Dagur - 07.10.1995, Blaðsíða 15
UTAN LAND5TEINA
Laugardagur 7. október 1995 - DAGUR - 15
UMSJÓN: ELSA JÓHANNSDÓTTIR
Ung og ástfangin...
Ferðalag Jackson ásamt litlu vinunum sínum varð til þess að
eiginkona hans þoldi ckki meira.
...og ári síðar er annað uppi á tcningnum ef marka má svip-
inn á Lisu.
lisck viCC sfyChað
í RveCCi
ú er allt komið í bál og brand milli
hjónakomanna MICHAEL JACK-
SOM og USU MARIE PRESLEY
Yfirvöld halda áfram að rannsaka Michael
og furðuleg sambönd hans við unga drengi
og það keyrði um þverbak í hjónabandinu
þegar Michael skrapp í frí til Frakklands í
júlí sl. og hafði með sér bræðuma Eddie
og Frank Cascio sem eru 11 og 14 ára.
Lisa Marie hefur verið yfirheyrð vegna
samskipta Michaels við ungviðið en lætur
lítið uppi. Ferðalag Michaels var hins veg-
ar það sem fyllti mælinn og nú vill Lisa
skilnað og það ekki seinna en strax. Heyrst
hefur að Michael sé búinn að bjóða henni
15 milljónir dollara og reynir nú ákaft að
sættast við hana með aðstoð ráðgjafa
sinna. Þótt Lisa eigi sand af seðlum hefur
mamma hennar, Priscilla Presley, samt
yfimmsjón með flestöllu sem snertir fjár-
mál dótturinnar. Auk þess hafði Priscilla
verið andvíg þessu hjónabandi frá upphafi
og vill að það taki enda sem fyrst. Fjöl-
skylda Mikka er farin að hafa miklar
áhyggjur og er sannfærð um að yfirvöld
muni ekki hætta fyrr en búið sé að koma
honum undir lás og slá. Mamma Michaels
grátbað hann um að flytja úr landi til að
komast burt frá þessu öllu, en enginn veit í
augnablikinu hvað goðið hyggst gera í
málinu. Jackson neitar öllu harðlega og
segir nákvæmlega ekkert athugavert við að
taka litlu vini sína með sér í frí. „Ég hef
þekkt Eddie og Frank árum saman, síðan
þeir voru pínulitlir. Við höfurn ferðast
mikið saman og það er ekkert óvenjulegt
við okkar samband," sagði hann í viðtali
en þykir samt ekki nógu trúverðugur.
Rannsókninni lauk aldrei á sínum tíma
þegar Jackson var fyrst sakaður um að
hafa misnotað ungan strák og lögreglan
hélt áfram að herja á hann. Saksóknari
bíður nú þar til nógu áreiðanleg vitni gefa
sig fram til að geta ákært Jackson og Gull-
drengurinn er því vægast sagt í slæmum
málum.
Sértrúarsöfnuður leikur nú lausum hala í
Mexfkó og myrðir unga og myndarlega
karlmenn í hrönnum. Söfnuður þessi
samanstendur af forríkum kvensum, sem
flestar gegna hárri
stöðu í þjóðfélaginu.
Þær munu vera grun-
aðar um að lokka til
sín karla á afskekkta
staði, bjóða þeim
vín og alls kyns
ástarlyf og drepa
þá síðan sam-
kvæmt ævafom-
um siðum ef þeim
þykir fórnarlömbin
ekki standa sig í
stykkinu, þ.e.a.s.
við kynmök.
Lögreglan
hefur nú
fundið
fjögur
lík
hálf-
grafin
út í
auðnum
Yucat-
an Pen-
Því miður, ekki nógu góður...
Þessi náði að komast snemma heim úr „partý-
inu“, dálítið kramhúlcraður þó.
insula í Mexíkó, sem bera þess merki að
mennimir hafi bæði verið stungnir og
skotnir til bana. Fjórar konur sitja nú í varð-
haldi vegna þessa máls og rannsókn þess
gerist nú æ víðtækari. „Þær tæla þá af bör-
um og kaffihúsum og bjóða þeim í gleðskap
og taka síðan til sinna ráða ef þeir reynast
svo óheppnir að geta ekki fullnægt kynferð-
islegum þörfum þeirra,“ sagði rannsóknar-
lögreglumaður í málinu. Það komst fyrst
upp um þessi óðu morðkvendi þegar tveir
unglingsstrákar urðu vitni að því þegar einn
þessara ólánsömu elskhuga var stunginn í
einu „partýinu.“
Eins gott að
standa sig!
Ellismellurim Fmnkie
Stórsöngvarinn FRANK SIMATRA er
nú farinn að láta á sjá og sást fyrir
skömmu á frumsýningarkvöldi í
óperunni í Los Angeles. Konu nokkurri
brá illilega í brún þegar hún sá hann koma
inn, studdan af Barböru konu sinni og
öðrum dyggum vini. „Ég hefði aldrei trú-
að því að þetta væri hann,“ kjökraði kon-
an með tárin í augunum og hefur líklegast
Hjartaknúsarinn kominn til ára sinna.
verið dyggur aðdáandi. „Hann var svo
veikburða og þessi frægu, bláu augu voru
sljó og starandi, skeggið rytjulegt og svo
var hann næstum alveg sköllóttur. Fólk
tók andköf þegar það sá hann koma.“ En
hvað er svo sem við öðru að búast, kall-
anginn lifði svo sannarlega hátt á yngri ár-
um og var nánast á útopnu allt sitt líf.
Menn er nú farið að gruna að Frankie
gamli muni nú draga sig út úr sviðsljósinu
fyrir fullt og allt og tilkynna það á hátíðar-
höldum, sem hafa verið skipulögð í tilefni
af 80 ára afmæli hans þann 12. desember
næstkomandi. „Frank er orðinn það veik-
burða í dag að það er nær enginn mögu-
leiki að hann geti staðið á sviði lengur,
hvað þá munað söngtexta. Það er vart
hægt að kannast við hann sem hinn fjör-
uga og sveiflandi Sinatra, sem við þekkt-
um hér einu sinni. Hann hefur farið „sína
eigin leið“ í nær 80 ár og það er kominn
tími til að hann kveðji feril sinn sem
söngvari,“ varð vini hans að orði.
Jáýja pnmmm
a£Mánafti
Prinsinn féll kylliflatur fyrir Campell og er varla enn
staðinn upp...
^■^urstaríkið Mónakó stóð bókstaflega á
S#*öndinni þegar fréttist að ALBERT
RRIMS og súpermódelið MAOMI
CAMPELL hefðu í hyggju að gifta sig í vor.
Hin 25 ára gamla fegurðardís er þekkt fyrir
allt annað en að hafa rólegt og fágað yfir-
bragð, sem sæma ætti sannri prinsessu. í
stað þess lifir hún villtu næturlífi og hefur
verið bendluð við kappa eins og Sylvester
Stallone, Robert De Niro, Jean-Claude Van
Damme, Mike Tyson, Eric Clapton o.fl.
Auk þess hefur hún verið að berja mann og
annan á næturklúbbum í New York og síð-
ast setti hún punktinn yfir i-ið þegar hún
hélt smá nektarsýningu á lesbískum bar á
sömu slóðum. Sjónarvottur hélt því fram að
hún hefði bara viljað njóta athyglinnar og
bætti við: Því ekki það? Hún er búin að gera
nánast allt annað...
Prinsinn kynntist Naomi í maí sl. á
AIDS-góðgerðarsamkomu á frönsku Rívíer-
unni og féll kylliflatur. „Ég vissi um leið og
ég sá hana að þetta væri konan sem ég vildi
eiga,“ sagði hinn 37 ára gamli piparsveinn.
„Eg hef aldrei kynnst konu með eins stór-
brotinn persónuleika, hún heillaði mig upp
úr skónum!“ Albert er samt ekki alsaklaus í
kvennamálum og átti meðal annars í sam-
bandi við aðra fræga stjörnu í tískuheimin-
um, Claudiu Schiffer. Hann henti öllu frá
sér og æddi af stað til Parísar til að hitta
Naomi þar sem hún var við módelstörf. í
lok júlí bauð hann henni svo í rómantíska
siglingu á snekkju sinni og bar upp bónorð-
ið. „Hún sagði að henni fyndist Monte
Carlo einhver fallegasta borg í heimi. Og ég
sagði: Það er leið til að gera hana enn fal-
legri. Hvemig þá? spurði Naomi. Ef þú
kæmir og settist hér að. Viltu verða konan
mín? Þetta kom svolítið flatt upp á hana í
fyrstu og svo svaraði hún, einfalt og stutt:
Já.“
Rainier fursti virðist ekki síður hrifinn af
konuefni sonarins. Hann var í sjöunda
himni þegar hann veitti þeim blessun sína
og nú stefnir allt í brúðkaup áratugarins en
það mun að öllum líkindum fara fram í
sömu kirkju og brúðkaup furstans og Grace
Kelly fór fram á sínum tíma. Athöfnin fer
fram að kaþólskum sið og Naomi, sem er
mótmælandi, hyggst lagfæra það með því
að skipta bara um trú. Talsmaður furstafjöl-
skyldunnar sagði að nýja prinsessan ætti
svo sannarlega eftir að setja Mónakó á
hvolf þegar hún sést trítla að altarinu.
„Naomi er kærkomin tilbreyting fyrir
Mónakó, staðurinn er orðinn svo daufur.
Brúðkaupsdagurinn verður alþjóðlegur frí-
dagur og þessi viðburður verður sá stærsti
síðan Grace Kelly kom
hingað frá Hollywood
fyrir 40 árum.“ Og nú
er bara að bíða og sjá
hvort þau Albert eigi
eftir lifa hamingju-
söm til æviloka...
Setur Naomi fursta-
dæmið á annan end-
ann...?