Dagur - 07.10.1995, Blaðsíða 13

Dagur - 07.10.1995, Blaðsíða 13
POPP Glcðisvcitin Glorío - gefur úl slno fyrslu plötu Mörg undanfarin ár, einhver hefði sagt „svo lengi sem elstu menn muna", hefur hljómsveitin Gloría frá Húsavík verið einn helsti gleði- gjafi Þingeyinga á dansleikjum og í skemmtanahaldi. Hefur sveitin starfað með þó nokkrum manna- breytingum á þessum tíma, en nú þegar hún hefur loks stigið það stóra skref, að senda frá sér sína fyrstu plötu, er hún skipuð sex mönnum, Kristjáni St. Halldórs- syni söngvara og gítarleikara, Erni Sigurðssyni, sem blæs í tenórsaxa- fón og syngur líka, Þráni M. Ing- ólfssyni gítarleikara, Víði Péturs- syni bassaleikara, Sigurjóni Sig- urðssyni trommuleikara og Sigur- páli Isfjörð hljómborðsleikara. Nefnist platan því ágæta nafni, „Jæja góðir gestir", (þeirri víð- kunnu hendingu sem danshljóm- sveitir láta jafnan frá sér fara þegar taka á til óspilltra málanna) og inniheldur hún samtals 10 lög, sem öll eru frumsamin. Platan er þó ekki alveg það fyrsta sem Glor- ía sendir frá sér á plasti, því 1993 átti sveitin tvö lög á safnplötunni Landvættarokk - Lög um landið, Nema þú og Rósirnar. Hið síðar- nefnda, sem náði töluverðum vin- Laugardagur 7. október 1995 - DAGUR - 13 MAÚNÚS CEIR CUÐMUNDSSON sældum á sínum tíma, er einmitt líka að finna á „Jæja góðir gestir", en í nýrri útsetningu. Rósirnar eru dæmi um fínt gleðipopp og má segja að hin lögin níu séu á svip- aðri bylgjulengd, „gleðirokkað popp". Má svo sem alveg láta sér detta í hug að hér sé loksins komin sveit í kjölfar annarrar gleðisveitar (sem lesendur verða bara að geta sér til um hvað heitir) frá Húsavík, sem leggi landann að fótum sér, en það mun koma í ljós í fyllingu tímans. Þeir sexmenningar í Glor- íu gefa plötuna út sjálfir og sjá einnig um söluna og dreifinguna að mestu hér á norðurslóðum. Platan er fáanleg hér á Akureyri í Tónabúðinni, en um dreifingu hennar og sölu víðar um land standa nú yfir þreifingar. Gloría Húsavík hefur starfað í um sex ár, en er nú að senda frá sér sína fyrstu plötu. íslenskir plötupunktor íslenskar útgáfur hellast nú yfir og virðist „bunan" ætla að verða hressileg eins og endra- nær og standa fram til jóla. ■ Kristín Eysteinsdóttir er lið- lega tvítug stúlka sem nú, nán- ast upp á sitt einsdæmi, hefur sent frá sér ansi hreint athyglis- verða plötu sem kallast Litir. Við gerð hennar hefur hún þö sér til aðstoðar m.a. Orra Harð- arsson, Skagadrenginn snjalla. ■ Orri er einmitt á leiðinni með sína aðra plötu, sem bera mun heitið, Stóri draumurinn. Sú fyrri, Drög að heimkomu, kom út 1993 og var með betri plötum þess árs. ■ Það sama má eiginlega líka segja um fyrstu plötu Haraldar Reynissonar trúbadors, Undir hömrunum háu, sem líka kom út 1993. Hann er nú ljúka við nýja plötu, sem bera mun heit- ið, Hring eftir hring. ■ Tónlistin úr kvikmynd Þráins Bertelssonar, Einkalíf, kom út fyrir nokkru og mun þetta lík- lega vera í fyrsta skipti sem tón- list úr mynd eftir hann er líka gefin út á plötu. Það er Margrét Ornólfsdóttir, fyrrum Sykur- moli (og hálfur Akureyringur, dóttir Helgu Jónsdóttur leik- konu, systur Amars Jónssonar), sem að mestu sér um tónlistina í myndinni með myndarbrag, en titillagið er Ununar. Það er eitt af betri popplögum sumars- ins. ■ Talandi um Unun, þá er enska útgáfan af æ komin út og kallast, Super Shiny Dreams. Sveitin er nú þessar vikurnar stödd í útlöndum við tónleika- hald og kemur ekki heim fyrr en í nóvember. ■ Kalli Örvars og félagar koma loks með diskóplötuna sína inn- an skamms og kallast hún Tra- volta. Var von á plötunni áður í sumar, í kringum verslunar- mannahelgina, en hún tafðist. ■ Tryggvi Hubner, sá marg- reyndi gítarleikari, hefur sent frá sér ekta gítarplötu, sem hann nefnir, Betri ferð. Þar er m.a. að finna Peter Green lagið fræga, Albatross. Eru þetta aðeins nokkur dæmi um það sem er að gerast og verður sagt frá fleirum og e.t.v. fjallað nánar um einstaka plötur síðar. Red Hot Chili Peppers. Sjóðheitir og sælir. hljómar líka engu síður en áður. Það hafa alltaf verið skiptar skoð- anir og álit sem menn hafa haft á Red Hot Chili Peppers innan gagnrýnendaheimsins. Sumir elska þá og dá, aðrir hata þá og telja þá „falska vöru". Með tveim- ur síðustu plötunum verður þó að segjast að eitthvað hlýtur að vera í þá spunnið. Vaxandi lýðhyllin segir jú sitt, ekki satt? Hér annars staðar á síðunni er sagt frá því að nýjasta plata Blur, Great Escape, hafi farið beint á toppinn í Bretlandi fyrir um hálfum mánuði. Sú plata sem líka kom inn í þessari viku og reyndist vera skrefinu á eftir Blur, er nýjasta afurð fönk- rokkaranna með meiru frá Los Angeles, Red Hot Chili Peppers, One Hot Minute. Fer vel á því að „Hot", „Hiti", sé nú í heiti plötunnar líkt og í nafni hljóm- sveitarinnar, því kringumstæðurn- ar einkennast af hita nú sem endranær hjá henni. Oftar en ekki hefur það þó verið í neikvæðri merkinu, tíðar mannabreytingar og þá sérstaklega hvað varðar gít- arleikara, allskyns hneykslismál m.a. fráfall fyrsta gítarleikarans vegna ofneyslu eiturlyfja. En mitt í öllu þessu hefur Red Hot Chili Peppers með þá Antony Kiedis söngvara og Flea bassaleikara fremsta í flokki, hins vegar átt vax- andi fylgi að fagna og hefur þá vandræðagangur af ýmsu tagi ekki skipt neinu máli. Með Mot- hers Milk og síðan Blood Sugar Sex Majik 1991, þar sem m.a. ofur- smellinn Under The Bridge var að finna, náðu Chili Peppers heims- frægð, sem nú virðist ekki ætla að minnka með One Hot Minute. Hart fönkrokk í bland við mjög svo grípandi popplaglínur er áfram á boðstólnum líkt og á Blood Sugar... og ef eitthvað er, með enn betri útkomu en þá. My Friens og Tearjoker eru t.d. tvö glæst popprokklög, sem hæglega gætu náð miklum vinsældum. Warped er síðan á hinn bóginn dæmi um harða fönkið, sem fiouðglóondi heitir Hringurinn lokosl hjó Blur í nýju bresku poppbylgjunni, sem svo er kölluð og hefur ásamt þó nokkuð mörgum öðr- um tónlistarbylgjum risið svo hátt á undanförnum árum í Bret- landi, hefur nafn Blur ekki hvað síst verið hvað mest áberandi og vegur hljómsveitarinnar sífellt farið vaxandi. í upphafi gaf Blur þó ekki, ef umsjónarmanni Popps misminnir ekki, til kynna að hljómsveitin væri á þeirri lín- unni, því þá var það tónlist meira á danslínunni í bland við annað, sem var upp á teningn- um. Með plötunni, Modern Life is Rubbish, árið 1993, hóf Blur hins vegar þann þríleik eða hringmyndun, sem endaði nú síðsumars með útgáfu plötunn- ar, The Great Escape. Með Mod- ern Life is Rubbish, Parklife frá því í fyrra og svo nú Great Esc- ape, hefur Blur undir áhrifum frá meisturum sjöunda áratugar- ins, poppuðum sem rokkuðum, „sýrðum", sem „sætari", skapað sér slíkar ofurvinsældir að vart á Blur lokar hringnum. Hvað kemur næst? sér sinn líka á byggðu bóli. Á mikill sem aldrei fyrr og útsetn- Great Escape er umbúnaðurinn ingar laganna, sem sum hver eru reyndar með bragði áhrifa nær í tíma en endilega frá sjöunda ára- tugnum, t.d. frá nýbylgjunni og pönkinu fyrir og eftir 1988, ærið tilkomumiklar. Það kunna líka samlandar Blur, Damon Albarn söngvari með meiru og félagar, meira en vel að meta. Fyrsta smáskífan með laginu Country House fór beint á toppinn og hefur síðan gert það líka víðar, m.a. hérlendis, og hafði þar bet- ur í kapphlaupi við Oasis, sem blásið hafði verið upp. Og nú fyrir hálfum mánuði, eftir fyrstu' söluvikuna, fór Great Escape rakleiðis á topp plötusölulistans breska. Tekur hún nánast við þar sem Parklife skildi við, en sú síðarnefnda var enn inni á topp 10 vikuna áður, í 8. sæti, en féll niður í það 16. þegar Great Esc- ape fór á toppinn. Bíða menn nú bara eftir hvort Oasis nái að slá Blur við með nýju plötunni sinni, en um hana er aðeins fjallað hér annars staðar á síð- unni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.