Dagur - 23.09.1995, Blaðsíða 20

Dagur - 23.09.1995, Blaðsíða 20
Ekki leikur lengur vafi á því að haustið er komið á íslandi. í dag verður þokkalegt veður norðanlands, hæg breytileg átt en hangir sennilega þurrt og sólskin með köflum. Á sunnu- daginn snýst hinsvegar í norð- læga átt og spáð er slydduélj- um. Hiti verður á bilinu 1-5 stig. Á mánudag kemur lægð upp að landinu og vindátt verður suðaustlæg. Rigning um allt land. Þessi mynd var tekin á Akureyri í gærmorgun og eins og sjá má var heldur kuldalegt um að litast, snjóað hafði til fjalla og menn klæddu sig í vetrarfatnaðinn. Mynd: bc Bílvelta á Akureyri Bíll valt út af Klettaborgar- vegi á Akureyri, rétt við gömlu Glerárbrúna, laust eftir klukkan átta í gærmorgun. Slysið varð með þeim hætti að ökumaður missti vald á bflnum með þeim afleiðingum að bfllinn valt út af veginum. Þrír voru í bflnum og kvartaði einn undan eymslum í hálsi en hinir tveir virt- ust ómeiddir. Bfllinn mun vera mikið skemmdur. AI Kristileg sjónvarpsstöð: Omega íhugar útsendingar norðanlands Kristilega sjónvarpsstöðin Erlend og innlend dagskrá Omega hefur sjónvarpað Efnið á Omega sjónvarpsstöðinni kristilegu efni á höfuðborgar- er bæði erlent og innlent og hefur svæðinu í þrjú ár eða frá árinu innlenda dagskráin verið að efl- 1992. Töluverð þensla er hjá ast undanfarið. Erlenda efnið er stöðinni um þessar mundir, til frá öðrum kristilegura sjónvarps- stendur að setja upp sendi í stöðum, m.a. frá Bandaríkjunum Vestmannaeyjum, og einnig 0g SvíþjÖð og hefur verið mikið eru uppi hugmyndir um að um umræðu-og spjallþætti. „Við hefja útsendingar á Norður- förum líka fljótlega að vera með landi. fjölskyldumyndir og bamaefni," Eiríkur Sigurbjörnsson, sem segir Eiríkur. er í forstöðu f'yrir Omega sjón- Eiríkur segir að stöðin hafi varpsstöðina, segir að verið sé eflst að undanförnu og mikið að skoða þann möguleika að áhorf sé í borginni. Dagskráin sé heija sjónvarpsútsendingar á líka létt og enginn jarðarfarar- Norðurlandi og yrði þá fyrst og bragur á dagskránni. „Við erum fremst um Akureyri, Húsavík og byrjuð með beinar útsendingar á nærliggjandi sveitir að ræða. miðvikudags-, fimmtudags- og Það er kristið fólk sem stend- föstudagskvöldum, þar sem við ur að Omega sjónvarpsstöðinni erurn með frásögur og fræðslu en hún er óháð að því leyti að og eins þjónustu fyrir fólk sem hún tengist ekki neinni ácveð- getur hringt inn. í gær (fimmtu- inni kirkjudeild eða trúarsöfn- dagskvöld) vorum við t.d. með uði. Dagskráin er opin en rekst- útsendingu á sama tíma óg eitt- urinn er byggður upp á stuðn- hvað mikið var um að vera hjá ingsmannakerfi. Eitthvað hefur hinum stöðvunum. En það hafði einnig verið um auglýsingar en engin áhrif á okkar áhorfun því Eiríkur segir að þær séu þó af línurnar hjá okkur voru rauðgló- skornum skammti og aðal tekju- andi og ég hugsa að þetta hafi lindin sé í formi frjálsra fram- verið bestu viðbrögð sem við laga frá stuðningsmannakerfínu. höfum fengið fram að þessu.“ AI Guðmundur Stefánsson: Verktakar veröa að geta leitaö réttar sins Guðmundur Stefánsson, bæj- arfulltrúi Framsóknar- flokks í bæjarstjórn Akureyrar, segir að í sínum huga sé fráleitt að verktakar, hvaða nafni sem þeir nefnast, séu útilokaðir frá því að vinna fyrir Akureyrarbæ ef þeir leiti til dómstóla vegna ágreinings um verk sem upp kunni að koma milli viðkom- andi verktaka og bæjarfélagsins. Guðmundur lét þessi orð falla við Dag vegna viðtals sem blaðið birti í gær við eigendur Teikni- stofunnar Forms á Akureyri, en þar segja þeir orðrétt; „en okkur var tjáð það undir rós eða með beinum orðum af ákveðnunt bæj- arfulltrúa, að þá myndi það rýra okkar möguleika í framtíðinni til þess að fá verkefni hjá Akureyrar- bæ.“ Guðmundur Stefánsson tekur það fram að hann sé ekki bæjar- fulltrúinn sem eigendur Forms vitni þarna til. „Hafnarstjórn og Akureyrarbær töldu að Form hefði brotið á sér og þessi umframkeyrsla á reikn- ingum er ekki meginástæða þess að verksamningi var rift, heldur sú að hafnarstjóm mat það svo að skipulagshönnuðir væru að vinna með Flutningamiðstöð Norður- lands, sterkum hagsmunaaðila, á sama tíma,“ sagði G.uðmundur. „Eg vil í þessu sambandi leggja á það áherslu að Teiknistofan Form hlýtur að verða að geta treyst því að hún geti skotið þessu máli til dómsstóla, án þess að hún eigi á hættu að verða útilokuð frá verk- um hjá Akureyrarbæ í framtíðinni. Eg segi fyrir mig að ég myndi aldrei ljá á þvt máls að útiloka einn aðila, eða klekkja með einum eða öðrum hætti á honum, þótt hann fari í mál við Akureyrarbæ. Aðili eins og Akureyrarbær gerir einfaldlega ekki slíkt,“ sagði Guð- mundur. óþh Tveir norðienskir stóðhestar til sölu: Tilboð komin i Hjört og Gassa Hrossaræktarsambandi Ey- firðinga og Þingeyjarsýslna hefur borist tilboð í stóðhestinn Hjört frá Tjörn, en fulltrúaráð sambandsins hafði áður ákveðið að selja þennan öfluga hest. Til- boðið er innlent en Guðmundur Birkir Þorkelsson, formaður sambandsins, kvaðst í samtali við Dag í gær ekkert vilja segja um hve hátt tilboðið væri. Fyrir nokkru var jafnframt ákveðið að selja stóðhestinn Gassa frá Vorsabæ II og hefur þegar borist þriggja milljóna króna tilboð í hestinn frá erlend- um aðilum. Hérlendir aðilar hafa Styrkir til Viðars og HA Meðal þeirra 30 aðila sem hljóta styrk á þessu ári úr Menningarsjóði fslands og Finn- lands er Háskólinn á Akureyri og Viðar Eggertsson, leikhús- stjóri LA. Að þessu sinni bárust 97 um- sóknir um styrk úr sjóðnum, þar af 55 frá Finnlandi og 42 frá íslandi. Úthlutað var 120.900 finnskum mörkum sem jafngildir um 1,8 millj. íslenskra króna. Háskólinn á Akureyri hlýtur 4000 ntarka styrk til að bjóða fyr- irlesara frá Finnlandi á ráðstefnu. Þá hlýtur Viðar Eggertsson, leik- hússtjóri LA, ferðastyrk til að kynna sér finnska leiklist. óþh þó forkaupsrétt og nú er beðið viðbragða þeirra. Búist er við að sala þessara hesta skýrist alveg á næstunni. Almennur vilji er fyrir því að selja tvo áðurnefnda stóð- hesta að sögn Guðmundar Birkis, og kveðst hann líta svo á að nauð- synlegt sé fyrir hrossarækt í Eyja- firði og Þingeyjarsýslum að fá nýtt blóð í hrossaræktina. Einnig fáist allgott verð fyrir þá nú. Hann neitar því hinsvegar ekki að ekki séu allir sammála um að selja beri þessa hesta. Þriðji stóðhesturinn sem er í eigu Hrossaræktarsambandsins er Baldur frá Bakka. Hann er ekki falur, að sögn Guðmundar Birkis Þorkelssonar. -sbs. KAUPLAND Kaupangi • Sími 462 3565

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.