Dagur - 10.10.1995, Page 16

Dagur - 10.10.1995, Page 16
Akureyri, þriðjudagur 10. október 1995 Öldrunarlækningadeild á Kristnesi: Starfsemin hafin SLIDES IFRAMKÖLLUN INNRÖMMUN ^Pe d íomyn dir" Skipagata 16 • 600 Akureyri • Sími 462 3520 Um síðustu mánaðamót hófst starfsemi öldrunarlækn- ingadeildar FSA á Kristnesi. Er þetta fyrsta öldrunarlækninga- deildin á Norðurlandi og er sam- kvæmt samningi sem gerður var þegar FSA yfirtók rekstur Krist- nesspítala á sínum tíma. Aðilar sem starfað hafa í öldr- unarþjónustu á svæðinu hafa lengi átt þann draum að öldrunarlækn- ingadeild tæki til starfa. Reynslan af slíkum deildum sýnir að með tilkomu þeirra dregur verulega úr þörf fyrir að vista fólk varanlega á stofnunum, með tilheyrandi kostn- aði, og eldra fólki er gert kleift að búa lengur á eigin heimili, sem er í samræmi við óskir flestra. A bls. 6 í blaðinu í dag er nánar fjallað um öldrunarlækn- ingadeild FSA á Kristnesi. HA Agæt veiði i Smugunni eftir 3ja vikna ördeyðu Eftir þriggja vikna ördeyðu í Smugunni í Barentshafi hef- ur verið nokkuð góð veiði síð- ustu þrjá sólarhringa og þau fáu skip sem þar eru eftir hafa feng- ið 5-15 tonn í holi. Þrjú skip af Norðurlandi eru ennþá að veið- um í Smugunni; Akureyrin EA, Málmey SK frá Sauðárkróki og Stakfell ÞH frá Þórshöfn. Stokksnes EA dregið vélarvana til iands - viögerö á aöalvél tekur nokkra daga Bilun varð í aðalvél rækju- togarans Stokksness EA sl. föstudag þar sem hann var á veiðum fyrir Norður- landi og tók Oddeyrin EA, sem var á svipuðum slóðum, hann í tog og fóru skipin til Akureyrar. Þangað var kom- ið um hádegið á laugardag. Bæði skipin eru frá Samherja hf. Kristján Vilhelmsson út- gerðarstjóri segir að það taki einhverja daga að gera við vél- ina en að því loknu heldur skipið aftur á veiðar. Stokks- nesið hefur verið selt til Meit- ilsins hf. í Þorlákshöfn og verður afhent í lok þessa mán- aðar. Margrét EA hefur verið á karfaveiðum fyrir sunnan land og landar í gáma í dag á Reyð- arfirði. Aflinn er um 180 tonn. Togarinn heldur síðan aftur á karfaveiðar fyrir sunnan land. GG Árni Bjamason, skipstjóri á Akureyrinni, sagði í samtali við Dag í gær að ræst hafi úr veiðinni í Smugunni síðustu sólarhringa. „Þetta hefur verið þokkalegt að undanfömu. Við erum búnir að fá álíka mikið á þremur dögum og þremur vikum þar á undan. Við höfum verið að fá frá 5 og upp í 15 tonn í holi í botntroll. Þetta er mjög góður fiskur. Hins vegar er vitlaust veður hérna núna, leiðinda sunnan bræla,“ sagði Árni. Akureyrin EA hefur verið að veiðum í um þrjár vikur en Árni sagðist ekki geta sagt til um hve- nær haldið yrði heim. „Við vomm að því komnir að fara heim en þá glæddist veiðin skyndilega." Árni sagðist ekki kunna skýr- ingu á því af hverju þorskurinn gefi sig eftir þriggja vikna ör- deyðu. „Ætli það sé ekki fyrst og fremst illgimi í þorskinum að halda okkur héma,“ sagði hann og hló. óþh ■■■ •* ■ ■ > m» Fjolmenm a Degi iðnaðarins Dagur iðnaðarins var haldinn í fyrsta skipti sl. sunnudag og þykir mönnum sem vel hafi til tekist. Á Akureyri var opið hús í fimrn fyr- irtækjum; Foldu hf„ Gúmmívinnslunni hf„ Víking hf, Glófa hf. og Kaffibrennslu Akureyrar og var stríður straumur fólks í þessi fyrir- tæki á opnunartíma, frá kl. 13 til 17. Forsvarsmenn fyrirtækjanna eru mjög ánægðir með þennan dag og sama rná segja um þann mikla tjölda fólks sem kynnti sér starfsemi fyrirtækjanna. > Á efri myndinni er Eðvarð Jónsson í Glófa hf. að kynna gestum starfsemi fyrirtækisins og á neðri myndinni er Ásgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Foldu hf, að ræða við gesti. Myndir og texti: ójih Alþjoða- dagur geð- heilbrigðis ídag Dagurinn í dag, 10. október 1995, hefur verið útnefndur alþjóðadagur geðheilbrigðis af Alþjóðasambandi um geðheil- brigði með stuðningi Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar. Ingi- björg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur undirritað yfirlýsingu Alþjóða- sambandsins um að 10. október verði alþjóðadagur geðheilbrigð- is á íslandi og sömu sögu er að segja frá íjölmörgum löndum í flestum heimsálfum. I stofnskjali Alþjóðasambands- ins um geðheilbrigði frá árinu 1948 og í Mannréttindayfirlýs- ingu Sameinuðu þjóðanna frá sama ári kemur fram að einstak- lingar sem þjást af geðkvillum eða eiga við tilfinningalega erfið- leika að stríða og njóta meðferðar eða eru vistaðir á sjúkrahúsum af þeim sökum séu jafnbornir til þeirrar virðingar og réttinda sem eigi verða af mönnum tekin og eru undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum. Markmiðið með alþjóðadegi geðheilbrigis er að auka skilning almennings á geð- og tilfinninga- truflunum, skapa virðingu fyrir réttindum þeirra sem greindir eru með geð- og tilfinningatruflanir, efla forvamarstarf og bæta gæði og auka framboð geðheilbrigðis- þjónustu um allan heim. í tilefni alþjóðadagsins mun Dagur birta síðar í vikunni viðtal við Sigmund Sigfússon, geðlækni á Akureyri, um málefni geðsjúkra. AI Frumvarp til þriggja ára áætlunar Bæjarsjóðs Akureyrar: 137 milljónir til framkvæmda við Sundlaug Akureyrar VEÐRIÐ Samkvæmt veðurspá Veður- spá íslands má búast við frekar hægu haustveðri næstu daga. í dag er spáð breytilegri átt og síðan hægri norðlægri átt og hita rétt fyrir ofan frostmark. Á morgun má búast við norðanátt og lítils- háttar éljagangi á Norður- landi og síðari hluta vikunnar eru horfur á frekar köldu, þurru og aðgerðarlitlu veðri. Afundi bæjarstjórnar Akur- eyrar í dag verður síðari umræða um þriggja ára áætlun Bæjarsjóðs Akureyrar um rekst- ur, ijármál og framkvæmdir Ak- ureyrarbæjar árin 1996-1998. I markmiðum í áætluninni kemur m.a. fram að hlutfall rekstr- argjalda af skatttekjum verði að hámarki 75% á áætlunartímabil- inu. Tekið er fram að farið verði með skipulegum hætti yfir öll rekstrarútgjöld, þörf fyrir einstaka rekstrarþætti verði endurmetin, nefndakerfið endurskoðað, öll innkaup betur skipulögð og skoð- uð sérstaklega hagkvæmni þess að bjóða út einstaka rekstrarþætti hvað varðar innkaup á rekstrar- vörum, þjónustu og efni. Þá er sérstaklega tekið fram að lokið verði við einstök verkefni og framkvæmdaáfanga áður en hafist verði handa við nýjar fram- kvæmdir. Einnig er tekið fram í markmiðum með áætluninni að langtímalán bæjarsjóðs lækki á næstu þrem árum. I kaflanum um eignfærða fjár- festingu kemur fram að á næsta ári er gert ráð fyrir að hún nemi 151.3 milljónum króna, árið 1997 327.3 milljónum og árið 1998 334,6 milljónum króna. Til félagsmála er hugmyndin að verja 23 milljónum króna á næsta ári í eignfærða fjárfestingu, sem skiptist þannig að í breytingar á leikskólanum Flúðum fari 8 milljónir og 15 milljónir króna í viðbyggingu við leikskólann Lundarsel. I kaflanum um heilbrigðismál kemur fram að 6,5 milljónum króna verði varið árlega til ný- byggingar FSA á næsta ári, 1997 og 1998. Til Heilsugæslustöðvar- innar verði varið 3 milljónum á næsta ári, 2,5 milljónum árið 1997 og 2,8 milljónum 1998. Oskiptar til grunnskóla eru 28 milljónir á næsta ári, 72 milljónir 1997 og 70 milljónir 1998. Áætl- unin gerir ráð fyrir að til nýbygg- ingar framhaldsskólanna, sam- kvæmt gerðum samningum, verði varið 28 milljónum króna á ári næstu þrjú ár. I menningarmálum er gert ráð fyrir 10 milljónum króna óskipt í eignfærða Ijárfestingu árið 1998 og til Kaupvangsstrætis 23 verði varið 600 þúsund krónum á ári næstu þrjú ár samkvæmt gerðum samningum. 1 íþrótta- og tómstundamálum verður Sundlaug Akureyrar eina eignfærða fjárfestingin næstu þrjú ár, samkvæmt fyrirliggjandi frum- varpi að þriggja ára áætlun. Á næsta ári verði varið 35,2 milljón- um til sundlaugarinnar, 42,2 millj- ónum árið 1997 og 59,2 milljón- um árið 1998. Efnisflokkurinn hreinlætismál fær í sinn hlut 2 milljónir á næsta ári og til fasteigna bæjarins, þ.e. Geislagötu 9, verði varið 20 rnillj- ónum á næsta ári og því þarnæsta. Til vélasjóðs er áætlað að verja í eignfærða fjárfestingu 5 milljón- um á ári næstu þrjú ár. óþh KAUPLAND Kaupangi • Sími 462 3565

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.