Dagur - 07.10.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 7. október 1995 - DAGUR - 9
Mexíkóskt par í
heimsókn á Akureyri
Oscar og Pilar, kærustu-
par og skólafélagar frá
Mexíkó, eru að læra al-
þjóðaviðskipti. Þau
dvöldu á Akureyri í sex
vikur og unnu að loka-
verkefni sínu í B.Sc.
námi en verkefnið
þeirra fjallar um starf-
semi UA. Mynd: BG
í haust hafa dvalið á Akureyri
tveir mexíkóskir háskólanemar,
þau Oscar Manuel Hernandez
Meneses og Maria del Pilar Reyes
Hermosa. Oscar og Pilar eru að
vinna að lokaverkefni fyrir B.Sc.
próf í alþjóðaviðskiptum og er
verkefnið unnið í samvinnu við
Utgerðarfélag Akureyringa hf.
Ástæða þess að ísland varð fyrir
valinu frekar en annað land er
m.a. sú að Sigfús Ólafsson, Akur-
eyringur sem var skiptinemi í
Mexíkó, bjó hjá fjölskyldu Oscars
og nú hefur fjölskylda Sigfúsar
endurgoldið gestrisnina því þau
Oscar og Pilar bjuggu hjá Ólafi
Oddsyni og Kristínu Sigfúsdóttur,
foreldrum Sigfúsar, þann tíma
sem þau dvöldu á Akureyri.
Oscar og Pilar eru reyndar ekki
aðeins skólafélagar að vinna að
sameiginlegu verkefni heldur eru
þau líka kærustupar og hafa verið
saman í tæp þrjú ár. Hvernig
skyldi þeim ganga að vera í sam-
bandi og vinna líka saman að
stóru verkefni?
„Það gengur mjög vel,“ segir
Oscar. „Við kynntumst einmitt í
háskólanum og fórum fljótlega að
vinna saman verkefni. Ut frá því
samstarfi fór sfðan nánari vin-
skapur að þróast. Við vinnum
mjög vel saman. Stundum gleymi
ég einhverju og hún tekur eftir því
eða þá að ég tek eftir einhverju
sem hefur farið fram hjá henni.“
Pilar samsinnir Oscari og segir að
sambandið milli þeirra sé mjög
gott.
Mikil áhersla á gæði
- Hvers vegna varð íslenskt út-
gerðarfélag fyrir valinu sem efni í
lokaverkefni?
„Eg vissi að hér voru lífsgæðin
á háu stigi. Þjóðarframleiðslan á
mann er tvöföld á íslandi miðað
við Mexíkó. Okkur þótti því
áhugavert að skoða hvemig er
unnið hér og hvernig sjávarútveg-
urinn hefur þróast. Bæði Atlants-
hafið og Kyrrahafið liggja að
Mexíkó og því eru miklir mögu-
leikar þar til fiskveiða. Sjávarút-
vegurinn er hins vegar ekki mjög
sterk atvinnugrein í Mexíkó," seg-
ir Oscar. Og Pilar bætir við: „Hjá
UA skoðum við ýmislegt í sam-
bandi við fyrirtækið eins og
hvemig fiskurinn er unninn, hvert
varan er seld og hvemig salan er
skipulögð. Einnig erum við að
skoða hvers konar vinnubrögðum
stjómendur beita.“
Oscar segir að sér hafi komið á
óvart hve áherslan á gæði er mikil
hjá UA. „Þeir sætta sig aðeins við
það besta.“
I tengslum við verkefnið sitt
hafa þau skoðað viðskiptin milli
íslands og Mexíkó og komust að
því að undanfarin 3-4 ár hefur
innflutningur frá Mexíkó aukist
töluvert en útflutningur frá íslandi
minnkað að sama skapi. „Það kom
mér á óvart að viðskiptajafnvægið
milli Islands og Mexíkó er Mexí-
kó í hag. Árið 1993 flutti ísland út
vömr til Mexíkó fyrir 55 milljónir
íslenskra króna en innflutningur
frá Mexíkó var fyrir 70 milljónir.
Eg er forvitinn að vita um hvers
konar innflutning frá Mexíkó er
að ræða,“ segir Oscar. Þegar við-
talið var tekið voru þau á leið til
Reykjavíkur og voru búin að
mæla sér mót við mexíkóska ræð-
ismanninn í Reykjavík og ætla
m.a. að spyrja hann út í viðskiptin
milli landanna tveggja. Heim-
sóknin til ræðismannsins er ekki
það eina sem verður á dagskrá hjá
þeim í Reykjavik heldur er einnig
ætlunin að heimsækja höfuðstöðv-
ar SH en þau eru þegar búin að
kynna sér nýstofnað útibú SH á
Akureyri.
Kalt á íslandi
Þó aðal tilgangur ferðarinnar til
íslands sé að vinna að lokaverk-
efninu hafa Oscar og Pilar gefið
sér tíma til að skoða sig um á ís-
landi. „Við fórum að veiða í Selá í
Vopnafirði, fórum í smölun og
réttir á Gunnarsstöðum í Þistilfirði
og eins höfum við heimsótt Þórs-
höfn, Egilsstaði og fleiri staði. Jú,
svo erum við á leiðinni til Reykja-
víkur í næstu viku,“ segja þau
þegar þau eru spurð um ferðir
þeirra síðan þau komu til landsins.
Bæði eru mjög sátt við íslands-
dvölina þó þau viðurkenni reyndar
að hér sé heldur kalt fyrir þeirra
smekk. „í Mexíkó er hitinn núna
sennilega á bilinu 20-25 stig,“
segir Oscar.
- Hvemig finnst ykkur líf fólks
á Islandi vera frábrugðið miðað við
það sem þið eruð vön í Mexíkó?
„Lífsgæðin hér em meiri. Hér
er ekkert fátækt fólk, allir hafa
eitthvað að borða og þak yfir höf-
uðið. Hér er líka mikið af bflum
og ýmsum hlutum. í Mexíkó búa
sumir af ríkustu mönnum í heimi
en þar búa líka um 40 milljónir af
mjög fátæku fólki sem hefur
kannski bara 2-3 dollara á dag til
að kaupa mat fyrir, og það er ekki
mikið," segir Oscar.
Pilar segir að fjölskylda hennar
og vinir hafi verið mjög hissa þeg-
ar hún ákvað að fara til íslands.
„En dvölin hér hefur verið yndis-
leg,“ segir hún. í tilviki Oscars
kom Islandsförin hins vegar
minna á óvart. „Sigfús bjó heima
hjá mér og allir vinir mínir og
♦ OPIÐ HÚS
í Lárusarhúsi sunnudaginn
8. október kl. 14-18.
Tekið verður á móti atkvœðaseðlum
vegna formannskjörs.
* Notið atkvœðisréttinn!
Kaffiveitingar.
Stjórn ABA
fjölskylda þekktu hann. Ég var
líka í Finnlandi eitt ár sem skipti-
nemi svo þessi heimshluti er ekki
alveg nýr fyrir mér.“
- Ferð til Islands hlýtur að vera
dýr. Fenguð þið einhvem styrk til
fararinnar?
„Nei, við þurfum að borga allt
sjálf, skólagjöld í Mexíkó, flugfar-
ið og allt annað. Það er mjög dýrt,“
segja þau mæðulega. „En við höf-
um hitt mjög almennilegt fólk hér
og það er mjög gott að vera hér hjá
þeim Ólafi og Kristínu," bætir
Oscar við ofurlítið hýrri á brá.
En hvað skyldi vera framundan
hjá þessu unga pari?
„Við klárum skólann í desem-
ber en í framtíðinni langar okkur í
framhaldsnám, kannski til Evrópu
eða Bandaríkjanna," segir Pilar.
Og íslandsförin er ekki síðasta
ferðalagið þeirra saman því eftir
útskrift úr háskólanum í Mexíkó
ætla þau að ferðast um Evrópu.
„Við ætlum að skoða háskóla og
athuga hvort við getum fengið
styrki og því um líkt,“ segir Oscar
og greinilegt er að unga parið
stefnir hátt í framtíðinni. AI
Kolbeinn Gíslason, stodtækjafræölngur,
vlö greinlngarbúnaöinn.
STOÐTÆKNI
Cisli I cnlinandsson hf.
VSKOVlNHUSrOFA
Ö HAKDAK
Fjárfesting í betri heilsu og vellíðan!
Olga Færseth,
íþróttakona:
■/j íLsjdJjjzj
alla verki
&g
„Ég var sífellt með verki í
bakinu ogkálfunum ogalltaf
mjögþreytt. í hlaupagreiningu
hjá Stoötækni kom í Ijós aö
annar fóturinn var styttri.
Eftir aö ég fékk innleggin hef
ég gjörsamlega veriö laus viö
alla verki ogþreytuu
Hafnarstræti 88 • Akureyri ■ Sími 462 4123
ATH!
Kolbeinn Gíslason veröur meö
greiningu í Skóvinnustofu Haröar
mánudaginn 16. okt. og
þriðjudaginn 17. okt.
Tímapantanir og nánari
upplýsingar í síma 462 4123
Lækjargötu 4 ■ 101 Reykjavík ■ Sími 551 4711