Dagur - 07.10.1995, Blaðsíða 7
Laugardagur 7. október 1995 - DAGUR - 7
I 1
„Það var fljótlega ljóst að ég færi norður,“ segir Gunnar Sigurgeirsson, sem hér stendur við faxtækið. Forsvarsmenn
segja nútíma samgöngu- og fjarskiptatækni vera það sem geri möguiegt að hafa starfsemi fyrirtækisins á tveimur
stöðum og viðskiptavinir eigi engan mun að finna hvort viðmælandinn sé staddur sunnan- eða norðanlands.
Gunnar Sigurgeirsson 26 ára Reykvíkingur
nordur með starfsemi SH:
Spennandi að flytja
til Akureyrar
Gunnar Sigurgeirsson, 26 ára bor-
inn og bamfæddur Reykvíkingur,
er meðal þess fólks sem fylgir
starfsemi SH norður. í apríl sl. hóf
hann störf hjá fyrirtækinu og „...
það var fljótlega ljóst að ég færi
norður. Ég kom hingað um mán-
aðamótin ágúst og september,"
segir Gunnar, sem er matvæla-
fræðingur og jafnframt hagfræð-
ingur að mennt.
„Ég starfa hér í þróunardeild
fyrirtækisins. Liðsmenn þeirrar
deildar eru hlekkur milli markaðs-
deildar og framleiðenda. Þegar
nýrrar framleiðslulínu er þörf er
það okkar að koma henni á og
þróa hlutina og fylgja þeim eftir.
Jafnframt fylgjumst við með því
sem unnið er í frystihúsunum og
heimsækjum þau. Miðlum síðan
upplýsingum milli manna þannig
að þær nýtist öllum þeim fram-
leiðendum sem starfa undir merkj-
um SH,“ segir Gunnar.
Gunnari og unnustu hans, Guð-
björgu Bjömsdóttur, þótti það
strax í upphafi spennandi að setj-
ast að á Akureyri. Hér eiga þau þó
engar rætur eða ættingja. „Guð-
björg er enn fyrir sunnan og er að
ljúka námi í MHÍ í grafískri hönn-
un. Því námi lýkur hún í vor og
kemur þá hingað norður. Á meðan
leigi ég mér litla einstaklingsíbúð
en þegar Guðbjörg er komin norð-
ur förum við í stærri húsakynni.
Við ætlum að leigja íbúð fyrsta
kastið, því við viljum ekki binda
okkur áður en við bæði sjáum
hvemig okkur líkar,“ segir Gunnar
Sigurgeirsson. -sbs.
Fyrrverandi aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra
meðal nýbúa á Akureyri:
Flutníngurínn styrkír
starfsemi SH
ORÐSENDING
FRÁ GLÓFA HF.
Höfum opið hús sunnudaginn 8. októ-
ber frá 13-17.
Komið og sjáið fullkomnustu sokka- og vettlinga-
prjónavélar landsins á fullri ferð.
dloÍÍ Akuíef^
Dublinarfarar
athugið!
Einkaklúbburinn og World for two hafa samið
við góða veitingastaði miðsvæðis í Dublin.
20-50% afsláttur
Umboðsmaður Einkaklúbbsins á Akureyri,
Leifur Tómasson, sími 462 4352.
„Ég er fæddur og uppalinn á Eski-
fírði og hef alltaf saknað dreifbýl-
isins pínulítið. Með því að vera
fluttur til Akureyrar er ég kominn
nær mínum heimaslóðum, er ekki
nema þrjá til fjóra tíma að aka
þangað. En við kunnum ljómandi
vel við okkur hér á Akureyri,"
segir Halldór Ámason, deildar-
stjóri skelfisks- og rækjudeildar
Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna.
Halldór Árnason flutti ásamt
fimm manna fjölskyldu sinni til
Akureyrar fyrir um tveim mánuð-
um. Hann segir allt þetta vera
skemmtilega tilbreytingu og fjöl-
skyldunni líki vel, en Halldór og
eiginkona hans eiga þrjú böm.
Viðmælandi okkar er stjómmála-
fræðingur frá Háskóla Islands að
mennt og bætti síðar við sig námi
í útflutnings- og markaðsfræðum í
Danmörku. Meginhluta síðasta
kjörtímabils var hann aðstoðar-
maður Þorsteins Pálssonar í sjáv-
arútvegsráðuneytinu.
„Ég tel að vel muni ganga að
hafa starfsemi SH á tveimur stöð-
um, í Reykjavík og á Akureyri.
Þessu fylgir vitaskuld ákveðið
óhagræði en á hinn bóginn erum
við í meiri nálægð við framleið-
endur okkar, einkum þá sem á
Norðurlandi eru. Það held ég að
styrki starfsemi SH þegar til lengri
tíma er litið,“ segir Halldór Árna-
son. -sbs.
Pabbastrákur. Árni, 2ja ára, í heini-
sókn hjá Halldóri, föður sínum.
Einkaklúbburinn, sími 552 2020.
Sjálfsbjörg - landssamband fatlaðra
Vtðurkenningar
fyrir gott aðgengi
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, hefur ákveðið að
veita fyrirtækjum og þjónustuaðilum um land allt viður-
kenningar fyrir gott aðgengi hreyfihamlaðra. Viðurkenn-
ingarnar verða veittar árlega á alþjóðadegi fatlaðra, 3.
desember, í fyrsta skipti nú í vetur.
Um er að ræða tvenns konar viðurkenningar:
1. Fyrir fullkomlega aðgengilegt húsnæði, bæði fyrir
gesti og starfsmenn fyrirtækja og stofnana.
2. Fyrir lagfæringu á áður óaðgengilegu húsnæði til
verulegra bóta fyrir hreyfihamlaða.
Þeir aðilar, sem vilja koma til greina á þessu ári, geta
óskað eftir úttekt á aðgengi hjá Sjálfsbjörgu, L.s.f., fyrir
15. október 1995.
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra,
Hátúni 12, 105 Reykjavík,
sími 552 9133.