Dagur - 17.10.1995, Side 5

Dagur - 17.10.1995, Side 5
Þriðjudagur 17. október 1995 - DAGUR - 5 Skólamál Um stundvísi Það er í sjálfu sér rannsóknarefni að jafnvel heiðarlegustu og bestu menn geta verið gersneyddir þeirri dyggð sem kallast stundvísi. Tímaskynið virðist ekki vera inn- byggt í suma einstaklinga homo sapiens. Allir skólar hafa fundið fyrir óstundvísi og þær eru margar aðferðirnar við að bregðast við henni. Á dögunum kom frétt í einu dagblaðanna þess efnis að skólayfirvöld í bæ einum á Bret- landi hafi gripið til þess ráðs að gefa öllum skólanemendum vekjaraklukku vegna þess hve nemendur mæta seint og illa á morgnana. Afsökunin er gjaman sú að nemendumir hafi einfald- lega ekki vaknað né neinn annar í fjölskyldunni. Þó eru Bretar þekktir fyrir stundvísi og nákvæmni. Við ís- lendingar erum þekktir slóðar í þessum efnum og hafa menn þá skýringu að það sé herskyldan og jámbrautalestir sem ala upp í mönnum stundvísi en eins og allir vita erum við blessunarlega laus við þessa þætti. Á tímum samdráttar og at- vinnuleysis þegar barist er um vinnuna ættu stundvísi og sam- viskusemi að vera þau gildi sem eru í hávegum höfð. Á öllum tímum hafa verið til nemendur sem ekki virða tíma- setningu, koma of seint í kennslu- stundir eða jafnvel skrópa í tím- um. Blessunarlega er þorri nem- enda því marki brenndur að vilja standa sig í öllum þáttum skóla- starfsins en alltaf em það ein- hverjir sem setja leiðinlegan svip á annars góðan hóp. Stundvísi er lítið vandamál í framhaldsskólun- um því að menn segja sig einfald- lega frá námi með því að láta sig vanta í tíma. Nemendur safna fjar- vistarpunktum og þegar ákveðnu marki er náð hvort sem um er að ræða vísvitandi fjarvistir eða veik- indi er talið að nemandinn hafi misst það mikið úr námi að hann þurfi að taka áfangann aftur. Aftur á móti geta grunnskólar ekki gripið til slíkra ráðstafana þar sem lög segja til um það að ekki megi vísa nemanda úr skóla. Þess vegna verður gmnnskólinn að grípa til annarra ráða. I Gagnfræðaskólanum hefur það verið vandamál að nokkrir nemendur mæta bæði seint og illa og liafa átt það til að láta sig hverfa jafnvel um miðjan dag. Venjulegar brýningar og hefð- bundnar aðferðir við að snúa nem- endum til betri vegar hafa ekki borið árangur. Þess vegna hefur verið ákveðið að taka upp punkta- og bónuskerfi sem lítur svona út: Punktakerfí vegna mætinga Nemendum ber að kappkosta stundvísi í hvívetna. Ef nemandi er veikur ber að tilkynna það til skrifstofu skólans í síma 462 4241. Skólastjórar einir gefa leyfi. Ef nemandi kemur of seint í kennslustund eða skrópar gilda eftirfarandi reglur: * Að koma of seint í kennslustund reiknast 2 punktar. * Að skrópa úr kennslustund reiknast 4 punktar. * Meðan nemandi hefur ekki fleiri en 10 punkta getur hann þurrk- að þá út með algjörri stundvísi í viku. * Þegar fjarvistir og óstundvísi ná 20 punktum, varar umsjónar- kennari hans hann við og hefur samband við heimili. Ef nem- andi lætur sér ekki segjast er boðað til fundar með foreldrum, umsjónarkennara og skólastjór- um. * Ef nemandi stendur sig algjör- lega í tvær vikur þurrkast fyrri syndir út. * Ef nemandi lætur sér enn ekki segjast og bætir við sig 20 punktum verður mál hans sent fræðsluyfirvöldum. Ennfremur fyrirgerir hann rétti sínum til skólaferðalags. * Þeir nemendur sem hafa færri en 5 punkta á skólaárinu sitja Könnun á kynferðislegri áreitni Á sl. árum hefur umræða um kyn- ferðislega áreitni á vinnustöðum farið vaxandi. Vandamálið er vit- anlega ekki nýtt af nálinni en lengst af hefur lítil sem engin um- ræða eða fræðsla farið fram hér á landi um þetta athæfi og þolendur hafa gjaman þurft að bera þessa reynslu sína einir og ekki vitað hvar unnt sé að leita upplýsinga og stuðnings. Þá hafa vinnuveit- endur ekki haft neinar leiðbein- ingar til að fara eftir þegar slíkt vandamál kemur upp á vinnustað þeirra og á fæstum vinnustöðum hafa verið gerðar nokkrar fyrir- byggjandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir slíkt athæfi. I undirbúningi er, skv. fram- pizzuveislu að vori komanda að launum fyrir frábæra skólasókn. Vonandi ná þessar reglur tilætl- uðum árangri en eitt er víst að byrjunin lofar góðu. Kennarar telja sig sjá batamerki hjá nokkr- um fjarvistarsjúklingum og þegar þetta er skrifað þann 9. okt. hefur verið kallað til foreldrafunda vegna tveggja nemenda. Það er óskandi að íslendingar almennt reyni að ná betri tökum á þeirri sjálfsögðu gjörð að virða tímasetningar því að óstundvísi kemur ekki einungis niður á gjör- andanum heldur öllum þeim er málið varðar. Nemandi sem kem- ur of seint í kennslustund truflar vinnu allra í stof- unni. Segjum sem svo að truflunin vari í 3 mínútur. Samtals færu þá 75 mínútur til spillis í 25 manna deild. Nemendur GA eru í vetur 408 og annað starfsfólk skólans 42, samtals 450. Ef skólahald fellur niður einn dag, t.d. vegna óveðurs, fara til spillis 3600 vinnustundir nemenda og kennara. Gefum okk- ur það að tveir til þrír nemendur í öllum bekkjardeildum komi of seint í hvem einasta tíma í heilan mánuð og hver kennslustund skerðist um 5 mínútur vegna trufl- unar sem af því leiðir kemur í ljós að 253 klukkustundir fara til spill- is. Ef að við breytum jtessum klukkustundum í krónur sam- kvæmt Einingartaxta með orlofs- greiðslum í heilan mánuð verður upphæðin 1.950.000 sem gerir á ársgrundvelli eins og stjómmála- menn segja kr. 17.500.000 rnillj- ón. Auðvitað er þetta ekki raun- hæft en þó umhugsunarvert. Þann- ig má endalaust leika sér að töl- um. Með kærri kveðju, Magnús Aðalbjörnsson. kvæmdaáætlun ríkisstjómarinnar, umfangsmikil könnun á kynferðis- legri áreitni, umfangi hennar og eðli og munu niðurstöður hennar liggja fyrir í lok næsta árs. Til að opna umræðu um kynferðislega áreitni og til að koma til móts við þörfina á fræðsluefni á þessum vettvangi hefur Skrifstofa jafnrétt- ismála geftð út bækling um kyn- ferðislega áreitni á vinnustað. í bæklingi þessum eru stuttar skil- greiningar á kynferðislegri áreitni og leiðbeiningar fyrir þolendur og vinnuveitendur um hvemig bregð- ast skuli við. Að gerð bæklingsins ásamt Skrifstofu jafnréttismála komu fulltrúar ASI, BSRB og VSÍ. Canon 5ex taeki í einu Það má segja ad þú fáir sex tæki é verdi eins tækis þegar þú kaupir Canon B360 vélina. Smærri skrifstofur og einyrkjar eflast ad mun fyrir vikid, því faxtækid, síminn, tölvufaxid, Ijósritunarvélin og prentarinn eru komin i eina og sömu vélina. Þetta er útsjónarsemi. Enda er þetta Canon. Verðkr. 1N.900 LVUTÆKI Furuvöllum 5 • Akureyri Sími 462 6100 k_____________________A Kennarar Kennara eða leiðbeinanda vantar að Þelamerkur- skóla til námsaðstoðar við nemanda um það bil 10 kennslustundir á viku. Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 462 1772 eða 462 6555. Veiðimenn - veiðikonur „Dellukalla r" Vetrarvertíðin er hafín! Námskeið fyrir byrjendur í fluguhnýtingum verður haldið á Akureyri laugardaginn 28. október nk., ef næg þátttaka fæst. Efni, kennslubók og afnot af áhöldum er innifalið í námskeiðsgjaldinu, sem er kr. 6.000,- Skráning í síma 453 5828. Björn Mikaelsson, Sauðárkróki. Auglýsing frá menntamálaráðuneytinu Styrkir til námsefnisgerð- ar á framhaldsskólastigi Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til námsefnisgerðar í bóklegum og verklegum greinum á framhaldsskólastigi. Minnt skal á að heimilt er skv. reglum um úthlutun að verja allt að fimmtungi heildarúthlutunar til að efla tiltekin svið. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, náms- efnisnefnd, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 20. nóvember nk. á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að fá í ráðuneytinu. jlk, Umsókn um framlög úr aB Framkvæmdasjóði fatlaðra 1996 Stjóm Framkvæmdasjóðs fatlaðra auglýsir eftir umsókn- um um framlög úr sjóðnum árið 1996. Um hlutverk sjóðs- ins vísast til 40. gr. laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra og reglugerðar nr. 204/1994 um Stjómamefnd um málefni fatlaðra og Framkvæmdasjóð fatlaðra. Umsóknum skal skila til hlutaðeigandi Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra sem veita nánari upplýsingar. Svæðisskrifstofa Reykjavíkur, Nóatúni 17, Reykjavík. Svæðisskrifstofa Reykjaness, Digranesi 5, Kópavogi. Svæðisskrifstofa Vesturlands, Bjarnarbraut 8, Borgarnesi. Svæðisskrifstofa Vestfjarða, Mjallargötu 1, ísafirði. Svæðisskrifstofa Norðurlands vestra, Ártorgi 1, Sauðárkróki. Svæðisskrifstofa Norðurlands eystra, Glerárgötu 26, Akureyri. Svæðisskrifstofa Austurlands, Tjarnarbraut 39e, Egilsstöðum. Svæðisskrifstofa Suðurlands, Gagnheiði 40, Selfossi. Umsóknum skal skila til svæðisskrifstofa fyrir 15. nóvember 1995. Félagsmálaráðuneytið, 16. október 1995. ORÐ DAGSINS 462 1840

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.