli koma sterklega til greina. Óskað er eftir því að bæj- aryfirvöld fái að fylgjast með framvindu málsins og að þau séu tilbúin til viðræðna fyrirvaralítið með hvaða hætti hugsanlega væri hægt að greiða fyrir þessu. Hins vegar er ekki búist við verulegum tíðindum fyrr en um næstu ára- mót. HA

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.