Dagur - 23.09.1995, Blaðsíða 13

Dagur - 23.09.1995, Blaðsíða 13
Laugardagur 23. september 1995 - DAGUR - 13 POPP______________ MAGNÚS CEIR CUÐMUNDSSON Umtalsins virði (og rúmlega það) Eftir að hinu mikla róti, sem komst á poppheiminn á síðasta ári í kjöl- far sviplegs dauða Kurts Cobain leiðtoga Nirvana, hafði að mestu slotað, tóku menn að velta fyrir sér hver yrði framtíðin hjá hinum eftirlifandi meðlimunum tveimur, þeim Dave Grohl trommuleikara og Krist Novoselic bassaleikara. Myndu þeir halda áfram saman og reyna að finna einhvem í stað Cobains, eða halda hvor í sína átt- ina? Bjuggust margir við hinu fyrrnefnda þegar heyrðist að áfram yrði haldið að gefa út plötur með hljómsveitinni, en þegar það varð ljóst að aðeins yrði um að ræða útgáfu á „Unpluggedplötu“, tóku menn að efast um þá fram- vindu. Það kom líka íljótlega á daginn að Dave Grohl ætlaði að senda frá sér einherjaverk, sem hann hafði lengi haft í huga, e.t.v. með aðstoð frá Novoselic, en lík- legast án hans eða nokkurs annars, því hljóðfæraleikurinn yrði allur í höndum hans sjálfs. En oft fer öðmvísi en ætlað er og komust þær sögur fljótlega á kreik á þessu ári að Grohl myndi setja saman hljómsveit í kringum plötuna í stað þess að gera allt á eigin spýt- ur og án Novoselic, sem lengi vel spurðist lítt hvað tæki sér fyrir hendur. Fékk Grohl til liðs við sig þá Pat Smear gítarleikara, Nate Mendel bassaleikara og William Goldsmith trommara og stofnsetti þar með Foo Fighters, með sjálfan Foo Fighters. Ein „heitasta“ ^ rokksveitin í dag. ^ Ifnminr i fín Hl ám hlA mn11 luimmr Hl ni u rfuiu 11IV? siereq blome the third twin Nokkur áræðni hefur haldið áfram að ríkja í íslenskri plötuútgáfu á þessu sumri sem nú er rétt að líða, líkt og a.m.k. tvö síðustu sumur. Nýjar sveitir og einstaklingar virð- ast óhræddir við að leggja út í að gefa út verk sín, lítt eða ekkert studdir og setja ekki fyrir sig áhættuna sem slíku fylgir. Hér ann- ars staðar á síðunni er sagt frá Dal- víkingunum tveimur, sem sent hafa frá sér metnaðarfulla og athyglis- verða snældu og nú fyrir skömmu gaf síðan ný hljómsveit, Blome, út sína fyrstu plötu sem nefnist The Third Twin. Sveitina skipa fjórir 21 árs sveinar, ívar Páll Jónsson söngvari og gítarleikari, Grétar Már Ólafsson bassaleikari, Hólm- steinn Ingi Halldórsson trommari og Pétur Þór Sigurðsson gítarleik- ◄ The Third Twin. Fyrsta verk Blome. ari og má segja að tónlist þeirra á Third Twin, sé um nokkuð marg- ræð. David Bowie, Beethoven og Bítlamir, segja þeir sjálfir að séu áhrifavaldar, en ekki er laust við að sveitir á borð við Nirvana komi líka upp í hugann til samanburðar á stöku stað. Lögin eru samtals 13 og tengjast þau saman með texta- heild, sem á köflum er býsna há- fleyg og allt að því ljóðræn (virðast þeir segja sögu manns sem á í bar- áttu við sjálfan sig jafnt sem æðri öfl). Hinn mikla „Himneska kór“ og Strengjakvartettinn Hux, getur að heyra í nokkrum laganna, sem gerir þau þ.a.l. ansi tilkomumikil. Setur þetta svolítið nýstárlegan svip á plötuna, sem þó hins vegar hefði getað verið betur hljóðsett og upptekin. Lögin eru sum hver ekki heldur auðgnpandi, en vinna á og verður ekki annað sagt en að um nokkuð metnaðarfullt og djarft verk sé að ræða. The Two Trees: Umhverfinu tildýrðar Tveir ungir menn eru að vinna að gróðursetningu trjáa í þágu fyrir- tækis eins í einu af sjávarplássum landsins. Verkið sækist svo vel, að þeir ljúka því fyrir tímann. Það hefur hins vegar fyllt þá slíkri andagift að þeir taka upp á því að semja tónlist því til dýrðar. Þannig hljómar í örfáum orðum upphafið að tilurð tveggja manna hljómeyk- isins The Two Trees, sem átti sér stað fyrir um tveimur árum síðan og annar helmingur þess, Daði Jónsson, fræddi umsjónarmann Poppsíðu um, fyrst um rúmu ári síðar. Þeir Daði og félagi hans, Amar Birgisson, hafa svo ekki lát- ið þar við sitja, heldur gert sér lít- ið fyrir og hljóðritað heila snældu á heimaslóðum sínum á Dalvík og inniheldur hún samtals 11 frum- samin lög og texta. Sjá þeir sjálfir um allan flutning, sem reyndar er ekki flókinn, aðeins í formi söngs, gítar- og bassaleiks, en hæfir tón- listinni vel sem í hlut á. Það er Amar sem nánar tiltekið sér að mestu um sönginn, en Daði um gítar- og bassaleikinn auk þess að radda í nokkrum laganna. Green World er nafnið á snældunni og eru því textamir á ensku í sam- ræmi við það. Em þeir ýmist sam- eiginleg smíð þeirra beggja eða eftir annan hvorn, en lögin eru flest eftir Daða. Er þetta verk þeirra skemmtilegt innlegg í poppflóruna og nýstárlegt um margt, eins og menn geta ímyndað sér að ofansögðu. Gefa þeir Daði og Arnar snælduna út sjálfir og dreifa henni og er hún t.d. til sölu í Tónabúðinni hér á Akureyri. Snældan Green World með Dal- ^ víkurdrengjunum The Two ^ Trees. sig í nýju hlutverki sem söngvara og gítarleikara. Vakti þessi gern- ingur Grohls svo mikla athygli á útmánuðum síðasta vetrar, að Foo Fighters var orðin ein mest umtal- aðasta sveit ársins og það án þess að hafa sent frá sér plötu. Sam- nefnd fyrsta plata kom hins vegar út í lok júní og minnkaði ekki at- hyglin við það. Þvert á móti hefur Foo Fighters gengið mjög vel í alla staði, platan ágætlega, t.d. mjög vel í Bretlandi og sem sviðs- sveit hafa Grohl og félagar aldeilis gert það gott. Nú síðast á nýaf- staðinni Readinghátíð, þar sem Foo Fighters voru í aðalhlutverki á sviði númer 2. Var hrifningin slik að menn muna vart annað eins á hátíðinni og hafa nú að- standendur hennar boðið sveitinni að vera í aðalhlutverki á aðalsvið- inu á næsta ári. Með sitt hráa rokk, sem við fyrstu heyrn hljóm- ar ekki of vel, virðist Dave Grohl því vera á góðri leið með að ná sama sess með Foo Fighters og með Nirvana. Munurinn er bara sá að nú er hann sjálfur leiðtoginn. LENNON 4. -i Ennog aftur til heiðurs Til heiðurs eða í minningu plötur eru áfram mjög í tísku og er skemmst að minnast tveggja plata af þeim meiði tengdum Kurt Cobain og einni tengdri Willie Nelson, sem sagt var frá hér á síð- unni fyrir nokkru. Nú er til dæmis í deiglunni slík plata, sem áreiðan- lega mun vekja athygli, en hún er til heiðurs engum öðrum en John Lennon. Verða á henni ýmsar rokkhljómsveitir í sviðsljósinu, þar á meðal, Red Hot Chili Pep- pers, Stone Temple Pilots, Candlebox, Mad Season og Scre- aming Trees. Stutt og laggott verður nafn plötunnar, Peace, í samræmi við lífsviðhorf Bítilsins og er útgáfudagur hinn 10. októ- ber nk„ daginn eftir afmælisdag Lennons. Hefði hann orðið 55 ára nú ef hann hefði lifað. Er það fyr- irtækið Hollywood Records sem gefur plötuna út, en ágóði af sölu hennar mun ganga til mannúðar- samtakanna Human Society.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.