Dagur - 23.09.1995, Blaðsíða 9

Dagur - 23.09.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 23. september 1995 - DAGUR - 9 «æn-!-! »* Það var líf og fjör í Sundlaug Akureyrar á fimmtudaginn þegar danskir og ísienskir unglingar skemmtu sér þar saman. Myndir: BG Skólakrakkar frá Randers í heimsókn á Akureyri 10. bekkingar í Gagnfræðaskóla Akureyrar fengu góða heimsókn í vikunni en hópur danskra jafn- aldra þeirra dvelur nú á Akureyri og stendur heimsóknin fram á mánudag. Þegar krakkamir, sem nú em í 10. bekk, vom í 8. bekk byrjuðu þeir að skrifast á við dönsku krakkana sem em frá Randers. Mörg þeirra héldu áfram að skrif- ast á og út frá þessum bréfaskrift- um þróaðist sú hugmynd að dönsku krakkamir kæmu til ís- lands í heimsókn og sú hugmynd er sem sagt orðin að vemleika. ' Að sögn Baldvins Bjamasonar, skólastjóra Gagnfræðaskólans, eru 10. bekkingar búnir að undirbúa heimsóknina vel. „Þau em búin að vera á bólakafi í þessum undir- búningi síðustu daga. Hafa unnið ýmis verkefni á dönsku og þýddu t.d. upplýsingar um Akureyri yfir á dönsku. Sérstök skemmtinefnd sér um að halda dansleik á föstu- dagkvöldið (í gær) og þar ætla ís- lensku krakkarnir að flytja leikrit- ið „Mjallhvít og dvergarnir sjö“ á dönsku og em búnir að hafa fyrir að þýða leikritið,“ sagði Baldvin. Allir krakkamir í 10. bekk taka þátt í dagskránni með dönsku krökkunum og auk þess gista Danimir, sem eru 36, á heimilum nema sem em í 10. bekk. Fjölbreytt dagskrá Á fimmtudag var farið í heimsókn í Minjasafnið og elsti hluti bæjar- ins skoðaður en seinni hluta dags- ins fóru allir í sund eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Á föstu- dag var hópferð í Listasafnið og Deigluna á dagskrá og skóla- skemmtun og ball um kvöldið. Dagurinn í dag, laugardagur, er frjáls dagur og ætlast til að gest- gjafarnir hafi ofan af fyrir gestun- um en á morgun er skipulögð ferð í Mývatnssveit og einnig er ætlun- in að kíkja í heimsókn í Laxár- virkjun. „Bæjarstórn Akureyrar hefur boðið Dönunum í Mývatns- sveitartúrinn og er það framlag bæjarins til að styrkja þessi sam- skipti. Islendingarnir fara með, þeir sem vilja, en þeir borga sjálf- ir,“ sagði Baldvin Bjamason. AI Þær Gunný, Sigga, Arna, Sólveig og Rósa létu sér nægja að fylgjast með þeim sem voru í sundlauginni. Spennandi að kynnast einhverju nýju Dönsku krakkamir komu til Ak- ureyrar á miðvikudaginn og á fimmtudag brugðu þau á leik í Sundlaug Akureyrar og voru 10. bekkingar í Gagnfræðaskólanum að sjálfsögðu mættir á staðinn líka. Þegar blaðamaður og ljós- myndari Dags mættu upp í sund- laug stóð leikurinn sem hæst. Nokkrir hressir krakkar voru í boltaleik, aðrir notfærðu sér rennibrautimar sem búið er að setja upp við sundlaugina en einhverjir létu sér nægja að horfa á. Þær Ziva og Malene frá Randers og Aldís frá Akureyri gerðu stutt hlé á leiknum og gáfu sér tíma til að spjalla við blaðamann. Ziva Möller og Malene Krist voru sammála um að mjög gam- an væri á Akureyri. „Við erum hér í bekkjarferð með skólanum okkar. Við erum 36 og með okk- ur em 4 kennarar. Það er spenn- andi að koma hingað, kynnast einhverju nýju og sjá hvemig fólk býr á öðmm stöðum. Margt er öðruvísi hér en við héldum. Húsin eru t.d.öðmvísi og svo em það öll fjöllin hér í kring,“ sögðu þær stöllur. Og þar með vom þær roknar, enda hrópin og lætin í sundlauginni lokkandi. Rosalega gaman Aldís Ösp Sigurjónsdóttir er í 10. bekk í Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar og hún sagði að heim- sókn dönsku krakkanna væri í framhaldi af bréfaskriftum milli þeirra og íslensku krakkanna. „Það var síðan ákveðið að þau kæmu til íslands í heimsókn og við förum ömgglega í apríl til Danmerkur til að endurgjalda heimsóknina,“ sagði Aldís. „Þetta er rosalega gaman og góð tilbreyting. Við erum búin að vera að undirbúa þetta í heila viku og heimsóknin gengur ofsalega vel.“ Aldís sagði að dönsku krakk- amir gistu hjá krökkunum sem þeir hefðu skrifast á við. „Nokkrir gengu af þar sem þeir höfðu engan til að skrifa og var auglýst eftir sjálfboðaliðum til að hýsa þá. Það gekk mjög vel og allir fengu heimili.“ AI Malene (t.v.), Ziva og Aldís voru allar sammála um að heimsókn dönsku krakkanna til Akureyrar væri hið besta mál. Hvammstangi: „Það hefur verið jafn stígandi í þessum rekstri hjá mér, á þeint tveimur árum sem liðin em síðan ég fór af stað. Það hefur hjálpað mér talsvert að Hvammstangi er miðjustaður á landinu, ef svo má að orði komast. Er miðja vegu milli meginbyggðar á Norðurlandi og Reykjavíkursvæðisins. Fyrir mörgum er nánast trúarlegt atriði að versla sem minnst við fyrirtæki fyrir sunnan,“ segir Jóhanncs Er- lendsson, bílasali á Hvammstanga, í samtali við biaðið. Blaðamaður hitti Jóhannes á ferð sinni á Hvammstanga á dög- unum og var viðmælandi brattur og bjartsýnn á framtíðina. Bíla- og búvélasalan heitir fyrirtæki Jó- hannesar og það hefur hann starf- rækt í tvö ár, sem fyrr segir. Jafn- framt því að selja notaða bíla hefur talsvert verið umleikis í sölu bú- véla og hefur Jóhannes umboð fyr- ir flestar búvélainnflytjendur landsins. Að hafa öll þau umboð segir Jóhannes vera sér og sínum viðskiptavinum gott; þannig geti hann miðlað bílum og búvélum sitt á hvorn vænginn og hvað styrki annað. Jóhannes settist að á Hvamms- tanga fyrir um þremur árum síðan, en lengst af þar áður hafði hann búið á Selfossi. Starfað þar meðal annars við bílasölu, þannig að hann er ölium hnútum kunnugur í starfsemi sent þessari. Jóhannes segir að aukin sam- keppni sé á þessurn markaði hér norðanlands og fleiri bílasölur hafi fremur en hitt styrkt þá sem verið hafa í þeim rekstri fyrir. Þegar úr- valið sé meira á heimaslóð leiti færri suður til Reykjavíkur. „Markaðurinn hjá mér nær alveg héðan úr Hrútafirði og austur um. Mikið af viðskiptavinum mínum í landbúnaðarvélunum eru úr Eyja- firði og Þingeyjarsýslunum. Það hygg ég að sé vegna þess að á þeim slóðum eru menn með stærri bú en víða annarsstaðar og þurfa því fremur að vera ( vélakaupun- um en hinir. En síðan eru líka við- skiptavinir úr öðrum landshlutum og auglýsi ég í Degi eru menn al- veg austan af Homafírði og raunar víðar að hringja í mig,“ sagði Jó- hannes, bfla- og búvélasali. -sbs. Jóhannes Grlendsson, hílasali á Hvammstanga. „Fyrir mörgum er nánast trúarlegt atriði að versla sem minnst við fyrirtæki fyrir sunnan,“ scgir hann.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.