Dagur


Dagur - 10.10.1995, Qupperneq 11

Dagur - 10.10.1995, Qupperneq 11
MINNSN G Þriðjudagur 10. október 1995 - DAGUR - 11 ÍJ* Kristín Hannesdóttír frá Víðigerði Fædd 20. júní 1921- Dáin 30. september 1995. Kristín Hannesdóttir fæddist í Víðigerði, Eyjafjarðarsveit, 20. júní 1921. Hún lést eftir stutta sjúkralegu 30. september s.l. á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri. Foreldrar hennar voru Hannes Kristjánsson bóndi í Víðigerði, f. 28. apríl 1887, d. 7. ágúst 1970, og Laufey Jóhannes- dóttir húsfreyja, f. 8. aprfl 1893, d. 26. ágúst 1985. Systir Kristínar var Hólmfríður Thorarensen, f. 12. apríl 1918, d. 4. desember 1994, gift Gunnari Thorarensen f. 10. aprfl 1904, d. 4. desember 1983 og áttu þau 9 börn. Bræður hennar eru: Haraldur bóndi í Víðigerði f. 11. ágúst 1926, kona hans er Sólveig Benný Jóhannsdóttir f. 25. desember 1932 og eiga þau 8 börn, Kristján bóndi í Kaupangi, f. 16. apríl 1928, kóna hans er Olga Ágústs- dóttir f. 29. júlí 1935 og eiga þau 6 börn. Utför Kristínar Hannesdóttur fór fram frá Grundarkirkju í gær, mánudaginn 9. október 1995. Nú hugur vor slegiim er harmi er horfm þú erl ú braut. Því lengi við bárum í barmi þá bið sem á endanum þraut. Þá bón að þú burtu ei færir og brosandi hjá okkur vœrir, en lífið ei lengur við naut Viðkynnin þakka þér viljum og vináttuhuga í senn. Sköpunarverkið ei skiljum og skaparans verkefni enn. Nóttin þig nœri og hlífi í nýju ogframandi lífi. Þig gleðji þar göfugir menn. Það er með miklum söknuði að við minnumst Giggu eins og við kölluðum hana alltaf þegar við vorum yngri. Okkur systkinunum var hún bæði sem amma og mamma. Við eldri systkinin minn- umst þess þegar von var á Giggu heim í Víðigerði, þá kom hún allt- af með mjólkurbílnum, jafnvel um hverja helgi. Við krakkarnir öið- um spennt eftir því að hún kæmi upp á hólinn og svo hljóp allur skarinn á móti henni. Ævinlega beygði hún sig niður og breiddi út faðminn, þar komust allir fyrir. Það brást ekki að alltaf kom hún með eitthvað með sér til að stinga uppí litla munna og einnig hafði hún eitthvað til að færa hús- ráðendum. Mesti spenningurinn var þegar von var á Giggu fyrir jólin. Hún var alltaf, frá því að við munum eftir okkur, í Víðigerði um hátíðarnar. Um hádegi voru allir farnir að bíða og svo þegar hún loksins kom, þá fyrst gátu jól- in byrjað. Álltaf þegar fjöldskyldan kom saman var hún með, því öllum fannst eitthvað vanta ef hún kom ekki. Það var sama hvað það var, sláturgerð, laufabrauðsgerð eða afmæli stór og smá. Alltaf þegar minnst var á ferð í Víðigerði vildi hún eindregið fljóta með, því gamla æskuheimilið átti stóran hluta í hennar huga. Það var líka oft margt um manninn og mikið um að vera. Það átti við Giggu að vera þar sem félagsskapurinn var og hennar eigið fólk. Það var henni mikils virði og það kunni hún að meta fram í ystu æsar. Gigga var sjálfstæð, ákveðin kona og lét engan segja sér fyrir verkum. Hún var alltaf glaðleg og hress, leit hlutina jákvæðum aug- um og gat alltaf gert gott úr öllu. Var traustur vinur vina sinna, líf hennar snerist um það að hjálpa sínum nánustu í blíðu og stríðu, vinna fyrir aðra og fannst óþarfi að lá eitthvað í staðinn. Hún var alltaf svo glöð og þakklát hvað lít- ið sem gert var fyrir hana og vildi helst borga það fjórfalt til baka. Gigga bjó yfir miklum fróðleik frá fyrri tíma. Því miður varð eng- inn til þess að festa það á blað enda datt okkur ekki í hug að neitt lægi á. Eftir rúmlega 30 ára starf í Stjörnu Apóteki gat hún loksins unað sér hvfldar og gert eitthvað fyrir sjálfa sig. Oft talaði hún um samstarfsfólk sitt úr apótekinu og átti margar góðar minningar það- an. Þegar við sjálf stofnuðum heimili var hún alltaf tilbúin að aðstoða okkur, það voru ófáir hlutir sem hún var búin að gefa okkur. Börnin okkar hændust að henni og tóku henni sem ömmu, Giggu ömmu. Spenningurinn var mikill bæði þegar von var á Giggu í heimsókn og eins þegar átti að fara til hennar. Okkur yngri systrunum langar að minnast Giggu frá því við bjuggum í næstu blokk við hana í Skarðshlíðinni. Það var alveg ómetanlegt að hafa hana svona ná- lægt og fá að koma í heimsókn til hennar, þiggja góð ráð og spjalla í rólegheitum. Þar var líka oft glatt á hjalla og mikið hlegið enda gat Gigga oftast séð spaugilegu hlið- Siguruna Pálsdóttir Fædd 29. ágúst 1920 - Dáin 30. september 1995 Eitt af því sem við mennirnir vit- um með vissu í þessu h'fi er það, að eitt sinn skal sérhver deyja. Þessi staðreynd kemur manni þó alltaf á óvart þegar einhver deyr sem okkur sjálfum er kær. Þannig var það líka þegar hún Lína amma okkar úr Grenivöllun- um dó. Einhvern veginn vorum við systkinin ekki viðbúin því og reiknuðum alltaf með því næst þegar við kæmum norður í heim- sókn þá væri amma á sínum stað og ekkert hefði breyst. Nú vitum við innra með okkur að þannig verður það ekki, því allt er í heiminum hverfult. Og þegar sorgin knýr dyra, þá rifjast upp í huganum eitt og annað sem kristin trú segir um hina dánu. I fermingarundirbúningnum forð- um á Akureyri vorum við látin læra textann úr Jóhannesarguðspjalli sem kallaður er Litla-Biblían. Það er gott að þekkja þannig orð þegar einhver nákominn deyr. Þá finnur maður birtuna og fínnur að dauðinn er ekki nein endalok. „Því svo elsk- aði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ (Jóh. 3:16) Amma Lína átti sterka trú, og þess vegna var dauðinn henni ekki neitt myrkur. Hún hefur nú kvatt þessa jörð og með þeirri trúar- sannfæringu og birtu sem hún átti viljum við kveðja hana og þakka þann tíma sem við áttum saman. Þú skalt vera stjarna mín Drottinn yfir dimm höf yfir djúpa dali og eyðimerkur. Ég geng í geisla þínum og eitt sinn mun geisli þinn verða að gullstiga þar sem ég geng upp fagnandi skrefum. (Ragnheiður Ófeigsdótlir) Guð blessi minningu ömmu Línu. Jón Þór, Ásta og Öddi. Okkur langar í örfáum orðum að minnast Línu ömmu en í dag verður hún jarðsungin frá Akur- eyrarkirkju. Á stundu sem þessari fljúga margar minningar um hug- ann. Það var ávallt gaman að heimsækja ömmu því hún var svo meðvituð um allt sem var að ger- ast í heiminum. Það var alltaf hægt að koma til hennar hvort sem maður þurfti á ráðleggingum, fréttum eða einhverju öðru að halda, alltaf var hún tilbúin að veita inanni tíma og hjálp. Sam- verustundirnar með henni voru alltaf skemmtilegar, hún var svo hjartahlý og góð. í ágúst átti amma afmæli og bauð hún þá öll- um barnabörnum og bamabarna- bömunum sínum út að borða. Það var þá í fyrsta skipti sem dóttir okkar fór út að borða og var amma svo stolt að vera sú fyrsta sem byði henni út. Þetta boð gleymist seint því þetta kvöld var amma svo hress og skemmtileg og við hlógum mikið. En eitt af því fáa sem öruggt er í lífi manns er að því lýkur einhvern tíma og enginn veit fyrr en dauðinn ber að dyrum. Þann dag er amma lést var hennar 14. langömmubarn skírt og hafði hún hlakkað svo til að vera viðstödd skírnina. Um leið og kirkjuklukkurnar slógu tvö og skírnarathöfnin hófst, kvaddi amma þennan heim. En við erum sannfærð unt að amma hafi verið með okkur í kirkjunni á þeirri stund. Minning um ömrnu Línu lifir og biðjum við algóðan Guð að varðveita minningu um okkar ástkæru og góðu ömmu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökkfyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér núfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Palli, Jórunn og Amanda Mist. Lína, ég vil þakka þér, það sem gefið hefur mér. Far ífriði vina mín, viðferðalok ég minnistþin. Einn sit ég eftir hnípinn, og hoift í eldsins glóð. Þú lékst við snáða lítinn, svo Ijúf og góð. Kristján M. Falsson. arnar á tilverunni. Alltaf var hún að bjóða okkur í mat eða kakó og pönnsur. Alltaf sá hún til þess að enginn færi svangur heim. Eftir að við fluttumst burt, til Reykjavíkur og fjarlægra landa, voru það þess- ar stundir með Giggu frænku sem við söknuðum einna mest. Síðasta árið bjó hún í Lindasíðu sæl og ánægð í góðra vina og kunningja hópi. Elsku Gigga, þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur bara með því að vera til, brosandi og kát. Þií vais. .'itaf þakklát . Cl 5U lítill greiði sem þér var gerður. Alltaf lést þú þér annt um okkur og bömin okkar, ekkert var of gott. Alltaf fengum við koss hvort sem við vorum að koma eða fara. Góðar minningar um þig geymum við í hjörtum okkar og megi góður guð fylgja þér. Hjörtur, Hildur, Hannes, Kristín, Laufey, Guðrún, Sólveig og Snjólaug. Eiginmaður minn, JÓHANNESJÓSEPSSON, Rauðumýri 4, Akureyri, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 8. október. Helga Arnþóra Geirmundsdóttir. Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR EIÐSSON, bóndi, Hreiðarsstaðakoti, Svarfaðardal, andaðist á heimili sínu aðfaranótt föstu- dagsins 6. október. Jarðarförin auglýst síðar. Synir, fósturbörn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona min, móðir okkar, dóttir, systir, tengdamóðir og amma, RÓSA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, lést á heimili sínu þann 6. október sl. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 13. október kl. 13.30. Sigurður Indriðason, Steinunn Sigurðardóttir, Árni Bjarnason, Jón G. Sigurðsson, Sigrún Sigurgeirsdóttir, Sigurður U. Sigurðsson, Þórdís Jónsdóttir, Sigríður Kristinsdóttir, Sigurjóna Jónsdóttir, Sóley Guðmundsdóttir, Kristinn Einarsson og barnabörn. Kæru vinir. Við sendum ykkur innilegar þakkir fyrir styrk og hlýhug við andlát og útför, SIGURGEIRS JÓNSSONAR, ökumanns, Spítalavegi 21, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki við heimahjúkrun og læknum og hjúkrunarfólki við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Hulda Gísladóttir, Dagný Sigurgeirsdóttir, Jóhannes Björnsson, Sigurlína Á. Sigurgeirsdóttir, Páll Stefánsson, Gísli Sigurgeirsson, Guðlaug K. Ringsted, Hulda B. Stefánsdóttir, Hörður Geirsson.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.