Dagur - 18.10.1995, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 18. október 1995
LEIÐARI
Tryggingaútboð FÍB
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI,
SÍMI: 462 4222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
AÐRIR BLAÐAMENN:
AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON,
HALLDÓR ARINBJARNARSON,
SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 464 1585, fax464 2285),
LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI462 5165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 462 7639
Á þessu hausti hafa verið raiklar uraræður um
tryggingamál bifreiða og fyrir þeira hafa eink-
um farið forsvarsmenn Félags íslenskra bif-
reiðaeigenda. Þeir hafa ítrekað haldið því fram
að tryggingagjöld fyrir bifreiðar hérlendis séu
allt of há, þessi liður sé farinn að vega marg-
falt of raikið í heimilisbókhaldinu. Áhyggjur
FÍB-manna af þessu eru skiljanlegar. Rekstur
bifreiðar er orðinn gífurlegur baggi á mörgum
heimilum og því miður eru þess nokkuð mörg
dæmi að fjölskyldufólk neitar sér um að eiga
bíl vegna þess að það ræður ekki við að reka
hann. Deila FÍB-manna og tryggingafélaganna
snýst kannski fyrst og fremst um það hversu
háa fjárhæð tryggingafólögin eigi að leggja til
hliðar til þess að mæta hugsanlegum áföllum.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda telur að allt of
margar krónur séu lagðar til hliðar, en því eru
tryggingafélögin ekki sammála.
Það á vitaskuld eftir að koma í ljós til hvers
tryggingaútboð FÍB á erlendri grundu leiðir.
Verði niðurstaðan sú að erlend tryggingafélög
geti boðið mun lægri iðgjöld en þau sem fyrir
eru á tryggingamarkaðnum hér, þá hlýtur það
að leiða til þess að fjöldinn allur af bifreiðaeig-
endum flytur bílatryggingar sínar frá íslensku
tryggingafélögunum. Komi sú staða upp, verð-
ur því ekki trúað að forsvarsmenn hérlendu
tryggingafélaganna horfi á aðgerðarlausir.
Það umrót sem orðið hefur á trygginga-
markaðnum við þessar þreifingar FÍB-manna
sýnir svo ekki verður um villst að íslensku
tryggingafélögin óttast mjög aukna sam-
keppni í bílatryggingum. Og það er einnig
mjög mikilvægt að iðgjaldagreiðendur geri sér
grein fyrir því að það er hægt að lækka trygg-
ingariðgjöldin, ekki bara iðgjöld af bifreiða-
tryggingum, með því að láta tryggingafélögin
bjóða í allar tryggingar heimilisins. Slík ein-
staklingsbundin útboð hafa í langflestum til-
fellum skilað viðkomandi verulegri lækkun
tryggingariðgjalda. Á tímum samdráttar í
heimilistekjum hlýtur það að vera töluvert
mikilvæg launauppbót.
Eftir áratuga langa bið er upp-
bygging á sundlaugarsvæðinu
komin efst á blað hjá bæjarstjóm-
inni. í þriggja ára áætlun Akureyr-
arbæjar árin 1996-1998 er fjár-
magni lofað til að ráðast í þær
framkvæmdir sem mörg ár hefur
tekið að undirbúa og hanna. Við
sundfólk sem höfum verið að æfa
sund undanfarin ár sjáum loksins
fram á að hægt verði að stunda
fþróttina við ágæta aðstöðu.
Einnig lítur út fyrir að sundfélagið
okkar geti farið að halda hér sund-
mót við boðlega aðstöðu sem mun
draga að keppnisfólk frá öllu land-
inu. Þegar áðumefnd þriggja ára
áætlun Akureyrarbæjar var tekin
til atkvæðagreiðslu var einungis
einn bæjarfulltrúi sem greiddi at-
kvæði gegn henni, en það var Þór-
arinn B. Jónsson, fulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins. í viðtali við Dag
13. okt. sl. segir hann orðrétt: „En
mér finnst hún (uppbyggingin á
Sundlauginni) ekki beint tengj-
ast íþróttamálum í bænum því
keppnisíþróttirnar þar eru að-
eins lítill hluti af starfseminni.“
Undirrituðum finnst þessi orð
lýsa þekkingarleysi á málaflokk
sem þessi stjómmálamaður segist
setja á oddinn. Virkir félagar í
Er sund íþrótt?
Sundfélaginu Óðni eru núna 85 ekki mikið til þess koma ef marka er sú að núverandi sundlaugarað-
talsins og þykir Þórami greinilega má ummæli hans. En staðreyndin staða í bænum tekur ekki við fleir-
■
Frá stóru sundmóti á Akureyri síðastliðiö sumar. Greinarhöfundar fagna batnandi aðstöðu fyrir keppnisfólk í sundi
en vilja aö litið sé á sundið á Akureyri sem alvöru keppnisíþrótt.
um þar sem rými og tími í sund-
laugum bæjarins er af skomum
skammti þegar það þarf að deila
því milli skóla, íþróttamanna og
almennings. Undanfarin ár hefur
verið erfitt að fá nóg æfíngapláss í
sundlauginni á viðunandi tímum,
sérstaklega á sumrin og morgnana.
En það mun væntanlega breytast á
næsta ári því að fyrst á fram-
kvæmdaáætlun er nýtt laugarker
sem mun verða notað undir
kennslu og æfingar og þá mun
væntanlega gamla kerið (sem
verður síðar endurbætt) nýtast að
fullu fyrir almenning.
Við undirrituð viljum þakka
bæjarstjóm Akureyrar (þ.e. þeim
sem samþykktu þriggja ára áætl-
unina) fyrir að hafa endanlega
ákveðið að ráðast í þessar lang-
þráðu framkvæmdir. Viljum við þá
að lokum skora á Þórarin B. Jóns-
son að kynna sér málefnin betur
áður en hann gefur út sambærileg-
ar yfirlýsingar og vitnað er í.
Baldur Már Helgason,
Ómar Þorsteinn Árnason,
Þorgerður Benediktsdóttir.
Höfundar eru félagar í Sundfélaginu Óðni á Ak-
ureyri.
LESENDAHORNIÐ
Flísin í auga náungans
og bjálkinn í eigin auga
Kristján Þ. Sigurðsson skrifar:
„Kæm landar! Sá lævísi áróður að
ólöglegu vímuefnin séu okkar
vandamál vex og dafnar, sem
aldrei fyrr. Vissulega er vandinn
staðreynd og full ástæða til að
staldra við og athuga okkar gang.
Mannfólkið hefur frá alda öðli
neytt margs konar efna til að kom-
ast í vímu og virðist manni þessi
þörf fara vaxandi.
Lang algengasta vímuefnið hér
á jörð er alkóhól. Þess vegna ætti
það ekki að koma á óvart að engin
önnur ávana- og fíkniefni ein sér
eða samanlagt komast neitt nálægt
alkóhólinu í keppninni, „þjóðfé-
lagsóvinur númer eitt“.
Það er sama hvar við berum
niður, slys, dauðsföll, morð, of-
beldi, nauðganir o.s.frv., alls staðar
gnæfir alkóhólið, sem meðvirkandi
þáttur, yfir öll önnur ávana- og
fíkniefni. Þetta er staðreynd sem
flest okkar vilja ekki horfast í augu
við. Vitið þið af hverju? Það er af
því að þá þurfum við að líta í eigin
barm og það gerum við ekki ótil-
neydd vegna þess að það getur
verið svo andsk... sárt. Þess í stað
finnum við okkur blóraböggla.
Þeir eru nauðsynlegir þeim, sem
ekki vilja taka á raunverulegum
vanda og eru þarfir til að taka við
þeirri reiði og gremju, sem óhjá-
kvæmilega safnast upp út af eigin
aðgerðaleysi.
Það eru til ýmsar leiðir til að
koma sér í vímu og til eru margar
gerðir af fíklum. Óumdeilanlega
eru flestir háðir alkóhóli, á eftir
þeim koma fæðufíklar, þá lækna-
dópsfíklar, spilafíklar, kynlífsfíklar
og sennilega reka þeir lestina, sem
neyta ólöglegra vímugjafa til að
svala fíkn sinni. Einmitt þess
vegna eru þeir upplagðir blóra-
bögglar fyrir íslensku þjóðina til
að fela sig og sinn akfeita fíkil á
bak við. Engin vandamál hér, svo
heitið geti, styðjum bara vel við
bakið á fíkniefnalögreglunni okkar
og þá sér hún um það litla sem eft-
ir er!!
Ég efast ekki um að fíkniefna-
lögreglan gerir allt sem í hennar
valdi stendur til að stemma stigu
við innflutningi og neyslu ólög-
legra fíkniefna en hún berst von-
lausri baráttu. Maður, sem hefur
orðið einhverri fíkn að bráð er
stjómlaus, það getur enginn mann-
legur máttur fengið hann til að
hætta. Þess vegna eru tilraunir lög-
reglumanna um heim allan til að
stemma stigu við þessum vanda, í
besta falli, tilgangslausar.
Gott dæmi um ruglið og blekk-
inguna í sambandi við þessi mál er
þegar Bandaríkjastjóm setti nefnd
sérfræðinga í málið (vímuefna-
vandann). Þeir sökktu sér ofan í
það og skiluðu síðan af sér skýrslu,
sem hljóðaði eitthvað á þessa leið:
Ávana- og fíkniefnavandi banda-
rísku þjóðarinnar er nær
eingöngu bundinn við alkóhól.
Þremur mánuðum síðar setti
sama stjóm risavaxna upphæð í
baráttuna gegn kókaíni, sömu upp-
hæð og árið á undan en nær ekkert
til áfengisforvama. Þeir hljóta að
hafa verið í einhverju annarlegu
ástandi mennirnir, skyldu þeir hafa
sagt „skál“ fyrir þessari afgreiðslu.
Patentlausnir eru ekki til á
þessu máli en ég skora á íslensku
þjóðina að strjúka áfengisþokuna
frá andlitinu og líta edrú augum
fram á við.“