Dagur - 10.10.1995, Page 10

Dagur - 10.10.1995, Page 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 10. október 1995 ÍÞRÓTTIR FROSTI EIÐSSON ^ Knattspyrna - Lokahóf: Olafur bestur - Tryggvi Guðmundsson sá efnilegasti Ólafur Þórðarson, miðvallar- Ieikmaður ÍA, var valinn besti leikmaður 1. deildar karla á lokahófi knattspyrnumanna sem fram fór um helgina og Guðrún Jónssdóttir úr KR hlaut sömu verðlaun í 1. deild kvenna. Það voru leikmenn deildarinnar ásamt þjálfurum sem stóðu fyrir valinu. Tryggvi Guðmundsson frá ÍBV og Ingi- björg H. Ólafsdóttir úr ÍA voru kosin efnilegust. Þá völdu íþróttafréttamenn lið ársins og var það skipað eftir- töldum leikmönnum: Birkir Kristinsson (Fram), Sigurður Öm Jónsson (KR), Ólafur Adoifsson (ÍA), Hermann Hreiðarsson (ÍBV), Ólafur Þórðarson (ÍA), Sigurður Jónsson (ÍA), Marko Tanasic (Keflavík), Heimir Guð- jónsson (KR), Einar Þór Daníels- son (KR), Amar Gunnlaugsson (ÍA) og Tryggvi Guðmundsson (IBV). Eins og sjá má af upptaln- ingunni voru níu leikmenn af ell- efu valdir úr þremur efstu liðum deildarinnar, IA, KR og ÍBV. Ólafur Þórðarsson. Karfa - Urvalsdeild: Tap hjá Þór gegn UMFG Þórsarar máttu þola sitt annað tap í röð þegar liðið lá fyrir Grindavík 85:101 í leik liðanna í fþróttahöllinni á Akureyri á sunnudagskvöldið. Þórsarar vom heldur frískari aðilinn framan af leiknum, höfðu yfirleitt nauma forystu á fyrstu mínútunum en Grindvíkingarnir náðu síðan undirtökunum um miðbik fyrri hálfleiksins og höfðu yfir 59:51 íleikhléi. Knattspyrna - EM landsliða: Góður sigur hjá kvennalandsliðinu íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu sýndi sinn besta leik í langan tíma þegar liðið lagði Holland að velli, 2:0 á Laugardalsvellinum en leikur liðanna var liður í Evrópu- keppni landsliða. íslenska liðið var mun betri að- ilinn í fyrri hálfleiknum og var óheppið að skora ekki. Jónína Víglundsdóttir fékk besta færi ís- lands eftir stundarfjórðungs leik þegar hún slapp í gegn um hol- lensku vömina en missti boltann of langt frá sér, ein á móti mark- verði. Fyrra mark íslands kom þegar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum. Ragna Lóa Stefáns- dóttir átti þá skot sem hollenski markvörðurinn varði. Hún hélt þó ekki knettinum sem barst út og þar var Ásthildur Helgadóttir, fljótust að átta sig og sendi hann í netið. Hollensku stúlkurnar kom- ust meira inn í leikinn eftir markið en þó án þess að skapa sér hættu- 1. deild kvenna: Stórt tap hjáÍBA ÍBA mátti þola stórt tap gegn ÍBV þegar liðin mættust í KA- heimilinu á föstudagskvöld. Eyjastúlkur höfðu tögl og halgd- ir allan leiktímann og lokatölur urðu 28:14. Andrea Atladóttir, stórskytta IBV, reyndist Akureyrarstúlkum erfið. Hún skoraði átta mörk í leiknum og þær Katrín Harðar- dóttir og Sara Guðjónsdóttir fjög- ur mörk hvor. Valdís Hallgrímsdóttir og Anna Blöndal skoruðu báðar fjögur mörk fyrir ÍBA, Sólveig Sigurðar- dóttir 3 og þær Elín Torfadóttir, Dóra Sif Sigtryggsdóttir og Ragn- heiður Jónsdóttir eitt hver. Næsti leikur ÍBA verður ekki fyrr en eft- ir tæpan mánuð. leg marktækifæri. Það var síðan Margrét Ólafsdóttir sem innsiglaði íslenskan sigur fimm mínútum fyrir leikslok. Hún fékk þá send- ingu frá Ásthildi og skallaði í net- ið af stuttu færi. Islenska liðið er nú hálfnað með leiki sína í riðlinum og hefur fengið 4 stig. Hin liðin þrjú, Rúss- land, Frakkland og Holland hafa aðeins leikið einn leik, gegn ís- landi. ■ Reynir Sandgerði hefur dregið lið sitt út úr 2. deild karla í handknattleik og Bikarkeppni HSÍ. Leikir liðsins í deildinni falla því niður í mótaskrá. ■ Islenska unglingalandsliðið, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, tryggði sér sæti í 16-liða úr- slitum Evrópukeppninnar og mætir Irum. Liðið gerði markalaust jafn- tefli við Hvít-Rússa í fyrri leik sín- um en sigraði N-íra 3:2 í síðari leik sínum á föstudaginn. Mörk ís- lenska liðsins gerðu þeir Þorbjörn Atli Sveinsson, Valur Gíslason og Ivar Ingimundarson, sem skoraði sigurmarkið. ■ Hvorki fleiri né færri en sjö stúlkur úr Breiðabliki voru í byrj- unarliði íslenska kvennalandsliðs- ins gegn Hollandi. Ein þeirra, Vanda Sigurgeirsdóttir, setti nýtt leikjamet þegar hún lék sinn 27. landsleik. Ásta B. Gunnlaugsdóttir átti fyrra metið, 26 leiki. ■ Bragi Bergmann dæmir í kvöld leik í Galway á írlandi á milli íra og Letta í Evrópukeppni landsliða, skipuðum leikmönnum U21 árs. Þetta er fjórða verkefnið sem Bragi fær erlendis í haust. Með honum í ferðinni eru þeir Kári Gunnlaugs- son og Ólafur Ragnarsson, sem eru línuverðir, og Guðmundur Stefán Maríasson er varadómari. Leikurinn róaðist f síðari hálf- leiknum, Grindvíkingum tókst alltaf að halda Þórsliðinu í hæfi- legri fjarlægð frá sér því lengst af munaði tíu stigum á liðunum. Þórsliðið átti í vandræðum í þessum leik undir körfunni og vörn liðsins var ekki sannfærandi, sér- staklega ekki í fyrri hálfleiknum. Gangur lciksins: 5:2, 13:8, 20:20, 27:28, 37:45, 51:59, 64:77. 75:88, 85:101. Stig Þórs: Kristinn Friðriksson 25, Fred Williams 20, Kristján Guðlaugsson 12. Björn Sveinsson 9, Konráð Óskarsson 8, Einar Valbergsson 6, Ftafsteinn Lúðvíks- son 5. Stig: Grindavíkur: Guðinundur Braga- son 28, Herman Mayer 24, Hjörtur Harð- arson 21, Marel Guðlaugsson 17, Helgi Jónas Guðfinnsson 7, Unndór Sigurðs- son 4. Staðan Úrslit leikja í úrvaldsdeildinni á sunnudagskvöldið: Njarðvík-Haukar 69:68 Breiðablik-ÍR 64:77 KR-Valur 100:76 Skallagrímur-ÍA 98:80 Tindastóll-Keflavík 85:77 Þór-Grindavík 85:101 Fred Williams var einn besti leikmaður Þórs en það dugði skammt gegn Grindvíkingum sem unnu öruggan sigur í viðureign liðanna á sunnudags- kvöldið. Hér á hann í baráttu við Marel Guðlaugsson. Guðmundur Bragason fylgist með framvindu mála. Mynd: BG A-riðill: Tindastóll Keflavík Haukar Njarðvík ÍR Breiðablik B-riðilI: Skallagrímur Grindavík KR Þór ÍA Valur 4 4 0 349:312 8 4 2 2 353:342 4 4 2 2 322:280 4 4 2 2 339:330 4 4 2 2 303:325 4 4 0 4 285:359 0 431321:303 6 4 31 372:332 6 4 31 386:344 6 4 2 2 383:328 4 413 335:372 2 4 0 4 257:375 0 Karfa - Urvalsdeild: Keflavík fjórða liðið til að játa sig sigrað gegn Tindastóli Frammistaða Tindastóls í úr- valsdeildinni í vetur er farin að minna á ævintýrið um Ösku- busku. Liðinu var spáð tíunda sæti deildarinnar af þjálfurum og forráðamönnum liðanna en eftir fjóra leiki hefur liðið inn- byrt jafnmarga sigra. Keflavík- ingar, sem spáð er íslandsmeistaratitli, urðu á sunnudagskvöldið að játa sig sigraða fyrir baráttuglöðu liði Sauðkrækinga í spennandi leik þar sem 600 áhorfendur í gryij- unni á Sauðárkróki studdu geysivel við bakið á Ieikmönnum sínum. Lokatölur urðu 85:77 í hörkuspennandi viðureign. Pétur Guðmundsson skoraði Páll Kolbeinsson, þjálfari: Sætur sigur „Þessi sigur var mjög sætur. Keflavíkingum er spáð sigri í deildinni og þeir eru með nógu gott lið til að fara alla leið. Bar- áttan var mjög góð, við gáfumst ekki upp og það var öðru fremur varnarleikurinn sem skóp sigur- inn,“ sagði Páll Kolbeinsson, þjálfari Tindastóls, eftir sigurinn gegn Keflavíkingum. „Það er greinilegt að undir- búningur okkar fyrir tímabilið hefur skilað sér vel í byrjunar- leikjunum. Þó þessi stig séu mik- ilvæg eru samt sem áður aðeins fjórar umferðir búnar af 32 og lít- ið hægt að spá um framhaldið. Við erum með ungt lið og bar- áttuglatt og erfiðan heimavöll fyrir liðin sem koma hingað.“ Páll Kolbeinsson. fyrstu stig leiksins fyrir Tindastól en eftir það voru gestirnir meira áberandi, leiddu lengst af hálf- leiksins með þremur til sjö stigum en munurinn var mestur níu stig eftir að Sigurður Ingimundarson hafði raðað niður tveimur þriggja stiga körfum og komið Keflavík í 22:13. Tindastóll náði að minnka muninn fyrir leikhlé en leikur lið- anna var langt frá því að vera góð- ur, hittni var fremur slök og leik- menn beggja liða gerðu sig seka um mörg mistök í sóknarleiknum. Án efa hefur troðfullt hús og mögnuð spenna í loftinu haft áhrif á einbeitingu leikmanna. Keflvíkingar eru þekktir fyrir að koma sterkir til leiks eftir leik- hlé en að þessu sinni mættu þeir ákveðnu Tindastólsliði, sem náði að snúa leiknum sér í hag og kom- ast yfir þegar fjórar mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Heimamenn léku sterka vöm, náðu að halda Keflvíkingum frá körfunni, þann- ig að þeir þurftu að reyna skot lengra fyrir utan. Segja má að Guðjón Skúlason hafi haldið þeim á floti. Hann skoraði ekkert stig í fyrri hálfleiknum en nítján í þeim síðari þar af fimmtán úr þriggja stiga skotum. Þegar sjö mínútur voru til leiksloka var staðan 62:61 fyrir Tindastól, sem tókst að kom- ast í 69:62 og liðið náði að tryggja sér sigurinn með góðri hittni af vítalínunni, eftir örþrifaráð Kefla- víkurliðsins á lokamínútunum. Pétur Guðmundsson var besti leikmaður Sauðkrækinga. Eins og alltaf sterkur í varnarleiknum en er jafnframt farinn að skila fleiri stigum í sóknarleiknum. Hinrik Gunnarsson, John Torrey og Lár- us Dagur Pálsson komu sterkir inn í síðari hálfleiknum. Guðjón Skúlason og Sigurður Ingimundarson voru áberandi bestir í Keflavíkurliðinu. Einar Einarsson, liðsstjóri Keflvíkinga, sagði eftir leikinn að Tindastóll gæti að stórum hluta þakkað áhorfendum sigurinn. „Þetta er einhver erfiðasti völlur sem hægt er að spila á og ég held að áhorf- endur hafi lagt til þessi tíu stig sem okkur vantaði í þessum leik.“ Gangur leiksins: 2:0, 3:7, 9:9, 9:15, 13:18, 15:23,24:27, 32:34 34:38, 38:42,45:45,51:49, 59:61,65:61, 69:62, 71:64, 73:69, 80:72, 85:77. Stig Tindastóls: Pétur Guðmundsson 22, John Torrey 18, Hinrik Gunnarsson 18, Lárus Dagur Pálsson 17, Ómar Sigmarsson 8, Atli Bjöm Þorbjömsson 2. Stig Keflavíkur: Guðjón Skúlason 19, David Grissom 17, Sigurður Ingimund- arson 16, Lenar Bums 15, Falur Harðar- son 5, Jón Kr. Gíslason 4, Gunnar Eiríksson 1. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Georg Þorsteinsson. Dæmdu vel. EB

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.