Dagur - 23.09.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 23.09.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 23. september 1995 Símaþjónusta Rauðakrosshússins: Stúlkur í meírihluta þeirra sem hringja Unglingsárin geta verið erfið og ruglingsleg og á þessum tíma vakna upp ótal spumingar og til- ftnningar sem ekki er hægt að ræða við hvem sem er. Frá árinu 1987 hefur Rauðakrosshúsið hald- ið uppi símaþjónustu fyrir börn og unglinga og þangað er hægt að hringja til að fá upplýsingar, góð ráð, eða einhvem til að hlusta á vandamálin og er nafnleynd og al- gjörum trúnaði heitið. Það er Ólöf Helga Þór, for- stöðumaður Rauðakrosshússins, sem svarar þegar Dagur hringir í símaþjónustuna. „Fyrst hét þessi þjónusta barna- og unglingasíminn og var opinn nokkra tíma á dag. Fljótlega kom í ljós að það var hringt á öllum tímum sólarhrings- ins og því var ákveðið að starfs- menn í neyðarathvarfi unglinga í Rauðakrosshúsinu tæku þessa þjónustu yfir. Frá 1987 þegar þjónustan byrjaði hafa tæplega 30.000 símtöl verið skráð,“ segir Ólöf en í Rauðakrosshúsinu eru sjö starfsmenn sem allir eru há- skólamenntaðir í uppeldisgreinum. Árið 1994 vom símtölin alls 4563, eða rúmlega 12 á dag að meðaltali. Ólöf segir að stúlkur séu í meirihluta þeirra sem hringja. Langflestir sem hringja eru á aldrinum 12-18 ára og árið 1994 var meðalaldurinn 15,2 ár. Athyglisvert er að þó stúlkur séu í meirihluta hringja fleiri 18 ára strákar en 18 ára stelpur. Ólöf tel- ur að líkleg skýring sé sú að strák- ar opni sig oft seinna, en flestar stúlkurnar sem hringja eru á aldr- inum 14-15 ára. Auk unglinganna hringja fullorðnir líka og voru þeir 29% þeirra sem hringdu á síðasta ári. Meirihluti þeirra voru foreldr- ar að leita ráða varðandi samskipti við bömin sín. Líkaminn, kynferðis- og ástarmál - En um hvað skyldu unglingarnir helst spyrja? „Helstu vandamálin eru tengd því að vera unglingur, spurningar um líkamann, kynferðismál og ástarmál. Sem betur fer eru flest símtöl um slík mál en fyrir þann sem hringir er hans vandi alltaf mjög mikill þó ekki sé um lögbrot eða virkilega alvarleg vandamál að ræða. Hins vegar fáum við líka mjög alvarleg símtöl um hluti eins og kynferðislega misnotkun, of- beldi, þunglyndi, sjálfsvígshugs- anir og sorg. Það má segja að sím- tölin spanni allan skalann.“ Ólöf segir að starfsmenn tali við viðkomandi, reyni að ráðleggja honum og hjálpa honum að finna einhvem í hans nánasta umhverfi sem hann geti talað við. „Dæmi um símtal getur verið 15 ára stúlka sem hringir og heldur að hún sé ófnsk. Það fer eftir því hvar hún er stödd á landinu hvern- ig gengur að fara í apótek og fá prufu og við veitum henni ráð í sambandi við það. Síðan kemst hún kannski að því að hún er ófrísk og hringir aftur. Þá er það okkar að hjálpa henni að segja foreldrum en ekki geyma það í einhverjar vikur eða mánuði. Ég hugsa að við fáum samtöl af þessu tagi í hverjum mánuði.“ Grænt númer fyrir landsbyggðina Símaþjónustan er ekki einungis fyrir böm og unglinga á höfuð- borgarsvæðinu heldur þjónar hún landinu öllu. Haustið 1991 var grænt númer tekið í notkun og er markmiðið með græna númerinu að auðvelda börnum og ungling- um utan af landi að hringja og nýta sér þessa þjónustu. Ólöf segir að þó flest símtölin séu frá Reykjavík séu símtölin frá öllu landinu. „Við höfum farið í grunnskóla um allt land nema Vestfirði og kynnt þessa starfsemi og við fáum símtöl alls staðar af landinu. Við vorum t.d. á Akur- eyri í fyrravetur og eftir það fund- um við fyrir fleiri símtölum frá Akureyri." AI □ Konur Karlar Meðalaldur allra sem hringdu árið 1994 var 15,2 ár. Langflestir sem hringdu voru í aldurshópnum 12-18 ára. Akureyri: Verða Sigurhæðir þróa þessar hugmyndir áfram og útfæra þær nánar. Matthías reisti húsið árið 1903 og bjó í því til dauðadags, en hann lést árið 1920. Undanfarin ár hafa staðið yfir endurbætur á húsinu og stefnir í að þeim framkvæmdum ljúki á þessu ári. Sigurhæðir er á tveimur hæð- um. Hugmyndin er að á neðri hæð- inni verði Matthíasarsafn og þar yrði einnig möguleiki á að vera með kynningar á verkum skálda eða rithöfunda sem tengjast Akur- eyri eða nálægum sveitum. Bæði væri hægt að vera með fyrirlestra um skáldin og eins væri hægt að setja upp sýningar á verkum þeirra. Á efri hæðinni yrði síðan að- staða til að stunda rannsóknir og fræðistörf. Hugmyndin er ekki sú að hafa þar íbúð þar sem lista- menn geti haft aðsetur, eins og er í Davíðshúsi, heldur er þetta hugsað sem vinnuaðstaða í lengri eða Á fundi í Deiglunni síðastliðinn þriðjudag voru kynntar hugmynd- ir menningarmálanefndar um nýt- ingu Sigurhæða á Akureyri. Hug- myndirnar fela í sér að Sigurhæðir verði eins konar miðstöð ritlistar og þar verði komið upp skálda- safni. Á fundinum var ákveðið að Mynd: GG Dagmar Gunnarsdóttir hin ánægðasta með nýja farskjótann, Hero Gizmo skellinöðru. Mynd: GG Vígi karlaveldisins hrynja hvert af öðru: Konur kaupa og nota skellinöðrur Er að renna upp að nýju dásemd- artími skellinöðrutímabilsins? Hverjir þeir sem eru orðnir nokk- uð eldri en tvítugir muna ekki eftir þeim tíma þegar aldur fékkst til þess að sitja á skellinörðu og þeysa um borg og bý eins og fugl- inn frjáls og vera meiri maður en hinir. Auk þess eru skellinöðrum- ar, eða léttu bifhjólin eins þau heita hjá Bifreiðaeftirlitinu, eyðslugrannari. Þeir fimmtugu unglingar sem hyggjast skemmta sér saman nk. laugardag ættu t.d. að muna vel eftir skellinöðrum á borð við NSU, Miele og Görlitz og svo voru það aðrir sem náðu í eintök sem ekki voru flutt inn og urðu heljar stórir karlar og öfundaðir alveg ofan í.......! Það var- heldur fátítt að stelp- urnar ættu skellinöðru, í allra besta lagi að sætar stelpur fengu að sitja aftan á ef þær héldu fast utan um mitti ökuþórsins. En jafn- rétti er sennilega orðið meira en orðin tóm. Hún Dagmar Gunnars- dóttir, starfsmaður Búnaðarbank- ans, keypti sér hjól um daginn af Hero Gizmo-gerð og hyggst nota það til að komast í vinnuna. Hjól- ið sem er indverskt getur ekki tal- ist dýrt, kostar 84 þúsund, eða eins og tvö vel búin gírahjól með öllu. GG skáldasafn? skemmri tíma. Að sögn Alfreðs Gíslasonar, formanns menningarmálanefndar, eru að hefjast endurbætur á efri hæð Sigurhæða um þessar mundir en neðri hæðin er tilbúin. Nefndin hafi því viljað hafa einhverja hug- mynd um hvert hlutverk hússins yrði svo hægt verði að taka mið af því þegar unnið verður að endur- bótunum á efri hæðinni. Alfreð segir að næsta skref sé að átta sig á hvemig hægt verði að útfæra nánar hugmyndir um skáldasafn og hvaða rekstrarfonn sé hentug- ast. Það þurfi t.d. að ákveða hvort rekstur Sigurhæða komi til með að tengjast Gilfélaginu eða hvort sér- stakur hópur verið stofnaður í kringum húsið. Laxdalshús vandamál Um önnur hús í bænum sem Akur- eyrarbær á og menningarmálanefn hefur með að gera segir Alfreð að Laxdalshús sé visst vandamál eins og er. „Húsið hefur að hluta til verið leigt undir veitingahús og ýmsar veislur og að hluta til verið í umsjá Minjasafns. Minjasafnið hefur hins vegar ekki fjármagn til að gera þessu almennileg skil og veitingareksturinn er mjög stopull. í sumar hefur Laxdalshús verið opið nokkra tíma á sunnudögum og aðsóknin verið dræm,“ segir Alfreð en ekki munu vera komnar neinar mótaðar hugmyndir á borð- ið um hvert verði framtíðarhlut- verk Laxdalshúss. Davíðshús hefur einnig verið í umræðunni hjá menningarmála- nefnd og komið til tals að breyta útstillingu á sýningu, t.d. koma þar upp hljóðkerfi, til að laða fleiri gesti að. Áð sögn Alfreðs eru það þó Sigurhæðir sem eru næst á dagskrá enda loksins útlit fyrir að tímafrekum framkvæmdum þar sé að ljúka. AI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.