Dagur - 23.09.1995, Blaðsíða 6

Dagur - 23.09.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 23. september 1995 Konurnar í Lissýarkórnum. Söngur að hausti, nefnast tónleikar þriggja kóra og einsöngvara, sem verða haldnir á Húsavík í dag og á Akureyri á morgun. Það eru rúmlega 90 konur sem munu koma saman og syngja til fjáröflunar fyrir Lissý- arkórinn, sem hyggur á utanlandsferð næsta vor, og til heiðurs kennara sínum og stjórnanda, Hólmfríði Benediktsdóttur, sem er 45 ára í dag. „Þama syngur Barna- og ungl- ingakór Akureyrarkirkju, en þetta er fjórði veturinn sem boðið er upp á slíka kórstarfsemi við Akureyr- arkirkju. Þetta er athafnakór sem syngur einu sinni í mánuði, eða vel það á veturna og kórinn tekur þátt í hátíðarhöldum um páska og jól. I kórnum em stelpur á aldrin- um 9-13 ára. Því miður hefur okk- ur ekki tekist að fá drengi inn í kórinn, það er eins og þeir leiti sér að öðm í tómstundum. Einnig syngur Stúlknakór Húsavíkur. Kómum var breytt úr Hólmfríður Benediktsdóttir, stjórnandi og afmælisbarn. Söngur að hausti: Konur án kynslóðabils - undir stjórn Hólmfríðar Benediktsdóttur „Söngur að hausti, það köllum við þessa tónleika. Lissýarkonurnar eru að fara í ferðalag í vor til Dan- merkur, Noregs og Svíþjóðar. Þetta er fyrsti liður í fjáröflun fyrir ferðina, en við fengum til liðs við okkur allt þetta fólk sem er í námi hjá mér, hefur verið í námi hjá mér eða er að syngja hjá mér í kómm. Ég sagði við stelpurnar að það gæti vel verið að þær ættu eftir að syngja í Lissý svo þær eru í raun- inni að leggja inn fyrir framtíðina. Tónleikaferð til Norðurlanda í ferðinni munum við heimsækja vinabæi Akureyrar og Húsavíkur f Danmörku, Rannes og Alaborg. I Kaupmannahöfn munum við syngja í St. Paulkirkjunni. Siglt verður yfir til Svíþjóðar og við heimsækjum íslendingafélagið í Gautaborg, og syngjum þar. Síðan fömm við til Noregs og heimsækj- um Fredrikstad, vinabæ Húsavík- ur. Þar vonumst við til að komast í kynni við kvennakóra, en tveir kórar starfa á staðnum. Við ljúk- um ferðinni í Osló og heimsækj- um vini og vandamenn, en margir íslendingar eru búsettir í Osló og margar konumar eiga þar aðstand- endur. Islendingafélagið í Osló er mjög öflugt. Þetta verða sex tónleikar hjá kórnum í tólf daga ferð. í ferðina fara 40-50 konur, og eitthvað af köllunum okkar fer með, en þeir eru mjög velkomnir í ferðina. Þessi ferð verður farin í tilefni 10 ára afmælis kórsins, en það er á þessu ári. Við höfum verið að undirbúa ferðina síðan í fyrra og safna okkur efni í alíslenskt pró- gramm sem við ætlum að flytja. Jón Hlöðver Asgeirsson hefur ver- ið að útsetja fyrir okkur og Hróð- mar Ingi Sigurbjömsson. Einnig erum við að fá glænýtt tónverk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Það er Bóthildarkvæði. Þessi fomu sagnakvæði hafa alltaf heillað mig, en þetta er mjög blóðugt kvæði um hana Bóthildi. íslands- banki á Húsavík og Landsbanki íslands á Húsavík hafa greitt tón- skáldinu fyrir okkur og það er góður styrkur. Strax að loknum tónleikunum fömm við að vinna við þetta verk, en þetta er mikið verk fyrir fjóra einsöngvara, kvennakór og píanó. Við flytjum þetta verk héma heima fyrst en síðan í utanlandsferðinni. Konur sem hafa ánetjast þessari ástríðu Það verður því nóg að gera hjá okkur enda er mikill hugur í þess- um konum. Það eru mun færri konur í kómum en þegar hann hóf starfsemi fyrir 10 ámm, því þá vorum við nær 70. Nú er eins og fólk hafi minni tíma og að ungt fólk leyfl sér ekki að taka þátt í svona félagsskap, enda er hann tímafrekur og það kostar líka pen- inga að vera með. Engin af konun- um í Lissý tilheyrir þessu svokall- aða þotuliði. Þó nokkuð margar þeirra em bændakonur og þarna eru konur úr mörgum starfsgrein- um. Þetta eru konur sem hafa ánetjast þessari ástríðu sem fylgir því að syngja í kvennakór, en auk söngsins er þarna félagsskap að fá. Kórinn var stofnaður til að syngja á afmæli Kvenfélagasam- bands Suður-Þingeyinga. Nú starfa einnig konur úr Eyjafirði með kómum en engar konur aust- an Húsavíkur, þó við vildum gjaman sjá þær með. Ef einhverjar nýjar vilja koma og syngja með okkur núna eftir helgina verður þeim vel tekið. Við æfum yfirleitt í Breiðumýri. Það er nokkuð miðsvæðis, aðstaða mjög góð og gott að æfa. Konurn- ar keyra sumar allt að 200 km til að mæta á æfingar." Strákarnir afskrifaðir - Það syngja stúlkur og stelpur með á tónleikunum. unglingakór, eftir að við gerðum miklar tilraunir til að fá stráka úr Framhaldsskólanum til að syngja með okkur. Við eyddum miklum tíma í strákana í fyrra en nú erum við búnar að afskrifa strákana svo kórinn er stúlknakór. Hann er kannski mest spennandi verkefnið sem ég er að vinna varðandi kennslu í dag. I kórinn eru komnir þrír árgangar af söngbekkjum. Þetta eru stelpur sem eru fjórar saman í hóptímum þar sem ég kenni þeim undirstöðuatriðin í söngtækni. Til að geta verið í söngbekkjunum, verða stelpurnar líka að vera í kómum. í honum syngja 13 stúlkur sem kunna orðið meira en unglingar í kórum gera að jafnaði. Mér finnst þessi kór hafa náð gífurlegum árangri á þessum tveimur árum. Það er virkilegur uppgangur í kómum og þetta er spennandi verkefni. Stúlk- umar em á aldrinum 13 til 19 ára. Ekki einnar manneskju verk Helga Bryndís Magnúsdóttir pían- isti er undirleikari á tónleikunum. Hún hefur verið minn píanisti að undanfömu og tók við sem undir- leikari fyrir Lissýarkórinn þegar ég tók við stjórn hans í fyrra. Einsögvarar á tónleikunum eru: Hildur Tryggvadóttir frá Fremsta- felli. Hún er einn af stofnendum kórins og hefur verið einsöngvari með honum frá upphafi. Hún hef- ur lagt virkilega hart að sér til að ná sér í menntun og er komin á áttunda stig í söngnámi við Tón- listarskólann á Akureyri. Gunnfríður Hreiðarsdóttir syngur lagið hans Friðriks Jóns- sonar, Fölnuð er liljan. Gunnfríður er búin að syngja allt sitt líf ein- söng og í kómm, og það er mikill fengur að fá að hafa hana. Nokkrir nemenda minna ætla að syngja einsöng og dúetta. Þetta er bæði nemendur sem ég er að kenna enn og nemendur sem eru farnir annað. Ég held það verði gaman fyrir fólk að heyra muninn á hljómnum í bamakór, unglingkór og kór með fullorðnum konum. Svo syngja kóramir þó nokkur lög saman.“ - Hvemig kemst ein kona yfir þessa vinnu, að stjóma þremur kórum, kenna söng í tveimur bæj- arfélögum, syngja sjálf og fleira? „Kennarar eiga frí á sumrin. Ég fór auðvitað á endurmenntunar- námskeið, eins og ég tel að allir kennarar eigi að gera. Síðan fór ég að undirbúa vinnuna mína og kom undirbúin í haust, ef ég væri það ekki gengi dæmið ekki upp. Ég er enn með þessa þrjá kóra af því Guð er ekki búinn að ákveða hvar ég á að eiga heima. Mig langaði að halda þessa tón- leika og heyra einu sinni í þeim öllum saman, því þetta er ekki einnar manneskju verk. Ég veit að ég á ekki að vinna svona mikið en það er líka erfitt að velja þegar öll verkefnin eru svona skemmtileg.“ - Ætlar þú ekki að taka lagið sjálf? „Það getur vel verið þó það sé ekki á dagskrá. Það verður þá bara spilað af fíngmm fram.“ IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.