Dagur - 07.10.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 07.10.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 7. október 1995 Málefni unglinga hafa verið nokk- uð í sviðsljósinu á Akureyri undan- farið ár. í fyrrahaust tóku foreldra- félög sig saman og komu á fót svo- kallaðari foreldravakt. Lögum um útivistartíma var breytt og í fram- haldi fór af stað átak í byrjun þessa árs um að þessum lögum yrði fram- fylgt og lögregla og hjálparsveitir fylgdust með því að unglingar innan 16 ára aldurs færu heim fyrir mið- nætti. Nokkur viðtöl hafa birst við forsvarsmenn foreldrafélaga og lög- reglumenn og fleiri hafa tjáð sig um vímuefnavanda unglinga. En hvað skyldi unglingunum sjálfum finn- ast? í viðtali við Dag ræða þau Kjartan Höskuldsson og Aldís Ösp Sigurjónsdóttir um útivistarbannið, vímuefnaneyslu, félagsstörfin og hvernig það er að vera unglingur í dag. Kjartan er nemandi í 1. bekk MA. Hann hef- ur verið virkur í félagsstarfi Dynheima undan- farin tvö ár og var m.a. í forsvari fyrir hópnum sem mótmælti tillögum íþrótta- og tómstunda- ráðs um að starfsemi Dynheima yrði breytt og að Dynheimaböllin yrðu lögð niður. Sjálfur er hann reyndar búinn að draga sig úr þessu starfi og hættur að stunda Dynheimaböll enda aðrir hlutir að taka við hjá menntaskólapiltin- um. Aldís Ösp er í 10. bekk í Gagnfræðaskóla Akureyrar og er í nemendaráði. Með þeim Kjartani og Aldísi kom önnur stúlka úr 10. bekk, Petra Sif Stefánsdóttir, og fylgdist með viðtalinu og lagði af og til orð í belg. - Foreldravaktinni var komið á, opnunar- tími Dynheima var styttur og átaki var hrint af stað til að framfylgja útivistarbanninu. Hvem- ig hafa unglingamir upplifað þessar breyting- ar? Kjartan: Ekkert allt of vel. Aldís: Við vorum ekkert of hress með úti- vistarlögin. Kjartan: Mér finnst allt í lagi að foreldr- arnir séu á vappi niðri í bæ ef þeir hafa áhyggjur, en samt meira til að fylgjast bara með, ekki vera að skipta sér af. Aldís: Mér finnst í rauninni í lagi með þessa foreldravakt, þau komu bara og voru að spjalla við okkur. En aðgerðir lögreglu og hjálparsveitarinnar, það var komið út í algerar öfgar. Að velja t.d. einn úr stórum hóp, keyra hann heim og skrifa bréf til foreldra um að hann sé einhver vandræða unglingur. Kjartan: Krakkar sem hafa ekkert verið að drekka og eru ekki með nein læti eru teknir. Ég veit t.d. um tvær stelpur sem vora úti að labba með hundinn sinn rétt eftir tólf. Þær voru á leiðinni út í sjoppu, fóru aðeins inn á BSO, og löggan tók þær og keyrði þær heim. Unglingar á Akureyri: Vitum sjálf hvað við viljum Aldís: í rauninni færa þeir sig frá mestu vandamálunum og taka þá sem eru minna fyr- ir. Oft velja þeir kannski litla krakka, þ.e. þá sem eru ekki mjög háir í loftinu. Fíkniefnanotkun ekki algeng - Mikið hefur verið talað um unglinga undan- farið ekki síst í tengslum við aukna notknun fíkniefna. Sjáið þið þetta mikið? Aldís: Nei, ég sé þetta ekki mikið Kjartan: Ég sé þetta ekkert í þeim hóp sem ég umgengst. Petra: Nei, ekki ég heldur Kjartan: Ég veit af þessu hjá eldri krökk- um í vissum hópum en ég sé þetta blásið upp í fjölmiðlum eins og það sé einhver bylgja sem ríði yfír grunnskólann. Þetta er algjört bull. Þetta er einn og einn unglingur sem er þá kannski í einhverjum slæmum félagsskap með eldri krökkum. Aldís: Ég sé þetta ekki í Gagnfræðaskólan- um. - En vita krakkamir hvert þeir eiga að snúa sér ef þeir hafa áhuga á að prófa? Aldís: Ég myndi ekki vita hvert ég ætti að snúa mér ef mig langaði að prófa þetta. Auð- vitað væri hæ|t að komast að því. Kjartan: Ég býst við að ég myndi bjarga því ef ég væri í mikilli þörf, þó ég þekki ekki þetta fólk. En það er ekki eitthvað sem ég gæti gert á stuttum tíma, það myndi taka nokkra daga eða vikur. Hér ekkert svona símboða- kerfi eins og fyrir sunnan. Allt er miklu ein- angraðra og þessi efni liggja ekki hvar sem er. - Hvað með áfengi og tóbak sem eru lög- leg vímuefni fullorðinna en bönnuð unglin- gum. Er þetta líka eitthvað sem er blásið út, eða er notkun þessara efna algeng? Aldís: Nei, ég myndi ekki segja að það væri blásið út. Mér finnst reykingar t.d. frekar vera að aukast en hitt. Drykkjan er svona svip- uð og hún hefur verið. Kjartan: Það er staðreynd að mjög margir unglingar drekka brennivín. Ég held að ef þeir vilji drekka geri þeir það og mjög erfitt að stoppa þá. En auðvitað er þetta samt viðleitni hjá foreldrunum. Sígarettur er hægt að kaupa út í búð og enginn vandi að komast í þær. - Nú er mikil fræðsla í skólunum um skað- semi reykinga, nær þessi fræðsla ekki til krakkanna? Aldís: Jú hjá flestum, en hjá sumum fer það bara inn um eitt og út um hitt. Kjartan: Ég held það nái frekar til þeirra sem reykja ekki. Aldís: Þeir sem ekki reykja myndu ekki vilja prófa það. Þeir sem reykja hugsa hins- vegar, „þetta kemur ekkert fyrir mig því ég reyki ekki það mikið.“ Kjartan: Krakkar sem reykja byija flestir að fikta svo snemma að þeir eru búnir að prófa þetta þegar þeir koma upp í gagga. - Þyrfti að byrja fræðsluna fyrr? Kjartan: Ég held að það væri ekki vitlaust að byrja fyrr á þessari fræðslu því ég hef séð krakka í 7. bekk vera að reykja þó það sé nátt- úrulega alls ekki algengt. Of strangar reglur - f viðtali við forsvarsmenn foreldrafélaga í Degi fyrir nokkru kom fram að mikilvægt væri fyrir unglinga að hafa skýrar reglur. Get- ið þið séð einhverjar jákvæðar hliðar, t.d. á útivistarbanninu? Gæti það hafa hjálpað einhverjum? Aldís: Kannski í einhverjum tilfellum en ég held að allflestir brjóti reglumar svo það þýðir ekki. A Þau Aldís (t.h.), Kjartan og Petra voru ^ sammála um að foreldravaktin væri hið besta mál og þau styðja foreldrana í því að koma í bæinn á kvöldin og spjalla við krakk- ana. Aðgerðir lögreglu og hjálparsveitar um að keyra alla krakka undir 16 ára aldri heim þykja þeim þó fullharkalegar og ganga út í Öfgar. Mynd: BG Kjartan: Þetta eru náttúrulega rosalega strangar reglur. Það þarf að fara heim klukkan tólf annars ertu keyrður heim í löggubíl. Þær eru kannski sérstaklega strangar vegna þess að það hafa ekki verið neinar skýrar reglur áður. En ég held að unglingar færu frekar eftir regl- unum ef það væri komið meira til móts við þá. Ef útivistartíminn yrði t.d. lengdur til klukkan eitt, eins og hann var, þá færu krakkarnir fyrr heim. Þau fara náttúrulega ekkert eftir einhverjum reglum sem allir sjá að eru bara bull og vitleysa. Aldís: Krakkarnir fara út milli tíu og hálf- ellefu og eiga þá bara Dynheima til tólf. Þetta er enginn tími sem við fáum. Ég veit að það er verið að reyna að koma okkur út fyrr en það hefur gengið upp og ofan. Þessi klukkutími skiptir okkur miklu máli. Krakkamir fara flest heim milli tvö og hálfþrjú. Kjartan: Við erum ekki að tala um eitt- hvað næturbrölt fram undir morgun. Það er ekkert mikið sem við erum að biðja um en það skiptir svo miklu máli fyrir unglingana. Krakkarnir fara ekkert á ball klukkan níu, frekar klukkan tíu. Þá eru þau bara 1-2 tíma á ballinu en borga samt 400 kr. og stundum jafnvel 800 kr. Það er kannski ekkert skrýtið að böll séu illa sótt núna það tímir enginn að borga sig inn fyrir svona stuttan tíma. Aldís: Það eru ekki margir unglingar sem vinna mikið og foreldramir kannski ekkert mjög ríkir. Þannig að fyrir klukkutíma er 400 kr. mjög mikið. Síðan eru krakkamir sem em í 1929 að borga svipað verð fyrir diskótek sem er til þrjú. Ekki á okkur hlustað - Hvemig finnst ykkur umræða um unglinga í þjóðfélaginu. Komið þið ykkar sjónarmiðum á framfæri? Aldís: Það er ekki mikið hlustað á okkur, frekar rætt meðal foreldranna hvað sé best fyr- ir okkur. Kannski em okkar tillögur teknar að- eins inn í en það er ekki mikið hlustað á þær. Kjartan: Mér finnst það samt hafa batnað núna. T.d. þegar við vorum með mótmælin við íþrótta- og tómstundaráð, sem var ágætis- dæmi um að við getum látið ágætlega í okkur heyra, ráðið í heild tók mjög vel í það sem við vorum að segja og þetta hafði áhrif, það er bú- ið að setja þessar tillögur í endurskoðun. Aldís: Við vissum í rauninni ekkert af þessum tillögum fyrr en rétt áður en íþrótta- og tómstundaráð átti að funda um þær. Svo er verið að segja okkur að við látum aldrei í okk- ur heyra og mótmælum ekkert. Það náttúm- lega þýðir ekkert þegar við fáum ekkert að vita hvað er um að vera. Kjartan: Við vomm að frétta það með nokkurra daga fyrirvara að það ætti að fara að loka eina skemmtistaðnum sem er fyrir ungl- inga í bænum. Við fómm að hugsa hvað við gætum gert og sáum að það var orðið of seint og kraftlítið að skrifa bréf. Þó að ég stundi ekki Dynheimaböll lengur er ég búinn að vera þama síðastliðin tvö ár og það hefur verið rosalega gaman. Ég veit því hverju þessir krakkar eru að missa af ef starfsemi Dyn- heima yrði breytt. Þarf að vera meira samstarf - Að lokum, hvemig er að vera unglingur í dag? Petra: Ágætt. Aldís: Það er erfitt. Kjartan: Það getur verið rosalega gaman. Petra: En það getur líka verið hundleiðin- legt. Kjartan: Það mætti gera meira fyrir ungl- inga í þessum bæ. Þá er ég ekkert endilega að meina böll. Það er t.d. hægt að gera svo margt með húsnæðið í Dynheimum. Það væri hægt að koma á alls konar keppnum, t.d. milli fé- lagsmiðstöðva því það er allt of lítið samstarf milli félagsmiðstöðvanna. Ég held að það væri vel hægt að fá jákvæð viðbrögð við því ef haldið væri rétt á spöðunum. Þegar einhverjar tilraunir hafa verið í gangi hafa forsvarsmenn félagsmiðstöðvanna gert þær eftir sínu höfði og ekki haft okkur neitt með í ráðum. Ef það fellur ekki í krarnið hjá okkur er sagt að búið sé að prófa og þetta verði ekki gert aftur. En við vitum kannski miklu betur hvernig við viljum hafa þetta. Það þarf að vera samstarf milli íþrótta- og tómstundaráðs og krakkanna sem vinna í félagsmiðstöðvunum og svo mætti líka vera meira samstarf milli félags- miðstöðva. AI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.