Dagur - 11.10.1995, Side 2

Dagur - 11.10.1995, Side 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 11. október 1995 ENGIN HUS ÁN HITA ía Snjóbræðslurör, mótar og tengi TILBOÐ 39 kr. pr. metri Verstið vib fagmann. DRAUPNISGÖTU 2 • AKUREYRI SÍMI 462 2360 i Opíá ó laugardögum kl. 10-12. IHHBBBBBHBSQHBHHBHBBHHBQUBBQBQQB Já... en ég nota nú yf irleitt beltið! Ly.- ||umferðar FRÉTTIR Fyrirtækiö Alla leiö hf.: Reglulegar flutningaferðir milli Skagastrandar og Akureyrar Guðlaugur Örn við hinn glæsilega Renault-flutningabíl sinn fyrir framan afgreiðslu TVG á Akureyri. Bíllinn er aðeins ársgamall og einn af glæsi- flutningavögnum frá Renault sem nú sjást á íslensku vegunum. Mynd: JÓH Guðlaugur Örn Hjaltason, flutn- ingabflstjóri á Skagaströnd, hef- ur tekið upp reglulega land- flutninga milli Akureyrar og Skagastrandar. Fyrsta ferðin var farin á mánudag og næsta ferð verður farin á morgun fimmtu- dag en framvegis verður ekið þessa tvo daga vikunnar og farið frá Akureyri kl. 17 báða dagana. Fyrirtæki Guðlaugs, alla leið hf., hefur ekið milli Skagastrandar og Reykjavfkur, með viðkomu á Blönduósi og Hvammstanga. Reykjavíkurleiðinni verður sinnt sem fyrr en með tengingu við Akureyri segir Guðlaugur mögu- leika aukast fyrir Húnvetninga og hann er bjartsýnn á að margir not- færi sér þetta enda styttra fyrir Húnvetninga að sækja þjónustu til Akureyrar en Reykjavíkur og fyrir Akureyringa verða fjölbreyttari möguleikar á að koma vörum vestur. Guðlaugur segir flutninga fyrir sjávarútveginn töluverðan þátt í þessari þjónustu auk allra annarra flutninga. Líkt og í Reykjavík verður af- greiðsla fyrir alla leið hf. á af- greiðslu Tollvörugeymslunnar. JÓH Aðalfundur Sjálfstæðisfélag Akureyrar verður haldinn í Kaupangi v/Mýrarveg, mánudag- inn 16. okt. 1995 kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins. Önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri verður haldinn í Kaupangi v/Mýrarveg, fimmtudag- inn 19. okt. 1995 kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins. Erindi: Sigurður J. Sigurðsson. Önnur mál. Stjómin. Umsókn um framlög úr framkvæmasjóði aldraðra 1996 Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra auglýsir eftir um- sóknum um framlög úr sjóðnum árið 1996. Eldri um- sóknir koma aðeins til greina séu þær endurnýjaðar. Nota skal sérstök umsóknareyðublöð sem fylla ber samviskusamlega út og liggja þau frammi í heilbrigðis- °9 tryggingamálaráðuneytinu. Einnig er ætlast til að umsækjendur lýsi bréflega einingum húsnæðisins, byggingarkostnaði, verkstöðu, fjármögnun, rekstrar- áætlun, þjónustu- og vistunarþörf ásamt mati þjónustu- hóps aldraðra (matshóps) og þar með hvaða þjónustu- þætti ætlunin er að efla. Umsókn skal fylgja ársreikn- ingur 1994 endurskoðaður af löggiltum endurskoðanda og kostnaðaryfirlit yfir fyrstu níu mánuði ársins 1995. Sé ofangreindum skilyrðum ekki fullnægt áskilur sjóð- stjórnin sér rétt til að vísa umsókn frá. Umsóknir skulu hafa borist sjóðstjórninni fyrir 1. desember 1995, heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra. Bæjarstjórn Akureyrar: Þriggja ára áætlun rædd Á fundi bæjarstjórnar Akureyr- ar í gær var síðari umræða um þriggja ára áætlun bæjarsjóðs um rekstur, fjármál og fram- kvæmdir Akureyrarbæjar 1996- 1998. Bæjarstjóri fylgdi áætlun- inni úr hlaði og rakti helstu þætti hennar, en í Degi í gær var í grófum dráttum farið yfir þá. í máli Jakobs Bjömssonar bæj- arstjóra kom fram að vegna af- náms tvísköttunar á lífeyris- greiðslur lækka útsvarstekjur Ak- ureyrarbæjar um 100 milljónir á áætlunartímabilinu. Rekstrargjöld- um er í megin atriðum stillt upp miðað við endurskoðaða fjárhags- áætlun 1995. Athygli vekur veru- lega lægra framlag til íþrótta- og tómstundamála, um 29 milljónir, sem helgast af því að samningar bæjarins vegna greiðslu á bygg- ingastyrkjum til íþróttafélaga eru nú útrunnir og ekki er gert ráð fyr- ir fleiri samningum. Atvinnuleysisskrá til skoðunar Guðmundur Stefánsson upplýsti á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær að Vinnumiðlunarskrif- stofan væri nú að skoða at- vinnuleysisskrána. Þær tölur sem fram komi í skránni segi lítið einar og sér um atvinnuástand í bænum heldur verði að kanna betur hvað liggi á bakvið og samsetningu þeirra sem eru á skránni. T.d. sé stór hluti þeirra sem er á bótum jafnframt í hlutastarfi. Greina verði vandann betur og að því vinni Vinnumiðl- unarskrifstofan. HA Bæjarstjóri tók fram að á stundum sem þessum væri gjaman vitnað til þess sem flokkar hefðu lagt til í sínum kosningastefnu- skrám. I samningi núverandi meirihlutaflokka hefði verið lofað aðhaldi í rekstri og ábyrgri fjár- málastjóm. í þessari þriggja ára áætlun kæmi fram að gert væri ráð fyrir lækkandi skuldum, að pen- ingaleg staða myndi batna, aukinn afgangur yrði til framkvæmda og lægri greiðslubyrði lána. Umræður um þriggja ára áætl- un stóðu enn í gærkvöld þegar blaðið fór í vinnslu. HA Umdeild út- hlutunlóða Úthlutun lóða við Hörpu- og Hindarlund á Akureyri varð til- efni deilna í bæjarstjórn fyrr í sumar, þ.e. þær úthlutunarregl- ur sem farið var eftir, eða skort- ur á slíkum reglum. Málið var aftur til umræðu í bæjarstjórn í gær. Bjöm Jósef Arnviðarson vildi fá svör við því hversu mikið væri um að menn hefðu sagt sig frá lóðum. Einnig hvort þeim lóðum hefði aftur verið úthlutað og þá með hvaða hætti hefði verið staðið að þeim úthlutunum og auglýsin- um í því sambandi. T.d. hvort þeim sem hafnað var við fyrstu út- hlutun hefði verið gefinn kostur á að fá lóð sem fallið hafi verið frá. Hann ítrekaði að skoða verði vandlega hvemig staðið verði að sambærilegum úthlutunum í fram- tíðinni. Undir þetta tók Sigríður Stefánsdóttir. HA Melrakkaslétta: Bílvelta í gær Bflvelta varð á Sléttu rétt fyrir kl. 10 í gærmorgun. Ökumaður hlaut minni háttar meiðsl og fór til aðhlynningar á Heilsugæslu- stöðina á Kópaskeri. Það var pallbfll sem valt í beygju á veginum milli Blikalóns og Sigurðarstaða. Miklar skemmdir urðu á bflnum. Öku- maður missti vald á bflnum, en laust var í veginum og sandur á honum. IM Húsavík: Bæjarmála- punktar Tilboð í Bláhvamm Veitunefnd hefur samþykkt að gert verði ákveðið tilboð í eign- arhluta Borghildar Einarsdóttur í Bláhvammi í Reykjahverfi. Fyr- irspurn barst frá Borghildi hvort áhugi væri á kaupunum en jarð- hiti er hluti af hlunnindum jarð- arinnar. Orkustofnun telur ekk- ert því til fyrirstöðu að nýrri vinnsluholu verði valinn staður í landi Bláhvamms/Laugahlíðar. Skíðamál Æskulýðs- og íþróttanefnd hefur óskað eftir fjárveitingu, um 200 þúsund kr. til að gera kostnaðar- áætlun unt uppbyggingu skíða- svæðisins. Gloría Menningarmálanefnd hefur ákveðið að styrkja hljómsveitina Gloríu um 50 þúsund kr. vegna útgáfu á geisladiski. Listaverkaskrá Menningarmálanefnd hefur ákveðið að ljúka gerð lista yfir listaverk bæjarins sem fyrst. Kvikmyndahátíð Kvikmyndahátíð í umsjón kvik- myndasjóðs íslands verður hald- in á Húsavík 22. október. Sýnd- ar verða ntyndimar „Stofnun lýðveklis á Islandi" og „79 af stöðinni." Einnig er í athugun hvort hægt sé að sýna gamlar myndir frá Húsavík. Tónlistarkvöld Menningarmálanefnd hefur ákveðið að halda hátíð, tónlistar- kvöld til heiðurs Ingvari Þórar- inssyni, sem þakklætisvott fyrir frábær störf hans að menningar- málum. Barnabókagjöf Menningarnefnd hefur borist gjöf frá Guðmundi Páli Ólafs- syni, eintak af „Ströndinni“ og bamabækur á nýja leikskólann. Dráttarbraut Úttekt hefur verið gerð á ástandi dráttarbrautar hafnarsjóðs og viðgerðarkostnaður áætlaður. Talið er að bráðabirgðaviðgerð kosti 1-2 milljónir og fullnaðar- viðgerð 5-8 ntilljónir. Gerður hefur verið samningur um að leigja Vík hf. dráttarbrautina. Hafnasamlag við Tjörneshrepp Hugmyndir frá samgönguráð- herra hafa komið fram um hafnasamlag við Tjömeshrepp og hefur hafnarstjóra verið falin nánari athugun. Pakkhús fyrir ferðamenn Amar Sigurðsson hefur áhuga á að eignast gamla Guðjohnsen- spakkhúsið sem FH á og flutti á Kaldbaksmela. Amar er með skemmtisiglingar fyrir ferða- menn og hefur áhuga að nýta húsið á hafnarsvæðinu fyrir ferðamannaútgerð. Atvinnumál fatlaðra Atvinnumál fatlaðra voru rædd á fundi Félagsmálaráðs og talið að koma þyrfti á átaki í þeim mál- um. Farið er frarn á fund nieð bæjarráði vegna málsins. Ættingjaaðstoð Félagsmálaráð ræddi ættingjaað- stoð innan heimilisþjónustunnar og samþykkt var að ráða ekki heimilismann, til heimaþjónustu á sínu heimili.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.